Alþýðublaðið - 11.08.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.08.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fösíudagur 11. ágúst 1950. Leifur Leirs: MILLI SVEFNS OG VÖKU f hnorr—rr—r— orr—norr—rrr— kjólaefni sængurveraefni prjónagarn' engin takmörk fyrir þeim undrum sem að manni sækja í svefni biðröð mannþröng á þrem götum lögregluþjónar hnorr—orr—o—rr þú hnippir í mig þegar hugarflug draumsins breytist í martröð hver' er það sem á hljóðum væng svífur yfir syfjuðum konum og geispandi ungmeyjum með fangið fullt af fyrirskipunum tilkynningum Frú Dáríðui Oulbeimis: Á ERLENDUM VETTVANGI Vitið þið hvað? Nú erum við bara komin til Engladns! Já, við erum komin til Lundúna í lúx- usnum. Já, það getur maður nú kallað Iúxus. Auðvitað fórum , við það ekki í bílnum, ég meina - ekki alla leiðina. Við urðum auðvitað að fara sjóleiðina yfir Emrarsundið. Ég horfði og horfði um allt sundið af ferj- unni, ef svo heppilega kynni að i hittast á, að einhver væri að reyna að synda yfir það, . en - ekki sá ég neina manneskju þar : á ferð. Ég skil raunar ekksrt í þeim, sem eru að ieggja slíkt ó erfiði á sig, eins og það fer nú ■, vel um mann um borð í ferj- unni; en það hlýtur að vera frægðin, sem það fólk er að cækjast eftir. Annars varð ég ;-íí fyrir hálfgerðum vonbrigðum • -■ með þetta blessað Ermarsund. Ég var búin að heyra að það væri svo óskaplega fallegt. En mér fannst nú sjórinn í því bara líta út eins og hvar annar sjór, . Kvei mér þá. Og ekki sá ég nokk ;i urt ermarlag á því! Ætli það sé ekki mest skrumið, eins og svo margt annað, seni. sagt er urn útlöndin, bara til að plata þang- að ferðafólk. Það var líka búið að segja mér einhver ósköp um fannhvíta kletta á ströndinni * og stofnaukum það skyldi þó aldrei vera — - hnorr—orr—orr- orr—orr—orr — •úið sundið. Ef þeir kþettar eru hvítir í verunni, þá held ég Eng léndingar'ættu að taka rögg á’ sig og þvo þá upp úr lútsterku sápuvatni, svo að það kæmi í Ijós, því að þeir eru bara hreint út sagt flekkóttir og skítugir og landinu til háborinnar skammar eins og þeir eru! . Það getur vel verið að Lund- únaborg sé stærsta borg heims- ins. Að minnsta kosti sést ekki út yfir hana úr glugganum á hótelinu þar sem við búum. Nú, en ég sé nú ekki heldur út yfir Reykjavik úr glugganum heima svo að það er nú engin sönnun. Og vitanlega eru einhver ósköp af fólki í allri Lundúnaborg. Og því misjöfnu, gæti ég trúað. Annars er ekki heldur beinlínis nð makra þótt fólki þyki borgin Btór. Þar er nefnligea alltaf þoka, — og hún gerir allt marg- falt stærra en það er. En fyrir nlla muni, það má enginn skilja rnig svoleiðis, að ég sé að gera lítið úr Lundúnaborg. Það kem- ur mér ekki til hugar. Ég hef nú ekkert farið um borgina að ráði ennþá. Frúin blessuð, sem bauð mér í þetta yndislega ferðala'g, fékk nefni- Iega hálfgert sjokk, og er ekki enn búin að jafna sig. Hún ætl- nði að finna hérna aðstandend- ur einhvers háttsetts tignar- manns, —‘ ég held hertoga, — cem var heimagangur hjá þeim hjónum fyrst á hernámsárunum, og hún átti heimboð hjá honum þegar hún kæmi til London. Svo var hann fluttur frá íslandi á nðrar vígstöðvar, og hún hélt að hann hefði fallið þar, því að hún fékk aldrei neitt svar þegar hún skrifaði, — en nú ætlaði hún að hitta aðstandendur hans eða að minnsta kosti að sjá höllina, --- hún hafði nefnilega adressuna, — en þegar þangað kom, — óh, — hún gat ekkert sagt, þegar þau hjónin komu úr ferðinni, en maðurinn hennar hvíslaði bví að mér, að þetta hefði verið sóðaleg knæpa í svona um- hverfi, þið vitið — — — Jæja, ég verð að leggja ís á ehnið á henni í andlegum friði. Báríður Dulheims. Auglysið í Alþýðublaðina! ara ágætu hjóna um leið og lest in brunaði af stað. Svo komu tvö friðsamleg ár. Tveir vetrar í Munchen og tvö cumur í Felixhof. Ég gæti sagt margt frá þessum tveimur ár- um og mig langar töluvert til þess, sérstaklega þætti mér gaman að því að rifja upp sög- ur af Felix á þessum árum, en ég er alltaf dálítið smeyk um að ég fái ekki tíma til að ljúka við þessa frásögn mína. Já, tvö friðsæl ár. Ég gæti vel skrifað „tvö hamingjusöm ár“. Á eftir lítur allt öðruvísi út vegna þess að hamingja manns er horfin. Það er næst- um því eins og hún hefði aldrei verið til. Þegar ég lít aftur til liðins tíma, finnst mér ein- hverfi veginn, að ég hafi aldrei trúað á hamingjuna, og þó hefði enginn getað gert sér í hugarlund, að það mundi koma fyrir, að friðurinn yrði rofinn á heimili Wagnershjónanna og óhamingjan dyndi yfir það. í augum umheimsins var Alex- ander Wagner óvenjulegur dugnaðarmaður, og það sem er meir um vert í hans augum, frægur maður. Fyrsta árið, sem ég var í Munchen, var Alex- ander útnefndur „Oberbaurat". Þrátt fyrir það hve ungur hann var, hafði hann fengið stöðuna œm yfirhúsameistari borgar- ínnar, og það þýddi að hann fékk hærri laun en bankastióri. Fólk vissi það, að þessi mað- ur eyddi kvöldunum í skauti heimilisins og að hann kom fram við konu sína af ástúð og virðingu. Það sá það einnig, að á hverjum sunnudagsmorgni gekk hann glaður og ánægður með son sinn sér við hönd út í skóginn eða garðana. Það tók onn fremur-eftir því, að konpn tilbað manninn sinn, að hún hafði ekki af honum augun, þegar hann talaði, .... og .... En hvers vegna er ég allt.af að seg-ja: „fólk sá það“? Sá ég nokkuð annað, ég. sém var í fjölskyldunni, ég, sem alltaf var nálæg? Varð ég vör við nokkuð annað? Ég tók eftir því, að Alex- ander gat átt það til, þegar hann var ekki að leika sér við Felix, að vera ákaflega fáorður og stundum jafnvel fullur af gremju og einhvers konar ó- þoli. En eru nokVcrir menn nokkurn tímá álgéríéga ánægð- ir? Og þegar hann var eitthvað óánægður, hvers vegna átti hann að vera að dylja það fyrir sínum nánustu? Það er líka catt, að Alexander fór burt og var stundum burtu í tvo til þr-já daga. Ég tók þá eftir því, að Irene varð einhvern veginn utan við sig og gerðist fámál. En alltaf þegar hann kom aft- ur, hagaði hún sér skynsam- lega. Hún spurði hann aldrei, hvar hann hefði verið, eða með hverjum hann hefði verið. Oft- ast vissi hún það. Og þegar Alexander var ekki heima, tal- aði hún með fyrirlitningu og þó allkæruleysislega um „þessa kvenpersónu“, sem hafði ekk- ert annað við sig en að hún var ijóshærð, eða löng og mjó, því að það var aldrei sú sama. Æv- intýri Alexanders stóðu aldrei lengi og skildu ekkert eftir. írene sagði líka: „Fyrir karl- menn er þetta alveg eins og að drekka glas af kampavíni; þeg- ar þeir eru búnir að drekka úr því, hafa þeir gleymt öl!u sam- an.“ Hún sagði þetta alltaf þeg- ar Alexander kom heim og hann heyrði ekki til. Það var komið upp í vana hjá henni að nota alltaf sömu orðin, eins og til að afsaka hann. En hvað sem þessu leið, þá voru þessi tvö ár kyrrlát og' friðsæl. Einu sinni fékk Felix mis- linga, og einu sinni eyðilögð- ust akrarnir á Felixhof af hagl- éli; -einu sinni var brotizt inruí villuna í Múnchen og stolið öll- um silfurmununum. Þá vorum við í Felixhof. En Felix náði sér fljótt. Akrarnir og aldin- garðurinn urðu aftur grænir og gróðursælir, og við keyptum aftur enn fallegri silfurmuni. Þetta voru smámunir, sem ekki tekur því að tala um, en skuggi hvíldi þó yfir okkur öll- um. Þáð var Lotta. Við höfðum öll áhyggjur út af heni, en þó hvert okkar á sinn hátt, það er að segja, éo veit ekki hvernig því var hátca ðmeð Alexander. Hann nefndi hana alurei á nafn að fyrra bragði, og þegar við fórum rS tala um hana, sló hann allíaf út í aðra sálma. En það var líka einmitt það, cem varo til þess, að Irene sakn- aði systur sinnar æ meir. ,,Það er mín mikla ógæfa,“ sagði hún einu sinni- með tár í augunum, „að þau tvö, sem mér Munið bílahappdrætfi Sambands ungra jafnaðarmanna. Repii * grjfií s ÚB3s s tgg.l Aabziio^L i ö; þykir isvo.fvænt' um, kkuli ekki geta orðið vinir. Þau eru meira að segja andvíg hvort öðru.“ Hún hafði aldrei fengig orð fyrir að vera skarpskyggn, enda sá hún ekki af hverju þessi andúð þeirra stafaði. Hún hélt endilega, að Alexander gæti ekki þolað það, hvernig Lotta lifði, og að Lotta vildi ekki þola það undir neinum kringumstæðum, að hann væri o.ð skipta sér af henni. En hún var gó3 í sér, og þess vegna fannst henni líka, að þau hefðu bæði rétt fyrir sér. „Þau hafa bæði á réttu að ctanda, þegar lítið er á málin frá þeirra sjónarmiði,“ sagði hún. ,,En hvernig stendur á því, að þau sjá það ekki sjálf? Þá gæti maður að minnsta kosti verið saman einu sinni á ári eða svo. Það er hið eina, cem vantar til þess, að ég sé fullkomlega hamingjusöm.“ Ég efaðist ekki um það, að þrá Irene eftir félagsskap Lottu var heilbrigð og sönn. Hvað eftir annað greip hana ómót- stæðileg löngun til þess að gera eitthvað fyrir Lottu. Og þegar þetta kom yfir hana, fór hún til Múnchen og keypti handa henni dýrustu handtöskuna eða fegursta sjalið, sem hún gat fundið. Eða hún lét sælgætis- yerzlun útbúa handa henni nið- ursoðna ánanas eða niðursoðna kæfu úr gæsakjöti með kúlu- cveppum. Hún gat fundið upp á mörgu. Stundum var hún í eldhúsinu allan daginn og bak- aði þær kökur, sem Lottu höfðu þótt beztar meðan hún var lítil. „Svo að hún geti svolítið minnzt þess, þegar við vorum litlar heima,“ sagði hún og geislaði öll af ánægju, en hún var með tár í augunum. „Vesa- lingurinn; hún er alltaf meðal ókunnugra. Ég hef líka tekið þig frá henni.“ En það var um leið alveg auðfundið, að jafnframt því sem hún var hrifin af Lottu og elsk- aði hana sem sysur sína, þá var hún líka hrædd við hana. Hún var hrædd við hana út af Felix, og það var Slls ekki óeðlilegt. Alltaf, þegar einhver lét orð falla um það, að hann væri lík- ur frænku sinni — og sann- leikurinn var sá, að hann varð æ líkari Lottu með hverjum deginum sem leið, kippist Irene við, og röddin varð hljómharð- ari, þegar hún neitaði því. Það var Heimskulegt af henni, þvi að það var örugg leið til að vekja grun. Ég hefði gjarnan viljað segja henni það, en það gat ég alls ekki af skiljanleg- íim ástæðum. Sem betur fór var enginn í hennar nálægð, sem grunaði hið minnsta. Allar fréttir, sem við feng- um af Lottu, voru góðar. Henni haxði tekizt að vinna sig vel 'upp í Hamborg. Þar var hún begar orðin viðurkenncl og dáð ieikkona, og næsta vetur lá leið hennar til Berlínar. Hún gerði mikla lukku í fyrsta sinn. em hún kom þar fram ópin- berlega. Við sáum myndir af úénni í öllum^stpru myúdablöð- unum. Og sámt sem áður. Ég hekkti Lottu. Ég vissi, að það var ekki þetta, sem hana hafðr tlreymt um, heldur allt annað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.