Alþýðublaðið - 28.06.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 28.06.1950, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. júr.í 1950. Leifur Leirs: ÞAÐ GETUR VERIÐ HÆTTU- LEGT AÐ SKRIFA. . . Hún Bj'örg var komin á átjánda ár með augun bláskær og liðað hár. <WÍ landi orlofskvöld átti Jón, og ástin kom þar strax viðifyrstu sjón. En Björg var siðlát og sagði nei við sjómannskossi. „Mig snert- irðu ei, þú ert á förum, en ástin mín komdu aftur heim sem fyrst, — og ég verð þín“. Svo hélt hann Jón út á höfin blá, með hjartað titrandi af ástarþrá. Og aldan söng honum undur- rótt um afarlangan koss, — á brúð- kaupsnótt. Og bréf hans fékk hún af fjarri storð, af funa logaði sérhvert orð. Hún las og varð bæði bleik og rjóð og blá og rauð á kinn, sem aft- anglóð. En, — þegar Jón sneri af höfum líeim þá hampaði Björg litla króum tveim. „Það bar sinn árangur, elskan mín, hve ástarheit þau voru . . . bréf- in þín“. Vöðvan Ó. Sigurs: ÍÞRÓTTABÁLKUR. Heilir íslendingar! Svo sem kunnugt er, áttu blaðamenn; það er að segja, þeir : réðust á oss að fyrrabragði og | ástæðulaust og beittu þeirri frekju, sem er einkenni allra, sem aldrei hafa komist hundrað metrana undir fimmtán sekúnd um, bravó, bravó! Sú deila hef ur nú verið leyst með algerum sigri vorra íþróttamanna, — svo algerum sigri og furðulegum yf- irburðum vorum, áð vér sáum oss fært að gefa blaðamönnum eftir sigurinn! Þessi deila hefur meðal ann- ars haft þær alvarlegu afleiðing ar, að ég lagði niður íþróttabar prentsvertuanna um hríð, og áttur mínar á vettvöngum svara ég hér með um leið öllum þeim ótalmörgu bréfum og fyr- irspurnum, sem oss hefur bor- izt, varðandi niðurfall mitt úr dálkunum. En nú er ég sem sagt kominn aftur í fullu fjöri, — „still going strog, setting recorð svithout long“, eins og ég sagði við þá í London árið helga í hitteð fyrra. Og nú hafa gerzt ákaflega margir ótrúlega furðulegir hlut ir á öllum íþróttasviðum, að und anskilinni knattspyrnukeppni leikara og blaðamanna, sem var bara blöff og nonsens, eins og bú ast mátti við úr þeim áttum. Verður ekki annað sagt en sú frammistaða öll sömul hafi ver ið þjóðleikhúsinu varanlegur ó- sigur, — ekki umtalsvert þótt þeir hsfðu látið eitthvert þjálf að og sterkt lið, eins og til dæm- is strætisvagnastjóra bursta sig — en blaðamenn! Herra minn trúr, það er í raun réttri það sama og játa á sig alla krít- ikkina! Svo þetta á vonandi eftir að breytast, — þetta er sko bara fyrsti þátturinn. Ég hef heyrt því fleygt, að nú þjálfi leikararn ir sig í hlauþum og knattspyrnu á hverjum morgni á hinu rúm- góða leiksviði hússins, og undir stjórn Jóns Eyjólfssonar. Ætli það verði hátt risið á blaðamönn um eftir næsta kappleik! Næst mun ég skrifa um fyr- irhugaðar keppnir milli Dana og oss! Húrra! Stórkostlegur sig ur! Met! Endanleg't uppgjör Jóns Hreggviðssonar og . . . Með íþróttakveðjum! Vöðvan Ó. Sigurs. 4ra herbergja í úthverfi bæjarins til sölu fyrir mjög hagkvæmt verð. ef samið er strax Laus til íbúðar nú þegar. SALA OG SAMNINGAR Aðalstræti 18 (Uppsölum), Sími 6916. VafnsþéfSir lampar, margar tegundir. Véla- og Raftækjaverzlunin Tryggvagötu 23, sími 81279. inum hjá Gassinger, og þeir sáu hana í brúnu kápunni; hún leiddi hermann og þau gengu inn í skóginn. Líkast til hafa þau farið þangað til þess að tína jarðarber, en jarðarberin eru þó enn ekki þroskuð.“ „En þetta er alveg ómögu- legt. Ég sá með mínum eigin augum þegar þau komu heim klukkan ellefu.“ „Hafið ekki svona hátt,“ greip Helmut fram í fyrir mér. „Ég hef engan áhuga á því, að faðir minn fái að vita um þetta strax. Hann mundi verða sorg- bitinn og hann mundi eyði- leggja fríið mitt með því að krefjast þess, að ég tæki þátt í sorg sinni. Það er alveg nóg fyrir mig, ef Lotta veit, að hún verður að taka dálítið tillit til mín“ Þegar við loksins komum heim . .. ., én nú verð ég að nefna dálítið sérkennilegt í fari Lottu, og einmitt það hafði oft meðan hún var barn valdið mér miklum áhygjum. Hún var alls ekki lygin. Hún hafði aldrei sagt ósatt til þes að forða sér frá refsingu eða til þess að fá að gera eitthvað, sem hana langaði til. En tvisvar sinnurn hafði það komið fyrir, að ég hafði verið kölluð í skólann vegna taumlausra ósar.ninda bennar. í bæði skiptin hafði það stafað af því, að heill hópur barna hafði gert eitthvað, sem þau máttu ekki gera. En þegar hin börnin öll höfðu gefizt upp við yfirheyrslurnar og með- gengið allt, hafði Lotta, eins og kennararnir sögðu, „haldið fast við ósannindi sín af því líkri þrákelkni, að það var næstum því einsdæmi." Það getur vel verið, að hér hafi ekki verið um neina lygahneigð að ræða, heldur hafi leikhæfileikar hennar gert það að verkum, að hún gat litið út sem sakleysið sjálft, þrátt fyrir slæma sam- vizku. En sem sagt. Þetta hafði alltaf valdið ynér áhyggjum. Já, þegar við vorum komnar heim og ég hafði sagt henni hvað Iielmut hafði sagt, varð liún aftur róleg og sagði eitt- hvað á þá leið ,að vel gæti ver- ið, að vinir Helmuts hefðu ver- ið í góðri trú, en þeim hefði skjátlazt samt, tekið hana fyrir einhverja aðra stúlku. Og að iokum ífir hún að hlæja að þessu, geyspaði og skreið upp í til sín. Og að lokum varð ég sannfærð um, að hún hefði sagt satt. Það var ekki fyrr en ég var komin upp í og mér varð hugsað til óhreinu skónna hennar, að mér datt í hug, að jafnvel þó að Lotta hefði haft eitthvað að dylja, þá hefði hún alls ekki hagað sér öðru vísi en hún hafði gert, meðan hún var að tala við mig. En gat þetta átt sér stað? Þar sem engir aðrir áttu heima í húsinu, hlr.ut það að hafa ver- ið Lotta, sem ég heyrði ^pna og loka um kvöldið. 'Gat það verið, að Lotta, eftir að iiún hafði verið búin að opna, hefði látið undan freistingunri og farið aftur út með Martin? Já, það gat verið. Ég hafði ekki heyrt hana koma upp í her- bergi sitt. Ég hélt, að hún hefði farið inn í búrið til þess að fá sér bita, og svo hafði ég sofnað. Já, þetta gat hafa átt sór stað. Hún hafði átt að vera hjá Gass- inger um miðætti, og svo hafði hún átt að ganga til Pötzlein- dorf. Og hún hafði átt að vera í kápunni, þegar hún sást. Hvað hafði orðið af kápunni? Hún hafði ekki farið í hana síðan. Ekki gat kápan hafa týnzt í húsinu...... Ég er ekki og hef aldrei ver- ið neinn leynilögreglumaður. Ég er ekki eins glöggskygn og ég er tortryggin, en stundum getur blind hæna fundið brauð korn. Ég hugsaði því á þessa leið: Ef Lotta hefði farið í kápuna, þegar fór að kólna, þá voru ekki mikil líkindi til þess að bún hefði farið aftur úr henni og svo gleymt henni í skógin- um. Ef hún því hefði logið að mér, og að hún hefði ekki ver- ið heima fyrri hluta næturinn- ar, þá hefði hún áreiðanlega komið heim með kápuna. En kápan gat hafa óhreinkazt al- veg eins og skórnir hennar, og þá hefði hún líkast til sent hana i hreinsun án þess ao segja mér frá bví. Næsta morgun fór ég því í efnalaugina, sem við skiptum við, lýsti kápunnf og sagði, að við hefðum týnt seðlinum með númerinu. Gamla konan, sem afgreiddi mig, leysti úr öllu undir eins. „Já; það er því miður ekki hægt að hreinsa blettinn úr henni. Við erum búin að reyna margt til þess að fá hann burt, en ekkert stoðar. Það hlýtur að vera blaðgræna." Ég tók kápuna með mér og var mjög áhyggjufull. Átti ég nú að taka í lurginn á Lottu? Það mundi svo sem ekki hafa mikið að segja, því að jafnvel þó að ég gæti sannað að hún hefði logið, þá mundi him ekki segja mér sannleikann. Mér mundi ekki framar takast að hafa uppeldisleg áhrif á hana- Bráðum yrðum við að skilja, og lífið sjálft mundi neyða hana til þess að sjá þá galla, sem mér hafði ekki tekizt að losa hana gerzt hafði í skóginum um nótt- við. Ef til vill var ég líka hrædd við að fá að vita hinn raunverulega sannleika, sem ina. Það, sem gerzt hafði, yrði ekki aftur kallað og því minna, sem maður talaði um þaðr því hetra. Ég hengdi kápuna inn í skáp- inn meðan Lotta var í búVnni. Ég' var ekki viðstödd, þegar hún fann hana þar, og hún nefndi hana aldrei á nafn. Tíunda apríl komu þau herra Kleh og Irene aftur heim frá Pystian. Herra Kleh hafði batnað mikið og hóf nú störf aftur í fyrirtækinu af mjög miklum ákafa. Baróninn hafði talað við hann um konu, sem var ekkja eftir liðsforingja, sem hafði fallið, og mælt með því, að hún kæmi í staðjnn fyrir Lottu í verzlun- ina. — Ég hef gleymt að skýra frá því, að Sohmiedel var send- ur á vígstöðvarnar síðustu vik- una í júní. Konan hans hegð- aði sér alveg eins og hann væri þegar fallinn, hún var svo sorg- bitin, og sjálf stríðsekkjan var reið út í hana. Irene leit alls ekki eins vel út og faðir hennar. Hún hugs- aði ekki um annað en póstinn og gerði ekki annað en að bíða eftir bréfum frá Alexander, en loksins, þegar hún fékk bréf- lcort, þá gladdi það hana ekki neitt. Þegar hún var bóiin að vera hjá okkur í hálfan mánuð, bár- ust þær fréttir, að tengdamóðir hennar hefði orðið veik, og lærra Kleh fannst það skylda hennar að fara strax til Mún- chen. Áður en hún fór spúrði hún mig að því, hvort bessi Martin hefði heimsótt okkur áður en hann fór til vígstöðv- anna. Þá varð mér Ijóst, að Lotta hafði ekki sagt henni frá því, sem skeð hafði um nótt- ina, og það gerði mig órólegri en allt ahnað. Hvað gat hafa skeð, áem Lotta gat ekki éinu sinni sagt systur sinni? En ég átti að fá að vita það vonum bráðar. Ráðgert hafði verið, að brúð- kaupið færi fram á tímabilinu frá fimmtánda september til október loka. Baróninn var ó- þolinmóður og vildi helzt flýta því sem mest mann mátti, en herra Kleh reyndi að fresta því eins Iengi og hann gat. Sam- kvæmt læknisráði dvaldist baróninn, eins og venjulega, ailan ágústmánuð í Gasfein. Hann lét svo sem heyra til sín. Á hverjum degi sendi hann Lottu annað hvort blómvönd eða símskeyti, en hann skrifaði henni aldrei bréf. Lottu virtist

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.