Alþýðublaðið - 05.07.1950, Page 8

Alþýðublaðið - 05.07.1950, Page 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna. — Mlðvikudagur 5. júlí 1950. ALÞÝÐUFLOKKSFOLK! Takið höndum saman viS unga jafnaðarmenn og að- stoðið við sölu happdrættis- miða í bifreiðahappdrættí Sambands ungra jafnaðar- manna. afvinnuleysi í Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. AKUREYEI í gæ?. MEIRA ATVINNULEYSI er nú hér á Akureyri en þekkzt hefur á þessum tíma árs sfðan á atvinnuléysis- árunum fjrir heimsstyrjöldina. Engin byggingravinna er hér nú. Bæjarvinnan helur dregizt saman. Ýmsir höfðu bundið vonir við vinnu í Laxárvirkjuninni og við flugvallargerð, en enginn minn- ist nú lengur á það, að þær framkvæmáir bæti úr at- vinnuleysinu í náinni framtíð. HAFR arn dvelur nu a barnaheimiSiFer5,r um b^9ðir *,,, og óbyggðir frá auoholum Þetta er firnmtánda sumarið, sem Vor- booisin rekor sumardvalarheimili. BARNAHEIMILI VORBOÐANS hefur nýlega hafið starf- semi sína að þessu sinni, en þetta er fimmtánda sumarið, sem Vorboðinn starfrækir sumárdvalarheimili fyrir börn. Síðustu árin hcfur aðsetur. heimilisins verið í Raúðliólum, og hefur verið biiið þar að börnunum eftir beztu föngum. í sumar dvelst 81 barn á aldrinum 3—7 ára á barnaheimiii Vorboðans. unm um raKKar uriairoya Sölku Völku hér á landi í sus ------------------------- Myndin verður sennilega tekin í Grinda- vfk að verolegu Ieyti, ef til kenruir. FJérir báfar verða r § FRANSKT KVIKMYNDAFÉLAG hefur í hyggju að gera kvikmynd upp úr skáldsagnabálkinum Sölku Völku cftir Hall- dór Kiljan Laxness. Mun mikill hluti hennar verða tekinn hér á landi, sennilega í sumar. Hafa að undanförnu staðið yfir samningar milli kvikmyndafé^agsins og höfundarins, og kvik- myndaleikstjóri frá félaginu dvelst hér þessa dagana og starfar að undirbúningi kvikmyndatökunnar ásamt nokkrum íslend- i.ngum, í fyrra kom til mála að^ franskt kvikmyndafélag gerði kvikmynd úr sjónleik Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvindi, en ekkert varð úr því, þar eð ekki náðust samningar milli hinna frönsku aðila og Lands- útgáfunnar h.f., sem er núver- andi eigandi sjónleiksins og auk þess mun STEF eitthvað hafa komið þar við sögu. Að þessu sinni er útlitið betra. Fulltrúi kvikmyndafé- Iagsins, sem nú á hlut að máli, mun þegar tekjnn að starfa að ýmsum undirbúningi. Hefur hann meðal annai's verið í þjóðleikhúsinu til þess að kynna sér íslenzka leikkrafta, og mun hafa komið til mála að íslenzkir leikendur yrðu fengn- ir í einhver hlutverk, en flestir teikendanna yrðu samt fransk ir. Þá hefur kvikmyndaleik- stjórinn og farið til Grindavík- ur og leitað hófanna um leigu á barnaskólanum þar í sumar íyrir dvalarstað handa leikend- um og starfsfólki, en þar mun eiga að taka flest þau atriði úr myndinni, sem gerast úti við. Það skal tekið fram, að enda þótt einhverjir íslenzkir leikar- ar kunni að verða með, er það starfsemi þjóðleikhússins óvið- komandi. • Frá fréttaiitara Alþýðubl. GRINDAVÍK í gær. FJÓRIR BÁTAR munu stunda síldveiðar fyrir Norð- urlandi héðan úr Grindavík í surnar. Eru það Grindvíkingur, Ægir, Bjargþór og Týr. Grindvíkingur er þegar far- inn, Ægir fér í kvöld, en hinir tveir fara bráðlega. Akureyrarbátar að fara á síld AKJJREYRI í gær. FLEST síldveiðiskipin héðan eru farin á veiðar, en önnur eru á förum. unnu Isfirðinga í knatf- spyrnu um helgina Fró fréttaritara Alþýðubl. SIGLUFIRÐI í gær. KNATTSPYRNUFÉLÁG Siglfirðinga keppti tvo leiki á ísafirði við knattspyrnulið þar um og fyrir síðustu helgi. Unnu Siglfirðingar annan leik- inn, en hinn varð jafntefli. Fyrri leikurinn fór fram á föstudaginn, og varð hann iafntefli, eitt mark gegn einu, en síðari leikinn, sem fór fram á sunnudaginn, unnu Siglfirð- ingar með 4 mörkum gegn einu. * Siglfirðingar eru nú knatt- spyrnumeistarar Norðurlands. Unnu þann titil á knattspyrnu- móti í fyrrahaust. ’ Barnahe’milisnefnd Vorboð- ans bauð í gær fréttamönnum og fleiri gestum að skoða barnaheimilið í Rauðhólum, en á því hafa verið gerðar miklar andurbætur síðustu árin og bað stækkað, þannig að nú er þar rúm fyrir um 80 börn auk starfsfólksins. St.arfsemi Vorboðans hófst með því, að Alþjóðasamhjálp verkalýðsins gekst fyrir sum- ardvölum barna austur í sveit- um, en árið 1937 tók Verka- kvennafélagið Framsókn og Þvottakvennafélagið Freyja við rekstrinum, og ráku félögin barnaheimili á ýmsum stöðum fyrst til að byrja með, m. a. í Brautarholti á Skeiðum, Flúð- um og Þingborg í Flóa, og var það ekki fvrr en í stríðslokin, að Vorf oðinn fékk samastað með barnaheimili sitt í Rauð- hólunum, en þá gaf Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna Vor- boðanum skála, er það átti þar, og létu konurnar lagfæra hann og endurbæta. 1947 bættist briðji aðilinn við. Var það Mæðrafélagið, og skipa barna- heimili.snefndina nú fimm kon- ur frá hverju félagi: Verka- kvennafélaginu Framsókn, Þvottakvennafélaginu Freyju og Mæðrafélaginu. Formaður nefndarinnar er frú Jóhanna Egilsdóttir, formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar, on forstöðukona barnaheimilis- ins er Þuríður Eiríksdóttir, for- maður Þvottakvennafélagsins Freyja. Árið 1947 létu konurnar hefja viðbótarbyggingu við skálann í Rauðhólum og fengu þær styrk til starfseminnar og hafa nú fengið samtals um 50 þúsund krónur frá Reykjavík- urbæ og um 40 þúsund krónur frá ríkinu, en konurnar í barna heimilisnefnd Vorboðans hafa sjálfar lagt fram mikið sjálf- boðastarf, og margir fleiri, er skilning hafa sýnt á málefni þeirra. Sjálfur byggingarkostnaður viðbótarbyggingarinnar nam um 120 þúsund krónum, en auk þess kostuðu raflagnir um 30 búsund krónur. Barnahélmilið er nú hið vistlegasta — allt hreinlegt, og myndarbragur og stjórnsemi lýsir sér þar í öllum heimilisbrag. Heimilinu fylgir allstór landspilda, sem er af- girt, og komið hefur verið fyrir ýmsum leiktækjum úti við fyr- ir börnin, m. a. tveimur bát- um, er eru kærkomnir börn- unum. Einnig hafa ýms fyrir- tæki gefið til heimilisins marg- vísleg leikföng, svo sem skófl- ur, bíla, fötur og fleira. Barnaheimili Vorboðans tók að þessu sinni til starfa 20. júní og er ráðgerí að það starfi til 20. ágúst eða í tvo mánuði. Dvalarkostnaður fyrir barn er kr. 325 á mánuði, og myndi ekki vera unnt að reka heim- ilið með svo lágu vistgjaldi, ef bað nyti ekki nokkurs styrks. Hins vegar telja konurnar í barnaheimilisnefndinni að vist gjöldin þyrftu að veffe enn lægri til þess að börn af allra fátækustu heimilunum geti notið þar sumardvalar, en ein- mitt þeim vilja þær geta tekið á móti. Jafnað niður á Akureyri Frá fréttaritara Alþýðubl. AKUREYRI í gær. NIÐURJÖFNUN útsvara er nýlega lokið hér. Jafnað var niður kr. 6 413 330,00. Hæst út- svör bera Kaupfélag Eyfirð- inga kr. 140 450,00, Samband íslenzkra samvinnufélaga kr. 116 590,00 og „Útgerðarfélag Akureyringa 49 380,00. Það hækkaði útsvörin, að bæjarstjórn bætti hálfri millj- UM NÆSTU HELGI efnir ferðaskrifstofan til margra ferða, bæði um byggðir og ó- byggðir. Þriggja daga ferff verður farin inn í Þórsmörk. Lagt af stað á laugardag kl. 13,30 og ekið alla leið í bif- reiðum. Á mörkinni verður dvalið allan sunnudaginn og fram yfir hádegi á mánudag, einnig er fólki gefinn kostur á að dvelja heila viku millí ferða. Á sunnudaginn er ekið inn í Stakkholtsgjá. Þá er gengið á Valahnjúk, Hamra- skóga o. s. frv. Júlímánuður er sá tími, sem Þórsmörk er fjöl- skrúðugust. Þá verður farin fjögurra daga ferð í Landmannalaugar. Lagt verður af stað kl. 14 á laugardag. Einnig verður farin 9 daga ferð í Herðubreiðalindir; ekið norður Kjöl og suður Kalda- dal. Þá er ráðgerð 10 daga ferð með skipi og bifreiðum Verð- ur farið með skipi vestur og norður fyrir land til Akureyr- ar, þaðan með bifreiðum til Austfjarða, um Mývatnssveit aðra leiðina, en hina um Dettí foss og Ásbyrgi. Lagt af stað á. þriðjudag. Á sunnudaginn verður farirí hringferð um Krísuvík og Mos fellsheiði með viðkomu í Strandakirkju, Ljósafossstöð- inni og Þingvöllum. Lagt verð- ur af stað kl. 13,30. Á sunnudaginn verður enn fremur ferð að Gullfossi og Geysi kl. 9. Sá]^a verður sett í hverinn. ón við til togarakaupa, eftir að áætlun var gerð. HAFR. Kartöflur koma ekki íil fyrr en eftir miðjan júlí —.——*—------- Útflutningsleyfi fyrir kartöflum hingað hefur ekki fengizf enn í HoIIandL ALGJÖR KARTÖFLUSKORTUR hefur nú verið í bænum um skeið, og er ekki von á nýjum kartöflum fyrr en um eða eftir miðjan júlímánuð. Ástæðan fyrirkartöfluleysinu er sú, að ekki hefur enn fengizt útflutningsleyfi fyrir kartöflum frá Hollandi, en þar hefur verið samið um kaup á þeim. Var ráðgert að kartöflurnar kæmu með Brúarfossi, sem kom hingað um helgina, en úr því gat ekki orðið, þar eð út- flutningselyfi vantaði. Hins vegar eru nú góðar vonir um, að kartöflurnar fáist afgreidd- ar um 10. júlí, og verða þær þá væntanlega komnar hingað um eða upp úr miðjum mánuðin- um. Síðastliðna viku má heita að bærinn hafi verið kartöflulaus, I en um fyrri helgi sendi Græn- metissala ríkisins síðustu birgð ir sínar út í búðirnar, og var þó takmarkað hvað hver verzlun gat fengið. Þó mun grænmetissalan hafa haldið eftir dálitlum kartöflu- birgðum handa sjúkrahúsun- um, og er talið að nægar kart- öflur muni verða handa þeim þar til nýju kartöflurnar koma. Enn fremur hefur verið hægt að gera bátum, sem farið hafa á síld, dálitla úrlausn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.