Alþýðublaðið - 25.07.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 25.07.1950, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. júlí 1950, Gin ci K au s Jón J. Gangan Frá „HUGSJÓNIR H.F.“ Forstjóri firmans „HUGSJÓN IR H.F., herra Jón J. Gangan, er nýkomin heim úr löngu ferða lagi víðsvegar um lönd Evrópu. í tilefni af því hefur ritstjóri þessara dálka sett sig í samband við þennan víðkunna og dug- mikla viðskiptafrömuð og verzl unarmann, og innt hann frétta úr förinni, einkum varðandi væntanleg verzlunarsamhönd fyrirtækis hans við stóriðuhölda og aðra stórframkvæmdamenn þeirra landa, er hann heipnsótti. Jón J. Gangan er, eins og menn vita, forgöngumaður merkilegr- ar og frumlegrar framleiðslu og verzlunarstarfsemi, sem þegar hefur getið sér mikinn orðstír víðsvegar um hinn viðskipta- inenntaða heim, og verðittj án efa hin mikilvægasta landkynning, þegar fram líða stundir. Forstjóranum farast þannig orð um för sína: „Ég fór þessa för í tvennum tilgangi. Fyrst og fremst til þess að kynna land mitt og þjóð og hina fornu og nýju menningu vora erlendis, en landkynning er hverri þjóð lífs- nauðsyn eins og gefur að skilja. í öðru lagi fór ég til þess að afla firma rníhu nýrra sambanda. Mér þykir sem þjóð mín eigi heimtingu á að vita hverníg mér tókzt að reka þessi mikilvægu erindi, sem bæði hljó.ta að teljast- hafa alþjóðlega þýðingu innan- ]and.“ „Um landkynninguna er það að segja, að ég hafði með mér héðan að heiman tvær mjófilm- ur, sem ég sýndi með fyrirlestr- unum, sem ég hélt. í>að er að segja, ég ætlaði að sýna þær, en það fórst fyrir vegna þess, að þegar til kom trúðu áheyrend- urnir þeim ekki; héldu til dæm is að Heklugosið væri tómt blöff, — og svo fóru þeir að spyrja mig hvernig á því stæði, að ekki sæist neitt frá Eskimóa byggðunum. Ég valdi því fljótt þann kostin'n að segja eingöngu frá, en sýna ekki neitt; það er að segja, ég hélt fyrirlestra, alls staðar þar, sem því varð viSj komið, og einhver vildi hlusta á mig.“ „í fyrirlestrum mínum byrj- aði ég alltaf á því að segja, að íslendingar væru gíifugasta ?jóð heimsins að ætterni, — all- ir komnir af einum til tveim konungum og Skallagrími H.f. að auki, því næst sagði ég á- heyrendum mínum frá því, að í gamla daga hefðum við orkt Eddurnar við gegningarnar, en skrifað íslendingasögurnar á kvöldin uppi í rúmi. Það þótti heim skritið. Síðari sagði ég þeim frá Sogsvirkjuninni, hita- veitunni, Geysi og. Gullfoss og öðrum helztu verklegum afrek- um okkar í seinni tíð; — einn- ig nýsköpunartogurunum, minntist lauslega á Hæring, og sagði síðan að við ræktuðum suðræn aldin við hverahita und ir gleri og okkar kvenfólk væri viðurkennt hið fegursta í heimi. Og síðast sagði ég þeim frá síld- inni. Á eftir var ég venjulega spurður margra spurninga; hvort nokkrir ísskápar væru til á íslandi og svo framvegis, og leysti ég úr þeim öllum eftir beztu getu.“ „Hvað viðvíkur hinum hluta erindisins, er árangur þess við- skiptaleyndarmál, unz fjárhags ráð hefur formlega neitað mér um afurðaútflutning þjóðinni til gjaldeyrisöflunar.11 (Eftirfarandi viðtal bið ég yð- ur að birta sem fyrst. Sjússinn seinna . . .J. J. G.). GENGIÐ UNDIR UEKA. Mikil eftirspurn er nú sögð í bókabúðum eftir enskum náms bókum. Ójá. — Skjótt lært, skjótt gleymt. Smsirt brauð og iniíiur. Til í búðinni allan dag- inn. — Komið og veljið eða símið. Síld & Fiskur. Straujárn. koma í þessum mánuði. Sýnishorn fyrirliggjandi. Tökum á móti pöntunum. Véla og raftækjaverzlunin. Sími 81279. Tryggvagötu 23. Lotta hafði staðið upp, kysst mig á vangann og ætlaði að ganga út úr herberginu. „Lotta,“ sagði ég, það er að- eins eitt, sem mig langar að vita. Eg skal aldrei framar tala við þig um þetta. En segðu mér aðeins eitt: Elskar þú Martin?" „Nei,“ svaraði hún og fór út. Grammófónninn gargaði til klukkan þrjú um nóttina. Það var ekki hægt að sjá annað en að unga fólkið á þessum tímum þyrfti hvorki mikinn svefn né mikla hvíld. Flefði ég, þegar ég var ung, vakað og dansað til morguns, þá er það alveg áreiðanlegt, að ég hefði ekki getað stundað skyldustörf mín daginn eftir. En á þessum tíma virtist unga fólkið alls ekki taka eftir því, að það 'hefði ekki sofið nema fimm tíma. Franzi Braun var komin að ritvélinni sinni í banka Timmermans kiukkan átta um morguninn, og Timm- erman sjálfur var einnig kom- inn í bankastjórastólinn sinn um sama leyti. Frú doktor Bloem var komin á sinn staS klukkan átta og María Mertens var þá í fullu fjöri og reifst við stúlkurnar, sem unnu hjá henni með heimavinnu, Khuen berg greifi aefði sig nndir tenn iskeppni áður en hann fór í bankann, en maðurinn með slíkt starf, þarf svo sem ekki að koma í skrifstofu sína nema þegar honum sýnist svo sjálf- um. Jafnvel Gerda Donath hafði sitt „starf.“ Eg verð að setja -það í gæsalappir, því að hún mun varla hafa haft meir upp úr því en þær þrjátíu til f jöru- tíu sígarettur, sem hún svældi upp dag hvern. Eg býst varla við, að hún hafi farið eftir neinni köllun í því „starfi“, sem hún hafði, en það var í því fólgið, að skrifa slúðursög- .ur um lifnaðarhætti „heldra fólks“ og þessar greinar henn- ar birtust í „Mittagspost“ eða ,,Abendcourier.“ Af líkindum gerði hún þetta, eins og flest annað til þess eins, að gera for- eldrum sínum gramt í geði. Bæði voru þessi blöð þekkt fyrir hneykslissögur sínar. Þau höfðu bæði verið stofnuð upp úr styrjöldinni og hrósa r>ér af því að vera djarfyrt, en það þarf svo sem ekkj mikla dirfsku til þess að segja hluti sem eru leyfðir, sem áður var bannað að segja á prenti. —- Fyrstu greinar Gerðu höfðu verið hræðilegar, því að auk þess, sem þær nálguðust hreint og beint klám, lék hún sér að því að fletta ofan a£ einkalífi heldra fólks, sem var í vin- fengi við foreldra hennar og var mjög þekkt. Donath gamli gat ékkert gert til þess að koma í veg fyrir þetta og það skemmti Gerðu ákaflega mikið. Hún bókstaflega naut þess. „Taugalæknir hefur sagt hon- um, að þessi blaðamennska mín sé bezta meðalið sem hægt sé að fá til.lækningar á sjúku sál- arlífi mínu,“ sagði hún. „Sjúk ■ sál getur orðið mjög nytsöm, ekki aðeins fyrir sálsýkisfræð- ina, heldur og fyrir sjálfan sjúklinginn.“ Hún kom oft alein í heim- sókn til okkar á kvöldin, því að svo virtist sem henni þætti orðið ákaflega vænt um Lottu. Og Lotta lézt taka þessari vænt umþykju vel, jafnvel þó að mér væri kunnugt um það, að hún tók Gerðu ekki alvarlega. „Ef ég væri pabbi þinn,“ sagði Lotta, „þá mundi ég gefa ritstjóranum einhverja myndar lega gjöf, svo að hann hætti að taka greinar þínar, þegar þær væru ekki samkvæmishæf- ar.“ Gerða skellihló. ,,Þú mátt vera alveg viss um það, að hann er búinn að reyna þá leið fyrir löngu. En það er ekki hægt að múta húsbónda mínum.“ „Hvaða bull er í þér?“ „ÞaS er alveg dagsatt. Pabbi vildi setja auglýsingu upp á einn fjórða úr síðu í blaði og þóttist ætla auglýsa kven- fatnað, sem verksmiðja ein framleiðir, sem hann er með- stjórnandi 1, og borga fyrir- fram fyrir ársfjórðung, en rit- stjórinn að blanda auglýsing- unum saman við lesefni blaðs- ins, það væri tvent ólíkt. Þetta er hverju orði sannara. ■ „Getur það átt sér stað, að hann sé svona heiðarlegur?“ sagði Lotta með vantrúar- hreim. „Vitleysa. Hann hefur bara engan áhuga á tekjum blaðs- ins, því að hann á það ekki sjálfur. Vissirðu það _gkki? Jæja, þá .get ég ímyndað mér, að þú verðir hissa, þegar ég segi þér, hver á það, já, sem á bæði „Mittagspost“ og „Abend courier.“ „Og hv.er er þá eigandinn?1- „Fyrrverandi unnusti þinn, Wilhelm Ried barón. Einn blaðamannanna sagði mér það, en ég hafði engan áhuga á því. Baróninn vill með þessum blöðum hafa áhrif á ríkisstjórn- ina. Eg hef minnsta kosti tek- ið eftir því. í þessum blöðum getur hann sagt hluti, sem gætu verið ákaflega óþægileg- ir fyrir ríkisstjórnina, og þess vegna gera þeir honum alls konar greiða. Þetta er hið eina blutverk, sem þessi blöð hafa og til þess eru þau stofnuð, þrátt fyrir mínar ágætu og and ríku greinar. Baróninn tapar stundum á þeim, en hann hef- ur ráð á því, því að hann græð ir á þeim á öðrum sviðum. Hann græðir óskaplega um þessar mundir. Hann selur landbúnaðarvélar til Sovét- Rússlands og vopn til hvítlið- anna þar.“ „Já, það er líkt honum,“ rumdi í Lottu. „Hann er dásamlegt gamalt rándýr,“ sagði Gerða. ,,Og þú yarst meiri heimskinginn að láta hann sleppa. Auk þess * hefur hann meinsemd í mag- anum og getur varla lifað í mörg ár héðan af.“ „Já, einmitt það,“ svaraði Lotta. „Mér fer ekki vel að klæðast svörtu.“ Lilli, doktor Bloem, kom enn oftar en Gerða. Hún var einhver sú óskiljanlegasta manneýHa. sem ég hef nokkru sinni komist í kynni við, því að hún var eiginlega lítið ann- að en eintómar mótsetningar. Þegar hún kóm inn í stoíuna með fallega hrokna kollinn, barnslegar englakinnarnar og saklaust brosið, þá gat maður varla trúað því, að innan skamms mundi hún taka aðra doktorsgráðu sína. Og þegar hún talaði, rökföst, róleg og alúðleg, þá var það alveg ó- skiljanlegt, að hún hafði eig- inlega að minnsta kosti þrjá karlmenn í takinu. „Hvað er Klaus að gera núna?“ spuðri Lotta. „Það sama og vant er,“ svaraði Lilli. „Hann gerir ekki annað en það, sem hann langar til. Ég hef reynt að kenna honum að verða afbrýðisamur af því að hann langaði svo mik :ð til þess, en það mistókst al- gerlega. Mér mátti þykja gott ef mér gat tekizt að fá hann til að hlæja að hliðarhoppUnum r-já mér.“ „Og maðurinn þinn?“ „Hann hefur ekki tíma til þess að taka eftir neinu Hann er svo iðinn, veslings drengur- inn. Það er alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins að hann kemur heim, alltaf situr hann yfir bókunum sínum og verður alveg steinhissa yfir því, hvað það skuli vera orðið framorð- ið.“ Lotta hélt því ákveðið fram, að Lilli elskaði mann sinn í' raun og veru. Eg átti ómögu- legt með að trúa því, að svo væri, en Lotta sagði, að ég yrði að venja mig á það, að trúa því, hvort sem mér líkaði betur eða verr,.að það væru til konur, sem elskuðu menn sína af öllu hjarta, en þyrftu á kyn ferðislegum ævintýrum að balda, til þess að geta lifgð. Eg trúði því ekki, og ég trúi því skki enn þann dag í dag. Þó sýndi Lilli Bloem pSð síðar, að hún elskaði mann sinn og að hún yfirgaí hann ekki, þegar til kom og á reyndi. í mínum

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.