Alþýðublaðið - 06.07.1950, Page 6

Alþýðublaðið - 06.07.1950, Page 6
s ALÞÝÐUBLAÐSÐ Fimmtudagur 6. júií 1950. Vöðvan Ó. Sigurs: ÍÞRÓTTAÞÁTTUR. Heilir íslendingar! Bravó, bravó! íþróttakeppn- inni milli Dana og fslendinga er lokið með glæsilegum sigri vor- um og samkvæmt áætlun! Húrra fyrir Gunnari Huseby, mínum manni, sem ekki lét sig muna um að vippa kúlunni einn fjórða á seytjánda meterinn, svona bara til þess að sýna þeim dönsku hvernig hann kastaði á æfingum. Kúluvarp er flestum íþróttum karlmannlegra; — svona köstuðu þeir klettunum hver í hausinn á öðrum á gull- öldinni, þegar þeir reiddust! Þar sem Gunnar ^r í liði eru fallbyssur óþarfar, það mega Danir vita! Og hástökkið! Að undan- teknu stangarstökkinu er það háfleygasta íþróttin, sem um getur. Lyfta sjálfum sér frá jörðinni, úr þessum táradal, ekki aðeins andlega, heldur og auðvitað fyrst og fremst Ijltam- lega! Gera grín að þyngdar- ’ögmálinu og aðdráttaraflinu og öll.u því! Húrra fyrir Skúla. — nýtt íslandsmet! Enn sönnuðust orð skáldsins, enn vorum vér vorum himni næst! Það vantaði nú líka bara, að vér færum að hleypa útlendingum nær vor- um eigin himni og það þar að aulci Dönum. fslenzk jörð og ís- Ienzkur himinn og allt þar á milli fvrir ísland og fsléndinga! Sennilega verðum vér þó‘ að vera liðlegir við Dani með sjó- inn, — sérstaklega grynning- arnar, ■— svona til prívatbrug, fyrst þeir leyfðu Bennó eftir- tölulaust að misnota Eyrarsund ið fimm sinnum á dag. Það er óneitanlega eftirtekt- arvert og sennilega einkennandi fyrir þessar tvær grannþjóðir, oss og Dani, að auk þess sem vér sláum þeim við í háfleyg- ustu íþróttunum, þá erum vér þeim mun betri í þeim íþrótt- um, sem kalla mætti árásar- íþróttir. Svo sem kringRikasti, kúluvarpi og spjótkasti. Hins vegar eru þeir oss skæðari í undanhaldsíþróttunum •— hlaup unuin. Þetta með háfleygu íþróttirnar liggur sennilega í því, Kve landslagið í Danmörku er ólíkt því, sem hérna er, mar- flatt, sko! Hitt sennilega í ólíku skapferli. Bravó fyrir Dönum! Þeir eru öndvegisþjóð á sínu sviði! Vér íslendingar kunnum því hins vegar auðsjáanlega betur að mega reka flóttann, enda fylgdu hlauparar vorir þeim svo fast eftir, að ef um hernaðaraðgerðir hefði verið að ræða, mundu þeir alltaf hafa getað að minnsta kosti pikkað í bakhlútann á dönsku görpun- um með miðlungslöngu sverði! Það skal játað, að stundum voru fslendingar svo ákafir að reka flóttann, að þeir gættu sín ekki og hlupu fram úr þeim, sem þeir voru að veita eftirför. Þáð spaugar ekki við, þegar skapið hleypur í öss, bravó, bravó! Þessi milliríkjakeppni íór sem sagt ákaflega skemmtilega fram; Erlendur Ó setti hátíðina með bráðsnjallri ræðu og talaði tungum og danski fararstjórinn mælti á dönsku. Voru sumir, sem á hlýddu, smeykir við að þeir dönsku hyggðu á einhverj- ar hefndarráðstafanir við Er- lend og færu að tala íslenzku, en ekki varð af því. Hafa þeir sjálfsagt kviðið því, Danirnir, að vér yrðum ekki of góðir við- fangs, þótt þeir gerðu engar gyllinga rtil þess að hleypa okk ur upp, og var það rétt athug- að af þeim. Og saa vil jeg slutte met varmt tak og lov og pris til de æd.re danske kampgester, og tak for frammistaðen! Hils hjem!’Farvel! Bless! Með íþróttakveðjum! Vöðvan Ó. Sigurs. hefur afgreiðslu á Ræjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. Hafnarfjörður. Guðjón Steingrímsson lögfræðingur. Málflutningsskrifstofa. Reykjavíkurvegi 3. 5ími 9082. Viðtalstími 5—7. Baídursgöfu 30. Kaupum tuskur á Gin a K au s hann. Þér getið áreiðanlega skilið, að pabbi hefur ekki mikla löngun til að hjálpa slík- um strákling". „Hvað er það þá eiginlega, sem hann ætlar að gera hon- um?“ spurði ég. „Gera honum? Hann* ætlar alls ekki að gera honum neitt. Martin er í ágætri stöðu við birgðastöðvarnar og margir öfunda hann af þeirri stöðu. En .... en í smástöðu í Vínar- borg, þar sem dálítið eftirlit er haft með öllu saman, situr gamall maður, sem á að kom- ast á eftirlaun eftir tvo mánuði og hann bíður nú eftir því, að pabbi útvegi honum einhverja létta stöðu við verksmiðjurnar. Hann bíður og bíður, en ekkert skeður. Hann kemur og spyr, og loks fær hann að vita, að þrátt fyrir allar vonir, þá muni það ekki takast að útvega honum þessa atvinnu. Og gamli mað- urinn fer heim til sín, sezt við skrifborðið sitt og skrifar til frænda síns, sem er allháttsett- ur í hernum, og segir honuin að hann telji það skyldu sína að segja frá því, að óbreyttur hermaður, að nafni Martin .Böttsher, sé í góðri stöðu að baki víglínunnar. Já, svona ger- ast málin. Ég ætla,að biðja yður að skila því til ungfrú Lottu, að ég sé ákaflega gramur út af þessu vegna bróður míns; mér renn- ur sannarlega blóðið til skyld- unnar. Eg get sannarlega vor- ^cennt Martin. Segið þér henni líka, að ég sé henni ekkert reiður fyrir að hafa sagt föður mínum up'p. Ég er búinn að út- vega honum gullfallega dans- mær til þess að leika sér að, þegar hann langar til. Hún er sextán ára, með ljósrautt hár og mjallhvítt hörund og ákaf- lega himinblá augu. Og hún krefst þess ekki einu sinni að hann giftist henni.“ Þetta vissi ég áður en hann sagði mér það. Lína frænka hafði sagt mér, að kornung dansmær, sem um þessar mundir sýndi dansa, sem mik- ið var talað um, væri ástmey barónsins og að hann hefði gef- ið henni veiðihöllina, þar sem keisarinn bjó, þegar hann var erkihertogi ... ÖIlu var lokið, — Iokið. Ég get ekki neitað bví, að ég fékk dálítinn sting í hjartað, þegar ég heyrði þessa sögu. Það var ekki aðeins þessi ljóti draumur, sem okkur bafði dreymt, sem var búinn, heldur var tækifæri Lottu einnig búið. í byrjun nóvember fór herra Kleh að tala um það, að hann vildi gjarna að Lotta færi að koma heim. En alltaf fann hún upp á einhverju til þess að fresta heimkomunni. Um miðj- an mánuðinn fékk frú Wagner aftur slag, og nokkrum dögum seinna dó hún. Um miðjan desember skrif- aði Lotta, að Irene væri alveg úrvinda út af því, að hún hefði ekkert frétt af Alexander í þrjár vikur. Nokkru seinna fréttu þær, að hann væri fangi á Ítalíu. En nú varð herra Kleh á- kveðinn. Hann krafðist þess beinlínis, a ðLotta kæmi heim. Flún varð að vera komin heim fyrir jól, og ef Irene langaði til þess að koma líka, þá var það sjálfsagt; það mundi meira að segja verða kærkomin jólagjöí handa föður hennar. Við vorum ekki í neinum vafa um það, að systurnar báð- ar mundu verða hjá okkur um jólin. Ég bjó út herbergið þeirra og herra Kleh keypti handa þeim jólagjafir. Þá kom bréf frá Irene. Ég get skrifað það hér orði til orðs, því að þetta bréf, sem ég hef áreiðanlega lesið þúsund sinn- um, liggur hérna á borðinu hjá mér. „Elsku pabbi!“ skrifaði Irene. „Mér hefði þótt svo gam- an að koma heim til þín til þess að halda jólin hátíðleg hjá þér einu sinni enn, alveg eins og í gamla daga, en það er því mið- ur ekki hægt .... Ég hef ekld viljað skrifa urn það til þess að forða þér frá áhyggjum. þang- að til allt væri afstaðið, en þar sem þú vilt endilega taka Lottu frá mér, þá verð ég að segja þér það, að ég má ekki missa hana fyrr en eftir nolckra mán- uði. Sem betur fer höfðu lækn- arnir ekki á réttu að standa, og ég er aftur orðin barnshafandi. Kæri pabbi! Ég á ekki gott með að skrifa mikið um þetta, en ég vona, að þú skiljir það. að ég má ekki við því að missa Lottu eins og ástatt er fyrir mér, og svo er ég líka svo einmana. Þú hefur Eula til þes að sjá um þig, og jafnvel þó að þið, verðið ein um þessi jól, þá veiztu samt sem áður, að við systurn- ar erum í huganum hjá þér og við elskum þig báðar.“ Þegar við höfðum lesið þetta bréf, urðum við svo hrærð og hamingjusöm, að við fórum bæði að gráta. Um nóttina fór ég fram úr, Jæddist inn í stofuna og tók bréfið út úr bréfabindinu. Ég las það tvisvar sinnum og enn einu sinni, og að lokum var égx ekki í neinum vafa. Þannig skrifaði Lotta. Irene, sem var heldur sein að hugsa. hefði hefði aldrei getað stílað svona bréf. En hvað þýddi þetta? Hefði Lotta ekki einmitt getað stílað svona? bréf fyrir systur sína? Það, sem byltist í huga mínum, var hreinasta vitleysa. Gat það verio? Nei, það var vit- firring. Gat það átt sér stað? Ég var ringluð; vissi ekki neitt. O, hvað ég var aum' og ein- mana. Ég varð alveg friðlaus. Á daginn fannst mér það vera hrein og bein vitfirring, en þegar ég lá andvaka um nætur, fannst mér það sennilegt, ein- falt og sennilegt. Ég sá systurnar báðar í anda; Lotta, þunguð, átti von á barni, sem hún vildi ekki eiga; og Irene, sem vissi, að hún var búin að missa Alexander fyrir fullt og allt. „Ef ég ætti barn með honum, þá veit ég að harin mundi elska mig og verða um kyrrt hjá mér.“ Mér fánnst eins *og ég heyrði hana segja þessi orð. Hún hafði hvað eftir annað sagt þetta við Lottu um nóttina, þegar hún var í heim- sókn hjá okkur. Var það óhugs- andi, að Lotta tæki þessa furðu- legu byrði á sínar herðar? Lottu þótti ekki eins vænt um ,.:okkra mannsekju og Irenc Alexander var í fangabúðum, Inagt, langt í burtu, á Sikley; fru Wagner.var látin. „Ef ég ætti barn með honum (í Ég gat ekki talað við neina manneskju um þetta. Ég varð að bera ein allar þessar áhygj- ur. Oft og mörgum sinnum kallaði ég sjálfa mig kjána. Svo harmþrungin var ég af því að þurfa að sýnast alla daga og við öll tækifæri, að ég.nélt, að ég mundi þá og þegar missa vitið. Ég varð alltaf að vera að róa herra Kleh, sem bar afskap- legan kvíðboga fyrir því, að Irene ætti r.ú að fæða af sér barn öðru sinni. Hann vildi endilega taka sér ferð á hend- ur til Múnchen. En ég gat talið hann af því. Já, það sýndi mér betur en allt annað, að ég var orðin sannfærð um það, hvernig í málunum lægi. Ég sagði hon- um, að síðast hefðum við ekk- ert getað að gert og engin hjálp væri í því, þó að við færum til Munclien. Ég sagði, að ef til viil gæti Lotta hjálpað henni. Og ég sagði, að bezt væri að leyfa systi'unum að ■ vera ein- um um þetta. Jólahatíðinni var lokið. Árið 1918 gekk í garð. Allt í einu hættu bréfin frá systrunum að koma frá Munchen; þau komu frá Berlín. Einhver haíði dá- samað kvenlækninn Hederer ;yrv Irené, og nú treysti hún

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.