Alþýðublaðið - 16.04.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.04.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÖIÐ Sunnudagur 16. apríl 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkúrinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Reneðikt Gröndal. Þingfrétíir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Anglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiffslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hiittt nýi Öku-Þór TÍMINN er yfirleitt þreyt- andi aflestrar, en ritstjórnar- grein hans í gær er einstaklega skemmtileg. Höfundur hennar reynir að vera fyndinn á kostn- að Alþýðuflokksins, en hvort tveggja er, að hann er reiður og illa verki farinn, svo að les- endur greinarinnar sjá þar Framsóknarflokkinn í stórum og glöggum spéspegli. Klauf- inn, sem reiðir til höggs gegn Alþýðuflokknum, taer óvart vopn á sjálfan sig. Höfundurinn líkir Alþýðu- flokknum við drukkinn bíl- stjóra, sem hafi ekið farkosti sínum út í urð, bi’otið hann og slasað fólk. Þegar aðrir eru að koma farartækinu upp á veginn á ný, hrópar bílstjórinn að þeim hæðnisorðum, hvers Vegna þeir aki ekki eins greitt og hann hafi gert. Og þegar iæknir er kominn til að gera að sárurn hinna slösuðu, hrópar bílstjórinn: -— Sjáið bölvaðan kvalarann! Það leynir sér svo sem ekki, hver blessaður lækn- irinn er. Hann er hinn frábæri björgunaraðili íslenzkra stjórn- mála, Framsóknarflokkurinn! En svo bregst greinarhöf- undinum heldur betur boga- listin, því að skömmu síðar fer hann að ræða um það, að Al- þýðuflokknum fari illa að sví- virða þá, sem standi í tvísýn- um björgunaraðgerðum. Þá hefur hann. gleymt því, að dæmisagan hljóðar um lækni, sem er að gera að sárurn bein- brotinna farþega á slysstað. Sannleikurinn um hið ömur- lega hlutskipti Framsóknar- flokksins er svo ríkur í huga hans, að hann fer áður en var- ir að ræða um tvísýnar bjöi'g- unaraðgerðir fiokksins, sem hann áður líkti við lækrii. * Þetta er eðlilegt. Framsókn- arflokkurinn er enginn læknir í íslenzkum stjórnmálum. En hann var farþegi í bifreiðinni, sem Tíminn segir nú, að Al- þýðuflokkurinn hafi ekið drukkinn. Alþýðuflokkurinn ók þeim farkosti ekki út í neina prð. Hann síöðvaoi hann þvert á móti á sléttum og greiðfær- um vegi, þegar Framsóknar- flokkurinn hljóp út í fússi af því að hann fékk ekki að stýra og tók sér fyrir hendur ferða- lag um torfsera fenjamýri. Þar skreið hann um á höndum og fótum og ataði sig upp fyrir haus. Loks komst hann þó að ::ama landi aftur. Þá samdi hann um samfylgd við íhaldið, þótt hann þættist yfirgefa far- kostinn vegna nærveru þess áður en hann álpaðist út í fenja mýrina. Framsóknarflokkurinn seítist meira að segja undir stýri. _ Og hvernig hefur svo þessi Öku-Þór íslenzkra stjórn- mála rækt bílstjórastarfið? Er það ekki einmitt nú fyrst, að farbosturinn liggur á hvolfi úti í urðinni? Staðreyndirnar tala. Það er búið að lækka gengi ki'ónunn- ar um 42,6cí. Hver nauosynja- varan af annarri, svo og hvers konar þjónusta, hefur stór- hækkað í verði, og er þar þó aðeins um byrjun að ræða. En sjávarútvegurinn, atvinnu- greinin, sem gengislækkunin átti fyrst og fremst að bjarga, er í þann veginn að stöðvast. Nú blasir við urð og grjót, hvert sem litið er. En Fram- sóknarflokkurinn , virðist í- mynda sér, að framundan liggi beinn og breiður vegur og æskudraumalöndin bíði hans bak við næsta leiti. Hann hefur varla tapað dómgreindinni á á- fengisdrykkju. En hann lifir í sælli vímu. Það, sem gleður hann, er að vita Steingrím, Hermann og Eystein í framsæti stjórnarbílsins og elsku vinina, Olaf, Björn og Bjarna, sem farþega í aftursætinu. Tíminn segir í ritstjórnar- grein sinni í gær, að Framsókn- arflokkurinn haíi slitið stjórn- arsamvinnunni í fyrrahaust til að knýja fram stefnubi'eytingu. Stefnubreytingin er komin til sögunnar. Hún birtist í mynd gengislækkunarinnar og verð- hækkananna. Afleiðing hennar er sú, að atvinnuvegirriir eru í þann veginn að stöðvast, en verðbólgan og dýrtíðin fer upp úr öllu valdi. Það er svo sem ekki ofsögum af bví sagt, þó að fullyrt sé, að Frarnsókn- arflokkurinn standi í tvísýnum björgunaraðgerðum. En Tíminn lítur á hann sem lækni á slys- stað og ímyndar sér sennilega, að sjálfur sé hann Ivfseðillinn. Þvílíkt og annað eins! Og svona ekrifa menn, sem hafa á sér orð fyrir reglusemi! Greinarhöfundur Tímans hefur allt á hornum sér vegna þess, að Alþýðublaðið birti greinar um það, að nú þurfi að sækja það fé, sem íslenzkir gróðamenn hafi rakað saman á verzlun, flutt úr landi og kom- ið fyrir erlendis, meðan Al- þýðuflokkui'inn var í stiórn. Það vantar svo sem ekki ónot- in og derringinn. Alþýðublaðið hefur þó ekki annað gert en minna á það, að Hermann Jón- asson fullyrti á opinberum fundi, að hann vissi, hversu hái'ri upphæð földu inneign- irnar erlendis næmu, og fram- bjóðendur Framsóknarflokks- ins í fyrrahaust töldu einsýnt, að Hérmann fyndi þetta fé, þegar hann væri orðinn ráð- herra eftir kosningar. Nú er Hermann kominn í stjórn og ætti því að fara að spjara sig. Námumálaráðherrann þykist vita, hvar fjáirsjóðs fölau inn- eignanna sé að leita. Álþýðu- blaðið hefur mælzt til þess, að hann leiði Björn vin sinn Ol- afsson á staðinn, þar sem sjóð- urinn er fyrir, láti hann grafa eftir honum og afhendi Ey- steini Jónssyni hann til varð- véizlu og ávöxtunai'.. Þessum hógværu tilmælum heíur Tím- inn reiðzt. En Alþýðublaðinu gekk hins vegar gott eitt til, og það ímyndaði sér meira að segja, að Hermann Jónasson hefði valið sér embætti námu- málaráðherrans með sérstöku Ulliti til þessa veglega hlut- verks. En gremja Tímans skyldi þó aldrei stafa af því, að Hermann Jónasson hafi að- eins dreymt þennan gullfund, meðan Framsóknarflokkurinn var á ferðalaginu úti 1 fenja- mýrinni? Feitmeíisskoríur í Reykjavík. — Eldii til, ekki til. — Hvorki smjör, smjörlílci eSa íólg. — Hafnar- fjarðarvegurinn. — Nokkrar fyrirspurnir frá Hafnarfirði viðvíkjandi verzlun. SEGJA MÁ, að bærinn Iiafi VEGFARANDI SKRIFAR: verið viðbitslaus undanfarna Einu sinni ennþá er vegurinn daga. Er því ííkast sem að styrj milli Reykjavíkur og Hafnar- aldarástanú sé að færast yfir Reykjavík, því að á styrjald- nrárunum heyrði rnaðúr það oft að það væri feitmetisskorturinn fem aðallega þjakaði þjóðunum hvað mataræði snerti. Tólg' hef-- ur .ekki fengizt, ekki smjör líki heldur ekki í nokkra daga. EFTIR AÐ HAFA lesið til- kynningar iðnrekenda skilur maður að smjörlíkisskortur kunxii að vera fyrir hendi vegna rkorts á hráefnum í smjörlíkið. Smjörskorturinn hefur alltaf gert vart við sig við og við svo að hann er varla tiltökumál, enda flytjum við líka inn smjör í stórum stíl. En hvers vegna vantar tólg. Maður, s'em kvaðst hafa hringt í Sláturfélagið í fyrradag sagðist hafa fengið þær fréttir að það stæði bara á því að búa til tólgina. Það er furðleg afsökun og ótrúleg núna í þessum algera feitmetisskorti. En ef til vill er það ein af hlið- nrráðstöfununum, að neyða fólk til að borða burrt. Vöruvöndun fisksala. VÖRUVÖNDUN er orð, sem alltof sjaldan heyrist hér á landi. Þjóðin lifir að veru- legu leyti á útflutningi fisk- afurða, sem eru þess eðlis, að það geíur miklu munað um verð og vinsældir vörunn ar, hversu vel hefur verið með hana farið, hvernig verkun hennar hefur verið og hvernig umbúðir eru. Und- anfarin ár, í styrjölainni og rétt eftir hana, var hægt að selja svo til allan fisk góðú verði, og þá hvarf umhugun um meðferð fisksins, og var öll áherzla á það Iögð, að veiða sem mest og koma því á markaðinn. NÚ ER ÞETTA tímabil liðið. I markaðslöndum okkar, til dæmis Bretlandi og Þýzka- landi, er nú hægt að fá meira af annarri matvöru, og fólk er tekið að þreytast á illa verkuðum og oft slæmum fiski. Þegar eitthvað annað er í boði, bíður fiskui'inn Iægri hlut í samkeppninni. Þetta er veruleyt atriði í sam bandi , við rýrnun brezka markaðarins, eins og vel má sjá á skrifum sérfróði'a j rrianna í fiskveiðitímarit j Breta. Þar má einnig sjá um- mæli fjölda skipsíjóra, fisk- sala og anr.arra, sem við fisk veiðar eða sölu fást, þess efn is, að nú verði að vanda vör- una ogi eina vonin um áfram- haldandi fiskmarkað sé betri fiskur, sem húsmæður fáist til að kaupa. I HÉR Á ÍSI.ANDI hafa opin- berir aðilar nokkrum sinnum gefið út tilkynningar, þar sem hvatt er til vandaðrar verkunar á fiski. Hefur verið frá því sagt, að íslenzki fisk- urinn hafi þegar misst mikið af þeirri frægð, sem hann áð- ur naut, og þyki nú hvei'gi nærri svo góð vara, sem íyi’ir stríð. Þegar samkeppnin um markáoina eykst, verður þetta að lagast. Þá geta gæði fisksins ekki síður en verð hans haft úrslitaáhrif á það, hver heldur markaðinum. HRAÐFRYSTI FISKURINN okkar hefur ekki alltaf feng- ið góðar móttökur, þegar hann hefur loks komizt á pönnuna. Hér hefur honum verið pakkað í stóra pakka og hann síðan sendur í geymsl- ur í Bretlandi. Yfirvöldin þar syðra hafa oft ekki sent hann á markaðinn nema þegar skortur hefxir verið á nýjum fiski, og þá hefur íslenzki freðfiskurinn verið þýddur 1 verzlunúm og seldur sem nýr fiskur. Hér er að vísu ekki skorti á vöruvöndun um .að kenna af íslendinga hálfu, en þessi meðferð hefur senni- lega lítið aukið frægð ís- lenzkra afurða erlendis. Nú munu frystihúsin vera að snúa sér að fullkomnari pökkunaraðferðum og smærri pökkum, svo að hraðfrysti fiskurinn ætti að vera stór- um seljanlegri og snotrari vara. HÉR VERÐUR EKKI RÆTT um aðrar greinar framleiðsl- unnar, til dæmis niðursuðu, þar sem reynslan af vöru- vöndun mun því miður ekki vera öll sem skyldi. Nægir að benda á þessi dæmi um það, að hér þarf að hefja miklu stórfelldari herferð til þess að íesta það í huga hvers manns, sem við fram- leiðsluna vinnur, að vöruna vei’ði að vanda eins og fram- ast er unnt, því að hver smá- partur af fiskinum getur, þeg ar Ixann er seldur erlendis, ráðið því, hvort ein fjöl- skylda kaupir meira af ís- lenzkum fiski eða ekki. VÖRUVÖNÐUNIN er þó ekki nema ein hlið málsins. ís- lendingar eru orðnir of van- ir því að ríkisstjórnin selji öðrum ríkisstjórnurn afurð- irnar í stórum slöttum, án þess að nokkuð sé hugsað um neytandann tilvonandi. Norð menn hafa mikið gert til þess, að vinna markað fyrir vöru sína og auglýsa hana, gera hana vinsæla. Slíkar vöru- vinsældir eru Iangbezta tryggingin fyrir góðum fram tíðar markaði, sem hægt er að fá. Bandaríkin eru eina landið, þar sem íslendingar hafa orðiö að skapa sér mark :ð með því að selja alþýð- fjarðar orðinn ófær bifreiðum og versnar nú dag frá degi. Vegaryfirvöldin horfa á að- gerðalaus. Nýlega fór ég í bíl mínum um veginn í myrkri, og varð það á að detta með eitt hjólið í djúpa holu og brjóta augablað, sem hvergi fæst nú. Nokkrum metrum sunnar á veg ínum var bíll með þungt hlass, hafði hann lent í einni gryfj- unni, því þetta eru nú ekki hol- ur lengur, heldur gryfjur, og brotið einnig augablað. M. ö. o., dag hvern eru eyðilögð á þess- um fjölfarnasta þjóðvegi lands- ins verðmæti fyrir þúsundir eða kannske tug þúsundir króna. ÞÆÐ MÁ VERA DÆMAFÁTT hii-ðuleysi af vegamálastjóra, að ■láta þennan veg alloftast vera ófæran. Hvers á hann að gjalda? Það var beint ógeðs- íegt að sjá bíl og menn vera að dreifa sandi og möl í stærstu gryfjurnar um daginn. Nú er þetta allt farið og gryfjurnar gapa enn þá meiri gímöld en nokkru sinni fyrr. Ég skora nú á, og ef ekki það dugar, þá hrópa ég á vegamálastjóra, að láta nú fara að gera við veginn, ekki rneð klastri, heldur endur- bæta hann svo að hann dugi eitthvað frekar en hingað til. Ég treysti að vegamálastjóri cvari nú, því að hvenær verður byrjað á viðgerðinni. HAFNFIRÐINGUR SKRIF- AR: ,,Ég vil biðja þig að birta fyrir mig tvær fyrirspurnir, sem 6g vona að fá svör við frá hlutað eigandi iélögum. Fyrsta er til Sambands íslenzkra samvinnu- félaga. Fá ekki öll kaupfélög, sem eru í sambandinu, xitbýtt vörum þaðan,- í hlutfalli við fé- lagatölu sína t. d. vefnaðarvöru, búsáhöld, skófatnað og fleira? Ef svo er, þá vil ég spyrja kaup- félagsstjóra Hafnfirðinga hvað verður af þessum vörum? Hvers vegna getur Kaupfélag Hafnar- fjarðar ekki selt félagsmönnum síntim svipað magn af þessum vörum og önnur kaupfélög? EF MA.-DUR KEMUR í KRON í Reykjavík þá sér maður góðar og nytsamar vörur, sem félags- raenn fá' úthlutað út á vöru- jöfnunarmiða sína, og oft heyr- ir maður í útvarpinu auglýsing- ar um vörujöfnun, frá kaupfélögum úti á landi, en margt af þeim vörutegundum kemur aldrei fram í buð í kaup- íélagsins hér“. SÝNINGIN í Aðalstræti 6. á unni sjálfri vörur sínar, og eftirprentun af frægum mál- það stax'f hefúr ekki borið mikinn siáanlegan árarigur. Þar þyrfti að gera meira til að afla íslenzka fiskinum vina og kaupenda, og verður það ekki gert betur en a5 aug lýsa og fá verzlanir til a,ð auglýsa vöru, sem sölumenn- irnii' eiga með góðri sam- vizku að geta gefið hin beztu með'mæli. Slíkt og verkum hefur verið opin frá því fyrir páslia, en lýkur í dag. Hefur sýningin verið fjöl- sótt og margar mýndir , hafa selst. hið sama, þyrfti að gera víð- ar en á ameríska markaðin- um. Með því rnóti verða ís- lenzkir markaðir bezt tryggð ir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.