Alþýðublaðið - 31.05.1950, Page 8

Alþýðublaðið - 31.05.1950, Page 8
jGerízt áskrif endur Alþýðublaðinu. I Alþýðublaðið inn á | bvert heimili. Hring- j ið í síma 4900 eða 4906. Miðvikudagur 31. maí 1950. Börn ög unglingar. Komið og seljið Alþýðublaðið. ] Allir vilja kaupa Alþýðublaðið. j Vinna við fjöida fokheldra bygg- inga að sföðvast vegna efnisskorts Þar á meðal eru Bústaðabyggingarnar, iðnskólinn og Kleppsholtsskóíinn. FJÖLMAEGAE BYGGINGAK, sem fokheldar eru eða komnar langt áleiðis, eru nú að stöðvast vegna efnisskort, og þýkir uggvænlega horfa um atvinnu þeirra manna, sem stunda byggingavinnu, bæði verkamanna og ýmissa stétta iðnaðar- manna. Trésmiðaféiagið hefur nú skýrt frá því, að meðal þeirra bygginga, sem eru að stöðvazt eða hafa þegar stöðvazt, séu bæj- arhúsin við Bústaðaveg, iðnskólinn, harnaskólinn í Kleppsholti Höggmyndin !andsýn' var afhjúp- uð við Sfrandarkirkju í fyrradag ■■■ ......... . 1 » — Hugmyndin er fengin úr þjóðsögum um upphaf Strandarkirkju og Engilsvíkur HÖGGMYNDIN LANDSÝN eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara var afhjúpuð við hátíðlega athöfn að Strandar- kirkju á annan í hvítasunnu. Höggmynd þessi er kona, sem held- ur á krossmarki og horfir til hafs. Er hugmyndin fengin úr þjóð- sögum um upphaf Strandarkirkju of nafn víkurinnar, Engilsvík ur, en á hóli skammt frá þeirri vík og kirkjunni stendur mynd- in. og fjöldi smáhúsa. Samkvæmt upplýsingum Tré smiðafélags Reykjavíkur er á- standið í byggingarmálunum nú síður en svo glæsilegt. A síðasta vetri bar þegar nokkuð á . atvinnuleysi meðal húsa- smiða, enda hefur þeim fjölg- að um hart nær 200 frá því á stríðsárunum, þegar atvinna við byggingarframkvæmdir var mjög mikil, jafnvel meiri en lærðir smiðir gátu annað. Nú eru allmörg hús í smíðum, en við mörg þeirra er lítið eða ekkert unnið í bili, ýmist vegna fjárskorts eigenda, sem eru búnir með allt handbært fé og fá hvergi lán til þess að ljúka IJfcpid landsímans Framhald af 1. síðu. reksturs símans, er áætlaður ca. kr. 1.080.000. Samtals verður þá allur auk- inn árlegur kostnaður lands- símans veg'na gengisfellingar- innar 20. marz 1950 ca. kr. 7.655.000. Verði dregið úr fram kvæmdum lækkar þessi upp- hæð nokkuð. Auk þessa kemur fram í eitt skipti (20. marz 1950) gengis- tap á ógreiddum gjöldum vegna skeyta- og talþjónust- unnar við útlönd frarn til 20. marz 1950 og á efnisskuldum við erlend firmu, er nemur ca. kr. 2.362.000. Áætlað er að símgjaldahækk unin samkvæmt hinni nýju gjaldskrá símans gefi ca. kr. 5.010.000 auknar tekjur á ári“. ------ ----*------.— Um 2000 manns séi itiinjagflpa- MIN J AGRIP ASÝNIN GU Ferðaskrifstofunnar og Heim- ilisiðnaðarfélagsins lauk um helgina. Alls sóttu sýningua um 2000 manns. Flestir sýningarmunirnir munu innan skamms verða til söiu í ferðaskrifstofunni. -----------o------------- í DAG klukkan 2 e. h. flytja prófprédikanir í kepellu háskól ans guðfræðikanditatarnir Gísli Kolbeins, Helgi Tryggvason og Kristján Robertsson og klukk- an 5 síðdegis kandidatarnir Magnús Guðmundsson og Jón- as Gíslason. við húsin, eða vegna efnis- skorts ,sem hefur verið tilfinn- anlegur um alllangt skeið. Ekki bætir það horfur fyrir bá, sem eiga lífsafkomu sína undir byggingaframkvæmdum, að enn hafa engin fjárfesting- arleyfi fengizt fyrir íbúðarhús- urn í Reykjavík á þessu ári, og allt er í óvissu um hvenær þau verða veitt, ef þau verða nokkur veitt á árinu. Fyrir nokkru fól trúnaðar- mannaráð Trésmiðafélags Reykjavíkur stjórn félagsins að ná tali af formanni fjárhags- ráðs og reyna að fá hjá honum upplýsingar um við hverju mætti búast um veitingu fjár- festingarleyfa og innflutning byggingarefnis á þessu ári. Formaður og varaformaður fé- lagsins áttu svo stutt viðtal við formann fjárhagsráðs, en á því var í rauninni ekkert að græða. Upplýsingar um væntanleg fjárfestingarleyfi og efnisinn- flutning fengust engar aðrar en þær, að fjárhagsráð hefði að vísu gert einhverja áætlun um innflutning byggingarefnis, en engin trygging væri fyrir því að mögulegt verði að frani- kvæma liana. Ef nokkuð má af þessu viðtali ráða, væri það helzt það, að útlilið sé jafnvel enn verra en menn höfðu búizt við. Frá atvinnulegu sjónarmiði trésmiða sérstaklega og raunar margra annarra iðnaðarmanna er efnisskortur sérstaklega ó- hagkæmur. Efnið, sem fer til innréttinga húsanna, er tiltölu- lega lítill hluti reiknað í gjald- eyri, en vinnan aftur á móti allverulegur þáttur. Sama magn af timbri — svo dæmi sé tekið — skapár miklu meiri vinnu þegar það er notað til innréttinga en þegar það er not að til að gera húsin fokheld. Atvinna húsasmiða mundi því verða mun drýgri ef þeim hús- um, sem byrjað hefur verið á, væri haldið áfram þar til þeim er lokið, enda þótt það kostaði það að byrjað væri á nokkru færri húsum. Þá er húseigend- um gerður illur grikkur með því að stöðva vinnu við hús þeirra þegar búið er að binda í þeim marga tugi og oftast hundruð þúsunda króna, og sé enn fremur litið á húsnæðis- skortinn, bæta fokheld hus ekki úr honum meðan þau eru á því stigi og væri því vitur- legra — einnig frá því sjónar- miði — að Ijúka byggingu þeirra. Irskur bókmennta- fræðingur og skáld fiytur fyríriesfra hér ÍRSKUR bókmenntafræðing- ur og skáld, Mac Hugh, er kom- inn hingað og flytur á næst- unni fyrirlestra við báskóla fs- fands og Þjóðleikhúsið. Mr. Mac Hugh er kunnur fyrirles- ari; hefur flutt fvrirlestra við marga háskóla í Bandaríkjun- um svo og víða á Norðurlönd- am. Það er írska ríkisstjórnin, sem stvrkir för hans liingað. Mr. Mac Hugh er, einn kunn- asti leiklistargagnrýnandi í Dublin og hefur sjálfur samið tvo sjónleiki, er sýndir hafa verið í Abbeyleikhúsinu. Hefur það orðið að ráði, að hann flvtti tvo fyrirlestra á vegum Þjóð- leikhússins um .Abbeyleikhús- ið og írska leiklist. Verða þeir haldnir í hinum svonefnda ,,litla sal“ í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 6. júní og mið-^ vikudaginn þann 7. kl. 5 e. h. Fyrirlestrar Mac Hugh í há- skólanum munu fjalla um írsk- ar fornsögur, þjóðsögur og helgisögur og áhrif þeirra á nú- tímahöfunda, írska. Þeir verða fluttir næstkomandi fimmtu- dag og föstudag kl. 8.30 síð- degis í 1. kennslustofu háskól- ans, og verður aðgangur öllum heimill og ókeypis. Kvað dr. Einar Ólafur Sveinsson í við- tali, er blaðamenn áttu í gær við fyrirlesarann og hann, að þetta væri annar írski mennta- maðurinn, sem fyrirlestra flyt- ur við háskólann, en írskur þjóðsagnafræðingur, Délargy, flutti þar fyrirlestra veturinn 1947 á vegum þjóðsagnafræða- félagsins írska. Frá . Abbeyleikhúsinu barst þjóðleikhúsinu íslenzka að gjöf hinn kunni sjónleikur Lyngesr ,,Riders to the sea“, leikinn inn á „taperæmu“ af írskum leik- urum, og flutti Mac Hugh þjóð- leikhúsinu gjöfina. ÍSLANDSMEISTARARNIR í innanhúss handknattleik kepptu við Finnana í gær- kveldi að Hálagalandi og unnu Finnar með 7 gegn 4. í hálf- leik var jafntefli 3 : 3. Fram byrjaði með að gera 2 mörk á fyrstu 8 mínútunum (Orri gerði þau bæði). Á 10. mínútu gerðu Finnarnir sitt fyrsta mark, og nokkru síðar gerði Fram 3. markið, 3 : 1. Á sein- ustu mínútum hálfleiksins kvittuðu Finnarnir. Fram brenndi af vítakasti í þessum hálfleik. I byrjun síðara hálfleiks gerðu Finnarnir mark úr víta- kasti 4:3 fyrir Finna. Á 16. og 18. mínútu gerðu þeir enn tvö mörk og litlu síðar það 7. Er 6 mínútur voru eftir af leik gerði Fram sitt 4. mark og þannig endaði leikurinn. Athöfnin hófst með guðs- þjónustu í kirkjunni. Sóknar- presturinn, síra Helgi Sveins- son í Hveragerði, prédikaði, en biskup landsins, síra Sigurgeir Sigurðsson, þjónaði fyrir alt- ari. Kirkjukórinn í Hveragerði söng við messugerðina. ÞJÓÐSAGAN Síra Helgi rakti í stólræðu sinni þjóðsöguna um Engilsvík. Þjóðsögurnar eru raunar fleiri en ein, en sú, sem síra Helgi íylgdi, er á þá lund, að endur fyrir löngu hafi skip með timb urflutning verið að kojna af hafi. Átti það að hafa lent í miklum óveðrum og sjóhrakn- ingum, og var komið nærri landi, án þess að skipsmenn vissu, hvar þeir væru staddir eða hvort þá bæri þar að, sem auðið yrði að lenda heilu og höldnu. Gerðu þeir þá bæn sína og hétu því að reisa kirkju þar, sem þeir kæmu að landi, ef lendingin tækist giftusamlega. Sáu þeir þá allt í einu til lands, og var ljós á ströndinni. Þeir stefndu skipi sínu þangað og lentu í vík einni, en kona, vaf- in himnesku ljósi, vísaði þeim leiðina. Heitir víkin síðan Eng- ilsvík, og sagan segir, að skips- menn hafi efnt heit sitt og byggt kirkjuna þar, sem nú er Strandarkirkj a. NÝR TURN MEÐ VITA Síra Helgi gat þess í lok ræðu sinnar, að sóknarnefnd og sóknarprestur í Selvogi vilji gera það að tillögu sinni að reistur verði nýr turn á Strandarkirkju, og þar komið fyrir ljósavita og radíóvita. Mun biskupinn vera mjög hlynntur þessari hugmynd. Þá skýrði hann frá því, að þau hjónin Svanhildur Þorsteins- dóttir og Sæmundur Stefáns- son hefðu fært kirkjunni kal- eik úr silfri og patínu að gjöf. MYNDIN AFHJÚPUÐ Að lokinni guðsþjónustunni var gengið út á hólinn og söng kirkjukórinn þar, en síðan flutti biskupinn ræðu og af- hjúpaði myndina. Þá voru Markmaður Finna vakti mikla athygli. Leikmenn Fram sýndu greinileg þreytumerki er á leið, enda léku sömu menn hjá þeim allan leikinn út, en Finnarnir skiptu stöðugt um menn, og gerði það gæfumuninn. sungin tvö erindi eftir Gunn- fríði Jónsdóttur sjálfa, og að lokum kynnti biskupinn hana fyrir mannfjöldanum, sem fagnaði henni ákaft. SíSari hluti vormóls ÍR fer fram í kvðld SÍÐARI HLUTI vormóts ÍR fer fram í kvöld á íþróttavell- inum og hefst kl. 8,15 síðd. Keppt verður í kringlukasti, 110 m. grindahlaupi, stangar- stökki, 200 m. hlaupi, 400 m. hlaupi drengja, spjótkasti, há- stökki, 400 metra hlaupi, 800 m. hlaupi og 1000 metra boð- hlaupi. Meðal keppenda eru t. d. Gunnar Huseby, sem varpaði kúlunni nær 16 metra nú um helgina, og mun það vera bezta aírekið í þessari grein í Evrópu í ár. Hann keppir einnig í kringlukasti og er Islaudsmet- inu talið hætt. í drengjahlaup- inu keppa 9 ungir og efnilegir menn. í spjótkasti er Jóel Sig- urðsson meðal keppenda. 200 metra hlaupi verður keppnin vafalaust hörð milli þeirra $ Harðar Haraldssonar og Guð- mundar Lárussonar frá Ár- manni, Finnbjarnar Þorvalds- sonar ÍR og Trausta Eyjólfs- sonar KR, og þá verður 400 metra hlaupið ekki síður spenn andi, en þar keppir sem gestur þýzkur aíreksmaður í frjálsum 'íþróttum, Ulrich Jonath aS nafni við þá Reynir Sigurðsson ÍR og Ásrnund Bjarnason KR. Hið vinsæla 1000 metra bóð- hlaup rekur svo lestina ,en þar eigast vl ðtvær sveitir frá ÍR og KR og ein sveit frá Ármanni. isrstall ræir iw fátækt og ásfjorn MARSHALL, fyrrverandi ut anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, er hann minntist fallinna hermanna, að ekki væru . allar uppreisnir þjóða runnar undan rifjurn kommún ista. Margar þjóðir berðust: fyrir því að losna við fátækt og óstjórn. Marshall taldi það miklu skipta Bandaríkin, ,að sílk barátta tækist, ,því að á miklu gæti oltið, hvort þessar þjóðir veldu leið lýðræðisins eða leið kommúnismans.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.