Alþýðublaðið - 17.05.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 17.05.1950, Qupperneq 4
ALÞVÐUBLAÐtÐ Miðvikudagui' 17. maí 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Eenedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Þreföld kjara- skerðing ÞEGAR ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði frá því um mánaðamót- in marz—apríl, að ríkisstjórn hins sameinaða íhaids hefði iækkað launauppbót opinberra gtarfsmanna úr 20% niður í 15% upp á sitt eindæmi og þvert ofan í alþingissamþykkt, stukku blöð stjórnarflokkanm upp á nef sér og kváðu Aiþýðu- blaðið fara með ósvíínar blekk- ingar. Það reyndist þó alveg rétt vera, sem Alþýðublaðið Eagði; og nú er meira að segja komið á daginn, að lækkun launauppbótarinnar þá var ekki nema forspil að annarri enn þá meiri ránsherferð ríkis- stjórnarinnar á hendur opin- berum starfsmönnum, því að sem kunnugt er, hafa flokkar hennar nú samþykkt á alþingi, að lækka launauppbót opin- berra starfsmanna úr 20% nið- u í 10—17 % og lengja vinnu- tíma þeirra á viku úr 35 ká klukkustund upp í 38Vá! Lengi mega opinberir starfs- menn muna slíka afgreiðslu nú- verandi ríkisstjórnar á launa- málum þeirra; og ekki fer hjá því, að þeir hljóti að bera hana saman við þann skilning, sem þeim var sýndur af stjórn Stefáns Jóh. Stefánssqnar, er alþingi var að Ijúka í fyrravor. Þá var það samþykkt, að vísu gegn harðvítugri and- stöðu alls Framsóknarflokksins og helmings af Sjálfstæðis- flokknum. að veita fjórar millj- ónir króna til uppbótar á laun opinberra starfsmanna á árinu, sem leið, ef rannsókn leiddi í Ijós, að þeir hefðu dregizt aftur úr öðrum stéttum um launa- greíðslur síðan nýju launalögin voru sett eftir stríðið. Fór fram athugun á þyí í fyrravor, strax eftir að þingi lauk, og kom þá í ljós, að' laun annarra stétta höfðu yfirleitt hækkað um 22% síðan nýju launalögin voru sett, án þess að nokkur tiLsvar- andi hækkun hefði orðið á laun- um opinberra starfsmanna. Var því byrjað að greiða þeim launauppbót á miðju sumri í fyrra, og var hún ákveðin 20% á mánuði meðan fjárveiting al- þingis entist. En er hún var til þurrðar gengin, gerði alþingi nýja samþykkt um þetta "mál og ákvað, að launauppbótin skyldi greidd áfram, 20% á mánuði, að minnsta kosti þar til gengið hefði verið frá fjárlög- um þessa árs. Þetta var þó ekki haldið. Er núverandi ríkisstjórn hafði ver- ið mýnduð, var það eitt hennar fyrsta verk, að brjóta samþykkt alþingis frá því í haust og ganga á gefin loforð þess við opinbera starfsmenn með því að lækka launauppbót þeirra úr 20% nið- ur í 15% um mánaðamótin apríl—maí. Og nú hafa svik- ín, sem sagt, verið fullkomnuð. Barnasýningar á Nýiársnóttinni í þjóðleikhús- inu. — Utanbæjarmaður skrifar um þjóðleikhúsið. Opinberir starfsmenn hafa verið leiknir grátt af núverandi ríkisstjórn með þeirri af- greiðslu, sem launamál þeirra hafa nú fengið; og þeir munu sízt hafa við því búizt, að þann- ig yrði gengið á hlut þeirra og kjör, eftir að alþingi var tvisv- ar sinnum búið að viðurkenna rétt þeirra til 20 % uppbótar á laun sín, og rannsókn hafði leitt í ljós, að þeir höfðu dregizt jafnvel enn þá meira en þeirri uppbót nam aftur úr öðrum stéttum um launagreiðsiur. En alveg sérstaka ósvífni þurfti íil af hálfu núverandi ríkis- stjórnar, að lældka þannig laun opinberra starfsmanna, eins og nú hefur verið gert, einmitt um leið og íákisstjórnin hefur með gengislækkun krónunnar og hinni nýju dýrtíð af hennar völdum, gert þau miklu minna , virði en þau voru áður. En það er eins og ríkisstjórn- inni hafi ekki þótt nóg að gert með því að skerða kjör opin- berra starfsmanna þannig á ívöfaldan hátt, — annars vegar með gengislækkuninni og hinni nýju, gífurlegu dýrtíð, hins vegar með beinu launaráni, — því að ofan á þetta hvort tveggja lætur hún flokka sína samþykkja á alþingi, að opin- berir starfsmenn skuli fram- vegis vinna þremur klukku- stundum lengur á viku hverri en áður fyrir þessum tvískertu iaunum! Það er, með öðrum orðum, þreföld kjaraskerðing, sem opinberir starfsmenn verða nú að þola af völdum gengis- lækkunarstjórnarinnar: stór- aukin dýrtíð, lækkuð laun og lengdur vinnutími! Hér er níðst á opinberum starfsmönnum, í skjóli þess, að þeim er með lögum meinað að beita samtakamætti sínum til þess að verja kjör sín. Og er hart til þess að vita, að ríki's- stjórnin skuli nota sér það á þennan hátt. ----:-------------- Tvö félög bæfasf í Álþýðusambandfð Á FUNDI 8. þ. in. samþykkti miðstjórn Alþýðusambands ís- lands að veita tveim félögum upptöku í sambandíð, en þau höfðu nýlega sótt um inntökn í það. Félög þessi eru Bifreiða- síjórafélagið Ökuþór á Selfossi og Verkamannafélag Seili- hrepps, Skagafirði. í bifreiðastjórafélaginu Öku- bór á Selfossi eru ekki sjáifs- eignarbifreiðastjórar, he’dar bílstjórar, er aka fyrir aðra. Stjórn félagsins skipa: Stein- dór Sigursteinsson formaður, Brynjólfur Valdimarsson ritari og Guðmundur Arnason gjaíd- keri. Stjóx-n Verkamannafélags; Seiluhrepps í Skagafirði skipa bessir menn: Jónas Haraldsson, Völlum, formaður. Björn Gísla ron, Reykjahlíð, ritari og Árni Kristjánsson, Laugarbóli, gjald keri. Verfiamsnn á Sefðís SirSi fá kauphækkun VERKAMENN á Seyðisfirði hafa fengið kauphækkun. Kaup þeirra var kr. 8,70 í al- menniú dagvinnu, en verður kr. 9,24. Aðrir liðir kaupsins breytast í samræmi við þessa hækkun. BRÁÐUM HAFA leiksýning- nr farið fram í þjóðleikhúsinu í heilan mánuff. Hefur ekkert hlé veriff á sýningum og allír miðar venjulega uppseldir íöngu ■ fyrirfram að hverri sýn- !ngu. Enn er elckert lát á aff- rókn og mun hún fara vaxandi uúna undir. mánaffamótin . og fyrst eftir þau. EN ÞAÐ ER eitt mál í sam- bandi við sýningar þjóðleikhúss íns, sem mig langar að gera að umtalsefni. Börn geta ekki far tð í Þjóðleikhúsið klukkan 8 á kvöldin. En mikill fjöldi barna tieíur fsngið Ioforð um að fá einhverntíma á þessu vori að heimsækja það. Þessi loforð hafa foreldrar barnanna gefið þeim í von um a'5 efnt yrði til sérstakra sýninga íyrir börn. NÚ IIAFA leikarar haft geysi lega mikið að gera og má vera að þeir geti ekki bætt á sig sýn ingum. Hins vegar fara börn nú gem óðast að fara í sveit eða til pnnara starfa, svo að þau geti ekki sótt, sýningar um miþjan dag. Barnaskólar munu að mestu hætta störfum um næstu helgi. Vil ég því leggja til, að hafðar véxið míðdegissýningar fyrir börn. Ég tel víst að heppi legast sé að sýna Nýársnéítina á slíkum sýningum, en ekki Fjalla-Eyvind og ekki Klukk- una. Nýársnóttin er tilvalin til sýningar fyrir börn. Vilja nú ekki máttarvöld þjóðleikhúss- ins athuga þetta? EYRBEKKINGUR skrifar mér: ,,í Morgunblaðinu 9. þ. m. er greinarstúfur með yfirskrift- inni ..Aðgöngumiðasalan í þjóð- leikhúsinu“. Grsin þessi mun vera skrifuð af konu, tilefnið er, að viðkomandi persóna virð- ist hafa ætlað sér í leikhúsið, en ekki fengið aðgöngumiða, vegna þess að þeir voru allir uppseld- ir, og meðal annars fólki utan- af landi. GREINARHÖFUNDUR ræðst með ásökunum á stjórn og starfslið þjóðleikhússins og á- sakar það um baktjaldamakk og bakdyrasölu á aðgöngumið- um, einnig virðist greinarhöf- undur stórlega hneykslast yfir áhuga fólks utan Reykjavíkur á leikhúsferðum, og lætur í það skína, að lista- og bók- menntasmekkur þess hafi hing- að til ekki verið á svo háu stigi, að vert sé að selja því aðgöngu- tniða að leiksýningum þjóðleik hússins fyrr en Reykvíkingum og leikhúsþörfum þeirra hafi verið fullnægt. Ég mun ekki í þessum fáu línum taka til um- ræðu eða samanburðar lista- og Sementsverksmiðjan EITT ÞEIRRA MÁLA, sem al- þingi hefur nú afgreitt, er heimild til ríkisstjómarinnar til að taka 45 milljón króna lán til byggingar sements- verksmiðju. Þetta kann að virðast geígvænlega há upp- hæð og bíræfni að hugsa um slíkt fyrirtæki á tímum marg víslegra erfiðleika. Þetta ér þó ekki svo. Það er álit kunn ustu manna, að þessi verk- smiðja eigi sér svo örugga framtíð hér, að óhætt sé að taka að láni hvern eyri til byggingarinnar erlendis, og muni verksmiðjan geta stað- ið undir því að öllu leyti sjálf. SEMENTSVERKSMIÐJA er gamall draumur hér á landi. Munu vera um 15 ár síðan fyrst voru gerðar tillógur um slíka verksmiðju í ráðherra tíð Haraldar Guðmundsson- ar. Var lengi vel talið, að verksmiðjan yrði reist á Vestfjörðurn, þar sem hráefni til sementsgerðar fundust. Málið hefur þó tekið stakka- skiptum á nakkrum síðustu árum, og hafa fundizt miklar og afburða góðar birgðir af skeljasandi á botni Faxafióa, en önnur nauðsynleg efrd reyndust vera í ríkum mæli í fjörunni á Akranesi og inn við Hvalfjörð. Þetta gerði aðstæour til sementsvinnslu stórum betri við Faxaflóa en annars staðar, enda e.r þar mestur markaður fyrir se- mentið. STJÓRN STEFÁNS JÓH- HANNS fjallaði mikið um þetta mál, en það heyrði þá undir ráðuneyti Bjarna Ás- geirssonar. Voru hinir fær- ustu sérfræðingar fengnir til að undirbúa málið og íeitað ráða viðurkenndra heimsfyr- irtækja í sementsgerð. Nið- urstöður þessara athugana voru þær, að verksmiðjunni var ákveðinn staður á Akra- nesi, og hefur það nú verið staðfest af alþingi. Þaðan verður sementið flutt til Reykjavíltur ópakkað með mjög litlum tilkostnaði, en Akranes liggur einnig ágæt- lega við flutningum á þús- undum lesta, sem iafnan an verða fluttar vestur og norður um land. Bæjarstiórn Akraness hefur lagt mikla á- herzlu á mál þetta og greitt fyrir undirbúningi verksmiðj unnar að sínu leyti. ÞÆR ÁÆTLANIR, sem sér- fræðingar gerðu á sínum tíma, sýna, að framleiðslu- kostnaður sements á Akra- nesi ætti ekki að verða meiri én 181 kr. tonnið í umbúðum; en það æment, sem nú- er flutt til landsins, mun kosta 445—450 kr. tonnið. Sést á þessu, hversu gífurleg áhrif sementsverksmiðjan getur haft á byggingarkostnað í landinu. ÞAÐ ER ERFITT að áætla, hver heildarþörf landsmanna fyrir sement er nú. Nokkuð má þó marka af því, að í stjórnartíð Stefáns Jóhanns voru fluttar til landsins um 60 000 lestir á ári. Vegna gjaldeyrisvandræða er fjár- hagsráð búið að skera þetta magn niður í 35 000 lestir, og er þessi sementsskortur ein aðalástæðan fyrir minnkandi byggingum og minnkandí at- vinnu í landinu. Akranes- verksmiðjan mundi fram- leiða yfir 60 000 lestir á ári með svo til engum gjaldeyris kostnaði. Mundi þetta verða hin mesta búbót, ekki sízt þegar gjaldeyriserfiðleikar steðja að. VONANDI leggur ríkisstjórn- in alla áherzlu á að r.otfæra sér þá heimild, sem alþingi hefur nú veitt henni tíl lán- töku fyrir verksmiðjuna, svo að framkvæmdir við hána geti hafizt sem fyrst, og von- andi verður ekkert til að tefja greiðan framgang þessa máls. Árangurinn af sementsverk- smiðiunni mun vorða greið- ari og meiri húsbyggingar og þar með skjótari lausn hús- næðisvandaræða, auöveldari vfrkjanif og önnur mann- virki, bylting í vegagerð landsins og Ioks r/jysimikill gjaldeyrissparnaður, svo að aðra ,vöru rná kaupa íyrir þá erlendu mynt, sem not.uð hef ur verið íil sementskaupa. bókmenntasmekk okkar utan- bæjarmanna og Reykvíkinga, enda ekki maður til þess, en það vil ég segja hinum stór- móðgaða greinarhöfundi í fullri meiningu, að þegar við uían- bæjarfólk förum í þjóðleikhús- ið okkar (því ég tel það okkar eign ekki síður en Reykvík- inga), þá komum við ekki fýrst og fremst í þeim tilgangi að halda nokkurs konar tizkusý'n ingu, heldur til þess að njóta þess, sem fram fer á leiksvið- inu. ÞÁ VIL ÉG segja nokkur orð um miðasöluna. Fyrir nokkrum. dögum var ég á ferð í Reykja- vík, leit ég þá inn í fordyri þjóð leikhússins. Þar biðu tvær lang ar raðir fólks eftir aðgöngu- miðaafgreiðslu. Þegar ég leit yfir raðirnar, sá ég í annarri röðinni einn af elztu og beztu teikurum okkar, Friðfinn Guð- iónsson, og í hinni Ijósameist- ara bióðleikhússins, Hallgrím Bachmann; báðir biðu þessir starfsmenn leikhússins eftir af- greiðslu. HELÐUR nú hinn reiði leik- húsgestur, að þessir tveir starfs menn leikhússins þyrftu að standa í löngum iðröðum, ef fram færi bakdyrasala á að- gongumiðum. Trúi því hver sem vill, en ég læt mér ekki defta slík fjarstæða í hug. AÐ LOKUM vil ég færa for- stjóra þjóðleikhússins þakklæti fólksins utan af landi fyrir að það fær að njóta réttinda um kaup á aðgöngumiðum á borð við Reykvíkinga, ekki hvað sízt að láta okkur njóta þess réítar einmitt nú, áður en mestu vor- og sumarannir hefjast“.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.