Alþýðublaðið - 31.05.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 31.05.1950, Qupperneq 4
ALÞÝÐUBLAÐIf) Miðvikuslagur 31. maí 1950. WBsm Útgefandi: Alþýðuflokburmn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Riiigfréttir: Helgi Sæmundsson. Riístjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Affsetur: Alþyffuhúsið. . Alþýðupríntsmiffjan h.f. M!i eiitla RIKISSTJÓRNIN hefur nú gert ráðstafanir til þess að losa hið opinbera við rekstur nokk- urra samgöngutækja. Mun þessi ráðstöfun án efa gleðja hjörtu þeirra manna, sem ár- um saman hafa óskað eftir hreinni íhaldstjórn, er hugsaði fyrst og fremst um einstak- lingana og gæfi þeim „frelsi“ til að hleypa ,,framtaki“ sínu á skeið, hversu dýrt sem það „frjálsa framtak“ kann að reyn ast almenningi k landinu. Draumur þessara manna er sá, að þeir fái að eiga allan þann atvinnurekstur, sem hugs anlega getur gefið þeim arð. Ríkið getur svo tekið við hinu. sem augsýnilegá verður tap á. Þessi draumur er nú að verða að veruleika, því að núyerandi ríkisstjórn virðist hafa gsr-t hann að stefnu sinni. Samgöngumálin eru glöggt dæmi í þessu efni. Ríkisstjórn- Lrx býður einstaklingunum að taka við tveim stærstu Iang- ferðaleiðum bifreiða í landinu, ef þeir óski þess. Ef enginn hefði kært sig rim að taka við þessum rekstri, hefði stjórnin sætt sig við það, að ríkið ann- aðist hann áfram, hvort sem tap eða gróði yrði ó honum. En ríkissjóður á ekki aðeins bíla. Hann á einnig fjölda skipa, sem annast strandferðirnar. Þau eru ekki boðin til sölu, af því að það er vitað mál, að enginn einstaklingur girnist þann rekstur, því að það er ógerlegt að græða á honum. Féiög einstaklinga annast milli landasiglingar, sem helzt þykja gróðavænlegar, en ríkið fær að sjá um strandferðirnar, sem enginn getur grætt á. Þarna er sama stefnan og fyrr. Langferðabifreiðarnar eru athyglisvert dæmi til frekari athugunar. Ríkið tók að sér norður leicSina fyrir 6—7 ár- um, og er fróðlegt að rifja upp, hverjir þá sátu í ríkisstjórn. Þar var þá maður að nafni Björn Ólafsson, sem nú er aft- ur ráðherra og er að afnema þennan rekstur. Hann er því að granda sínum eigin afkvæm um, og getur sjálfum sér ,um kennt, að þessum rekstri hafa aldrei verið búin viðunandi skilyrði. Póststjórnin hefur aldrei átt á að skipa nægilega góðu hús- næði eða nægilega góðum við- halds- og viðgerðarverkstæð- um fyrir bíla sína. Hún hefur hugsað um farþegana fyrst og fremst og því lagt mikla á- herzlu á að útvega nýja og íullkomna vagna. Sést það bezt á Hafnarfjarðarleiðinni, þar sem lang fullkomnustu og þægilegustu vagnar, sem hér á landi hafa sézt, eru keyptir til landsins, skömrnu eftir að ein- staklingsrekstur og gróðasjón- nrmið hverfa áf þeirri leið og hið opinbera tekur við. Loks er þess að geta, að póst- stjórnín hefur þurft að givma við rekstur norðurleiðarinnar á stuttu tímabili, þegar flug- samgöngur á þessari sömu leið komust á mjög hátt stig og verðmunur á flugfari og bílfari var ekki svo mikill, að þjóð með jafnmikið fé niilli handa og hér var raun á, léti það aftra oér frá því að fljúga. Það er fyrst og fremst þetta atriði, sem olli þeim halla á rekstri langferðabifreiðanna, sem mest hefur verið ráðizt á, og má geta þess, að flugið hefur einnig komizt nterri því að eyðileggja rekstur margra langferðabíla, sem einstaklingar hafa með höndum. Þar er lítill munur á, nema hvað norðurleiðin er stærst og varð því að taka við þyngstum boðaföllum í þessu efni. Nú eru þessi viðhorf að breytast nokkuð á ný. Nú hef- ur flugið hækkað, í verði og nokkur munur verður aftur á kostnaði við að fara landleið og loftleið. Nú er þrengra í búi hjá öllum almenningi og menn gefá því verðmuninum meiri gaurn. Það er því gullið tækifæri einmitt nú fyrir aft- urhaldið, að fá einstaklingum bennan rekstur og benda á, að þeir tapi ef til vill ekki eins miklu og póststjórnin gerðí, er hún glímdi.við erfiðustu ár bif reiðasamgangna hér á landi, begar fluginu fleygði fram og allir höfðu næga peninga. ❖ Björn Ólafsson sýnir nú tryggð sína við einkaframtakið með því að afnema ríkisrekst- ur, sem hann sjálfur kom á fyrir 6—7 árum. Þessi ráðherra er sjáífur heildsali, verksmiðju eigandi, blaðáeigandi og vafa- laust fleira, og hefur verið kunnur að því, að sýna meiri hreinskilni í ræðu og riti um einkaframtak og ríkisrekstur en sumir flokksmanna hans þora að gera. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart, þótt hann klekki á ríkisrekstri, er hann hefur aðstöðu til, þótt dá- lítið sé það neyðarlegt, þegar bað er ríkisrekstur, sem þahn sjálfur kom á. Hitt er athyglisvert, að þessi sami. ráðherra hefur undanfar- tð látið blað sitt hæla sér af ráðstöfúnum, sem hníga örlít- ið í aðra átt. í flugsamgöngum hér á landi heíur ríkt óhindrað einkafram tak og fullkomin samkeppni milli tveggja félága. Þetta hef- ur le'itt til mikillar eyðslu, er tvö félög senda hvort stna flug- ýélina til sama staðar á sama degi, en báðar flugvélarnar eru hálftómar. Björn Ólafsson hef- ur skilið, að þarna gengur sam- keppni einkaframtaksins of langt. Þessu hefur þjóðin ekki ráð á, og hann hefur sett flug- félögunum það skilyrði, að þetta verði þau að laga, ella verði þau sett undir strangara ríkiseftirlit. Þarna hefur Björn Ólafsson viðurkennt það, að ríkisvaldið verður að skipta sér af einkarekstrinum og knýja einkaframtaksmennina til skyn samlegs skipulags á starfsemi sinni til þess að koma í veg fyrir sóun á gjaldeyri og öðrum kostnaði. Ef Björn Ólafsson vill vera sjálfum sér samkvæmur, þarf hann að gera þetta upp við sig: frjálst einkaframtak eða ríkis- afskipti. Þegar hann er ábyrg- ur ráðherra, hefur hann rekið sig á staðreyndir í þessum efn- um. Hann sá sér leik á borði að gera einkafrarntakinu greiða tpeð því að bjóða því ríkisbíl- ana. En hann fann einnig skyldu ríkisins til að knýja fram skipulag á starfsemi, sem sóaði gjaldeyri. Sannleikurinn er sá, Éjihs og Björn viðurkennir í seinna til- fellinu, að sknysamlegt er að ríkið h.afi veruleg afskipti af þessum málum og þá er ekki nema stutt skref til þess, að ríkið taki að sér rekstur á ýms um atvinnutækjum, eins og þegar hefur verið gert hér á landi, þótt íahldsstjórnin taki þar nú skref aftur á bak. Heimsókn í Valhöll áður en opnað var, — Rauð- brúnn skógur og gulir vellir. — í snertingu við bióðarsáíina. — Ný hliðarráSstöfun. ÉG KOM til Þingvalla fyrir hátíðina. Skógurinn var enn rauffbrúnn undan vetrarkuld- anum -— og þannig er hann oft fagur á aff líta, og vellirnir gul- ir. Lítiff var fariff að grænka, en þá voru hitaskúrir, og þeg- ar svo er á vordögum, tekur jörðin fljótt litarbreytingum, bvo aff nú býst ég viff að Þing- vellir séu farnir aff færast í sum arskrúffa. ÞAB VAR YS OG ÞYS í Val- höll, hamarshögg og annir. Nokkur hópur af fyrsta starfs- Cólkinu var kominn í þetta hálfr ar aldar gamla hús, og nú var verið að opna það fyrir hvíta- sunnuna, en búið var að panta allmikið fyrir hátíðina. Ýmsir hafa þann sið að dvelja allt af [ Valhöll um þessa hátíð. Ég hitti rithöfundinn og hótelstjór- ann, Sigurð Gröndal, sem állt af unir sér þarna vel á hverju suimri, en nú kvartaði haijn undan erfiðleikum með að fá áhöld og ýmis gögn undir sum- arstarfið. HANN sagði mér dálítið frá því, hve erfiðlega gengi með allt og þá ekki sízt að taka hús- ið á hverju vori undan vetrin- um, efttr að það hefði staðið lokað og læst frá hausti, „. . . en við gerum allt, sem hægt er til að gera hér sem vistlegast, og meira er ekki hægt að krefj- ast“. EITT SINN fyrir mörgum ár- um rakst ég á dulspeking um hvítasunnuleýtið á Þingvelli. Leninsyning tií dýrSar Stalin UNDANFARNA DAGA hefur vérið opin hér í bænum sýn- ing, sem kölluð hefur verið Leninsýningin og sagt hefur verið að værj haldin í tilefni af því, að Lenin hefði á þessu ári orðið áttræður, ef hann hefði verið á lífi. Voru þetta 40 myndir ýmissa myndlistarmanna Sovétríkj- anna, sem sýna áttu ævi Len- ins og starf; en þær voru fengnar hingað til sýningar af hinu nýja sovétvinafélagi kommúnista, MÍR, þ. e. Menn ingartengslum íslands og Ráð st j órnar ríkj anna. VÍST HEFÐI EKKERT verið við það að athuga, þótt hér hefði verið haldin sýning á sönnum myndum úr ævi- sögu Lenins, hins fræga rússneska byltingarforingja. En sú sýning, sem hér var um að ræða, var furðuleg fölsun á ævisögu hans. í rauninni hefði hún miklu réttilegar verið kölluð Stalin- sýning en Leninsýning; því að ekki aðeins bar þar lang- mest á stórri glansmynd af Stalin, heldur voru og flest- ar Leninmyndirnar myndir af honum og Stalin saman; og leyndi það sér ekki, að til- gangur sýningarinnar var sá einn, að læða þeirri lygi inn í hugskot áhorfandans, að í rauninni hefði Lenin ekkert gert án Stalins. Á hverri örlagastund rússnesku byltingarhreyfingarinnar og rússnesku byltingarinnar hefði Stalin verið hans önn- ur hönd, ef ekki beinlínis leiðarstjarna, eins og lesa mátti út úr mörgum mynd- anna, þar sem Stalin er látinn vera að útlista hlutina fyrir Lenin! ÞETTA Á EKKERT SKYLT við sannleika rússnesku bylt- ingarsögunnar; og víst myndi Lenin sjálfum hafa komið þessar myndir kúnstuglega fyrir sjónir, ef hann hefði mátt líta upp úr gröf sinni og virða þær fyrir sér. Ætli honurn hefði ekki þótt það einkennilegt, að hvergi gat þar að líta andlit Trotzkis, Sinovievs, Kamenievs, Piata- kovs, Bukharins og annarra þeirra, sem á dögum bylting- arinnar voru honum hand- gengnastir og stóðu honum næst, en hins vegar alls stað- ar fés Stalins, sem hann þekkti lítið fyrir 1917, og hafði aldrei miklar mætur á? Sjálfsagt myndu liðsmenn Stalins og þar á meðal stjórn- armeðlimir MÍR, sem stóðu að þessari sýningu hér, svara honum því til, að þeir Trotzki, Sinoviev, Kameniev, Piata- kov og Bukharin hefðu allir reynzt svikarar og njósnarar og Stalin einn verðugur læri- sveinn hans. En fyrir utan það„ að Lenin myndi nú má- ske ekki hafa verið alveg eins trúaður á slíkar fullyrðingar og ginningarfífl Stalins í MÍRí verður því að minnsta kosti ekki neitað, að á dögum byltingarinnar voru það ó- líkt oftar þeir Trotzki, Sino- viev og Bukharin, sem sáust við hlið Lenins, en Stalin. En sem sagt: Á sýningu MÍR var þessu snúið við. Þar sáust þeir Trotzki, Sinoviev og Buk harin hvergi, en Stalin á hér um bil hverri mynd. ÞAÐ GETUR VEL VERIÐ, að Stalin þurfi á slíkum sýning- um og fölsunum að halda til þess að missa ekki áhrifavald sitt og einræði yfir þjóðum Sovétríkjanna. Lenin hefur sem kunnugt er verið gerður fíann lá þar í.laut, sem ég hafði tileinkað mér löngu áður og ég rak hann úr henni, enda tók liahn því vel. Hann sagði þá við mig: „Ég fer alltaf hingað við ■ og við til þess að komast í sam- band við þjóðarsálina. Það er hvergi' hægt nema hér, og bezt er að liggja hér í laut aleinn um nætur. Þá heyrir maður hjartaslög íslandssögunnar og finnur titringinn í taugum þjóð arinnar". ÉG HEF oft hugsað um þessi orð, og ég er sannfærður um að það er töluvcrt til í þeim. Á Þingvelli verð ég fyrir sömu á- hrifum og ég varð fyrir í fyrsta sinn, þegar ég steig inn í dóm- kirkjuna á Hólum í Hjaltadal. Ég reyni ekkert að skýra það, en söguríkir staðir eiga mikla sál — og gömul sögurík hús. Yitanlega eru það minningarn- ar sem komast á flug — og allt sameinast í eitt. ENN er veglegt hótel á Þing- völlum aðeins draumur — og þó ér mikið búið að ráðslaga um það á liðnum áratugum. Hætt er við að enn verði all- langt þangað til þessi draumur verði að veruleilta, en til lííils sóma er þetta okkur. Ilins veg- ar er þess ekki að vænta, að tnilljónir séu festar í hótel með an þúsundir er.u svo að segja á götunni og fjöldi fólks getur ekki stofnaö heimili. HLIÐARRÁÐSTÖFUN ' var tilkynnt fyrir hátíðina. Afnám á skömmtun -á vefnaðarvöru og skófatnaði. Segja má, að gott sé, ef hægt er að afnema allar skammtanir, en tvíeggjað verð ur þetta fyrir almenning. Nú tnun enginn geta fengið nejtt nema sá, sem næga peninga hef ur, og vel má vera, að ein- hverjir vilji heldur eiga fé sitt í vörum en toeinhörðum pen- íngum, sem alltaf eru að linast upp — og verða kannske að engu áður en við er litið. Hannes á horninu. að guSi þar eystra, og því veltur mikið á því, aö hafa hann með sér, eins og Mú- hameð hafði Allah, eftir að hann hafði barið því inn í Araba, að til væri aðeins einn guð, Allah, og Múhameð væri spámaður hans. En hvaða erindi þessi sögufölsun Stalins, gerð í þeim tilgangi að blekkja sovétþjóðirnar, á út um heim og alla leið hing- að til íslands, — það er mönn- um spurn. Og ef hlutverk MÍR, Menningartengsla ís- lands og Ráðstjóranarríkj- anna, er ekki. annað en það, að miðla íslenzku þjóðinni slíkri „sovétmenningu11, þá stoðar það því áreiðanlega lítið, þótt það skreyti sig með nöfnum manna eins og Hall- dórs Kiljans og Kristins And- réssonar. Menn furða sig í mesta lagi á, að slíkir menn skuli leggja nafn sitt við svo auðvirðilega starfsemi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.