Alþýðublaðið - 19.07.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.07.1950, Blaðsíða 7
jYliðvikudagur 19. júlí 1950 FÉLAGILÍF FARFUGLAR. Um næstu helgi verður farin gönguferð úr Heiðarbóli, um Heiðmörk í Valaból. Næstu sumarleyfisferðir eru: 23.—30. júlí. Vikudvöl í Þórs- mörk. 30. júlrtil 6. ágúst. Viku ferð um Vestur-Skaftafells- sýslu. 7. til 13. ágúst. Vikuferð til Vestmannaeyja. Pantaðir farseðlar í ÞórsmerkurferSina þarf að sækja í kvöld á Stef- ans Kaffi, Rergstaðastræti 7 kl. 9—10, eða á Veitingastof- una Þrestinum, Hafnarfirði, kl. 8—9. Á báðum stöðum verða einnig gefnar allar upp- lýsingar um ferðir farfugla. Ferðanefndin- Smur! brauS cg snlliur. Til í búðinni allan dag- inn. — Komið og veljið eða símið. Síld & Fiskur. sandur út um allan bæ. Síld & Fiskur. Auglýsið í Alþýðublsðinu! Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd nú um tíma Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti, Bókabúð Austurbæjar — og framvegis einnig í Bóka- búð Þór. B. Þorlákssonar, Bankastræti 11. HANNES Á HORNINU. Framhald af 4. síðu. ÞAÐ ER HÆGUR VANDI að koma upp mar.gskonar ræktun þarna, ekki aðeins á nytjaávöxt um og á ég þar við tómata, gúrk ur, kál og kartöflur heldur einn ig blómum. En blómaræktun hefur ekki verið sinnt. Elliheim- ilið Grund hefur fegurrsta garð- inn hér um .slóðir. Ég' íæ ekki betur séð að slíkui garður gæti hæglega komið upp á Laugarvatni. — En sleppum þessu. Hinar vel gjörðu flatir við bústaðina þur/a að komast í betri rækt en nú er, og bær geta áreiðanlega verið betri en nú er. Skammt frá skólanum rís upp mikil nýrækt, en það geng’- ur illa þarna. OG SVO VIL ÉG segja þetta að lokum. Gamli skólinn má ekki standa svona árum saman. Það verður að finna hið bráð- asta lausn á vandamáli hans, hvernig yfirbygging hans eigi að verða eftir brunann. Hannes á horninu. ALÞVÐUBLAÐSÐ Framhald af_l. síðu. versku kommúnista, fengi sæti Kína í öryggisráðinu og að fulltrúi frá stjórn Norður-Kór- eu fengi einnig áð koma þar fram fyrir sitt land. ENGIN NÝ VON Bæði í London og Nýju Del- hi verkaði birting Moskvuút- varpsins á þessum orðsending- um Nehrus og Stalins á þessu stigi málsins mjög illa í gær. Var það talið rrýcg óviðeigandi, að birta þær fyrr en svar Tru- mans við orðsendingu Nehrus hefði einnig verið afhent í Nýju Delhi; en -þar að auki vakti svar Stalins mikil von- brigði. Stjórnmálamenn í London töldu það ekki gefa neina von um stöðvun Kóreustríðsins; og rtjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins taldi það fráleitt, að Bandaríkjastjórn gæti fallizt á nokkurt slíkt skilyrði fyrk stöðvun Kóreustríðsins sem það, að kínverska kommúnista- stjórnin fái sæti Kína í örygg- isráðinu. Fyrsta skilyrðið fyrir friði í Kóreú sé það, að innrás- arherinn hverfi aftur norður fyrir 38. breiddarbaug, — með öðrum orðum: burt úr Suður- Kóreu. Fyrsli dómur hér um fóstureyðingar Framhald af 1. síðu. vissi hún ekki betur en að það hefði verið gert. Jónas var nú yfirheyrður, og neitaði hann að hafa eytt fóstri stúlkunnar, en kvaðst aðeins hafa skoðað hana og sagt henni, að hún væri ekki ófrísk. Stúlkan var úrskurð- uð á Landsspítalann til að vera undir eftirliti. Þar var hún í 3—4 daga. Á þessum tíma komu og egghlutar fra stúlk- unni. FRAMBURÐI BREYTT. Eftir að rannsókn málsins. var lokið í maímánuði 1949 gaf stúlkan nýja skýrslu, þar sem hún breytti fyrri fram- burði sínum að nokkru leyti. Við nánari rannsókn viður- kenndi þó stúlkan, að vottorð þetta væri rangt. Viðurkenndi Grímur Thorarensen, að Jón- as hefði talað við sig og sagt, að hann væri í klípu, en ef stúlkan gæfi vottorð og breytti framburði sínum um nokkur atriði, gæti það bjargað bæði sér og henni. Síðan kvaðst Grímur hafa talað við Svein Ha'lldórsson um þetta, en ALLMIKIÐ er nú þegar rætt um væntanlega komu Banda- ríkjamánnsins Bob Mathias, ólympíumeistarans cg heimsmet- hafans í tugþraut, hingað til lands. Enn er ekki ákveðið hve- nær hann kemur né hvenær hið margumtalaða einvígi milli hans og Arnar Clausen mun fará fram. íþróttaunnendur bíða þessa merkilega íþróttaviðburðar með mikilli óþreyju. Eftirfarandi tafla sýnir afrek Arnar Clgusen og Bob Mat- hias í einstökum greinum tugþrautarinnar, sem þeir náðu á íþróttamóti dagana 29. og 30. júlí í fyrra, þar sem Bob náði 7346 stigúm og vann keppnina, en Örn varð annar með 7197 stigum, á undan þrautreyndum amerískum tugþrautarmönn- um, svo sem Irving Mondsehein og Albens. Vakti þetta afrel-c' afrek Arnar heimsathygli, enda hallast margir að þeirri skoð- un, að Örn Clausen sé meðal allra skæðustu keppinauta hins glæsilega unga tugþrautarmanns, Bob Mathias. Til saman- burðar eru svo afrek Bob í einstökum greinum, þegar hann setti heimsmet sitt fyrir skömmu síðan og náði 8037 stigum, og að lokum afrek Glenn Morris á ólympíuleikunum í Berlín árið 1936, þegar hann náði 7900 stigum og setti heimsmet það, sem Bob Mathias hratt nýlega og áður getur. Það er vitað, að Örn Clausen hefur bætt afrek sín í nokkr- um greinum á æfirígum, og í landskeppninni við Dani náði hann betri árangri í la'ngstökki en nokkurn tíma áður, náði 7,20 metrum, sem gefur hvorki meira né minna en 109 stigum meira en í keppni hans í fyrra. Einnig mun hann hafa bætt árangur sinn nokkuð í köstum, sérstaklega í kúluvarpi, en þau eru hans langvéikasta hlið. Keppni hans við Mathias, ef af henni verður, sem vonandi er, verður því væntanlega mjög spennandi. P4 P Cl, P as 3 +-> Xfl a p \ 3 s :0 -+-> w 'OS) *+ 05 > O r* :0 -*-> r—t r* S ÖjO s P "So c -*-> W F-t 03 ÖX) C -+-» m 03 +-» 'O rCj S o o o r—i rt 3 W w o o O T—1 T—1 TI w 03 +-> in •r—» a æ o lO T—i Örn ’49 11,1 6,79 13,37 1,83 50,6 15,4 36,95 3,40 47,05 4:48,2 Bob ’49 11,4 6,80 13,57 1,83 51,8 15,3 42,89 3,70 52,54 5:02,0 Bob ’50 10,9 7,08 14,48 1,84 51,0 14,7 44,62 3,98 55,55 5:05,1 G. Morris 11,1 6,97 14,10 1,85 49,4 14,9 43,02 3,50 54,52 4:33,2 Úlbreiðið ALÞÝDUBLAÐID Þeir, sem þurfa í Alþýðublaðinu á sunnudögum, eru vinsamlega beðnir að skila handriti að auglýsingunum fyrir klukkan 7 á föstudagskvöld í auglýsingaskrifstofu blaðsins, Hverfisg. 8—10. Sveinn talaði við stúlkuna. Sveinn var, sem áður segir, faðir að fóstri því, sem átti að hafa verið eytt. Fékk Sveinn stúlkuna til að skrifa undir vottorðið. Málið var nú enn á döfinni og var sent dómsmálaráðuneyt inu, sem venja er, og einnig læknaráði til umsagnar. En í september 1949 kemur stúlkan með-enn nýja sltýrslu, þar sem hún kvað fyrra vottorð sitt rétt og nokkur atriði fyrri frá- sagnar sinnar hafa verið röng. Var nú málið tekið upp til rannsóknar að nýju og viður- kenndi stúlkan, að þessi nýja skýrsla hennar væri í mörgu ýkt. Höfðu þeir Jónas Sveins- son og Sveinn Halldórsson fengið stúlkuna til að gefa hina nýju skýrslu. ÚRSKURÐUR LÆKNARÁÐS Úrskurður læknaráðs í máli þessu var á þá lund, að ráðið taldi,' að koma mætti af stað fósturláti með þeim áhöldum, scm Jónas Sveinsson taldi sig hafa notað við stúlkuna, og að ummerki þau, sem hafi fund- izt við athugun á stúlkunni á Landsspítalánum, svo óg egg- hlutunum, hafi verið eins og búast hefði mátt við, ef fóst- urláti hefði verið komið af stað úrdegis 26. apríl 1949, og með greindum eða svipuðum á- höldum. DÓMURINN. Jónas Sveinsson var dæmd- ur í 8 mánaða fangelsi, missi kosningaréttar og kjörgengis og enn fremur sviptur lækn- ingaleyfi til 5 ára. Hann var talinn brotlegur við 216. gr. aðra málsgrein hegningarlag- anna (um eyðingu fósturs), 147. grein hegningarlaganna sbr. 22. gr. (hlutdeild í röngu vottorði til notkunar í dóms- máli), og loks 6. gr. laga um læknisleyfi (um skyldur lækna). Stúlkan var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, * en refsing hennar skal frestað og niður t,kal hún falla að tveim árum liðnum, verði skilorð VI. kafla hegningarlaganna haldin. Stúlkan var brotleg við 216. gr. fyrstu málsgrein hegning- arlaganna (um fóstureyðingu). Sveinn Halldórsson hlaut þriggja mánaða fangelsi, og var hann talinn brotlegur við 147 gr. sbr. 22. gr. hegningar- laganna (hlutdeild í röngu vottorði til notkunar í dóms- máli). Grímur Thorarensen hlaut 2 mánaða varðhald, en gæzlu- Varðhaldsvist komi til frá» dráttar refsingunni. Hann var brotlegur við sama og Sveinn. Blaðið hefur frétt, að Jónas Sveinsson læknir hafi nú um skeið dvalizt erlendis. ÚT ER KOMIN stigatafla fyrir frjálsar íþróttir, venju- lega nefnd finnska stigataflan, og er þetta önnur útgáfa sömu bókar, sem gefin var út árið 1944. Hin nýja útgáfa er all- mikið aukin á þann hátt, að hún^fv reiknuð út fyrir miklu betri afrek, nær upp í 1360 stig, en sú eldri náði aðeins upp í 1150 stig. Var það mjög baga- legt, því svo hefur frjálsum í- þróttum farið fram síðan eldri taflan var samin, sem var gert árið 1934, að 11 afrek í hinum ýmsu greinum hafa „sprengt“ hana. Hinn ágæti afreksmaður Gunnar Huseby þyrfti t. d. „að eins“ að varpa kúlunni 57 cm. og kringlunni 3,04 metra 'tengra en hann gerir nú, til þess að afrediin yrðu ekki metin til stiga eftir gömlu töfl- úhni, og auk þess var hún orðin ófáanleg. Það er Jóhann Bern- hard, sem stendur fyrir útgáfu þessarar bókar að tilhlutan Frjálsíþróttasambands íslands, og bætir hún úr brýnni þörf. ----------«----u----- Kyrrstaða... Framh. af 1. síðu. að komið þeim yfir fljótið enn fyrir loftárásum og stórskota- hríð Bandaríkjamanna. Og manntjón hans við yfirförina yfir fljótið er talið hafa verið mjög mikið. Auglýsið i Alþýðu- blaðinu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.