Alþýðublaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 8
^Gerizt askrifericfur a<5 Alþýðubiaðinu. , Alþýðublaðið inn á ■ bvert heimili. Hring- í. ið í síma 4900 eða 4906. Þriðjudagur 18. maí 1950. Börri og uriglingar. Komið og seljið ' Alþýðublaðið. ] Allir vilja kaupa Alþýðublaðið. | r 9 ■ r vSr'l r * / 0 Norðmanna FÉLAG NORÐMANNA í Reykj&vík, Nordmannslaget. gengst fyrir hátíðahöldum á þjóðhátíðardegi Norðrnanna 17. maí n. k. Kl. 9,30 verður hinna föllnu Norðmanna minnzt með því, að géndiherra Norðmanna, hr. Ándersen-Rysst, leggur blóm- syeig á minnismerki hinna föllnu í kirkjugarðinum í Foss- vogi. með kveðju frá norsku þjóðinni, og einnig leggur for- maður norska féiagsins, Einar Farestveit, blómsveig frá Norð mönnum hér í Reykjavík á minnismerkið. KL 11—12,30 taka norsku sendiherrahjónin á móti norsk- um og norsk-íslenzkum börn- um í sepdiherrabústaðnum, Fjólugötu 15. Kl. 16—18 taka sendíherra- hjónin á móti gestum. eins og venja er til. Kl. 19,30 heldur Nordmanns- laget samsaðti í Tjarnarcafé, og er öllum heimil þátttaka svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar að hófinu verða seldir hjá L. H. Múller, Austurstræti 17. Yíírvofandi stöðvun hjá veggfóðrurum vegna efnisskorfs FUNDUB haldinn í Félagi veggfóðrara í Revkjavík 9. maí 1950 skoraði á fjárhagsráð að veita nú þegar innflutning á Iir.oleumdúkum, veggfóðri og' öðrurn þeim efnisvörum, er til- heyra iðninni, þar. sem yfirvof- andi er alger stöðvun hjá vegg fóðrurum vegna efnisskorts. Auk þess vill fundurinn benda á brýna þörf borgaranna í þessum efnurn, þar sem beir geta ekki orðið haldið við hí- býlum sínum á frumstæðasta hátt. Húsin eru orðin þannig útlítandi, að mörg hver þeirra geta ekki orðið talizt manna- bústaðir vegna ónógs viðhalds. Seljið happdræif- ismiðaSUJ S’ALA HAPPDRÆTTIS- MIÐANNA í hapi>drætti Sambands ungra jafnaðar- manna er nú í fullum gangi, en dregið verður 1. júlí næst komandi. Félagar cru beðn- ir að herða sóknina og taka sniða til sölu. Mfðarnir eru afgreíddir hjá formönnum allra félaga sambandsins uti á landi og í Reykjavk í skrif stofunni í Alþýðuhúsinu. — Vinningarnir í happdrættinu eru ný og glæsileg Aausten- bifreið og tveir 500 króna vinningar. Rskisskip hækkar íarmgjöld hérviðlandum 25*30 prós. -------♦------- SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS hækkaði farmgjöld með skipum sínum í innanlandsflutningum frá og með degin- um í gær um 25—30%. Hækka farmgjöld á öllum helztu landbúnaðarvörum og vörum, sem fluttar eru með tank- skipinu Þyrli, um 25%, en allar aðrar vörur um 30%. Skipaútgei’ð ríkisins hefur sent viðskiptavinum sín- um bréf og tilkynnt þeim þessa hækkun. Segir í bréfinu meðal annars: „Eru hækkanir þessar ákveðnar vegna gengislækkananna að undaníörnu til að létta byrðar ríkis- sjóðs.“ Nemendasýning Dansskóla FILÐ Þjóðleikhúsinu á laugardaginn DANSSKÓLI F.Í.L.D. efnir til sinnar árlegu nemendasýn- ingar næst komandi laugardag í þjóðleikhúsinu. Sýndir verða sólódansar, dúettar, hópdansar og að lokum verður sýndur lítill ballet í einum þætti, er nefnist „Snowflakes“; í lionum dansa 21 af elztu nemendum skólans. — ' • í vetur hafa verið í skólan- um um 300 nemendur. Rannsóknariögregl- una vanfar vitni ÞAÐ ÓHAPP varð um kl. 14.30 miðvikudaginn 3. þessa mánaðar á viðkomustað stræt- isvagna við gatnamót Lauga- vegs og Frakkastígs, að kona varð með hendina milli stafs og hurðar, er afturdyrum stræt Þá hefur einnig verið í skólan- em- göngu í ballet. í haust var sú nýbreytni tekin upp, að hafa úrvalsflokka, er sóttu kennslu- stund á hverjum degi; hefur það reynzt vel og árangur orð- ið mjög góður, enda er það fyrsta skilyrðið fyrir þá, sem ætla að ná verulegum árangri 1 danslistinni, að fá da'/ega þjálfun, og tíðkast það alls stað- ar í góðum skólum erlendis. isvagns var lokað. Segir konan, að karlmaður inni í vagninurn hafi lokað dyrunum. Rannsóknarlögreglan þarf að ná tali af manni þessUm og einnig öðrum væntanlegum sjónarvottúm. Samsöngur í Hall- grímskirkju í kvöld KIRKJUKÓR HALLGRÍMS KIRKJU heldur síðari samsöng sinn þar í kirkjunni í kvöld kl. 8,30 síðd., en hinn fyrri fór fram s. 1. föstudagskvöld og þótti takast ágætlega. Aðgang- ur er sem fyrr ókeypis og öll- um heimill, meðan húsrúm leyfir, en kirkjugestum er í sjálfsvald sett, hvort þeir láta af mörkum einhverja upphæð til orgelkaupa fyrir kirkjuna. Söngskráin verður að mestu leyti önnur en síðast. Flutt verða lög eftir Sigvalda Kalda- lóns og Þórarin Guðmundsson, enn fremur níu morgun- og kvöldsöngvar eftir Weyse, sungnir af' kvennakór, og loks kantata eftir Buxtehude. Ein- söngvarar verða: Inga Markús- dóttir, Matthildur Pálsdóttir, Baldur Pálmason, Sverrir Kjartansson og Þórhallur Björnsson. Undirleikarar: dr. V. Urbantschitsch (orgel), Þór- arinn Guðmundsson (1. fiðla), Óska Cortes (2. fiðla) og Adolf um kennsla í hljóðfalli (rythm- ic), sem Páll Pálsson organleik- ari hefur annazt. Einnig hafa verði haldnir fyrirlestrar með skuggamyndum og balletmúsik um þróun danslistarinnar. Eins og kunnugt er, eru kennarar skólans: Sigríður Ár- mann, Sif Þórs, Sigrún Ólafs- dóttir og Elly Þorláksson. Dansa þær ekki með að þessu sinni, þar sem þessi sýning er aðeins helguð nemendum skól- ans. ---------------------— MJÖLVINNSLA hefur nú staðið yfir í Krossánessverk- smiðjunni í fimm daga. —Hafr—• Vélsljóraskólanum slifi I 39 nemendur brautskráðir úr rafmagns- deild í vor og 2\ úr vélstjóradeild. VELSTJORASKOLANUM í Reykjavík var slitið á föstu- daginn var kl. 2 eftir hádegi, og er þá þrítugasta og fimmta starfsári hans lokið. Brautskráðir voru að þessu sinni 39 nem- endur úr rafmagnsdcild skólans, þar af 37 vélstjórar og 2 raf- virkjar, og 21 úr vélstjóradeild. Þá Juku 16 rafvirkjar prófi millj bekkja í rafmagnsdeild. Eldur í hótelinu í Tivoii _ SKEMMTISTAÐURINN TIVOLI var opnaður á sunnu- daginn og var þar margt um manninn. Um kvöldið vildi það óhapp til, að eldur kom upp í eldhúsi veitingahússins, og urðu nokkrar skemmdir á gólf- inu, en eldurinn mun hafa kviknað undir , eldavélinni. Slökkviliðið var kvatt á stað- inn og slökkti það eldinn fljót- lega. Ker (fagott). — Söngstjóri er Páll Halldórsson. í lok hljómleikanna flytur séra Sigurjón Árnason bæn, og að því búnu syngja kór og kirkjugestir saman eitt lag. M. E. Jessen skólastjóri skýrði blaðamanni Alþýðu- blaðsins frá þessu í viðtali í gær. SKÓLASTJÓRI í 35 ÁR. M. E. Jessen hefur verið skólastjóri skólans frá upphafi eða í 35 ár, og 4 árum áður hóf hann fyrst kennslu við Stýrimannaskólann, svo að nú er hann búinn að stunda kennslu í 39 ár. Vélstjóraskólinn tók fyrst til starfa sem sjálfstæður skóli 1. október 1915. Var hann fyrst lengi til húsa í Iðnskólanum, en síðan fluttist hann í hús Stýrimannaskólans, og svo í Sjómannaskólann nýja fyrir nokkrum árum. Fyrsta starfs- árið fékk skólastjórinn einar 500 krónur í rekstursfé fyrir skólann, sem átti að starfa í þrjá mánuði, og mundi það þykja furðu lítið nú. Nemend- ur skólans voru þá ekki nema þrír, þeir Gísli Jónsson alþing- ismaður, Bjarni Þorsteinsson, sem stofnaði vélsmiðjuna Héð- in, og Hallgrímur Jónsson fyrsti vélstjóri á Gullfossi. PRÓFIN í VOR. Skólinn starfar nú í tveim- ur deildum, vélstjóradeild og rafmagnsdeild. Vélstjóradeild in er í tveim bekkjum, og þeir, sem lokið hafa þrófi frá henni, geta, ef þeir vilja, haldið áfram i í síðari bekk rafmagnsdeildar, sem einnig er í tveim bekkj- um. Fyrri bekknr rafmagns- deildar er fyrir rafvirkja, sem sækja um inntöku í skólann. Nöfn þeirra manna, sem luku prófi úr báðum deildum skól- ans í vor, og einnig þeirra raf- virkja, sem tóku próf milli deilda í rafm'agnsdeild fara hér á eftir: Vélstjóradeild: Jón Ármann Jónsson, Árni Jóhannsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þórðarson, Jón Einar Hjalte- sted, Sverrir Pétur Jónasson, Jón Sveinsson, Magnús Þor- geirson, Benedikt Jónsson, Ev- lendur Guðmundsson, Eyþór Fannberg, Jóhann Friðrik Vig- fússon, Sigurður Halldór Ein- arsson, Friðrik Erlendur Ólafs- son, Gunnar Kristján Jónsson, Guðmundur Jónsson, Björn Ásmundsson, Jón Einarsson, Jóhannes Þorsteinsson, Bjarni Magnússon og Jón Guðmunds- son. Rafmagnsdeild: Ingólfur Björnsson, Þorsteinn Björns- son, Sveinn B. Hálfdánarson, Ásgeir Long, Höskuldur Þórð- arson, Magnús Smith, Ari Hálf dánarson, Jens Þórðarson, Gunnlaugur Steindórsson, Guðni Ólafsson, Kristberg Magnússon, Ingvi Hjörleifs- son, Björn Björnsson, Bene- dikt Sigurður Jónsson, Þór Birgir Þórðarson, Ásgrímur Tryggvason, Jónas Hélgason,, Sigurður Símonarson, Ásgeir Einarsson, Sverrir Axelsson. Þórir Ingvi Eyvindssorg Har uldur Bergþórsson, Eggert Einarsson, Björn Á. Ólafsson fljörtur Bjarnason, Jóhann Rist, Pétur Jónsson, Sírnon Þ. Símonarson, Hilmar H. Gests- son, Steinþór Hóseasson, Ey- þór Þórðarson, Magnús Proppé, Helgi Þorkelsson, Bjarni Jóns- son, Lárus O. Þorvaldsson, Atli Haldórsson, Oliver Bárð- arson og Bolli Þóroddsson. Próf milli bekkja í rafmagns deild: Ari Guðmundsson, Tóm- as Tómasson, Guðni Helgason, Halldór Vigfússon, Hafsteinn Davíðsson, Sveinn Jónsson, Aslaugur Bjarnason, Bjarní. Skarphéðinsson, Ingvi Guð- tnundsson, Jón Gestsson, Jón Ágúst Guðbjartsson, Guðm.. Kr. Jónsson, Vilhjálmur Þor- steinsson, Björn Júlíusson, Þor Eteinn Sveinsson Einarsson. og Vigfús Margir bifreiða- um MARGIR árekstrar milli bif- reiða urðu um síðustu helgi og sumir allharðir. Skemmdir urðu talsverðar á farartækjum, en meiðsli á fólki ekki teljandi. Talsvert harður árekstur varð milli bifreiðanna R 763 og R 5563 á vegamótum Sóleyjar- götu og Hringbrautar. Urðu miklar skemmdir á bifreiðun- um. Tryggingarnar Framhald af 1. síðu. 3) Felldar eru niður takmark- anir, sem nú gilda um greiðslu sjúkrahússvistar fyrir gamal- menni, sem haldin eru elli- kröm eða slíkum krankleika. Enn fremur eru sett ákvæði um hækkun á framlagi ríkis- sjóðs og sveitarfélaga til sjúkrasamlaga vegna hækkun- ar á kostnaði við sjúkra- hússvist, verði lyfja o. fl. 4) lagt er til, að greiddar verði 10%''uppbætur á ellilaun frá 1. júlí 1949.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.