Alþýðublaðið - 06.07.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.07.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna. — Fimmtudagur 6. júlí 1950. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! Takið höndum saman við unga jafnaðarmenn og að- stoðið við sölu happdrættis- miða í bifreiðahappdrættS Sambands ungra jafnaðar- manna. j Leikflokkurinn „Sumarges tir“ í fyrrasumar efndu nokkrir reykvískir leikarar til ferðalags um Norður- og Suðurland, og sýndu þar víðs vegar gamanþætti. erlenda og innlenda. Nefndu þeir leikflokk sinn Sumargesti. Nú leggur þessi leikflokkur af stað í annað sinn, og hyggst nú fara um allt land með gamanleikinn ,.Á leið til Dover“ eftir A. A. Milne, kunnan brezkan höfund. Leikflokkinn skipa Sig- rún Magnúsdóttir, Robert Arnfinnsson, Klemenz Jónsson, Haukur Óskarsson, Erna Sigurleifsdóttir, Valdemar Lárusson og Steindór Hjörleifsson. Péíur Einarsson kom dönsku kepp- endunum mesí á óvarí í keppninni ------—e------- Beztu menn íaodskeppoinnar eigast viö á íf>róttavellinum í kvöld. „PÉTUR EINARSSON var sá íslenzku keppendanna, sem kom okkur mest á óvart með frábærum keppnisvilju, þótt hann bæri ekki sigurorð af öllum okkar mönnum“, sagði for- maður danska frjálsíþróttasambandsins, Thor Dahl-Jensen, í samsæti, sem framkvæmdanefnd landskeppninnar hélt öllum keppendum hennar á Gamla Garði í fyrrakvöld. í þessu tilefni færði formaðurinn Pétri að gjöf frá danska frjálsíþróttasam- bandinu myndastyttu úr eir á marmarastalli, og er styttan af lilaupara. Lárus Halldórsson, formaður íslenzka frjálsíþrótta- ráðsins, gaf í sama skyni einum keppanda danska landsliðsins veglega gjöf, fálka úr íslenzkum leir, gerðan af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal, og hlaut hana hinn glæsilegi kringlu- kastari Dananna, Jörgen Munk-Plum, sem í keppninni tvísló danska metið. í ræðu sinni dáðist Thor Dahl-Jensen að getu íslenzkra íþróttamanna og tók fram, að •árangur þeirra í landsliðs- keppninni væri mikil land- kynning fyrir ísland. Hann lauk miklu lofsorði á allan und irbúning keppninnar, útbúnað hennar, dómara og alla starfs- menn. Samkvæmisstjórinn, Er- lendur Ó. Pétursson, formað- ur framkvæmdanefndarinnar, flutti ræðu og þakkaði gestun- um. komuna og prýðilega fram komu, og sérstaklega beindi liann þakklætisorðum til hinna íslenzku íþróttamanna, sem gert hefðu þjóð sinni þann sóma að sigra í landskeppninni með mikilli sæmd og drengi- legri framkomu. I dag fer fram aukakeppni hér á íþróttavellinum milli hinna dönsku og íslenzku í- þróttamanna. Hefst hún kl. '' 8,30. Fyrsta greinin er 100 m. hlaup' Má búast við, að sprett- hlauparar okkar hafi hug á að verða ekki á eftir Schibsbye í þetta skipti. í 1000 metra híaupi keppir meðal annarra Pétur Einarsson og sennilega Magnús Jónsson. Verður sú keppni vafalaust mjög hörð og spennandi, og sennilegt að þessar nýju stjörnur okkar á millivegalengdum séu nú bún- ar að læra það mikicj, að sigur Dananna sé engan veginn viss. Síðan fer fram 4x200 metra boðhlaup, og má búast þar við ágætum árangri, ekki sízt ef Hörður verður búirm að ná sér eftir meiðslin í gær, sem þó er engan veginn víst. Þar að auki verður keppt í spjótkasti, stangarstökki, kringlukasti, hástökki, 200 metra grinda- hlaupi og í 200 og 800 metra hlaup Innbrot í Völund BROTIZT var inn í fyrrinótt í trésmiðju Völundar við ' Klapparstíg og Skúlagötu. Hafði þjófurinn komizt inn í afgreiðsluna og brotið upp og eyðilagt peningaskáp og stolið einhverju úr honum. Einnig gerði þjófurinn tilraun til að brjótast inn á aðalskrifstofu fyrirtækisins, en tókst það ekki. Byggingariönaðarmenn hefja harða sókn gegn gervimönnunum ' Sama og engar nýbyggingar á döfinni og atvinnuhorfur byggingamanna slæmar. Jón G. Jónsson. kærðir fyrir að vinna störf fag manna og það sem af er þessu ári munu þeir vera litlu færri. BYGGINGARIÐNAÐARMENN hafa nú hafið haróa sókn gegn gervimönnum, sem vinna störf iðnaðarmanna við hús- byggingar og hefur Sveinasamband byggingamanna og Tré- smiðafélag Reykjavíkur ráðið sérstakan mann í þjónustu sína til þess að hafa á hendi eftirlitsstarf og koma í veg fyrir að ófaglærðir menn vinni fagmannavinnu við byggingar, en að því hafa verið mikil brög'ð að undanförnu. Atvinnuhorfur byggingariðn- aðarmanna eru nú hinar ískyggilegustu, þar eð sama og engar nýbyggingar eru nú á döfinni, og verður ekki séð fram á annað en að stórfellt atvinnuleysi skapist með haust inu meðal iðnaðarmana, og er því skiljanlegt að þeir taki hart á því, þegar ófaglærðir menn ganga í störf þeirra, og draga þannig úr atvinnumögu- leikunum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Jóni G. Jónssyni, formanni sveinasambandsins, og Guðmundi Halldórssyni, formanni Trésmiðafélagsins munu nú milli 700 og 800 iðn- aðarmenn í Reykjavík hafa lífsuppeldi sitt af byggingar- iðnaðinum. Samkvæmt lögum hafa hús- byggingaiðnaðarmenn einir rétt á að vinna fagvinnu í hús- um, að undanskildum húseig- endum sjálfum, en að undan- förnu hefur mikið borið á því að svokallaðir gervimenn hafi lagt hönd á pólginn og tekið að sér störf iðnaðarmannanna. í nýju bæjarhúsunum við Bústaðaveg hefur þegar komið til árekstra út af þessu, en í- búðirnar þar hafa verið af- hentar kaupendum fokheldar, og eigendum gefinn kostur á að vinna við húsin eftir því sem þeir geta, en eftirlitsmað- ur byggingariðnaðarmannanna Þorsteinn Löve, hefur þegar orðið þess áskynja, að þar hafa ófaglærðir menn tekið að sér iðnaðarstörf hjá íbúðaeigend- um. Hins vegar er byggingarmál- unum í bænum nú svo háttað, að heita má að Bústðaavegs- húsin séu einu verkefnin, sem framundan eru, því auk þeirra húsa hefur aðeins verið byrjað á byggingu eins húss í bænum á þessu vori, þrátt fyrir þau 60 leyfi, sem fjárhagsráð mun hafa veitt til nýbygginga á þessu ári. Tvísýnt er að byrjað verði á nokkru af þeim húsum á þessu ári, þar sem mjög mik- ill hörgull er á byggingarefni og f jármagni til þeirra, og víða eru hús, sem byrjað var á síð- astliðið ár, stöðvuð vegna efn- isskorts. Atvinnuhorfur byggingaiðn- aðarmanna eru því síður en svo glæsilegar, og munu þeir því leggja allt kapp á, að þeir einir sitji að þeirri litlu bygg- ingavinnu, sem til fellur, svo sem þeim ber réttur til, en út.i- loka alla gervimenn. Á síðasta ári voru um 150 gervimenn Maður bíður bana af bílsly MAÐUR varð fvrir bifreiði á Hverfisgötunni í fyrradag/ogý slasaðist miki'ð. Var hanre fluttur á landsspítalann og: lézt han þar um hádegið í gær.. Maður þessi hét Steingrímur Benediktsson, til heimilis aði Njálsgötu 94. Hann var tæp- lega 35 ára að aldri. Slysið vildi til um kl. 15,25 á þriðjudaginn á Hverfisgöt- unni á mótsvið Gasstöðina, á. þeim stað, sem strætisvagnarn. ir hafa viðkomu. Telja sjónar- vottar, að maðurinn hafi geng: ið út á götuna fyrir framan. strætisvagn er stóð á viðkomu. staðnum, en í sama bili ók fólksbifreiðin R 4084 fram úr strætisvagninum og lenti Stein: grímur fyrir bifreiðinni og: kastaðist í götuna. Var hann með meðvitund eftir fallið, en var strax flutt- ur á landsspítalann og þar lézt han um hádegið í gærdag. Rannsóknarlögreglan biður sjónarvotta að slysinu að gefa sig fram til viðtals. Sérstak- lega vill hún beina þeim til-y mælum til farþeganna, sem voru í strætisvagninum á þessum stað, Urvalslið knattspyrnumanna írá Sjálandi kemur á sunnudaginn ----------------—-------- I iiðinu eru maréir af beztu knatt- spyrnumönnum Danmerkur0 ÚRVALSLIÐ KNATTSPYRNUMANNA frá Sjálandí, Sjællands Boldspil Union, kemur hingað með Gullfaxa n. k. sunnudag og keppir hér þrjá leiki. I flokknum eru 21 maðui', að fararstjóranum meðtöldum. Liðið kemur hingað í boðí Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Fer fyrsti leikurinn fram n. k. mánudag, og keppa gestirnir þá við Reykjavíkurmeistarana Fram. Annar leikurinn er við íslandsmeistarana KR, og fer hann fram á miðvikudagskvöld. Seinasti leikurinn, og sá þeirra,, sem vitað er að Danirnir hafa mestan hug á að vinna, fer fram föstudaginn 14. júlí, og þá við úrvalslið úr Reykjavíkurfélög- unum. íslenzkir knattspyrnumenn hafa fengið að reyna, að Sjá- lendingar eru sterkir knatt- spyrnumenn. Árið 1939 j^paði lið Fram, sem þá voru íslands- meistarar í knattspyrnu, fyrir sjálenzku úrvalsliði í Sorö með 4:3, og í fyrra tapaði landslið íslendinga fyrir þeim í Næst- ved með 5:3. í liðinu eru marg- ir beztu knattspyrnumenn Dana, m. a. miðframvörðurinn í landsliði þeirra, sem einnig leikur í þeirri stöðu með þessu liði. Sala aðgöngumiða að kapp- leikjunum hefst n. k. laugar- dag á íþróttavellinum, stend- ur yfir frá kl. 2—6 þann dag, og á sunnudag frá kl. 10—12 og 1—4. Þeir, sem kaupa miða fyrir alla leikina í senn, fá þá 15 krónum ódýrari en ef þeir væru keyptir fyrir hvern leik um sig. Sfarf verðgæzlusfjóra VERÐGÆZLUNEFND, það er nefnd sú, er kjörin hefur verið til að gera tillögu um val verðgæzlustjóra, hefur nú aug- lýst starf verðgæzlustjóra laust til umsóknar. Eiga væntanlegir umsækjendur að senda um- sóknir sínar til formanns nefnrl arinnar, Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Alþýðusam bands íslands, fyrir 1. ágúst næstkomandi. •_y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.