Alþýðublaðið - 19.07.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.07.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðaliapp- drætíi Sambands ungra jafnaðarmanna. — Míðvikudagur 19. júlí 1950 ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! Takið höndum saman við unga jafnaðarmenn og að- stoðið við sölu happdrættis miða í bifreiðahappdrættí, Sambands ungra jafnaðai ■> manna. . Skotgröf í Suður-Kóreu Myndin sýnir SuSur-Kórumenn í skotgröf * innrás kommúnista hófst. uígáíö íslenz purn eííir örnmu eftir að Dr. Leach, Iieiðo|jsf©rseti Americao Scandinaiian Foiifecíal á ferð hér. Dr. Leach, sem kemur hing- að ásamt konu sinni úr ferð um hin Norðurföndin, . kom fvrst til Kaupmannahafnar til að rannsaka handrit riddara- sagna og safna heifnildum um þær skömmu eftir aldamótin. Segir hann, að hefðu handrit- in þá verið á íslandi. hefði hann vafalaust komið hingað fyrir 40 árum, og hefði raun- ar átt að takast ferðina á hend ur þá, en ekki hefur drðið af þeirri ósk hans fyrr en nú. American Scandinavian Foundation, sem vinnur að auknum menningaskiptum og kynnum Bandaríkjanna og Norðurlandanna, var stofnað 1911 og tók dr. Leach við störfum sem aðalritari árið eftir. Frá þeim tíma hefur hánn helgað starf sitt menn- ingartengslum Norðurlanda og Bandaríkjanna og var um langt skeið forseti stofnunar- innar. Hefur stofr.unin staðið fyrir skiptum á námsmönnum, fyrirlesurum, bókaskiptum og loks mikilli útgáfustarfsemi. Stofnunin hefur síðustu ár útvegað allmörgum íslenzkum námsmpnnum styrki við ame- ríska háskóla og greití fyrir þeim á margvíslegan hátt. Eddurnar voru meðal fyrstu bóka íslenzkra, sem stofnunin gaf út, og dr. Leach segir, að enn sé mest eftirspurn eftir þeim. Kemur það fyrir, að pantanir koma um svo og svo rnppacpi var I)R. liEXUY GODDARD LEACH, heiðisrsforseti norræna félagsins í Bandaríkjurium (American Scandinavian Found- ation) er nú staddur á íslandi í briggja vikna heimsókn. Hefur dr, Leach lagt stund á r.orræn fræöi í rúralega 40 ár, og stjórn- ar bókaútgáfu Arncriean Scandinavian Founáat'ion, sem gefið hefur út margar af íslenzku sögimjim og ýmsar aðrar bækur uin ísland. Gjöfin var afhent af Andersen-Rysst, sendiherra Norðmanna, við hátsðiega athöfn í nýja þióðminjasafninu. mörg eintök af eddunum frá skólum í hinum fjarlægustu hlutum hins enskumælandi heims. Útgáfu íslenzkra bók- rnennta er haldið áfram vestra og verður til dæmis Banda- raanna saga gefin út á þessu ári, og ný útgáfa kemur af G.unnlaugs sögu. Meðal at- hyglisverðra verka, sem gefin verða út innan skamms, eru Saga íslands eftir IlalJdór Her- mannsson og íslenzk bók- menntasaga eftir Stefán Ein- arsson, hvort tveggja mjög nauðsynleg verk á enskri íungu. Dr. Leach og kona hans munu ferðast allvíða um ís- land meðan bau eru hér, en dr. ! .each er nú að safna efni í uýja bók um Norðurlöndin öll, sem Scribners útgáfan mun gefa út. Hann hefur áður gef- ,ð út safn úrvalskafla úr nor- rænum bókmenntum og fleira. EVANGELINE BOOTH, eft- irmaður föður síns, V/illiam Booth, sem yfirmaður hjálp- ræðishersins, andaðist í New York í fyrradag, 84 ára að aldri. Evangeline Booth tók við yf- irstjórn hjálpræðishersins, þeg- ar hún va^ 68 ára gömul. FORNMÍNJAGJÖF NORÐMANNA var afhent fslending- um við hátíðlega athöfn í viðhafnarsal nýju þjóðminjasafns- byggingarinnar klukkan 2 í gærdag; og gerði það Andersen- Rysst, .sendiherra Norðmanna. Forngripirnir, sem eru samtals frá 20 söfnum í Noreví, eru allt frá 7. öld oy ‘fram á 18. og 19. öld, þar á meðal margir frá víkingatímabiHnu. Safngripirn- ir voru fiuttir hingað með úorska herskipinu ,,Andeness“, og fylitu þeir 19 kassa. Síðast liðinn hálfan mánuð hefur norskur fornleifafrætíingur, Fer Fett frá Bergen, unnið að uppsetn- ingu safnsins hér, en það mun skipa sérstaka deild í þjóð- minjasafninu, og eru þetta fyrstu fornminjarnar, sem fluttar eru inn í nýju þjóðminjasafnsbygginguna. Útvarpað var frá athöfninni j x þjóðminjasafninu í gær. Fyrst j ur tók til máls magister Per Fett, og lýsti hann aðdraganda og undirbúningi þessarar gjaf- ar og' komst meðal annars svo að orði, að þessi fornminjagjöf væri kveðja til Þjóðminjasafns íslands frá norskum forngripa- söfnum. Þá fór hann nokkrum orðum um helztu gripi safns- ins, og að síðustu ræddi hann um hina fornu sameiginlegu sögu þessara tveggja frænd- þjóða. Síðan tók Andersen-Rysst, sendiherra Norðmanna, til máls og' afhenti menntamála- ráðherra gjöfina. í upphafi máls síns gat hann þess, að árið 1950 væri sögulegt ár fyrir ís- ienzku þjóðina. Fyrsta sumar- dag hefði þjóðleikhúsið verið vígt —• þar væri musteri ís- lenzkrar tungu, — og síðar á þessja ári yrði nýja þjóðminja- safnið vígt, og þar yrði sjálf sagan, íslandssagan, geymd um ókomnar aldir. Hann sagði að gjöf þessi væri þakklætisvott- ur af hálfu Norðmanna fyrir hinar fornu sögulegu bók- menntir, er íslenzka þjóðin hefði varðveitt, en einmitt í þeim væri saga Noregs skráð. Björn Ólafsson menntamála- ráðherra veitti gjöfinni mót- töku og þakkaði hana með stuttri ræðu, en því næst tók Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður til máls og flutti snjalla ræðu. Hann sagði meðal annars, að norsk fornleifafræði væri stór- veldi, og þegar Norðmenn þökkuðu okkur hinar sögulegu heimildir, sem væru í fornbók- menntum okkar, mættum við engu síður þakka þeim þær sögulegu minjar, sem þeir geymdu í söfnum sínum, því að einnig þar væri okkar eigin sögu að finna. Þá ræddi þjóð- minjavörður um hina fágætu fornminjagjöf, sem þjóðminja- safninu hefði verið færð, og kvaðst vona, að þeirra yrði hér vel gætt og að Norðmenn þyrfti aldrei að iðra þess, að hafa afhent þá hingað. í þessu sambandi minntist Kristján Eldjárn á það, að þetta væru ekki fyrstu forn- minjarnar, sem hingað ’kæmu Andersen-Rysst sendiherra. frá Noregi, þótt hér væri um fyrstu norsku forngripina að ræða. Áður hefðu nokkur söfn afhent þjóðminjasafninu ís- lenzkar fornminjar, sem fluttar hefðu verið út á þeim tímum, er ekkert forngripasafn var hér til, og íslenzkir forngripir lágu svo að segja í götu allra forn- gripasafnara. Til dæmis. hefði forstöðumaður safnsins á Bygdö fyrir nokkrum árum sent hingað 231 íslenzkan forn- grip og frá safninu í Sogni hefðu verið fluttir hingað 69 ís- lenzkir forngripir. Forngripirnir, sem Norð- menn hafa nú gefið íslending- um, eru úr samtals um 20 söfn- um víðs vegar í Noregi, og var beim öllum safnað til Bergen, en þar var safnið sett upp áður en það var flutt hingað. I Ber- gen hefur starfað sérstök nefnd að því að hrinda þessu máli í framkvæmd, en í nefndinni áttu sæti prófessor Shetelig, prófessar Robert Kloster, pró- fessor Bö og magister Per Fett. Það var á Snorrahátíðinni í Reykholti 1947, sem Norðmenn tilkynntu það, að safngripir þessir yrðu gefnir til íslands, en upphafsmaðurinn að gjöf- inni var Andersen-Rysst, sendi herra Norðmanna hér. 28 MENN hafa verið ákærð- ir um samsæri gegn stjórn- inni í Portúgal. ■ d a q SNEMMA í vikunni, semj leið, vildi það til, að eldur; kom upp í vélarrúmi bif-; rei'ðar, sem Attlee, forsæt- ■ isráðherra Breta og kona hans voru í, á leið frá sveita ; setri sínu í Cheques til Lon- ; don. Bifreiðastjóranum ■ tókst fljótt að siökkva eid-1 inn, en öli urðu þau að yf-; irgefa bifreiðina og halda ■ áfram í annarri bifreið, sem is einkaritari Attlees ók. Þang ; að komin þakkaði líona ; Attlees bifreiðastjóranum ■ fyrir snarræði hans við þaS [ að siökkva eldinn og sagði:; „AS hugsa sér, hvað fyrir; hefði getað komið, ef ekki I hefði tekizt að slökkva eld-: inn!“ ; „Já, það heí'ðu getað orð- j ið aukakosningar í einu! kjördæminu“, svaraði Att-; lee með sinni köldu ró. j IBIIIIISII IIIIEIIIIIIIIBIS VEÐUR hamlar ennþá veið- um fyrir Norðurlandi. Storm- inn hefur þó allmikið lægt, en svarta þoka var víðast hvar á miðunum nema helzt austan til. Til Raufarhafnar komu í gær um 2500 mál úr mörgum skipum, og var ekkert þeirra með neina" verulega veiði.. Byrjað er að salta á Raufar- höfn, en mjög lítið hefur enn- þá borizt þangað í salt. Til Siglufjarðar hefur sama sem engin síld borizt síðustu dag- ana. Þar hafa legið mjög mörg skip undanfarna sólarhringa, en þau eru nú öll farin út. larfiroi FYRJR HÁDEGIÐ í gær kom upp eldur í verksmiðju „Lýsi og mjöl h.f.“ í Hafnar- firði. Kviknaði þar' í út frá þurrkara á lofti hússins, og varð af allmikill eldur um stund. Slökkvilið Hafnar- fjarðar, kom fljótt á vettvang og réði niðurlögum eldsins á hálftíma. Skemmdir urðu nokkrar af vatni og reyk, en þó ek-ki verulegar. Verksmiðjan hafði lokið við að vinna úr þeim karfa, sem henni hafði borizt fýrir tog- araverkfallið. Er talið, að hún g'eti innan mjög skamms tíma hafið vinnslu á ný, ef henni bærist hráefni. VERKALÝÐSFÉLAG ÁR- NESHREPPS hélt aðalfund sinn fyrir rúmri viku. í stjórn. voru kosnir: Formaður: Guð- mundur Ágústsson, Djúpuvík, varaformaður: Sörli Hjálm- arsson, Gjögri, ritari: Þor- steinn Finnbogason, gjaldkeri: Sigurjón Jónsson, Munaðar- nesi, og meðstjórnandi Alex- ander Árnason, Djúpuvík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.