Alþýðublaðið - 10.05.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.05.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. maí 1950 ALÞYÐUBLAÐIÐ ‘x Þingsályktynartillaga uirn Fo!!giSdSng a!bjó m félagafrelsi og verndun þess. ......■»■> Fyrsta sambykkt alfjjóða' vinnumíála- stofílunariiifiar, sem Islaod yröi a'ðili aö -----------------------®.----■—~- FRAM ER KOMIN á alþingi svohljóðandi tillaga til þings- ályktunar: „Alþingi ályktar að veita ríkisstjórninni keimild íil þess fyrir íslands hönd að fullgilda samþykkt nr. 87 um félagafrelsi og verndun þess, sem gerð var á 31. þingi alþjóða vinnumála- stofnunarinnar (I.L.O.) í San Franeisco 1948.“ JarSarför móður og tengdamóður okkar, Auðbjargar Guðmuudsdóítur fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. þ. m. kl. 1.30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðið. Jóna Olafsdóttir. Guði’ún Á. Lárusdóttir. Aðallieiður Þorkelsdóttir. Guðmundur Ólafsson. Hjartkærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarfpr tengdamóður minnar, Önnu ílákonardóttur-. Þuríður Eggertsdóttir. Alikálfakjöt Nautakjöt Kýrkjöt Ærkjöt Dilkalifur Hangikjöt Rúllupylsur Folaldakjöt Saltað ærkjöt Saltað tryppakjöt Samband ísl. samvinnufélaga. Sími 2678. Framhald af 1. síðu. að þeir fengju- embættið! Annað höfuðatriðið, sem Al- þýðuflokksnrenn fengu sam- þykkt við aðra umræðu í neðri deild í gær, var um skiptingu (nnflutningsins. Á samkvæmt því að skipta tveim þriðju eft- ír kvótareglunni, en nota einn þriðja til að jafna og ^eiða fyrir nýjum innflytjendum, svo að þetta verði ekkx. alveg bundið. Þá skal við úthlutun leyfa stefna að sem jafnastri vörudreifingu um allt landið, en innflutnings- og gjaideyr- isleyfi^ skal ekki veita nema fyrir liggi upplýsingar um verð vörunnar. Allmargar af tillögum Skúla Guðmundssonar voru sam- þykktar, en flestar aðrar til- lögu-r felldar. Var þetta löng og ströng atkvæðagreiðsla og mikið um nafnaköll. Málið á enn langt í land til endanlegr- w aígi'eiðslu þingsins, og þyk- vr mörgum þingmönnum litlar líkur á að þetta þing geti af- greitt það, nema ríkisstjórnin sameinist um að hraða því sér. staklega. ------------♦----------- Framhald af 1. síðu. fara með húsnæðismál í ríkis- rtjórn, tækifæri til að sýna, bvað þeir geta, eftir gagnrýni þeirra og árásir á fyrrverandi , félagsmólaráðherra í þessum efnum. Stefán kvað Alþýðu- flokkinn mundu gleðjast mjög, þegar hægt verði að koma lög gjöfinni um liúsnæði allri í framkvæmd, exida lögin sett fyrir frumkvæði flokksins. HÚSNÆPISLA'USIR GETA-' FLUTT ÚR BÆNUM! Páll Þorsteinsson ger'ði atliyglisverða játningu í svarræðu sinni. Hann sagði, að væru þær Iýsingar á sum- um vistarvcrum Reykvík- inga, sem lesnar voru í um- ræðunum, sannar, skyldi hann fúslega stuðla að því að finna húsnæði utan Reykjvaíkur fyrir það fólk, sem verst hefði húsaskjólið. Þarna kom fjandskapur frámsóknar við Reykjavík vel fram: Á móti öllum mál- um til að útrýma lieilsti- spillandi húsnæði í bæjnn- nm, það er hægt að lifa víÖ- ar en í Reykjavík. Páll benti á það, að lögin um verkamannabústaði og sam- vinnubvggingar væru í fullu gildi. í bví sambandi benti Gylfi Þ. Gíslason honum á, að byggingasióður verkamanna hefði verið mjög félaus, og því verið minna um nýja verka- mannabústaði en þörf er á. Kvaðst hanh vona, að skilja mætti ummæli Páls á þá lund, að Páll vildi þá styðja frum- varp Albýðuflokksmanna um lánsfjáröflun til byggingar verkamannabustaða, sem ligg- ur fyrir alþingi. SÍMI 1273 hefur duglega og reglu- sama menn til hrein- gei’ninga. Pantiö í tíina. í greinargerð fyrir þessari þingsályktunartillögu segir: „Á þingi alþjóða vinnumála- stofnunarinnar, sem haldið var í San Francisco 17. júní til. 10. júlí 1948, var m. a. gerð sam- þykkt um íélagafrelsi og vernd un þess. Aðdragandinn að sétningu bessarar samþykktar var í stór um dráttum sem hér segir: Vorið 1947 beindi alþjóða- samband vei’kamanna (WFTU) og amerísk.a verkalýðssam- bandið (AFL) þeim tilmælum til fjárhags- og félagsmálaráð's sameinuðu þjóðanna, að það taxki til meðferðar félagafrelsi verkamanna og vinnuveit- enda. Ráðið ákvað að vísa þessu máli til alþjóða vinnu- málastofnunarinnar með til- mælum um, að það yrði tekið í'yrir á 30. þingi hennar, sem haldið var í jún—júlí 1947. Þar sem svo skammur tími var til undirbúnings þessu rnáli, var ekki unnt að leggja frumvarp að samþykkt um það fjmir þetta þing. Hins vegar fóru fram almennar umræður um félagafrelsi og verndun þess á grundvelli greinargerð- ar um það frá alþjóða vinnu- málaskrifstofunni. Sérstök nefnd f jallaði um málið á þing- inu, og átti Finnur Jónsson fyrrverandi ráðherra sæti - í henni fyrir íslands hönd. Þingið samþykkti að þessu sinni nokkur frumatriði, sem ic ggja bæri til grundvallar fyr- ir samþykkt um félagafrelsi. Næsta stig málsins var það, að sendur var spurningalisti til ríkisstjórna allra aðildarríkja alþjóða vinnumálastofnunar- innar, þar sem spurt var um álit þeirra á því, hvaða atriði skyldu tekin upp í væntanlega samþykkt um málið. Á grundvelli þeirra svara, Eem bárust, var samið frum- varp að samþykkt um félaga- frelsi og verndun þess og það lagt fyrir alþjóða vinnumála- þingið í San Francisco 1948. Á þingi þessu fjallaði sérstök nefnd um málið. Yar hún skip- uð 88 fulltrúum, þ. e. 44 stjórn- arfulltrúum og 22 frá hvorum, vinnuveitendum og V.erka- mönnum. Af hálfu íslands átti Jónas Guðmundsson skrifstofu stjóri sæti í nefnd þessari. Miklar og á köflum allharð- ar umræður urðu um þetta mál, bæði á fundum nefndar- innar og almennum þingfund- um. Ýmsar breytingartillögur komu fram við umræður þess- ar, en flestar voru þær felldar. Má þar til nefna tvær tillög'ur, aðra um það, að samþykktin skyldi ekki taka til vinnuveit- enda, og hina um það^ að ein- ungis skyldu leyfð ein heildar- samtök fyrir hvora, verka- menn og vinnuveitendur, í hverju landi. Það voru því eng ar meiri háttar breytingar gerðar á frumvarpi því, sem fyrir þinginu lá, og var það samþykkt með 127 atkvæðum gegn engu. Samþykktin kveður svo á, að verkamenn og vinnuveitendur skuli eiga óskoraðan rétt til.að stofna með sér félög án af- skipta hins opinbera, og skal handhöfum framkvæmdavalds óheimilt að leysa upp slík fé- Iög-. Félög þessi skulu eiga rétt íil að skipuleggja stjórn sína og starfsemi og’ setja sér stefnu skrá án afskipta af hálfu yfir- valda, er skerði þennan rétt. Heimilt skal félögum að stofna og ganga í sambönd, svo og ger Dst aðilar að alþjóðasamtökum Verkamanna eða vinnuveit- enda. Við beitingu þeirra réttinda, sem að framan getur, skulu fé- ílögin gæta þess að brjóta ekki i bág við landslög, en aftur á rnóti mega lögin ekki skerða þann rétt, sem samþykktin veitir. Þá leggur Samþykktin . ríkj- um þeim, sem hana fuh.gilda, þá skyldu á herðar að gera all- ar viðeigandi og nauðsynlegar ráðstafanir, til þess að tryggja verkamönum og vinnuveitend- um, að þeir geti óhindraðir neytt þess réttar, sem þeim er veittur með samþykktinni. Þá eru í samþykktinni sér- stök ákvæði, sem snerta ein- ungis nýlenduríki, og að síð- ustu eru svo lokaávæði um gild istöku samþykktai’innar o. fL Réttindi þau, sem samþykkt þessi fjallar um, eru tryggð íslendingum með stjórnar- ski’ánni og enn fremur með lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, að því er tekur til félaga verkalýðs og annarra launþega. Sama mun vera að segja um önnur Norðurlönd. rlins vegar gegnir öðru máli viða annars staðar, ekki ein- ungis í einræðisríkjum, heldur og í ýmsum lýðræðisríkjum. að er því vart hægt að neita því, að þessi samþykkt er mjög mikilvæg fyrir alþjóðlega þró- un félagsmála, og markar hún tímamót í sögu þeirra. Aldrei fyrri hefur verið kveðið á um jafn mikilvæg mannréttindi með samningum milli ríkja. Fullgilding á samþykkt þe'ss ari af hálfu þeirra ríkja, sem þegar uppfylla skilyrði henn- ar, hefur þá eina þýðingu fyr- ir þau, að þau skuldbinda sig með henni til að sjá til þess, að ákvæði samþykktarinnar verði í heiðri höfð framvegis. Þó má einnig telja, að eftir því sem fieiri ríki fullgilda samþykkt- ina, sé það hvatning tii þeirra ríkja, sem skemmra eru á veg komin í þróun félagsmála, að koma þeirri skipan á þessi mál kjá sér, að þau geti einnig gerzt aðilar að henni. Nú hafa fjögur ríki fullgilt samþykktina um félagafi’elsi og verndun þess. Eru það Bret land, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Gengur hún fyrst í gildi 4. júlí 1950. Eins og að framan getur, er félagafrelsið tryggt hér á landi að íslenzkum r.étti og skilyrði aamþykktarinnar því uppfyllt hér. Það virðist þv-í Ballettskóli frú R. Hanson hefur starfað í átta deildum í vetur við afarmikla aðsókn, en auk þess hefur frúin haft fjölda nemenda í samkvæmis- og tízkudönsum. Að þessu sinni verða þeir dansar þó ekki sýnd- tr, þar eð ekki er um skólasýn- ingu að ræða, heldur aðeins list danssýningu úrvalsnemenda, og hafa sumir þeirra verið við nám hjá frúnni um alllangt skeið. Eru aðstæður til slíkra sýninga hinar beztu á sviði þjóðleikhússins, bæði hvað ljós og sviðsrúm snertir, og ef dæma má eftir þeim fögnu'ði, rem listdansþáttur sá, er frú Rigmor efndi til í dagskrá lista mannaþingsins, vakti með á- horfendum, þarf ekki að efa, að þessari sýningu verði vel tek- ið. Hafa sýningarskilyr'ði fyrir listdans breytzt ósegjanlega til batnaðar, samanborið við það, rétt og æskilegt, að íslending- ar sýni, hvar þeir standa á þessu sviði, og hvers þeir meta þessi réttindi, með því að ger- ast meðal fyrstu þjóða aðilar að samþykkt þéssari, sem þá yrði fyrsta samþykkt alþjóða vinnumálaþingsins, sem ísland gerðist aðili að. er var í Iðnó. Þar hafði frúin fyrstu ballettsýningar sínar, þá í sambandi við leiksýningar Leikfélags Reykjavíkur, og má sjá það í leikskránni, að for- ustumenn félagsins kunnu vel að meta það.merka brautryðj- endastarf, sem hún hóf með sýningum þessum á sviði ball- ettlistarinnar. Frú Rigmor Hanson dansar sjálf spænska listdansa á sýn- ingunni á sunnudaginn, en auk þess dansa þær Svava S. Han- son, Ragnheiður Gröndal, Elín Óskarsdóttir og Elín Berg- sveinsdóttir sól.ó og dúetta. Meðal fjölþættari sýningarat- riða er atriði úr ballettinuni ,,Coppelina“ við músík Leo Ðe- libes, ballettdans við músík eftir Chopin og Chopinata, bal- lettatriði við músík eftir sarna tónskáld. í” inu í sunnudaginn .. 1' -«3>----- FRÚ RIGMOR HANSON efnir til listdanssýningar í þjóð- leikhúsinu næstkomandi sunnudag. Koma þar fram úrvalsnem- endur úr ballettskóla frúarinnar, og er þetta fyrsta sjálfstæða' listdanssýningin, sem efnt er til í þjóðleikhúsinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.