Alþýðublaðið - 16.04.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.04.1950, Blaðsíða 8
Gerizt áskrlfendor að Alþýðublaðinu. Alþýðublaðið inn á ; hvert heimili. Hring- ! ið í síma 4900 eða 4908. Sunnudagur 18. apríl 1950 Börn og unglingafs Komið og seljið \ Aiþýðublaðið. ] Allir vilja kaupa ! AlþýðubSaðið. 1 Sfrandið við Geir- fuglasker í fyrrinóf) Framhald af 1. siðu. bjargaði mönnunum úr bátnum. Sæbjörg reyndi að koma bát sínum út, en hann brotnaði í spón við skipsbliðina. Báðir brézku togararnir settu út báta og misstu þá. Þó tókst ,.Cape Cloucester" að bjarga þrem mönnum úr sjónum, en c-inn þeirra lézt úr vosbúðinni. ,,Bizerta“ biargaði tveim mönn um og vélbáturinn Jón Guð- tnunds^on einum af fleka. Hafði ílugvélin séð tjl manns- ins á flekanum og lét skipin vita af honum. FKÓÐI BJARGAK SEX " Þeim sex möimum, sem bá eru ótaidir, bjargaði vél- báturinn „Fró3i“ frá Grincla vák. Fór hami svo nærri straiidstaðnum, að hann yar á aðeins þriggja inetra dýpi, Kastaði hann akkeri og ætl- aði að nota venjuleg bjÖrg- unartæki tii að ná monnun- um, sem voru á stfórnpalii ,.Preston“. Þá köstuðu tveir Breíanna sér í sjóinn og varð ,,Fróði“ 'að renna út allri akkerisfestinni til þess að ná mönnunum. Köstuðu þá Bretarnir sér liver af öðrum í sjóinn og „Fróði“ varð að sigbv fram og aftur til að ná þeim sem skj'ótast, því að þeir hefðii ekki getað háfzt við lengi í sjónum. Tókst það giftusamlega og varð öllum bjargað. „Fróði“ fór þarna miklú nær en hin skipin gátu íarið, og er talið líklegt, að *menirírhir hefðu ekki bjargazt, ef bátur- jnn hefði ekki hætt sér svo Kærri. Togararnir „Cape Glou- chester“ og „Bizerta“ komu til Reykjavíkur í gærmorgun, og „Sæbjörg“ um eitt-leytið. Eru skipbrotsmenn nú á Flugvall- arhótelinu og mun öllum líða vel. Var þeim veitt hin bezta aðhlynnmg um borð í björgun- arskipunum. „Fróði“ fór til Grindavíkur með þá sex, sem kann bjsrgaði. F'/rirlestur um fiý- býlaprýði á vegum mæðrafélaasins A ÞESSUM VETRI hefur Mæðrafélagið gengizt fyrir fræðsluerindaflokki um hús- byggingar og húsbúnað og hafa þrjú fyrstu erindin þegar verið flutt, en fjórða og síðastá erndið flytur ungfrú Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræð- ingur kl. 3 í dag í bíósal Aust- urbæjarskólans og fjallar það «m híbýlaprýði, litaval, upp- setningu gluggatjalda, um eld- húsið og um hagkvæmt fyrir- komulag og skreytingu innan heimilisins. Til skýringar verða sýndar ,skuggamyndir, íitmyndir. Ungfrú Kristín Guðmunds- dóttir er eini háskólagengni sérfræðingurinn, sem við eig- wm í híbýlafræði. Þessar þrjár konur þóttu bezt klæddar á tízkusýningu, sem ný- lega var í New York. Þær eru, eins og lesandinn sér, allar í götubúningi, sérstaklega óbrotnum. Þœr þóttu bezt klœddar ÁSGEIE B JARNÞÓRSSON ö opnaði málverkasýningu í listamaimaskálar,um á föstu- daginn og ver'our sýningin op- in í bálfan mánuð. A sýning- unni eru 62 myndir; olíumál- verk, vatnslítamyndir og teikn ingar — flest olíumálverk. Á sýningunni eru margar mannamyndir, þar á meðal af nokkrum kunnum mönnum. Má þar nefna mynd af Páli Eggert Ólafssyni, Árna Páls- syni prófessor, Einari Arnórs- syni prófessor, Bjarna Ásgeirs syni alþingismanni, Kjarval. Steindóri heitnum Gunnars- syni og mörgum fleiri. Enn fremur er á- sýningunni fjöl- margar landslagsmyndir. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 11—-11. --------~------------ Síðasli dagur Koll- wilzsýningarinnar í DAG er síðasti dagur Káthe Kollwitz-sýningarinnar í sýningarsal Ásmundar á Freyjugötunni. Hefur sýning þessi vakið mikla athygli, og' ættu þeir, sem enn ekki hafa séð hana að nota tækifærið í dag og skoða eýningiina. Allsherjarrerfefall Framhald af 1. síðu. j falls í París í dag í mótmæla- I skyni við ákvörðún írðnsku ritjófnarinnar að fækka verka mönnum við - ýnsis þjóðnýtt í.yrirtæki, Hefur þegar verið fækkað verkafólki um nokkur hundr- uð við hinar stóru Renault- bílaverksmiðjúr í París. Leif hæft í kvöld Framhald af 1. síðu. inni að flugvélinni, sem hvarf yfir Eystrasalti á laugardag- inn fyrir páska, yrði hætt um BÓlarlag í kvöld. Jafnframt þakkaði yfirmað- urinn Dönum og Svíum fyrir drengilegan þátt í leitinni. Engar leifar flugvélarinnar höfðu fundizt, er síðast fréttist í gærkveldi. Munið íræðslufund FUJ í dag UNGIR jafnaðarmenn og annað Alþýðuflokksfólk er minnt á fræðslufund FUJ í Edduhúsinu klukkan 2 í dag. Sígaretfuneyzla hefur hundr faldazt hér síðustu I árin : — ------------—*. --— Fréttabréf um heilbrigðismál ræðir um áhrif tóbaksreykinganna, ------------------ SÍGARETTUNEYZLA hefur gert betur cn hundraðfald- ast hér á landi síðast liðin 40 ár, að því er sagt er frá í Frétta- bréfi um heilbrigðismál, sem Krabbameinsfélagi'ð gefur út. Segir þar, að óhætt sé að telja, að síðan 1946 bafi sígarettu- neyzla Islendinga numið einu kílói á mann á ári eða meiru. f fréttabréfinu segir ean fremur frá því, að hugsanlegt sé talið,, a'ð lungnákrabbi stafi af reykingum. Ef þetta er rétt, þyrftTi: menn að reykja að minnsta kosti pakka á dag í 20—25 ár, til þess að fá kraþbamein í lungun. Þar e'ð sígarettureykingar juk- ust fyrst svo mikið 1940, að telja má liættu úr þessari átt, segir fréttabréfið enn íremur, mætti búast við að lurígnalcrabbans færi að gæta hér verulecra 1980—65. Sarnkvæmt skýrslum hag- stofunnar hefur innflutningur á sígarettum til Islands verið sem hér segir: 1910 .... 1 285 kg. 1915 . . . 5 591 — 1920 . . . 11 259 —- 1925 . ; . ..; .. 24 168 — 1930 ;.. ... 47 126 — 1935 í . . .. . . . 39 451 — 1940 ; . ... :... „53 696 — 1945 . .. . . 113 903 — 1946 : . .166 983 — 1947 . . / 157 000 — 1948 158 000 —• 1949 :. . /:: 129100 — í fréttabréfi Kraþbameinsfé- lagsins segir meðal annars um tóbaksreykirígár: „í tóbáki er 2—5% ’nikotín, sem er. mjög sterkt eitur. Það verkar aðallega á æðakerfið og rná sjá áhrifin af einni síga- retu með því að skoða háræðar fingurgómsins í smásjá. Þeim. sem reykja mikið ofan í sig hættir frekar en öðrum við að fá tóbakseitrun, sem getur gert vart við sig með ýmsu móti, en einkum með óþægi- legum hjartslætti og verk fyr- ir hjarta. Tóbakseitrið getur , valdað samdráttum í æðum, svo að æðaveggirnir líða af næringarleysi og enginn vafi er á því, að þeim, sem reykja mikið, hættir öðrum frekar við að fá æðakölkun, einkum í hjartað, en.einnig í aðrar æð- ar, t, d. á útlimum og í heila. Nýlega kom til mín-maður, sem kvartaði undan |tví, að hann gæti ekki gengið nema svo lítinn spotta, um 50 metra, án þess að fá sáran verk í ann- an fótinn. Þessi verkur legðist í allan fótinn upp eftir legg og læri og yrði fljótt svo svæs- inn, að ekki væri nokkur leið til að halda afram, svo að hann segðist verða að nema staðar og hvíla sig og nú gæti hann ekkert komist nema í bíl. Ég spurði hann, hve mikið hann reykti af sígarettum. „Fjóra pakka á dag“, sagði hann. Ég sagði honum, að ef hann hætti ekki strax að reykja, yrði hann að gera ráð fvrir að áður en langt um liði yrði að taka af honum fót-- inn og sýndi honum myndir af sjúkdómi sínum, þar sem hann gat séð svart á hvítu, hvernig æðar hans voru smám saman að lokast og hvernig sjúkdómurinn leiðir til þess að drep kemur í fótinn þegar æð- arnar lokast. Ekki efaðist sjúklirigurinn um að það væri. rétt sem ég sagði honum, a‘5 sjúkleiki hans stafaði af tóbak- inu. En hann gat samt ekki hætt að reykja. Ég hélt spurn- um fyrir um hann í gegnum. sameiginlega kunningja okkar,. Loks frétti ég að hann væri hættur að reykja, en þá vora. liðnir tveir mánuðir síðan hann kom til mín. Hann lag- aðist fljótlega, gat gengið-' miklu lengra en áður án þess að fá verkinn, hresstist og fann minna til fyrir hjartanu. En eftir mánuð frétti ég að hann væri aftur farinn að reykja. Svo sterk getur þessi ástríða verið, að skynsamur maðui' gengur heldur að því með opn- um augum að eiga á hættu að missa annan fótinn og jafnvel báða, heldur en að hætta aS reykja“. ..... —- - Lýs) eííir vitni sð slysi á Skúiagöfu ÞAÐ slys varð 5. þessa mán- aðar á Skúlagötu á móts við Nýborg, að lítill drengur varð fyrir bifreið og handleggs- brotnaði. Maður, sem var nær- staddur, reisti drenginn upp af götunni og hjálpaði til að setja hann upp í jeppabifreið. Rann- sóknarlögreglan þarf að ná tali af þessum manni og biður hann að koma til viðtals við hana hið fyrsta. .FÉLAG ungra jafnaðar- manna í Hafnarfirði gengst fyrir fjölskák í Ráðhúsi bæjar- ins annað kvöld klukkan 8.30., Bjarni Magnússon mun tefla við félagana, og er öllum með- limum FUJJ heimil þátttaka. Þátttakendur eru beðnir að snúa sér til skrifstofu flokksins og láta skrá sig til keppninnar. Er þess vænzt að sem flestir taki þátt í skákinni. Nauðsyn- legt er að þátttakendur hafi með sér tafl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.