Alþýðublaðið - 15.06.1950, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. júní 1950.
41 fc»ÝBUBLAÐ!Ð
5..
Albióðabina iafnaðarmanp í Kaupmannahöfn: Fyrsfa grein
Á ANNAÐ HUNDRAÐ FULLTRÚAR frá þrjátíu
lcndum sóttu alþjóðaþing jafnaðarmanna, sem haldið var
í Kaupmannahöfn í byrjun þessa mánaðar og frá hefur
verið skýrt í fréttum hér i blaðinu. Helgi Sæmundsson
blaðamaður, sem nú dvelur í Kaupmannahöfn og sat
þingið ásamt Stefáni Jóh. Stefánssyni, formanni Alþýðu-
flokksins, segir í grein þeirri, sem hér birtist, og í tveim-
ur framhaldsgreinum, frá þessu fjölsótta og þýðingarmikla
jafnaðarmannaþingi.
KHOFN í júní.
ALÞJÓÐAÞING JAFNAÐ-
ARMANNA, sem háð var í
Xaupmannahöfn í júníbyrjun,
foar þess glöggt vitni, að jafn-
aðarstefnan er í sókn og sigri
Vígð. Fulltrúar þrjátíu þjóða
sátu þingið, og þar gat að líta
ýmsa mikilhæfustu forustu-
Enenn hinna frjálsu ríkia Vest-
■sur-Evrópu, svo og landflótta
jafnaðarmenn úr leppríkjum
Rússa austan járntjaldsins;
menn, sem börðust tvísýnni
foaráttu gegn nazismanum í
íseinni heimsstj'rjöldinni, en
iurðu að flýja lönd sín að unn-
lum sigri, þar eð fyrri samherj
ar þeirra sviku þá í tryggðum
<og gerðust arftakar þeirra ó-
lánsmanna, er gengu á mála
.fojá Hitler og liði hans — svik-
aranna, sem veraldarsagan
foefur dæmt til misk.unnarlaus
var en verðskuldaðrar fordæm
ingar. Þetta var táknrænt fyr-
ir alþjóðaþingið og starf al-
þýðuflokkanna. Jafnaðarmenn
vinna að viðreisn lýðræðisríkj
anna, sem heimsstyrjldin fór
um eyðingareldi sínum, og
foafa á þeim vettvangi drýgt
dáðir, er minna á ævintýri. En
ijafnframt berjast þeir gegn
foinni nýju kúgun ,sem í dag
úgnar heiminum á sama hátt
og harðstjórn og yfirgangur
nazismans og fasismans eftir
yaldatöku Mussolinis á Ítalíu
og Hitlers í Þýzkalandi. Nú
þarf ekki að spyrja þess fram-
ar, hvor sé betri Brúnn eða
Rauður. Harmsaga Austur-Ev-
rópu eftir ófriðarlokin tekur
af öll tvímæii. Eðli og hlutverk
kommúnismans er hið sama og'
uazismans, þrátt fyrir tvo ein-
kennisliti, og blástakkar Pi-
ecks, sem streymdu eftir
strætum Austur-Berlínar um
fovítasunnuna, voru sams kon-
ar ógnun við friðinn og írels-
ið og brúnstakkar Hitlers forð
um daga.
FAGNAÐARFUNDUR
Alþjóðaþingið í Kaupmanna
foöfn var háð í alþýðuhúsi
foorgarinnar, og setning þess
einkenndist af látleysi en
yirðuleik. Salurinn var fagur-
lega skréyttur og veggirnir
tjaldaðir fánum allra þeirra
þjóða, er fulltrúa áttu á þing-
inú. Þarna varð eftirminnileg-
«r fagnaðarfundur. Samherj-
ar, sem ekki höfðu sézt árum
saman, heilsuðust og rifjuðu
r.pp gömul kynni, og nýliðar,
sem komið hafa fram á sjónar-
svið stjórnmálanna eftir síð-
pri heimsstyrjöldina og nú
eru sumir hverjir heimskunn-
Sr. voru boðnir velkomnir.
í miðjum fundarsalmim ræð
ast þeir við Hans Hedtoft,
;Tage Erlander, Karl August
íagerholm, H. C. Hanser. og
Stefán Jóh. Stefánsson. Fleiri
hinna norrænu fulltrúa bætast
brátt í hópinn. Alsing Ander-
sen, Eiler Jensen, Hákon Lie,
Harald Langhelle, Finn Moe,
Váinö Leskinen, Uno Varjon-
en, Penna Tervo, Oluf Carls-
son, Sven Andersen og Axel
Strand. H. C. Hansen, Erland-
er, Leskinen, Carlsson, Axel
Strand og Penna Tervo minn-
ast hlýjum orðum samfund-
anna í Reykjavík í fyrra. Erich
Ollenhauer, hinn kunni þýzki
jafnaðarmaður, ræðir við rit-
ara franska Alþýðuflokksins,
Guy Mollet, og Bretinn .Arthur
Greenwood heilsar austurrísku
samherjunum, Adolf Schárf
og Julius Deutsch. Fjórmenn-
ingarnir, sem sátu alþjóðaþing
ið í Kaupmannahöfn áriö 1910,
Gabrielle Proft frá Austurríki,
Angelica Balanoff frá Ítalíu,
Gustav Möller frá Svíþjóð og
Salomon Grumbach frá Frakk
landi fagna hvert öðru af inni-
leik og gleði líkt og vinir eða
ættingjar, er hittast eftir lang-
ar fjarvistir. Fulltrúar alþjóða
sambands ungra jafnaoar-
manna, Bretinn John Stone-
house, Svíinn Frans Nilsson og
Daninn Per Hækkerup, bjóða
íslenzkan samherja velkom-
inn. Þetta verður meira en
stjórnmálalegt alþjóðamót.
Hér munu fléttast saman
rammar taugar persónulegra
kynna. Niour ótal tungumála
hljómar um salinn. Hér mæt-
ist austur og vestur, suður og
norður, en ekki til að deila og
berjast, heldur til að . vinna
saman, brúa bil og leggja
traustan grundvöll.
SETNING ÞINGSINS.
Hans Hedtoft stígur í ræðu-
stóiinn. Hann minnist nokkr-
um orðum hins alþjóðlega sam
starfs jafnaðarmanna á liðnum
áratugum og býður sérstak-
lega velkomna þá fulltrúa, er
sátu þingið í Kaupmannahöfr,
árið 1910 og nú hittast hér á
ný. Fulltrúarnir hylla frum-
herjana, Gabrielle Proft, Salo-
mon Grumbach, Angelicu
Balabanoff og Gustav Möller.
Hedtoft lýsir verkefnum þings
ins og minnir á tilgang jafnað-
arstefnunnar. Alþjóðaþingið
hefur fyrirfrám sætt hvatvís-
legum árásum af hálfu mál-
gagns Kominform í Danmörku.
Hedtoft hefur skýringuna á
reiðum höndum: Hugsjónir
jafnaðarstefnunnar eru friður,
frelsi og framfarir. Kommún-
istar óttast jafnaðarmenn öll-
um öðrum andstæðingum
íremur. í styrkleika kúgunar-
valdsins finna þeir til vanmátt
ai síns gagnvart lýðrei'ðisjafn-
aðarmönnum. Fjandskapur
kommúnista er sæmd jafnaðar
manna. Hann sýnir og sannar,
að hér er um að ræða megin-
andstæðurnar á vettvangi
heimsstjórnmálanna.
Forseti alþjóðaþingsins er
kjörinn Daninn Alsing And-
ersen samkvæmt tillögu rit-
era norska . Alþýðuflokksins,
Hákons Lie, en varaforsetar
Morgan Phillips, aðalritari
brezka Alþýðuflokksins, og
franski jafnaðarmaðurinn L.
Levy. Alsing Andersen tekur
við fundarstjórn og ávarpar
þingið. Hann minnist þriggja
nýlátinna jafnaðarmannaleið-
toga, Austurríkismannsins
Karls Seitz, Bretans Harolds
S
Laskis og Frakkans Leon
Blum, en þingheimur rís úr
sætum í virðingarskyni við
minningu þessara manna, er
helguðu jafnaðarstefnunni og
aittlöndum sínum voldugt og
áhrifaríkt starf ævi sinnar.
Alsing heldur áfram máli sínu:
Þingið sitja á annað hundrað
fulltrúar frá þrjátíu þjóðum.
Flokkarnir, sem eru aðilar
að alþjóðasamtökum jafnað
armanna, telja innan vé-
banda sinna nær tíu milljón
ir manna og kvenna, og við
síðustu kosningar voru þeim
greiddar 34 milljónir at-
kvæða í Vestur- og Mið-Ev-
rópu. Jafnaðarstefnan nýtul
í dag meira fylgis en nokkru
sinni fyrr. Hún kom þrosk-
uð og hert út úr hreinsmi-
areldi seinni heimstyrjaldar
innar og hefur síðan unuið
hvern sigurinn öðrum fræki
legri.
Hún hefur unnið sigra sína á
grundvelli lýðræðis og frjálsrs
kosninga og hvergi í Evrópu
beðið lægra hlut í viðureign,
þar sem þessum leikreglum
hefur verið fylgt. En í ríkjurx-
\um austan járntjaldsins. hefur
hún um sinn orðið að láta und
an síga fyrir svikum, einræði
og kúgun. En einnig þar á hún
sér framtíð. Jafnaðarmenn
þessara landa berjast heima og
erlendis gegn kommúnistum á
sama hátt og þeir börðust gegn
nazistum, þegar skuggi Hitlers
og Mussolinis grúfði yfir Ev-
Fópu. Þeir sigruðu Hi'der og
Mussolini að lokum, og þeir
munu sömuleiðis sigra arftaka
þeirra fyrr eða síðar.
Framkvæmdastjóri Comisco,
alþjóðasamvinnunefndar jafn-
aðarmanna, Julius Braunthal,
gaf skýrslu um starfsemi he/i.i
ar frá því að síðasta alþjóða-
þingið var háð, en það var
fyrsta alþjóðaþing jafnaðar-
hefur afgreiðslu á Bæjar-
bílástöðinni, AðalstræÞ 16.
Sími 1395.
Úra-viðgerðir.
Fljót og góð afgreiðsla.
Guðí. Gísíason,
Laugavegi 63,
sími 81218
manna eftir seinni heimstyrj-
öldina. Bretinn Denis Healey
ræddi um alþýðuflokkana á
Bretlandi og í samveldislönd-
um Breta, og hinn landflótta
aðalritari spænska Alþýðu-
flokksins, R, Llopis, gaf
skýrslu um vöxt jafnaðarstefn
unnar í Suður-Ameríku.
TILLÖGUR SCHUMANS.
Þessu næst hófust umræð-
ur um hin ýmsu mál á dagskrá
þingsins. Voru hinar alþekktu
og margumræddu tillögur
franska utanríkismálaráðherr-
ans, Roberts Schumans, fyrst
teknar til umræðu, og hafði
Hollendingurinn G. M. Ned-
erhorst framsögu um þær, en
auk hans tóku þátt í umrgsð-
unum Frakkinn Salomon
Grumbach, Þjóðverjinn Her-
mann Veit, Bretinn Denis Hea-
ley og Norðmaðurinn Finn Moe.
Voru ræðumennirnir á einu
máli uni.að tillögur Schumans
væru athyglisverðar og virtust
stefna í rétta átt, en hins veg-
ar þótti nokkur vafi ieika á
um ýmis atriði þeirra. Var
lögð á það áherzla, að sam-
vinna á grundvelli tillagna
Schumans væri því aðeins
hugsanleg, að Bretar gerðust
aðilar að henni og tekið yrði
fullt tillit til úrlausna jafnað-
arstefnunnar og hagsmuna
verkalýðshreyfingarinnar. Þá
var og Saarmálið rætt ýtar-
lega.
VALKYRJA JAFNAÐAR-
STEFNUNNAR.
Að kvöldi fyrsta þingdags-
ins, sátu svo fulltrúarnir hóf
sem gestir dönsku samherj-
anna, en Eiler Jensen, forseti
danska Alþj'ðusambandsins,
stýrði því. Viðburður kvölds-
ins var ræða fulltrúa jafnað-
armannaflokks Sáragats á
Ítalíu, hinnar áttræðu val-
kyrju jafnaðarstefnunnar,
Angelicu Balabanoffs. Bala-
banoff er rússneskrar ættar og
var á sínum tíma samherji
Lenins og Trotzkis, en sagði
skilið við kommúnismann þeg
ar árið 1921 og hefur um ára-
tugi dvalizt í útlegð. Hún
kynntist Mussólini, þegar
hann var landflótta jafnaðar-
maður í Sviss, og aumkaði sig
yfir hann hungraðan, klæðlaus
an og heilsubilaðan. Eftir svik
Mussolinis við jafnaðarstefn-
una og valdatöku fasismans á
Ítalíu utidir forustu hans,
gerði Angelica Balabanoff upp
reikningana við þennan fyrri
skjólstæðing sinn í barátturiti,
sem skipar virðulegan sess í
bókmenntum jafnaðarstefn-
unnar og hlaut mikla út-
breiðslu. Nú er Angelica Bala-
banoff ítalskur ríkisborgari,
og hún berst gegn kommúnism
Framhald á 7. síðu.
Fjögur, sem sátu einnig þingið í Köfn 1910.
Talið frá vinstri: Gabrielle Proft (Austurríki), Salomon Grumbach (Frakkland), Angelica Bal-
abanoff (Ítalía) og Gustav Möller (Svíþjóð).