Alþýðublaðið - 04.05.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.05.1950, Blaðsíða 1
Erfiff að finna fé, svo að nauðsyn [væntdir s JB jérar fyrirspurni iil ríkissf|érnar- ÞINGMENN ALÞÝÐU- FLOKKSINS hafa lagt fram á alþingi nokkrar fyrirsþurnir til ríkisstjórnarinnar, og fara þær hér á eftir: Frá Stefáni Jóli. Stefánssyni: „1. Herju nemur gengishagnað ur sá, er um ræðir í 2 gr. 1. nr. 22 1950, um gengisskráningu o. fl,? 2. flver verður hluti bygging arsjóðs verkamanna? 3. Er sá hluti tilbúinn til ráð stöfunar til byggingar nýrra verkamannabústaða?" Frá Gylfa Þ. Gíslasyni og Stefáni Jóh. Stefánssyni: ,,Hef ur farið fram fullnaðarendur- skoðun á reikningsskilum bygg ingarnefndar nýju síldarverk- smiðjanna á Siglufirði og Skaga strönd um byggingarkostnað verksmiðjanna? Ef svo er, hafa endurskoðendur staðfest reikn ingsskilin athugasemdarlaust? Hafi þeir ekki. gert svo, hvaða meginathugasemdir hafa þeir gert?“ Frá Gylfa Þ. Gíslasyni og Harakli Guðmundssyni: „Hvers vegna hefur gengi lírunnar ekki verið skráð samkvæmt 1. gr. 1. nr. 22 19. marz 1950, um gengisskráningu, launabreyt- ingar, stóreignaskatt, fram- leiðslugjöld o. fl.?“ Frá Gylfa Þ. Gíslasyni og Haraldi Guðmundssyni: „Hef- ur ríkistjórnin í hyggju að leggja fyrir það þing, er nú sit ur, frv. til nýrra launalaga? Ef svo er ekki, hvað hyggst rík.is- stjórnin þá fyrir um greiðslu uppbóta á laun opinberra starfs manna, þar til ný launalög verða sett?“ BRETADROTTNING skírði í gær stærsta flugvélamóður- skip Breta, Ark Royal, er það hljóp af stokkunum. Skipið er yfir 36 000 lestir. ííkissjóður svo hlaðinn iausaskuld- uíu að þess eru engin dæmi fyrr c« Ý 2 r ii á fjármála i í gærdag. Á að banna flokks- sfarfsemi kommúnisfa! EYSTEINN JÓNSSON fjármálaráðherra skýrði frá því á þingi í gær, að þ&5 reyndist nú ærið viðfangsefni að finna fé til þcss að a!!ra nauðsynlegustu framkvæmdir í landinu ekki stöðvist. Sag’ði fjármálaráðherrann, að ríkissjóður væri nú svo gersamlega hlaðinn óreiðuskuldum, að þess mundu engin dæmi, að slíkt hefði átt sér stað fyrr. Þannig er ástandiið, sem Eysteinn tekur nú við, eftir tíu ára fjámálastjórn Sjálfstæðismanna. Það var við umræður um * þingsályktunartillöguna um Austurveg, sem Eysteinn tók til máls. Eiríkur Einarsson hafði fylgt þeirri tillögu úr hlaði, en hún er á þá lund, að byrjað skuli á Austurvegi, sem lög voru sett um 1946, og varla mun kosta minna en 20 millj- ónir. Taldi Eiríkur þetta hið mesta nauðsynjamál, sem mundi spara stórfé og gjald- eyri með greiðari flutnmgum á afurðum til Reykjavíkur. Eysteinn sagði hreinlega, að þetta væri ekki hægt; það væri ekki mögulegt að hefja þessar framkvæmdir á þessu ári. Sagði hanrp að það yrði að bjarga því, sem bjargað yrði, sem þegar væri byrjað á. Nefndi hann dæmi þess, að vélar væru jafnvel komnar til landsins, en ekki væri hægt að leysa þær út vegna lánsfjár- Ieysis,_og væru menn að reyna að tína saman smáupphæðir hér og þar. Eysteinn sagði frá rafmagnslögnum sunnaulands. þar sem staurar væru komnir upp langar vegalengdir, en ekkí væri hægt að leggja leiðslurn- ar á þá vegna fjárskorts og g j aldeyrisskorts. Tillagan um Austurveg var samþykkt við fyrri umræðu að viðhöfðu nafnakalli með 17 at- kvæðum gegn 4, en 11 greiddu ek'ki atkvæði og 20 voru fjar- verandi. Trygve Lie fer fif Moskv TRYGVE LIE, aðalritari sameinuðu þjóðanna, skýrði frá því í París í gær, að hann myndi fara til Moskvu í næstu viku, og gerir liann sér vonir um að hitta Stalin marskálk. Lie hefur sagt, að á þessu ári verði að gera al- varlegar tilraunir til að stöðva kalda stríðið og encl- urvekja traust á sameinuðu þjóðunum. Lie hefur ekki skýrt frá því, hvað hann hefur rætt við ráðamenn í Evrópu, en hann hefur verið í London og París og fer nú til Haag og Moskvu. Mun hann þó hafa rætt um Kína og cam- einúðu þjóðirnar, svo og hugmynd sína um að örygg- isráðið komi öðrú hverju saman í öðrum löndum en nú. SURNINGIN um það, hvort rétt sé að banna kommúnista- flokka er nú rædd í morgum löndum víða um heim. I Astra- línu og Suður-Afríku virðast meirihlutaflokkar ætla að lög- binda slík bönn en í öðrum löndum hefur slíkum tillögum verið illa tekið. í Frakklandi hefur tillaga um að banna kommúnistaflokk inn verið felld í þingnefnd með 14 atkvæðum gegn 8. Jafn aðarmenn sátu hjá við atkvæða greiðsluna, en nokkrir MRP þingménn greiddu atkvæoi mcð kommúnistum gegn henni. í Kanada hefur formaður stjórn arandstöðunnar, George Drew krafizt þess, að kommúnistar verði bannaðir, en forsætisráð herrann, St: Laurent, neitaði að stvðja tillöguna. í Ástralíu hefur verkalýðs- sambandið tekið afstöðu á móti frumvarpi stjórnarinnar um bann á kommúnistaflokkinn. Segir í áliti sambandsins, að frumvarp stjórnarinnar opni henni leið til að banna alla flokka, 3em eru henni and- stæðir. BREZKI TOGARINN Etru- ria frá Grimsby hefur verið tekinn af rússnesku herskipi í norðurhöfum. Ekkert hefur frétzt frá togaranum síðan hann var tekinn. HÁKON NOREGSKONUNG UR og Ólafur krónprins heim- sóttu í gær Frazer aðmírál um borð í brezkan tundurspilli, sem nú er í Osló. Afmœlisklukka Osloborgar • Osloborg heldur í þessum mánuði hátíðlegt 900 ára afmæli sitt og standa hátíðahöldin yfir í fjóra daga, 14. til 17. maí. Verður hið glæsilega ráðhús þá vígt og dómkirkjan (Kirkja vors frels- ara) verður einnig vígð. Þá verður mikill fjöldi sýninga í Oslo í allt sumar og margs konar hátíðahöld. — Myndin er af einni af fjórum klukkum, sem verða í ráðhúsinu. Klukkan er fjórar lestir að þyngd og var smíðuð í Túnsbergi. Gengislækkunin seiur mark siSf í fiesfa lii fjarlagamia ----------------- Stjórnarflokkarnir sýna enga viðieitni til að draga úr ríkisbákninu. -----—*---------- GENGISLÆKKUNIN setur mark sitt á flesta liði fjár- lagafrumvarpsins. Hún veldur miklum hækkunum á útgjöld- um samtímis því, sem furðu lítillar viðleitni gætir hjá ríkis- stjórninni í þá átt að minnka rkisbáknið, þó að byrðar gegnis- lækkunarinnar hafi verið lag'ðar á þjóðina, tiltölulega þyngst- ar á þá, sem sízt hafa bein til að bera þær, — þvert á móti virðist enn eiga að auka það, sagði Iiannbal Valdimarsson í ræðu sinni í sameinuðu þingi í gær, er fjárlagafrumvarpið var til annarrar umræðu. Hannibal færði fram fjöl- mörg dæmi máli sínu til stuðn ings. Gengislækkunin hefði í för með sér hækkun á rekstri ýmissa ríkisfyrirtækja: lands- síminn yrði hennar vegna fyr- ir 2,4 milljón króna gengistapi, sem síðan væri tekið af almenn ingi með hækkuðum símagjöld um, vextir af erlendum lánum hækkuðu að krónutölu, fram- kvæmda, vega-, hafna-, brúar- höndum, yrðu stórum dýrari og kostnaður við utanríkisþjón- ustuna hækkaði um helming. Framlög til verklegra fram- kvæma, vega-, hafna- brúar- gerða o. s. frv. hins vegar óbreytt og því raunverulega lægri, þar eð framkvæmdirn- ar yrðu dýrari. Hann benti einnig á að frarn lög til ýmissa skrifstofustofn- ana ríkisins ættu enn að hækka, og væri því frekari útþensla rík isbáknsins sýnileg, þótt svo hefði verið látið heita við kosn ingarnar, að jafnaðarmenn ættu sök á allri skriffinnsku, (Frh. á 8. síðu.) Sykurskammfurinn í þessum mánuði ÁKVEÐINN hefur verið knappari skammtur á sykri þennan mánuð en ráðgert hafði verið, og stafar það m. a. af skemmdum, sem urðu á sykur- farmi, sejn kom hingað. í þessum mánuði er einungis heimilt að selja sykur út á syk- urreitina nr. 14, 15 og 16 ásamt nr. 11, 12 og 13, sem voru í gildi síðasta mánuð. Hins veg- ar er ekki heimilt að afhenda sykur í þessum mánuði út á reitina nr. 17, 18, 19 og 20.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.