Alþýðublaðið - 28.06.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 28.06.1950, Qupperneq 4
4 Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. AlþýðuprEntsmiðjan h.f. Árásin á Suður Kóreu Á HINU S V OKALLAÐ A ,,FRIÐARÞINGI“ kommúnrsta í París í fyrrasumar vildi það einn daginn til, að frétt austan úr Asíu fletti skyndilega ofan af hraesnistali þingfulltrúanna um friðarhug þeirra og friðar- vilja. Það var fréttin um það, að hersveitir kínverskra kom- múnista hefðu hafið grimmi- lega sókn og brotizt í gegn um varnarlínu kínversku stjórnar- innar við Yangtsefljót. Þegar þessi frétt barst ,,friðarþingi“ kommúnista í París, var allt friðarhjal og allur fundaragi á svipstundu á enda. Fulltrúarn- ir stukku upp á stólana og æptu hver sem betur gat af fögnuði yfir hernaðarafreki kínversku kommúnistanna. Á þeirri sfundu hefði sannarlega þurft mikið hugvit til þess að láta sér detta það í hug, að þar væri friðarþing á rökstólum. * Nú hefur svipuð frétt frá Austur-Asíu orðið til þess að fletta friðargrímunni frá fési kommúnista á ný. Og það vill aftur svo til, að það hefur einn- ig í þetta sinn verið gert á ó- liklegasta augnabliki. Komm- únistar um allan heim hafa undanfarna daga og vikur ver- ið að skýra frá því í blöðum sínum, hve frækilega þeir hafi gengið fram í því, að safna undirskriftum undir svokallað „friðarávarp11, sem nokkrir á- róðursmenn þeirra og ginning- arfífl settu saman á fundi í Stokkhólmi síðast liðið haust; en nægilega mörg nöfn undir þetta „friðarávarp“ hafa þeir sagt vera beztu trygginguna gegn því, „að heiminum verði steypt út í blóðbað nýrrar styrjaldar. En einmitt þegar þessi „frið- aráróður“ kommúnista stendur sem hæst, kemur fréttin um hina fyrirvaralausu, vopnuðu árás kommúnista á Suður-Kó- reu. Það er styrjöld, blóðug styrjöld, sem þeir hafa hafið þar. En kommúnistar eru ekki lengi að því að venda kvæði sínu í kross; í gær voru blöð þeirra, sem í fyrradag voru full af fleðulegu friðartali, orð- in að hálfbrjáluðum stríðsæs- ingablöðum, með stórum, fagn- andi fyrirsögnum yfir fréttun- um af hraðri sókn kommúnista- hersveitanna suður Kóreu! Menn líti bara á Þjóðviljann þessu til staðfestingar' Fögn- uður nazistablaðanna fyrir aðra heimsstyrjöldina, þegar Hitler var að ráðast á Austurríki og Tékkóslóvakíu, var ekki meiri en Þjóðviljans í gær yfir inn- rás og blóðugri sókn kommún- ista í Suður-Kóreu! Það er sannarlega engin furða, þótt mönnum verði í sambandi við innrásina í Suð- ur-Kóreu skrafdrjúgt um það, hvernig hún hefur flett ofan af hæsnisskrifum og tali komm- únista um friðinn. En þess ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. 'júní 1950. skyldi þó enginn ganga dulinn, að hér er um miklu alvarlegri viðburði að ræða en svo, að á þá verði litið með það eitt fyrir augum. Styrjöldin í Kóreu er nefnilega ekki nein borgara- styrjöld, þó að Þjóðviljinn vilji svo vera láta. Hún er ó- grímuklædd árás rússnesks leppríkis á sjálfstætt ríki, sem viðurkennt hefur verið af bandalagi hinna sameinuðu þjóða; og«i^igum einasta manni blandast hugur um það, að Rússland sjálft stendur á bak við hana; enda er engin dul dregin á það, að hersveitir Norður-Kóreu, sem nú sækja fram'íf Suður-Kóreu, séu bún- ar rússneskum vopnum, ef ekki beinlínis sumpart skipaðar rússneskum hermönnum. Það er því ákaflega hætt við því, að innrásin í Suður-Kóreu geti dregið alvarlegan dilk á eftir sér. Það er að minnsta kosti erfitt að sjá, hvernig bandalag hinna sameinuðu þjóða getur látið það viðgang- ast, að ríki, sem það hefur við- urkennt, sé með utan að kom- andi árás og blóðugu ofbeldi þurrkað úr tölu sjálfstæðra ríkja — að undirlagi eins stór- veldisins, sem telst til hinna sameinuðu þjóða! Það er að vísu þegar komið í ljós, að Rússland skákar í því skjóli, að öryggisráð hinna sameinuðu þjóða geti ekkert löglega að- hafzt meðan hinn rússneski fulltrúi ekki mætir þar; en það hefur hann ekki gert mánuð- um saman og mun sjálfsagt ekki gera, meðan þetta mál er þar til umræðu. En varlegra myndi þó fyrir valdamenn Rússlands að treysta því ekki um of, að önnur stórveldi hinna sameinuðu þjóða láti bjóða sér slíka klæki af þess hálfu. Vissu- lega er það margreynt, að lýð- ræðisríkin eru seinþreytt til vandræða. Það vita menn af þolinmæði þeirra áður e’n til stáls var látið sverfa við Hitler fyrir rúmum tíu árum. En svo má brýna deigt járn, að bíti um síðir. Og að því virðist nú vera að reka, að Vesturveldin segi: Hingað og ekki lengra! Það er að minnsta kosti furðulega fífldjarfur leikur, sem Rússland leikur nú austur í Kóreu með friðinn í heimin- um, og vel mætti svo fara, að hann leiddi fyrr en síðar til al- varlegri tíðinda austur þar og jafnvel víðar um heim en nokk- urn órar fyrir í dag. Hætlir Dronning Alexandrine að sigla iil íslands! Einkaskeyti. KHÖFN SAMEINAÐA GUFUSKIPA FÉLAGIÐ er nú að íhuga það, hvort það eigi ekki að leggja niður íslandsferðir Dronning Alexandrine, eftir að Gullfoss hóf siglingar á sömu leið, að þvi er Berlingske Aftenavis segir frá. Hefur skipið, að því er blaðið segir frá, sæmilega mik- ið að gera í sumar, en óvissa ríkir um framtíðina eftir það. Hefur þessi leið ekki verið arð- ,bær fyrir Sameinaða, en henni hefur verið haldið uppi „vegna þjóðarsóma11. Komið hefur fyr- ir, að skipið hefur farið á milli íslands og Danmerkur með að- eins 10 farþega og 5 lestir flutn- ings. Nú vilja íslnedingar held- ur sigla með Gullfossi; og kem- ur því mjög til mála að leggja íslandsferðir Drottningarinnar niðux. ' HJULER Þrumuveður skellur á. — Höfum við verið vakin af svefni? — Óvenjufagrir dagar og yndislegar nætur. — Heiðmörk. — Menn og kríur á Þing- völlum. SKYNDILEGA SKALL Á ur spegill og himininn eins og þrumnveður. Það var eins og bláhvítt silki. Eitthvað þessu við hefðum blundað og vaknað, úkt höfum við líka séð í augun- við fréttirnar frá 1939 tií 1945. Ný innrás, hersveitir streyma yfir Iandamæri engin stríðsyfir- lýsing, st.jómmálamenn. og her- málasérfraeðingar hlaupa saman til funda í öllum löndum, þjóðir bíða átekta, vopnasendingar hafnar. orustuflugvélar ráðast á bækistöðvar og 90 skriðdrekar taka þátt í herför yfir fljót. VIÐ KUNNUM ÞETTA allt utanbókar, vitum hvað næsta frétt í útvarpinu hefur inni að halda áður en hún er lesin, von- um í lengstu lög að minna verði úr en á horfist en vitum þó að það er tilgangslaust að vona, sagan endurtekur sig og enn á ný er heimurinn í raun og veru kominn í hernaðarástand. Árás' armaðurinn getur ekki hætt eftir að hann hefur hafið árás- ina, það er undir þeim, sem ráð- izt er á, komið, hvort hani'T vill möglunarlaust beygja sig undir okið. ÉG EFAST . UM að margir muni eftir svo fögrum dögum og yndislegum nóttum og verið hafa unlanfarið. Heimur okkar hér við sundin blá hefur verið eins og sólglitrandi elfur, jörðin brosandi, hafið eins og nýfægð- Samvinnan og jafnaðarstefnan AÐALFUNDUR norræna sam- vinnusambandsins, sem hald- inn var hér í Reykjavík fyrir helgina, er merkur viðburður í baráttusögu alþýðunnar hér á landi. Með þessum fundi hefur verið sagt, að íslenzk samvinnuhreyfing hafi form- lega tekið sæti á bekk með samvinnuhreyfingum hinna Norðurlandanna, en þar á hún vissulega heima. Á sviði hinnar fjölþættu starfsemi, sem samvinnufélög hafa látið til sín taka, er rúm fyrir raun- hæfa samvinnu milli svo skyldra þjóða, sem norrænu þjóðirnar eru, auk þess sem hin menningarlega samvinna, kynning, vinátta og samræð- urnar um reynslu og hug- myndir er í sjálfu sér ómet- anleg. VERZLUN hefur frá ómuna- tíð haft mikla þýðingu fyrir mannkynið, en því meira hefur byggzt á henni, sem hinar ýmsu þjóðir hafa yeyst meira á Vöruskipti, og því meira, sem samgöng- ur hafa gert slík skipti auð- veldari. Það hefur og.tíðkazt frá ómuna tíð, að káupmenn hafa auðgazt mjög á verzlun sinni ,enda eru kostnaður og álagning fljót að hlaðast á vöru á langri leið. Það er því algengt nú á dögum, að verð vörunnar sjálfrar sé marg- íaldað af dreifingarkostnaði og álagningu og varan því gerð stórum dýrari en þörf er á ÞETTA ÁSTAND hefur orðið til þess, að alþýðan hefur tek- ið verzlunina í sínar eigin hendur, þegar henni óx. fisk- ur um hrygg. Þetta var eitt fyrsta vígið, sem samtök hinna vinnandi manna réð- ust gegn, og það hafa þau fyrst og fremst gert með samvinnufélögunum. Með þeim hefur ágóðinn af verzl- uninni ýmist verið látinn renna aftur til neytendanna, eða verið varið, með sam- þykki þeirra, til nýtra fram- ltvæmda, er stefna að al- mennings heill. SAMVINNUFÉLÖGUM hefur tekizt að lyfta Grettistökum á þessu sviði. Þúsundir hafa flykkzt undir merki þeixra til þess að styrkja þá við- leitni að verzlun og iðnaður verði rekin fyrir hag almenn- ings, en ekki einstaklingum til ágóða. Hvarvetna um Norðurlönd, Bretland og fjölda annarra landa má sjá mannvirki, sem eru lifandi minnísmerki um sigrana, sem unnizt hafa. HUGSJÓNIR þessarar hreyf- ingar eru náskyldar þeim hugsjónum, sem jafnaðar- stefnan felur í sér og jafnað- armenn hafa barizt fyrir. Hefur reynslan orðið sú í nágrannalöndunum, bæði á Norðurlöndum og í Bretlandi, að samvinnumenn hafa skip- að sér í raðir jafnaðarmanna og haft þar drjúg áhrif. Hafa samvinnumenn ítarlega rætt afstöðu sína í því ríkisfyrir- komulagi, sem jafnaðarmer.n nú hugsa sér, og hafa komizt að raun um, að samvinnu- hreyfingin getur skipað þar og mun skipa þar merkan sess. Takmark beggja er hið sama: að tryggja alþýðunni sjálfri með lýðræðislegum stjórnarháttum vald yfir ör- lögum sínum og vernda hana gegn fjárplógsstarfsemi hvers konar. HÉR Á LANDI hefur samband samvinnuhreyfingarinnar við hina pólitísku flokka, sem hreyfingin kemst ekki hjá að eiga að bakhjarli í baráttu sinni, verið með nokkuð öðru móti en í nágranna- löndunum. Hreyfingin hefur verið nátengd Framsóknar- flokknum, og sá flokkur hef- ur verið sakaður um að nota samvinnufélögin sem eins konar mjólkurlcýr. En 1 það mun reynast samvinnu- hreyfingunni farsælt, að leggja ekki öll egg sín í þá körfu, en styðjast við alla þá lýðræðisflokka, sem styðja vilja hana og vinna að skyld- um eða sömu hugsjónum. um á fólkinu, á munnsvip æsku- fólksins og í hreyfingum hinna eldri. ÞAÐ VAS mikill viðburður á sunnudaginn þegar Heiðmörk var vígð. Þetta er mikið land og fullt af ævintýrum. Það er hár- rétt hjá hinum spaka - manni Nordal, að Heiðmörk hefur í raun og veru ætíð verið opin, nú er aðeins úm það að ræða, að opna Reykvíkinga fyrir Heið- mörk. Það er mjög ánægjulegt, og bendir til vaxandi skilnings og þroska almennings, að svo mörg félagssamtök skuli hafa fengið svæði á mörkinni til gróð ursetningar. Þar hefur og vérið vel unnið og hvert félag mun telja sem heiður þess sé í veði að vel sé frá öllu gengið og alúð fylgi hverri grein, sem gróður- sett er. ÞAÐ ÞARF að gera samgöng- ur við Heiðmörk greiðfærari en nú 'sr. Það þarf að leggja þang- að betri vegi, því að vegirnir eru nú heldur ógreiðfærir, sér- staklega ef mikill fjöldi fer á hana samtímis. Það verður því að vænta þess, að fólk, sem kemur þangað sem gestir, gangi vel um, og sérstaklega, að farið sé varlega með eld, því að þeg- ar þurrkar hafa staðið lengi þarf ekki stóran neista til að kveikja mikið bál. Á ÞINGVÖLLUM var mikill mannfjöldi á sunnudaginn. Ein- hver pólitísk samtök voru þar fyrir um helgina, en ég sá ekki betur en að meginþorri þeirra, sem þarna voru á sunnudaginn, væri þar ekki í pólitískum til- gangi. Bifreiðar stóðu í röðum meðfram öllum vegum'og á öll- um „útskotum" alla leið frá Valhöll og suður fyrir vatnið og fólk fylti nær allar lautir. Veðrið var dásamlegt og krían óð og öllum virtist líða vel nema henni. Hvernig er líka annað hægt á svona dögum? Hannes á horninu. DAGA.NA 18. september til 11. nóvember 1950 verður haldið námskeið í Lake Success um starfsemi sameinuðu þjóðanna. Námskeiðið er aðallega ætlað embættismönnum og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Utanríkismálaráðuneytið veit- ir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Framh. af 3. síðu. en hvítkálið mun vera til enn. Verði frysta grænmetisins er réynt að stilla í hóf eftir því, sem tök eru. Annars er sölu- verð á grænmeti, sem framleitt er í gróðurhusum, nú híutfalls- lega miklu lægra en það var fyrir stríð. Til dæmis um það kostar kassinn af tómötum nú 65 krónur í heildsölu, en fyrir stríð kostaði hann 25 krónur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.