Alþýðublaðið - 19.07.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.07.1950, Blaðsíða 4
4 ALWÐUBLAÐÍÐ Miðvikudagm’ 19. júlí 195ð ÍTtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Kitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilia Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. FRAMLEIÐSLA OG AF- URÐASALA eru nú algengt umræðuefna manna á milli, eins og vera ber, enda er æ fleirum að skiljast, að þetta er grundvallaratriði í þjóðarbú- skap íslendinga. Framleiðslan þarf að verða sem bezt og fjöl- breyttust, og það þarf að vera hægt að selja hana fyrir gott verð. Það er gagnslítið að fram leiða ef varan ekki selst, og það er gagnslaust að geta selt, ef góð vara er ekki framleidd. * Undanfarin ár hefur megin- hluti íslenzkra afurða verið neldur með milliríkjasarnning- um. Hafa sendinefndir ríkis- stjórna samið um sölu á miklu magni, en minna hefur verið hugsað um gæðin, enda fram á síðustu ár skortur á matvælum víða um lönd og allt þegið á því sviði. Vegna þessara milliríkja samninga, sem hafa vissulega sitt gildi og skapa aukið öryggi fyrir framleiðsluna, hafa ís- tendingar ekki Veitt því nægi- lega athygli, að þeir verða að hugsa um neytendur í viðskipta löndunum, er framleidd er út- flutningsvara. Vöruna verður að gera þannig úr garði, að hún cignist vini og kaupendur vegna gæða sinna einna. Það er alkunnugt, hversu mikla áherzlu aðrar þjóðir hafa lagt á þetta atriði. Allir vita, hverjar vinsældir Bretar á sín um tíma unnu útflutningsvör- um sínum, og merkið ,.Made in England" mátti ávallt heita meðmæli. Allir vita, hversu mikil meðmæli það þykja nú hér á landi, ef einhver vara er „amerísk" og er hún þá jafn- vel tekin fram yfir mjög svip- aða vöru, sem ekki á þetta faðerni. Á þennan hátt þurfa ís Iendir^ar að vinna íslenzkum fiski vinsældir um allan heim. Það á að gera vörumerkið „ís- lenzk framleiðsla“ á ýmsum tungumálum að tryggingu þess, að góður fiskur sé á ferð, og neytendur verði ekki fyrir von- brigðum með hann. * Nú er það viðurkennt af kunnugum mönnum, að íslenzki fiskurinn, eins og hann er dreg inn úr sjó, er hið prýðilegasta hráefni, og fáar þjóðir geta flutt fisk sinn svo ferskan að landi. Hitt er þó staðreynd, að það er alls ekki talin trygging erlendis, að fiskur sé íslenzkur. Þetta er það, sem laga þarf. Það verður að gera neytendum viðskiptalandanna Ijóst, að ís- lenzkur fiskur er ávallt beztur og hann verður líka að vera það. Á þessu sviði verður að stánda við það, sem auglýst er, ella er voði fyrir dyrum. Gallinn við íslenzka fiskfram leiðslu, og raunar svo til alla 'íslenzka framleiðslu, er sá, að varan er ekki ávallt eins. Hér geta menn keypt fiskibolludós í dag og aðra með sarna merki á morgun, og það er lítil trygg- ing fyrir því, að þær séu. ná- lægt því að vera jafn góðar. Menn geta fengið fryst fisk- flök frá einu frystihúsi, sem eru fyrsta flokks, en sams konar vöru frá öðru frystihúsi, sem er celd á sama verði í sömu um- búðum, og fiskurinn þó verið gerólíkur og miklu verri. Þetta cr eitt það hættulegasta við ís- ienzka framleiðslu og þetta verður að yfirvinna. íslendingar verða að geta iryggt neytendum þeim, sem Islenzkar afurðir kaupa, að það ré ávallt sama góða varan í cömu snotru umbúðunum. Ef dvo er ekki, hætta kaupmenn að vilja selja íslenzka vöru, því að einn ágætur pakki er engin trygging fyrir því að sá næsti sé góður. Hætta er þá einnig á því, að neytandinn láti lélegan nakka verða hinn síðasta, enda j-ótt góðir hafi komið á undan. Gæði íslenzka fiskjarins verða ávallt dæmd eftir þeim lé iegasta, sem sendur er á mark- aðinn. Þess vegna verður að 'eggja á það mikla áherzlu, að allur fiskurinn, öll framleiðsl- an sé jafngóð og líki vel á er- lendum markaði. Það er Iítið gagn í því að eiga 99 fyrsta flokks frystihús eða niðursuðu- verksmiðjur eða fiskþurrkun- r.rhús, ef hundraðasta verk- rmiðjan framleiðir lélegri vöru. Þessi eina getur eyðilagt mark ;ið hinna allra. * Hér þarf að samræma og hafa rtrangt eftirlit emð vörugæð- um. Þetta er ekki aðeins nauð- rynlegt í útflutningsframleiðsl- unni, heldur þyrfti einnig að tryggja þetta sama í iðnaðin- um. er framleiðir fyrir innan- landsmarkað. Það er ekki síð- ur ástæða til að hugsa um neyt endur innan lands en utan. Þegar slík samræming kemst á, og það verður algerlega ör- uggt, að allar afurðir, sem á er letrað „íslenzk framleiðsla", á hvaða tungumáli, sem það kann að vera sagt, séu hinar beztu, verður að hefja veru- legan áróður fyrir framleiðsl- unni og afla henni þeirra vin- Eælda almennings, sem einar skapa tryggan markað. Þá þarf að fylgja vörusendingum eftir tneð auglýsingum og hvers konar áróðri. Þannig eru vör- ur seldar nú á dögum og þann- ig verða íslendingar að selja sinn fisk. Það er gott að geta selt ríkisstjórnum mikið magn í einu. En við eðlilegar aðstæð- ur selzt vara aðeins með því að vinna henni vinsældir og eftirspurn meðal fólksins sjálfs. Hópferð F. T. til Borgarvirkls FERÐAFELAG TEMPLARA efnir til hópferðar á vígsluhátíð Borgarvirkis næstkomandi sunnudag. Farmiðar verða íil cölu í Ritfangaverzlun ísafold- ar við Bankastræti til kl. 6 síðd. á föstudagskvöld, en nauðsyn- íegt er að fólk gefi sig fram cem fyrst, svo hægt sé að út- vega nægan farkost. Þá efnir Ferðafélag Templ- ara til hópferðar að Hólum þann 13. ágúst, en um verzlun- armannahelgina ráðgerir það hópferð vestur í Dali. F.T. hélt uppi hópferðalögum víðsvegar um land síðastliðið sumar, og var mikil aðsókn að þeim, ekki hvað sízt af hálfu fólks, sem er utan Reglunnar, en þátttaka í ferðum félagsins er öllum heimil og engum skilyrðum bundin, að öðru leyti en því, að öll neyzla áfengis er að sjálf- sögðu stranglega bönnuð. StaldraS við að Lavigarvaíni. — Sóiin og fólkið í tjöldunum. — Húsin og umhverfi þeirra. — Vandamál gamla skólans. ÞAÐ VAR MANNMARGT að Laugarvatni um síðustu helgi, en því miður var veðrið ekki I eins gott og æskilegt var. Það var sérstaklega fóllkið í tjöld- unum, sem gáði oft til veðurs, og þegar sólin braust fram úr svört um skýjunum heyrðust gleði- hróp úr öllum áttum. Það er gott að vera að Laugarvatni þeg ar gott er veður, því að sveita- r.ælan er óvíða á Iandinu eins mikil. ÞAÐ ER Á MISSKILNINGI BYGGT, að það kosti 15 krónur að tjalda að Laugarvatni fyrir hverja nótt. Það kostar ekki neitt fyrir eina nótt eftír því, sem mér var sagt, en það kostar 15 krónur í eitt skipti fyrir öll að slá þar tjaldi og geta menn bá verið eins lengi og þeir vilja. Ýmsir kvarta undan því að það sé dýrt að fara í gufubaðið þar sem teknar eru tvær krónur af gesti. En það hefur komið í ljós að það er ekki hægt að reka gufublaðið nema með því að hafa vörð við það og þann vörð verður að sjálfsögðu að launa. HINS VEGAR verður að vænta þess að nokkuð af því fé, sem inn kemur verði notað til þess að hafa gufubaðið í góðu lagi. — Ég tók eftir því að Helga laug er í niðurníðslu og van- hirðu. Það getur ekki kostað mikið fé að halda lauginni í góðu lagi, hreinsa hana og lag- Hvaða erindi á Einar til Berlínar? færa eftir því, sem þarf. Það er ekki vegna þess að þessi laug sé mikið notuð af gestum iieldur aðeins, vegna þess að þetta er söguleg laug, og á svo virðulegum stað, sem Laugar- vatni eiga allir hlutir að líta út eins vel og frskast er ikost- ur. ÞÁ ER STRÖND VATNSINS Ieiðinleg og sóðaleg. Það kostar kannske meira að lagfæra þarna en Helga-laug, en það barf að gera það samt. Þarna er slý og allskonar rusl, sem ekki þarf að vera. Er of mikils krafizt ef beðið er um að strönd in sé hreinsuð og að ekið sé nokkrum bifreiðahlössum áf ægisandi þarna á ströndina? bað mundi þæta mikið úr og verða til þess að börn og full- orðnir gætu vaðið í vatninu á góðum dögum. HÚSIN ERU HREIN og vel- meðfarin. Er það jafnvel furðu- legt, þar sem tekið er tilíit til þess að þarna dvelja hundruð æskumanna í allt að átta mán- uði ár hvert. Er á því geysileg- ur munur að litast um í húsun- um að Laugarvatni en til dæmis í Reykjaskóla, en þangað kom ég í fyrra sumar og leit þar hryggðarmynd illrar umgengi — og vanrækslu. En það er ekki eins fagurt um að lítast á Iönd- um Laugarvatnsskólans og inni í husunum. Flatirnar sem gerð ar voru fyrir nokkrum árum, eru' ekki snyrtilegar, hvernig œm á því stendur. Ég hef að vísu ekkert vit á jarðrækt, en ég gat ekki betur séð en að í flötunum væri órækt. FYRIR RÚMU ÁRI var frá því skýrt í Þjóðviljanum, að Ein- ar Olgeirsson hefði brugðið sér til Kaupmannahafnar til þess að vera þar viðstaddur hátíða- höld danska ríkisþingsins í til efni af 100 ára afmæli dönsku grundvallarYiganna frá 1849, sem einn af fulltrúum alþing- is. Og þetta var að svo miklu leyti satt, að Einar var send- ur af alþingi til Kaupmanna- hafnar, ásamt nokkrum þing- mönnum öðrum, í þessu skyni. En um hitt þagði Þjóðviljinn, að Einar hafði stutta viðdvöl í Kaupmannahöfn til þess að hylla hið 100 ára gamla danska stjórnfrelsi og fór þaðan á laun til Prag til þess að hitta þar ýmsa forustu- menn Kominform, hins end- urreista alþjóðasambands kommúnista, og taka við fyr- irmælum þeirra um það, hvernig kommúnistar hér norður á íslandi skyldu haga moldvörpustarfi sínu gggn samskonar stjórnfrelsi og lýð- ræði og því, sem Einar taldi sig hér heima vera að fara til þess að hylla í Kaup- mannahöfn. Það var Alþýðu- blaðið, sem varð til þess að birta íslenzkum lesendum sannleikann um þessa laumu- för Einars til Prag í sambandi við Kaupmannahafnarför hans. IýÚ HEFUR ÞJÓÐVILJINN fyrir nokkrum dögum enn á ný skýrt frá því, að Einar hafi brugðið sér til útlanda (aldrei vantar hann gjaldeyri), og var för hans að þessu sinni sagt heitið til Berlínar, — til þess að sitja þar, — í Austur- Berlín, þ. e. á hernámssvæði Rússa — flokksþing „sósíalist- íska sameiningarflokksins", þ. e. kommúnista, sem honum hefði verið boðið á. Alþýðu- blaðið lét ekki hjá líða, að birta lesendum sínum þessa frétt Þjóðviljans“, en lét þess þó getið, að ekki væri það ó- líklegt, að erlindi Einars til Berlínar væri raunverulega eitthvað annað en það, að sitja sem gestur flokksþing „sameiningarflokksins“ þar. SÍÐAN HAFA BORIZT HING AÐ erlend blöð, styðja sterklega þennan grun Al- þýðublaðsins. Bæði „Social- Demokraten" í Kaupmanna höfn og ,.Morgon-Tidningen“N í Stokkhólmi, sem eru nýkom in hingað, flytja þá fregn frá Berlín, að þar hafi einn af þekktum forustumönnum ,,sameiningarflokksins“, Ant- on Ackermann, fengið það hlutverk fyrir Kominform að samræma baráttu kommúnista gegn Vesturveldunum, í öll- um löndum Vestur-Evrópu, og hefur hann komi5 upp skrifstofu í Austur-Berlín í því skyni og skapað þar nýja Kominformmiðstöð. Hefur Ackermann þessi, i sem er Þjóðverji, dvalið langdvöl- um á Rússlandi, talar rúss- nesku, og er sagður hafa mik- ið traust sem trúr og öruggur þjónn sovétstjórnarinnar, bæði í Moskvu og hjá setuliðs stjórn Rússa í Berlín. Þessi maður á nú að leggja komm- únistum í Vestur-Evrópu lífs- reglurnar og kenna þeim, hvernig þeir eigi að fara að því að vinna Vesturveldun- um og sínum eigin löndum sem allra mest tjón í þeim á- tökum milli Rússlands og Vest urveldanna, sem stöðugt fara harðnandi og fyrr en varir geta orðið að heimsstyrjöld. ÞESSI BERLÍNARFRÉTT tveggja mjög áreiðanlegra blaða á Norðurlöndum mun vissulpga vekja athygli alls- staðar í Vestur-Evrópu. Og skyldi hún ekki vera nokkur vísbending um það, hvers- vegna Einar Olgeirsson varð að bregða sér til Berlínar fyr- ir nokkrum dögum? Það get- ur að vísu vel verið, að flokks bræður hans þar haldi þing um þessar mundir; og þác’er vitanlega mjög handhægt fyr- ir hann að láta það heita svo ÉG SET FRAM þessa gagn- rýni vegna þess að mér þykir vænna um Laugarvatn en flesta aðra staði á landinu. Ég geri það eingöngu í þeirri von að þessu verði gaumur gefinn af þeim, sem ráða málum á þessum fagra og friðsæla stað. Hvernig er það, 'er ekki einhver garðyrkju- maður, eða garðyrkjuráðunaut- ur á Laugarvatni? Og ef svo er. Hvaða hlutverk hefur hann? En ef það er enginn garðyrkjumað- ur eða garðyrkjuráðunautur á Laugarvatni, væri þá ekki heilla ráð, að ráða ungan og frama- djarfan mann þangað? Hann gæti jafnframt verið kennari á vetrum. Frh. á 7 síðu. að honum sé boðið til Berlín- ar til að sitja það. En •skyldi ekki sannleikurinn í málinu vera sá, að honum hafi verið stefnt þangað af Ackermann, hinum nýja trúnaðarmanni Komir>jrm í Vestur-Evrópu, til þess að gera honum grein fyrir því, hvað kommúnistar hér á landi ætli sér að gera Rússlandi til ^tuðnings í bar- áttunni gegn Vesturveldunum (og „fasistaklíku" Titós —■ ekki má gleyma henni), og til þess að taka við fyrirmælum af honum um það, hvernig moldvörpustarfinu og skemmd arverkunum skuli hagað?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.