Alþýðublaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. maí 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 FRÁ MORGNITIL KVÖLDS I DAG er þriðjudagurinn 16. maí. Fædtlur rithöfundurinn Honoré de Balsac árið 1799. Sólarupprás var kl. 4.1.2. Sól- arlag verður kl. 22.39. Árdegis- háflæður var kl. 6.45. Síðdegis- háflæður velður kl. 19.05. Sól er hæst-á lofti í Reykjavík kl. 13. 24. Næturvarzla: Laugavegsapó- tek, sími 1618. Flugferðir LOFTLEIÐIR: Geysir fer í kvöid kl. 23 til Kaupmannahafnár. mannahafnar. FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gull- faxi fór í fyrradag til Kaup- mannahafnar. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. S.00 og frá Akranesi til Reykja- víkur aftur kl. 9,30. Frá Reykja vík aftur kl. 13.00, Borgarnesi kl. 18.00 og frá Akranesi kl. 20.00. Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss kom til Hamborgar 11. 5., fer þaðan væntanlega í dag til Antwerpen. Fjallfoss kom til Reykjavikur frá Halifax. N.S. Goðafoss kemur til Reykjavík- ur í dag -frá Antwerpen. Gull foss fór frá Kaupmannhöfn 14 5., væntanlsgur til'Leith í fyrra málið 16.5., fer þaðan 17.5. til Reykjavíkur. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss kom til Reykjavíkur 14. 5. frá ísafirði. Tröllafoss fór frá Reykjavík 7. 5. til New York. 'Vatnajökuli ei í Reykjavík. Esja var á Akureyri í gær á austurjeið. Hekla var á Akur- eyri í gær á vesturleið. Herðu- breið er í Reykjavík og fer það an á morgun austur um land til Fáskrúðsfjarðar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í kvöld til Skagaíjarðar- og Eyjafjarðar- hafna. Þyrill er í Reykjavík Ar- mann á að fara frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Amarfell er í Piraeus. Hvassa fell fer frá Bremen í kvöll á- leiðis til íslands. Katla er í Napoli. Afmæfi Áttræður er á morgun (17. maí) Einar Vigfú.sson fyrrum bakarameistari. Hann hefur nú um hríð dvalið í Landakotsspít- ala, en mun dvelja á 80 ára af- mælisdaginn jhá syni sínum á Njálsgötu 85. Frú Rebekka Jónsdóttir frá Gautlöndum, elckja síra Guð- mundar heitins Guðmundssonar frá Gufudal, átti áttatíu og fimm ára afmæli í gær. Frá Filippía Margrét Þor- steinsdóttir fró Ölduhrygg í Svarfaðardal, nú til heimilis að 20.20 Dagskrá frá Akranesi: a) Sarntal við Harald •« Böðvarsson útgerðar- mann (Haraldur Böðv- arsson og Ragnar Jó- hannesson skólastjóri talast við). b) Skútuferð í lokin ár- ið 1883; — frásögn Guð mundar á Steinsstöðum (Guðlaugur Einarsson lögfræðingur flytur), c) Kórsöngur — o. fl. 22.10 Vinsæl lög (plötur). Norðurgötu 4, Siglufirði, verður sjötug í dag. Hún dvelst þessa dagana á heimili sonar síns, Steingríms Pálssonar kennara, að Drápuhlíð 29. , Söfn og sýningar ÞjóðminjasafniS: Opið kl. 13 —15. Náttúrugripasafnið: Opið kl. (3.30—15.00. Skemmtanir Austurbæjarbíó (sími 1384): ..Sandfok” (amerísk). — John Wayne, Sigrid Gurie, Charles Coburn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Gamla Bíó (sími 1475:) — ,,Lady Hamilton“ (ensk). Vivi- en Leigh, Laurence Olivier. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — „Nóttin langa“ (amerísk). Hen- ry Fonda, Vincent Price o. fl. Sýnd kl. 7 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — „Svona er lífið . . .“ Jack Warn- er, Susan Shaw, Jane Hylton. Sýnd kl. 9. ,Fuzzy póstræiningi‘ sýnd kl. 5 og 7. Stjörnubíó (sími 81936): — ,,Tvífarinn“ (amerísk). Rex Harrison, Karen Verne. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): — „Adam og Eva“ (ensk). Stew- art Granger, Jean Simmons. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — „Fanginn í Zenda“ (amerísk). Roland Colman, Madeloino Carroll, Douglas Faribanks , jr. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bæjarbíó, Hatnarfirði (sími 9184); „Ár vas alla“ (amerísk). 9184); „Gög og Gokke í hern- aði“ (amerísk). Stan Laurel, Oliver Harly. Sýnd kl. 7 og .9. Hafnarfjarðarbió (sími 9249); „Ástarbréf skáldsins (amerísk). Susan Ilayward og Robert Cummings. Sýnl kl. 7 og 9. —• „Gissur og Rasmína fyrir rétti“ (amerísk). Sýnd kl. 5. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: í dag kl. 20.00: íslandsklukk- an. Á morgun kl. 20.00 íslands- klukkan. C’r öllum áttum ÖKUMENN: Of hraður akstur hefur valdið flestum hinna iiryllilegu umferðaslysa hér á landi. Mannslífið er dýnnætara en þær fáu mínútur, sem þér ætlið að vinna við of hraðan akt ur. Munið Mínningarsjóð frú öldu M.ollér leikkonu. Hægt er nð skrifa s:g fyrir framlögum í afgreiðslu Alþýðublaðsins, einn 'g hjá öðrum dagblöðum, viku- blaðinu Fálkanum og í bóka- búðum.. Framhald af 1. síðu. járntjaldsins (ítaiski flokkurinn er stærfi). Leiðtogar floksins urðu að játa, að barátta þeirra gegn Marshallhjálpinni hefur misheppnazt og að þeim hefur ekki tekizt að fá verkarnenn til að gera póiitísk verkföil. Enn fremur var það viðurkennt a£ þingmanninum Florimondo Bonte, að meðlimatala flokks- ins hefði hrapað úr 1 009 000 rétt éftir stríð í 700 000, eða um 30%. Ákveðið hefur verið, að „skammtur 7 1950“ af fyrsta skömmtunarseðli 1950 (rauður litur) skuli vera lögleg inn- kaupaheimdld fyrir 250 grömmum af skömmtuðu smjöri frá og með 16. maí til 30. júní 1950. Væntanlega verður hægt að úthluta öðrum slíkum smjörskammti fyrir júní- lok n. k„ og verður það þá auglýst síðar. Jafnframt er lagt fyrir allar verzlanir að afhenda eða póstleggja til skömmtunarskrifstofu ríkisins, Reykjavík, í síðasta lagi fyrir laugardaginn 20. þ. m. smjörskömmtun- arseðla þá, er í gildi hafa verið, ásamt birgðaskýrslu yfir smjör, eins og birgðirnar vor.u að kvöldi dagsins í dag. Reykjavík, 15. maí 1950. SKÖMMTUNARST.ÍÓRI Ðanssýiúng fru Rigmor Hanson ÞAÐ VAR MJÖG VfÐEIG- ANDI, að sú dansmær, sem fyrst setti á svið ballet í þessu landi, skyldi verða fyrst til að nalda sjálfstæða danssýningu í þjóðleikhúsinu. Og fyrir Rig- mor Hanson hljóta það að hafa verið ánægjuleg viðbrigði að geta dreift nemendahópum sín- um um hið rúmgóða leiksvið, eftir margra ára starf og sýn- ingar í kvikmyndahúsum og öðru húsnæði, sem er varla full- nægjandi fyrir danssýningar. Danssýningu Rigmor Hanson og nemenda hennar var rnjög vel tekið í þjóðleikhúsinu á nunnudaginn. Hin nýja bygg- ing hefur auðsjáanlega haft bau áhrif á frú Rigmor, að hún leggur nú meiri áherzlu á hina listrænni dansa, og sýndi ekki r.amkvæmisdansa og smábarna- ílokk, eins og hún .hefur oft gert áður. Var þessi sý.ning því að vissu leyti stórbrotnari en íyrri sýningar frúarinnar og nemenda hennar. Frú Rigmor sýndi sjálf uokkra spánska dansa, — eftir- iætis viðfangsefni hennar — og gerði það með listrænni smekk- vísi, sem hennar er og von og vísa. Um nsmendur hennar er bað fyrst að segja, að það gat ongum dulizt, að þarna hefði þjóðleikhúsið efniviðinn í dans- meyjar og sveina framtíðarinn- ai, sem það nú veitir betri að- stæður til fullkomnunar í dans- listinni en hér hafa áður þekkzt. Og það er vissulega af nógu að taka, því að þarna komu fram allt að 28 nemenda fiokkar. Sá dansinn, sem mesta at- hygli vakti, var ,.Chopinata“, við iög Chopins. Dönsuðu það 18 nemendur, en þær Svava S. Hanson og Ragnheiður Gröndal dönsuðu báðar sóló með ágæt- um- og virðast tvímælalaust dansmeyjaefni. Athyglisverði-r voru einnig kaflar úr „Coppe- lia“ eftir Deiibes, og lokadans- inn, ,,Sevilliana“, við tónlist Albeniz, sem frúin dansaði með nemendum sínum. Yngri nem- endurnir sýndu einnig snotra hópdansa og báru vott smekk- vísrar og vandlegrar þjálfunar. Ævar Kvaran var kynnir, og undirleik á píanó annaðist Carl Billich. NORSKT selveiðiskip, sem er á leiðinni frá Nýfundnalandi til Noregs með 11 400 sela afla, tilkynnti í gær vélarbinlun á Atlantshafi. Það verður dregið til Noregs. Mý bák SÆVARNfÐUR er ljóðabók, sem nýlega er komin út. Höf- unaur bókarinnar er Sigfús Elíasson, mjög andlega sinn- aður hugsjónamaður. Er bók þessi 163 blaðsíður. Ytri frágangur bókarinnar er allglæsilegur. Skáldið slær á marga strengi og ólíka. Athugum nú, hvern- ig Sigfús kveður: „Meðan útþráin æskumann seiðir, meðan óskirnar stíga í geim, meðan hafmeyjan hárlokka greiðir niætast hugir hjá elskendum tveim. Meðan hugurinn heimþránni lýtur, skai ei hjartanu fósturjörð gleymd, meðan aida á útnesjum brýtur, verður ástin hjá farmanni geymd. Ó. Guð, þú Ijós, þú máttur alls, sem andar, lát ofan streyma skin til brimastrandar frá hirnni þínum svífa sendi- boða í sjávarháskans mikla regin- voða. Himininn ritar á hafið Ijóð, höfði í lotningu drúpið, bárurnar syngja sorgaróð, sjómaður féll í djúpið. Aleinn hann vakti — á veröi stóð.“ Þeir, sem vilja kynnast ljóðagerð Sigfúsar, þurfa a'ð eignast bækur hans. H. J. •----------«■--------- Afkastamildll træSi maSar HI-NN frábæri elju- og fræðimaður, prófessor Richard Beck, ’hefur ekki haldið að sér liöndum undanfarið, enda er það sannast sagna með fádæm- um, iave miklu sá maður fær afkastað um ritstörf og f*yrir- lestrahald. Hið enska rit hans um íslenzk skáld er nú í þrent un og mun verða lcomið út í maílok. í Tímarit Þjóðræk,nis- félagsins 1950 skrifar hann grein um Jakob Jóh. Smára i tileíni af sextugsafmæli hans síðast liðið haust. Þá er einn- ig komið út Ahnanak O. S. Thorgeirssonar fyrir þetta ár, og er þetta tíundi árgangur- inn, sem komið liefur út af því undir ritstjórn clr. Beeks Skrifar hann þar um minnis- vrarða íslenzkra landnema í Norður-Dakota og um Franb- lin T. Thordarson skólastjóra. Þá hefur birzt í tímaritinu Friend, sem gefið er út í Minneapolis, útvarpsræða eft- ir dr. Beck um norska rithöf- undinn Johan Falkberget. Þá á dr. Beck í Heimskringlu 14. desember síðast liðinn ritdóm um ritsafn Benedikts Grön- dals, sem ísafoldarprentsmiðja gefur út og Gils Guðmundsson annast um. Þá hefur dr. Beck nýlega ritað tínfiaritsgrein um norsku skáldkonuna Sigrid Undset og miðaldaskáld.sögur hennar. Löks má geta þess til gamans, að dr. Beck er jafn- vígur á bundið mái og óbund- ið, bæði á ensku og íslenzku, og birtast iðulega eftir hann kvæði í blöðum og tímaritum vestan hafs, og eru þaU einkar óýð og smekkleg. Jakoh Jóh. Smári. j bvrjar í dag. Alls konar fjulærar plöntur, einnig blómsíraitHi stjúpur og bellisar, sömu' leiðis trjáplöntur. valið birki. Nú er tími til að setja það'niður, einnig rabarbarahnausar. Sömuleiðis verður selt á horni Njálsgöíu og Barónssíígs alla virka daga. Þeir, sem kaupa fyrir 50 kr. og meira geta fengið sent heim. IVIunið, að plöntusalan á Sæbóli, Fossvogi, hefur iiestar plöníur, sem hér eru rækíaðar. Sími 6990. Selt alla virka daga til kl. 10 sd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.