Alþýðublaðið - 11.08.1950, Síða 5
.Fösíudagur 11. ágúst 1950.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
200-300 manns hafa verið á mörk-
inni um flesfar helgar í sumar
■--—----fc—----—
Sigurjéit Baniiafsjon fararsijóri segir frá
kosfum Þórsmerkur og ferðum á öræfin
--------------------*-------
ÞORSMÖIÍK er í sumar tvímælalaust vinsælasti ferða-
mannastaðurinn í óbyggðum Iandsins. Um 275 manns hafa
ferðazt þangað með þeim sex ferðum, er Ferðaskrifstofa ríkis-
ins hefur gengizt fyrir fram að þessu, þar af 74 um síðustu
Itelgi. Auk þeirra, sem notið hafa fyrirgreiðslu ferðaskrifstof-
unnar, hafa svo ýmsir aðrir síórir ferðamannahópar úr Reykja-
vík og nálægum héruðum farið í mörkina. Um sí'ðustu helgi
dvöldust þar yfir 300 manns, og um eða yfir 200 sumar helgar
fvrr á sumrinu.
Blaðamaður Alþýðublaðsins
var einn þeirra, er fór til Þórs-
merkur um síðustu helgi í hóp-
ferð ferðaskrifstofunnar, og
xæddi þá við fararstjórann,
Sigurjón Danivalsson, fulltrua
á ferðaskrifstofunni, um Þórs-
merkurferðir og ferðalög al-
mennings um fjöll og óbyggðir
yfirleitt. Sigurjón hefur verið
fararstjóri í hverri ' einustu
Þórsmerkurferð ferðaskrifstof-
•unnar, frá því að þær hófust
sumarið 1948, og mun hann því,
auk þess sem hann er alvanur
öræfaferðum yfirleitt, vera
manna kunnugastur á mörk-
Inni og á leiðinni yfir vötnin,
sem þarna eru, eins og kunnugt
<er, mjög torveld yfirferðar,
einkum sakir þess hve oft þau
’hreyta um farvegi, grafa niður
vöð og gera ný, jafnvel á einni
móttu.
AÐRAR FERÐIR
— Hverjar eru helztu sumar-
leyfisferðir ferðaskrifstofunn-
ar, aðrar en Þórsmerkurferð-
irnar, og hvernig er sókn al-
mennings að þeim?
,.Helztu ferðirnar eru hring-
ferð norður um Kjalveg, Auð-
kúluheiði og suður Kaldadal,
ferð norður um Kjöl og svo
norður og austur um land,
nringferð um landið með bif-
xeiðum og skipi og íerðir á
Snæfellsnes, í Dali og á Barða-
'strönd, austur í Skaítafellssýsl-
'ur og á ýmsa aðva staði.
Þetta eru allt þriggja til tíu
uaga ferðir, en ekki sækir fólk
eins mikið eftir að komast í
þær og í Þórsmerkurferð'í'nar."
KÁTTÚRUFEGURÐ
0(1 VEÐURSÆLD
— Hverju sækist almenning-
nr mest eftir á ferðalögum um
•óbyggðir og hvaða kostum
þiurfa staðir að vera búnir í?l
þess að menn leiti þeirra í sum-
arleyfi sínu?
„Menn eru mjög misjafnlega
eftirtektarsamir og athugulir á
■ferðalögum, en þó er það svo,
að fagurt landslag heillar ná-
lega alla. Fólk ’árðist tvímæla-
laust þrá mest veðursæld — sól.
og blíou ■— samfara fögru um-1
liverfi. Það skoðar yfirleítt j
með athygli skóga og íjölbreytt
an gróður og vill geta hvílzt og
baðað sig í fjallasólinni. Sumir,
en þó færri, leita mest fagurrar
útsýnar og hrikalegra fjalla, og
aðrir veita mesta athygli þeim
stöðum, sem sögur og þjóðtrú
eru tengdar við.
Tekið hef ég eftir því, að
konur hrífast mest af gróður-
sæld og hlýrri nálægri fegurð,
en karlmenn á hinn bóginn
fremur af svipmikilli fjaliasýn
og sterkum andstæðum í na ct-
úrunni.
Fólk vffl yfirleitt komast hjá
að evða miklum tíma í góngu-
ferðir, enda misjafnlega fært
til þess, svo sem vænta má.
Þess vegna verða þeir staöir
vinsælastir, sem. gæddir eru
fjölbreyttri náttúrufegurð, án
þess að fara þurfi um langan
veg fótgangandi til að skoða
hana. Víðsýni þarf að vera
mikið, en ekki síður fjölbreytni
hið næsta.“
KOSTIR ÞÓRSMERKUR
„Þeir staðir, sem þessum
skilyrðum fullnægja, eru ekki
ýkja margir, enda naumast
von, en þeirra á meðal er Þórs-
mörk. Má segja, að þar geti
allir fundið eitthvað við sitt
hæfi. Mörkin er lukt eyðisönd-
um og torfærum vötnum á tvo
vegu, en jökli á þann þriðja. 1
suðri blasir Eyjafjallajökull
við, Mýrdalsjökull í austri og
Tindafjallajökull og.ýmis önn-
ur fjöll í norðri. Sjálf er mörk-
in gædd ótrúlegustu fjölbreytni
náttúrunnar. Tvo hnjúka ber
þar hæst af nálægum fjöllum,
Rjúpnafell og Útigönguhöfða,
sem er sunnan Krossár, en auk
þeirra er svo Valahnjúk'/.', sem
er skammt frá tjaldstaðnum í
Múlabóli og góð útsýn er af um
alla mörkina. Hvamraar, gilja-
drög og hlíðar eru vafin birki-
skógi og blóniskrúði; þekur blá-
gresið þar stóra fláka framan
af sumri, einkurn í rjóðrum og
inni á milli tfjánna. Þarna geta
íerðamenn skoðað einkenrsilega
og tröllslega dranga, hella og
>kúta í hundraðataþ, og eru
sagnir um útilegumenn, huldu-
fólk og jafnvél reimleika tengd
Sigurjón Danivalsson vísar fi
Slvppugilshriggi, sólheitan sum
ar við suma þeirra. Sunnan við
Krossá gegnt mörkinni er svo
Stakkholtsgjá, einhver hrika-
legasta hamragjá á landinu.
Foss er innan til í gjánni, en
veggir hennar, sem víðast eru
lóðréttir, eru vaxnir mosa-
gróðri upp á brúnir að kalla á
ctórum köflum. Þá hafa marf/:'
gaman af að skoða bæjarrúst-
irnar í Húsadal, því að.eitt sinn
var Þórsmörk byggð: Síðast en
ekki sízt má svo nefna þann
höíuðkost merkurinnar til
dvalar í sumarleyfi; hversu
mikil er þar veðursæld. Sólskiii
er þar oft og blíða, þótt súld sé
í nálægum sveitum eða helli-
rigning.'1
SUMARLEYFI
EYTT í ÞÓRSMÖRK
•— Er ekki alltítt, að menn
liggi úti á jtörkinni um tíma
að sumrinu?
,,Jú, það tíðkast allmikið og
fer heldur í vöxt. Ferðaskrif-
ntofan geíur fólki kost á að
dveljast þar í nokkra daga,
með öðrum orðum að koma
ekki til baka með somu ferð og
farið var, heldur u;eð næstu á
eftir eða þar næstu, ef þess er
óskað. Býr fólk þá í tjöldum
og hefur allan viðleguútbúnað,
og er sumarleyfinu þannig eytt
n ódýran hátt, þar eð aukaút-
gjöld vegna þess eru varla önn-
ur en fargjaldið austur og heim
aftur. Virðist fólk ,una sér
mætavel á mörkinni, ef dæma
má eftir því, að sumir liggja
bar úti nokkra daga sumar eft-
ir suriiar. Oft er útilegufólk
þetta hjón með börn sín, stund
um, unglingar nokkrir saman
og stundum menn einir síns
liðs.
rðafólki á leiðina suður um
ardag. Ljósm.: Sig. Guðmunds.
Ég minnist sérstaklega gam-
alla hjóna úr Keykjavík, er
dvöldust á mörkinni tíu daga í
fyrra. Þau voru víst komin um
eða yfir sextugt. Maðurinn var
tðnaðarmaður. Hann var sár-
þjáður af liðagigt, staulaðist á-
fram haltur og gat Iítið borið
sig um. En eftir tíu daga dvril
á mörkinni var hann sprækur
eins og unglamb, gekk upp á
Valahnjúk og sagðist ekki
kenna sér nokkurs meíns.
Þá gera málarar og Ijós-
myndarar oft ferðir í Þórsmörk
og dveljást þar súxhir um tíriia.
Einnig hafa íarið þangað
nokkrir erlendir Ijósmyndarar,
t:vo að ég veit til“.
HVENFÓLKIÐ
í MEIRIHLUTA
..Hvaða fólk notar sér helzt
hópferðir ferðaskrifstofunnar?11
„Yfirleitt er það fólk af öll-
um stéttum og á öllum aldri, en
kvenfólk er hér um bil undan-
tekningarlaust fjölmennara en
karlmenn. Þeir virðast fremur
kjósa að ferðast í fámennum
hópi. Oft taka hjón þátt í ferð-
um skrifstofunnar, og hafa
Etundum eitt eða fleiri börn
>ín með, þótt ekki sé hugmynd
in að liggja við.
Sjaldan ber það við að ekki
ré einhver erlendur feroamaö-
ur með í hverri íerð. og oft eru
1 eir margir. Dást þeir flestir
'niög að fegurð Iandsins og
ftórfengleik, og segjast sumir
aldrei hafa séð samhærilegt
iandelag. E-r það ein , sönnun
I ess, hve ísland er miklum
l ostum búið sem feroroianna-
íand.“
GTARF FARARSTJGRANS
— Hvert er starf vkltar far-
Nokkur hluti af tjaldbúðum ferðamanna í einni af Þórsmerkur
ferðum ferðaskrifstofunnar. Þetta er árla morgun, aðeins fáir
eru komnir á fætur. Þeir eru að horfa á sólina koma upp yfir
jökulinn.
arstjóranna og hvers konar
vandamál þurfið þið helzt að
leysa í hópferðum?
„Starf ckkar er alls ekki eins
í'rðugt og sumir virðast haldo.
þótt fararstjóranum hljóti að
íinnast hann bera að nokkru
leyti ábyrgð á hverjum einasta
mánni, sem í förina slæst. En
rambúðin við ferðafólkið er
iafnan hin ánægjulegasta. Það
fer undantekningarlítið eftir
fyr' rmíolum fararstjórans, sem
nauðsynleg eru í varúðarskyni,
og hlítir forsiá hans, bótt
V *
Hundum kosti dálitla fyrirhöfn
f.ð fá einstaka óvanan ferða-
aann til að iáta sér lynda sjálf-
Eagðar. ráðleggingar.
Helztu erfiðleikarnir á Þórs-
Smurf brauð
og snittur.
,TiI í búðinni allan dag-
inri. — Komið og veljið
eða símið,
Sífd 8t Fískur.
trxerkurferðunum eru að kom-
ast yfir vötnin. Þau eru hvim-
leið og tíuítlungafull, eins og
vitað er. Talsverður tími fer
stundum í það að Ieita uppi ný
vöð, því að kvíslarnar breyta
tér oft á skömmum tíma, og
einu sinni varð ég að flytja all-
ar bifreiðirr.ar niður fyrir þær
um hánótt vegna skyndilegs
vaxtar og selflvtja fólkið síðan
yfir daginn eftir á þeirri bif-
reið, er dýpst vatn þoldi.
Vegamálastjórmn hcfiur nu
látið laga veginn inn með Ejna-
fjöllum, sv6'\í nú er öllum bif-
reiðum fært inn að Krossá.
Þá eru að því nokkur variö-
kvæði stundum, að ferðabúnaði
numra er ábóta vant. Fólk hefur
of til vill ekki athugað tjaldið
áður en það fór; stögin geta þá
verið slitin eða hæla vantar.
Fyrir kemur, að prímusar eru
liilaðir eða olíu vantar,' þegar
lil á að taka upr j í óbyggðum,
eða jafnvel hafa svefnpokarnir
gleymzt, þótt fremur sé það fá-
títt, og áuðvitað ge'S*- öllum
orðið á að gleyma einhverju.
Fram úr öllum slíkum vanda
finnst fararstjóranum hánn
Vera skyldur til'áð'ráða, og því
hefur íerðaskrifstofan tekið
upp þann sið, að hafa alltaf eitt
eða fleiri tjöld til vara í öræfa-
íerðum, olíu á allstórum brúsa
og fleira.
Klæðnaður fólks er ekki allt
af sem heppilegas'lu:. Sumir
halda, að bezt sé að vera á lág-
um og léttum skóm og telja sig
munu verða raka í fætur. ef
þeir eru ekki í þunnum sokk-
um. Þetta er dálítið hættulegur
misskilningur. Hætt er við, að
beir, sem þannig eru búnir til
fótanna, verði sárfættir, ef
gengið er nokkuð að ráði og
randur vill fara ofan í lága skó.
Ekki verða menn heldur rakir
í. fætur, ef skórnir eru nægi-
!ega rúmir, þótt sokkarnir séu
þýkkir. — En ekki man ég eft-
ir, að menn hafi þrotið vistir“.
NOKKRAR
RÁÐLEGGINGAR
„Annárs þarf kúnnáttu til að
búa sig hyggilega í ferðalög
og haga ferðum þannig, að fyr-
'r öllu sé skvnsamlega séð. Nú
hin síðarf ár hefur fjöldi fólks,
rem nálega aldrei hafði komið
upp í óbyggðir. hleypt heim-
draganum og farið tll fjalla, svo
e.ð ósanngiarnt væri að eera
ráð fvrír því, að allir hafi á-
unnið sér fyrirhyegiu ferða-
raannsins. Og nú vildi ég biðja
i'ig fvrir nokkrar almennav
íeiðbeiningar til þeirra manna,
fem fara í hóriferðum til fialla:
1. Athugið allan viðleguútbún
aðinn, tjöld. svefnpoka,
prímusa og allt þess háttar,
vandlega nokkrum dögum
áður en lagt er af stað og
gangið. úr skugga um að
hann sé í góðu lagi.
2. Notið helzt öklaháá vatns-
leðurskó og veljið þá nægi-
Xegá stóra. Yerið að rriinnsta
kosti í einum þykkum ull-
arsokkum og bafið meðxerð
is .sokka til skip'tanna.
Framhald á 7. siðu. ,