Alþýðublaðið - 29.07.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.07.1950, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 29. júlí 1959. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneöikt Gröndal. Þingíréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Augiýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Boðskapur Maliks BOÐSKAPUR JAKOBS MALIKS, fulltrúa Rússlands í öryggisráði hinna sameinuðu þjóða, sem í sjö mánuði hefur neitað að sækja fundi þess, að hann ætli nú aftur að taka sæti sitt í ráðinu, vekur að vonum mikla athygli um allan heim. Og menn spyrja: Hvað kemur til, að sovétstjórnin skuli skyndilega hafa séð sig um hönd í þessu efni? Og hvað boðar það, að hún skuli nú fyr- irskipa fulltrúa sínum að taka aftur sæti í öryggisráðinu, þvert ofan í allar fyrri yfirlýs- ingar? Jakob Malik gekk af fundi öryggisráðsins snemma í des- ember síðastliðnum út af deil- unni um það, hver fara skyldi með umboð Kína í ráðinu og öðrum stoínunum hinna sam- einuðu þjóða, þáverandi og ennverandi fulltrúar Kuomin- tangstjórnarinnar á Pormosu, eða nýir fulltrúar frá komm- únistastjórninni í Peking. Ma- lik krafðist þess á fundinum í desember, að fulltrúi Kuomin- tangstjórnarinnar í öryggis- ráðinu yrði þegar í stað látinn víkja fyrir fulltrúa frá komm- únistastjórninni; og þegar það var fellt af miklum meirihluta ráðsins, gekk hann af fundi með þeim umælum, að hann myndi ekki mæta þar aftur fyrr en fulltrúi frá kommúnista- stjórninni í Peking hefði feng- ið sæti Kína þar, enda myndi stjórn sín, sovétstjórnin, ekki viðurkenna lögmæti neinna þeirra samþykkta eða ráðstaf- ana, sem öryggisráðið gerði, þangað til. Síðan þetta gerðist hefur deilan um umboð Kína í banda- íagi hinna sameinuðu þjóða stöðugt verið að harðna. Malik hefur ekki látið sjá sig á fund- um öryggisráðsins, og fulltrú- ar Rússlands í öðrum ráðum eða nefndum bandalagsins hafa hver á eítir öðrum farið að dæmi hans og gengið af fund- um þeirra. Og hið sama hafa fulltrúar hinna rússnesku lepp- ríkja gert, bæði Tékkóslóvakíu og Póllands. Hafa Rússland og fylgiríkis þess þannig neitað allri þátttöku í störfum samein- uðu þjóðanna um margra mán- uða skeið. í samræmi við yfirlýsingu Maliks í desember hefur Rúss- iand og alla tíð síðan neitað að viðurkenna lögmæti þeirra samþykkta, sem öryggisráðið hefur gert, og talið þær mark- leysu eina, meðan fulltrúi Rússlands væri fjarverandi og fulltrúi komúnistastjórnarinn- ar í Peking hefði ekki fengið sæti Kína í ráðinu. Er þess og skemmst að minnast, að Rúss- land mótmælti, með skírskot- un til þessa, samþykktum ör- yggisráðsins um vopnaðan stuðning við Suður-Kóreu gegn innrás Norður-Kóreu; en þá var Malik að sjálfsögðu ekki á fundi, er sú samþykkt var gerð. Nokkur grunur leikur þó á því, að sovétstjórnin hafi síðan nagað sig sterklega í handar- bökin yfir^því fljótræði, að láta Malik leggja niður störf í ör- yggisráðinu, þannig' að hann gat ekki verið þar viðstaddur, er þessi þýðingarmikla sam- þykkt var gerð, og beitt neit- unarvaldi.Rússlands til þess að ónýta harta;- því að þá hefði aldrei til þess komið, að hinar sameinuðu þjóðir tækju sem heild upp vopnaðan stuðning við Suður-Kóreu, þó að einstök ríki þeirra hefðu að sjálfsögðu eftir sem áður getað gert það. Og fer varla hjá því, að sovét- stjórnin telji þetta nú hafa ver ið meiri háttar skyssu af sinni hálfu. Ýmsir munu ætla, að hin skyndilega ákvörðun hennar,* að láta Malik taka aftur sæti sitt í öryggisráðinu, enda þótt engin lausn hafi enn fengizt á deilunni um umboð Kína í bandalagi hinna sameinuðu þjóða, kunni að vera afleiðing þessara mistaka, sem henni séu nú orðin Ijós; og að meiningin sé, að hafa Malik framvegis á fundum öryggisráðsins til þess að trufla einingu þess og átak í stríðinu í Kóreu og öðrum deilum, sem á eftir kunna að fara. En aðrir telja möguleika á því, að sovétstjórnin sé, með því að láta Malik taka sæti sitt á ný í öryggisráðinu, að undir- búa einhverjar sáttaumleitanir, af ótta við það, að stríðið í Kóreu kunni að öðrum kosti að breiðast meira út en Rússlandi þykir gott — á þessari stundu. Um tilgang sovétstjórnarinn- ar með afturhvarfi Maliks til öryggisráðsins verður þó ekk- ert sagt með neinni vissu að svo Etöddu. Menn verða að bíða þess, að tíminn leiði hann í Ijós. Víst hefur sovétstjórnin nú arvilja sinn í verki. En til þess þarf meira en að sýna broshýrt andlit Maliks aftur í öryggis- ráðinu. Sé hins vegar tilgang- rrinn sá, að hafa hann þar sem þröskuld í vegi allra samþykkta eða ráðstaíana, 'sem hinar sam- einuðu þjóðir þyrftu að gera Suður-Kóreu til frekari hjálp- ar, eða öðrum ríkjum, sem fyr- ir svipaðri árás kynnu að verða, er hætt við því, að þess verði ekki langt að bíða, að sovétstjórnin verði sjálf að taka afleiðingum slíkrar starfsemi iinnar. Skúla Skúlason rifsljóra í TILEFNI af sextugs af- mæli Skúla Skúlasonar, ristjóra héldu blaðamenn honum sam- sæti í Flugvallarhótelinu á fimmtudagskvöldið. Við það tækifæri færði blaðamannafé- lagið honum að gjöf málverk eftir Jón Engilberts,. sem þakk- lætisvott fyrir hið ágæta starf, sem Skúli hefur unnið fyrir fé- lagið. Enn fremur tilkynnti for maður blaðamannafélagsins, að stjórn þess hefði ákveðið að gera Skúla Skúlason að heið- ursfélaga Blaðamannafélags ís- lands. Meðal þeirra, sem tóku til máls í hófinu var Thórólf Smith, formaður blaðamanna- félagsins, Valtýr Stefánsson, rit stjóri, Vilhjálmur S. Vilhjálms son rithöfundur, Bjarni Guð- mundsson, blaðafulltrúi, Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri og Kristján Guðlaugsson ristjóri, sem flutti Skúla kvæði. Loks þakkaði heiðursgesturinn. Kom greinilega fram í öllum ræðunum hversu mikilla vin- sælda og virðingar Skúli Skúla son nýtur meðal stéttarbræðra sinna og annara, er bezt kynni tpekifæri til þess að sýna frið- hafa af honum haft. Nýyrði, sem hefur gjörbreytt um merkingu á skömmum tíma. — Ferðaíangur skrifar um verðlag á veitingum. ÞEGAR ORÐIÐ hliðarráð- etafanir kom inn í íslenzka tungu, hljómaði það vel, þaðvar huggun í því og því fylgdi ör- yggistilfinning. — Það er ekki langt síðan við eignuðumst þetta nýyrði, en alþýða manna hefur tekið það í mál sitt og nú heyrist það dags daglega alls staðar þar sem menn hittast, í verzlunum, í Iangferðabifreið- unum, við matborðin á heimil- unum og á kvöldin þegar hjón- in tala með áhyggjusvip um fjárhagsafkomu heimilisins. OG ÞÓ AÐ EKKI sé langur tími liðinn síðan orðið komst á tungu þjóðarinnar, þá er mein- ing þess gjörbreytt frá hinni upphaflegu. Nú boðar orðið ekki huggun eða öryggistilfinn- ingu, heldur þvert á móti. Nú þýðir það kvíða, öryggisleysi, aukna fátækt. — Það er slæmt þegar mönnum, sem ekki eru orðhagir, tekst að koma inn í mál þjóðarinnar nýyrðum. Val- ið vill verða handahófskennt og yfirborðslegt. ÞAÐ ER GÖMUL og ný saga, að enginn er eins góður tung- unnar smiður og varðveitandi og alþýða manna. Hún skapar úr þjóðarreynslunni mál, sem skilst og mál, sem lifir. Þegar spjátrungar ætla að fara að skapa mál, fer allt í handaskol- um. Það sannar saga orðsins hliðarráðstafanir, þó að hún sé Norrœna skákmótið hvorki löng né mikil. Menn, sem hvorki lifa með þjóðernis- tilfinningunni né skilja. þjóðar- hugsunina, bjuggu til orðið hliðarráðstafanir — og skýrðu það í upphafi. Um stund lét al- þýða blekkjast af hljómi þess, en brátt fann hún merkingu þess og skildi eðli þess í málinu. FERÐALANGCR skrifar mér á þessa leið: „Ríkisstjórnin er emátt og smátt að afnema allt verðlagseftirlit. Það má vel vera að ýmsir fagni því til að byrja með, því að verðlagseftir- liitnu hefur verið áfátt í mörgu og þegar svo er, er alltaf ein- blínt meir á gallana heldur en kostina og fáir tala um kosti. Afnám verðlagseftirlitsins hef- ur valdið vaxandi dýrtíð. ÉG ER NÝKOMINN úr ferða íagi og ég fann það fljótlgea, að eú ráðstöfun ríkisstjórnarinnar að afnem aallt verðlagseftirilt með veitingum hefur stórhækk- að þær allsstaðar. Fyrir tveimur mánuðum kostaði kaffi með brauði og kökum kr. 8,00. Nú kostar það víðast hvar kr. 10,00. Þetta er ekki lítil hækkun. en 9 ~ þannig hafa veitingar hækkað yfirleitt á veitingastöðum. EN ER ÞETTA EKKI aðeins dæmi? Ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar hafa allar orðið til þess að skapa vaxandi dýrtíð. Það er mynd hennar og vottur. Hún þóttist þó taka við völdum til þess að stemma stigu við dýr- tíðinni, já, til þess að afnerha hana. En þannig eru hennar hlið arráðstafanir í reyndinni.“ SKÁKMÓT NORÐURLANDA var sett hér í Reykjavík í gærkvöldi og hófst þar með merkasta skákkeppni, sem hér hefur verið haldin. Er það gleðiefni, að svo mikils- vert mót skuli haldið hér á landi og vissulega verðskuld- að, þar sem íslendingar eru og hafa lengi verið skák- menn miklir. Þó mun það sennilega hafa miklu ráðið um þá ákvörðun, að mótið skyldi haldið hér, er Baldur Möller varð skákmeistari Norðurlanda, og mun hann nú verja þann titil gegn mörgum af beztu skáksnill- ingum þessara landa. SKÁK er afar oft kölluð „í- þrótt“ og er það vissutega, þótt hún sé svo til eingöngu andlegs eðlis, og er hún að sjálfsögðu sízt ógöfugri fyrir það. Menning og manndóm- ur verða ávallt dæmd af and- legu atgjörfi, frekar en lík- amlegu, og því ber að hafa í hávegum þann leik, sem krefst skýrrar hugsunar og skipulagðrar framar öllu öðru. ÍSLENDINGAR hafa því verið stoltir af því að vera góð skákþjóð, og er full ástæða til þess. Hefur skákgeta landsmanna vakið athygli og verið talin þjóðinni til ágæt- is, bæði af erlendum mönn- um, sem hingað hafa komið (t. d. Willard Fiske, sem gaf Grímseyingum töflin), og þúsundum, sem tekið hafa eftir skákafrekum íslendinga á erlendum vettvangi, allt frá Stokkhólmi og Hastings til Buenos Aires. TAFL ÞETTA, sem mikilla vin- sælda nýtur um heim allan, er gamalt og mun mega rekja uppruna þess fimm til sex aldir aftur fyrir Krists burð. Þjóðsagan um indverska spekinginn Nasir, sem á að hafa fundig taflið upp og beðið fursta sinn að launum um eitt korn á fyrsta reit, tvö á annan, fjögur á þriðja o .s. frv., er að vísu talin uppspuni einn, en nokkra hugmynd gefur hún um hina ævintýralegu sögu taflsins. Það virðist að minnsta kosti augljóst, að það sé upprunn- ið í Austurlöndum og hafi borizt með Aröbum frá Per- síu um Norður-Afríku og til Spánar. Náði skákin snemma miklum vinsældum í Evrópu og hefur borizt til íslands þegar á miðöldum (sennilega seint á söguöld eftir okkar sögulega tímatali). Að vísu hefur taflið tekið miklum breytingum á langri leið, og er þó talið, að það hafi verið lítt breytt síðustu 300 ár. UM ÁHUGA og ást íslendinga á skákíþróttinni skal ekki fjölyrt, en sýnilega fellur þetta tafl vel við íslenzkar aðstæður. Það hlýtur að falla vel í geð bókhneigðri þjóð, sem býr við langt skamm- degi, og því hefur, að því er bezt verður séð, vaxið fylgi hér á landi hin síðari ár. Eiga skólarnir vafalaust sinn þátt í þessu, enda munu ung- lingar á skólaaldri fátt geta stundað hollara til dægra- styttingar að vetrarlagi en að setjast að tafli. HEIMAMENN senda að sjálf- sögðu fjölmennasta sveit til hins norræna skákmóts, sem hér er að hefiast. Mestur mun þó áhugi manna verða á meistaraflokknum, þar sem Baldur reynir að verja titil sinn og meistarar frænd- þjóðanna keppast um að hafa hann með sér heim. Vonandi tekst mótið vel, verður öllum til ánægju og skákíþróttinni til frekari framdráttar hverjir svo sem ganga með sigur af hólmi. REYKJAVÍKURBÆR hefur nú tekið barnaheimilið að Sil- ungapolli á leigu til 15 ára, og mun þar framvegis verða reldð vistheimilí fyrir 30 börn allt ár ið, en auk þess verður þar sum ardvöl fyrir 60 börn. Það er Oddfellowreglan, sem reisti húsið á Silungapolli á ár unum 1929—31 og rak þar síð- an barnaheimilið en á styrjald arárunum rak Rauði krossinn sumardvalarheimilið og hefur gert það þar til nú, er bærinn hefur tekið heimilið á leigu. í vetur tókust svo samningar milli Reykjavíkurbæjar og Odd fellowreglunnar um leigu á hús inu til 15 ára. Er húsið látið af hendi endurgjaldslaust, gegn því að bærimj láti gera þar ýms ar nauðsynlegar endurbætur. Forstöðukona á Silunga- polli er Vigdís Blöndal, og hef- ur hún verið þar öll árin, sem sumardvalir barna hafa verið þar, eða samtals 20 sumur. Á Silungapolli eru aðallega börn á aldrinum 3—5 ára. Á sumrin geta dvalizt þar 90 börn, og verða 60 á vegum Rauða krossins, en þau 30, sem fá þar ársdvöl eru á vegum bæjarins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.