Alþýðublaðið - 17.08.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.08.1950, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. ágúst 1850. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Þakka vinsemd og hlýhug í minn garð á sjötugs- afmæli mínu. Guðbjörg Bergsteinsdóttir, Selvogsgötu 3, Hafnarfirði. heldur fund í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu fimmtudag- inn 17. ágúst kl. 20.30. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Kaupdeilan á togurunum. Fundurinn er einungis fyrir félagsmenn. er sýni dyraverði ýþréttir Fuchs kasiar 17,77 og 17,82 m. utan JAMES FUCHS, ameríski heimsmeistarinn í kúluvarpi, j kastaði tvisvar sinnum yfir 1 heimsmetið í Stokkhólmi í gær, 17,77 m. og 17,82 m. Köst- in voru þó utan keppni, svo að þau verða ekki staðfest heims- met. Uuchs kastaði í keppninni 17,60, en met hans er 17,68 m. Þá hljóp Jamaieamaðurinn Herbert McKenley 300 m. á 32,4 sek., sem er sami tími og heimsmet hans sjálfs. Raden hljóp á 32,8 sek. LaBeach vann 200 m. á 21,1 sek. og Bengtsson vann 800 m. á 1:51,5 mín. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jarðþrúður Olsen f. Oddgeirsdóttir, verður jarðsungin frá dómkirkjunni föstudaginn 18. ágúst, Og hefst athöfnin með bæn á heimili dóttur hennar og tengdason- ar, Skeggjagötu 7, kl. 3.30 e. h. Fyrir hönd vandamanna. Jósefine Olsen. Ottó Olsen. Faðir okkar, Sveinn Jóhannesson, verður jarðsunginn föstudaginn 18. þ. m. frá heimili sínu. Brú- arenda, Þormóðsstöðum. Athöfnin hefst með húskveðju kl. 1.30. Jarðsett verður frá dómkirkjunni. Oddgéir Sveinsson. Jón Sveinsson. Guðmundur Sveinsson. Guðlaug Sveinsdóttir. Sigurvin Sveinsson. Kristín Sveinsdóttir. Marta Sveinsdóttir. Valgeir Sveinsson. Anna Sveinsdóttir. skírteini. STJÓRNIN. 100 km. ökuferð um óbyggðir frá Kerlingarfjöllum í Þjórsárda! ‘ UM SÍÐUSTU HELGI kom Páll Arason bifreiðarstjóri úr öræfaleiðangri með báðar langferðabifreiðir sínar, en í förinni voru sjö manns auk hans og bifreiðarstjórans á öðrum bíl Páls, Má Nikulássyni. Fóru þeir félagar að þessu sinni til Kerlingarfjalla og dvöldust þar í tvo daga. Síðan var ekið austur óbyggðir að Loðmundi og þaðan yfir Illa- hraun vestan við Hofsjökul og fealdið áfram austur að Hnífá, niður Fjórðungssand, yfir Dalsá, en þar var tjaldað og dvalizt eina nótt. Síðan var ferðinni haldið áfram niður að Þjórsá, yfir Skúmstungnaheiði og Fossölduc niður í Hólaskóg og Gjá í Þjórsárdal. Leiðin, sem Páll og þeir fé- lagar óku um vegleysu frá Kerlingarfjöllum að Gjá í Þjórsárdal, var um 100 kíló- metrar, og gekk ferðin ágæt- lega, enda þótt illt sé yfirferð ar á mörgum köflum á ’eiðinni .— aðallega frá Dalsá að gjánni. Þess ber að geta, að báðar bifreiðir Páls eru með drifi á öllum hjólum, og hefur hann farig margar svaðilíörina fyrr um óbyggðir landsins frá því hann byrjaði öræfaleiöangr- ana 1944, en síðan hefur hann á hverju sumri haldið uppi ferðum í óbyggðir og oft og mörgum sinnum kannað nýjar leiðir. Fyrr í sumar hefur hann farið ýmsar öræfaleiðii’, m. a. 13 daga ferð í Ódáðahraun. Að þessu sinni voru þeir fé- lagar 5 daga í ferðinni; fóru af stað úr Reykjavík á mið- vikudag og komu aftur á sunnudagskvöld. Meðal farþeg anna voru fjórir útlendingar; 2 Norðmenn og 2 Danir, og þótti þeim mikið koma til þessa sérkennilega ferðalags. Um næstu helgi fer Páll Rússar taka þátt í Brusselmolinu RÚSSAR hafa nú tilkynnt, að þeir muni senda 40 manna flokk á Evrópumeistaramótið í Brússel. Tilkynningin kom of seint, en Rússar þóttust enga vitneskju hafa fengið um það, hvenær tilkynningar ættu að berast. Þeir hafa enn ekki sent lista yfir þátttakendur, svo að ekki er vitað, hvort Lipp kepp- ir í kúluvarpi, en það mun varða íslendinga hvað mestu. SJÚKRABIFREIÐ Slysa- varnafélagsins hefur að undan förnu farið tvær ferðir út á Réykjanes að sækja sjúklinga. ' í fyrra skiptið var um a% ræða einn af þeim mönnum, sem vinna við að bjarga úr olíuflutn ingaskipinu „Clam“ út við Reykjanesvita og fengið hafði slæma Zink-eitrun með háum hita. Hin ferðin var farin til að sækja konu, sem hafði lær- brotnað í Grindavík. Arason með ferðafólk inn á Þórsmörk x bifreiðUm sínum, en annarri bifreið hans ekur í sumar Már Nikulásson, cins og áður segir. Miðstöðvarefni í Bústaðahúsin MÉR VAR BENT á fyrir- spurn um miðstöðvarefni í Bú- staðavegshúsinu, í blaði yðar föstud. 11. þ. m. Vil ég í því sambandi upplýsa að umsóknir um leyfi voru sendar strax í vor og að mér hefur ennþá ekki borizt neitt gjaldeyris- og innflutningsleyfi vegna þess- ara bygginga, þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir mínar og bæ j aryfirvaldanna. Ég hef látið til bygginganna allt efni, sem ég hef til umráða og hef getað útvegað með kaup- um og lánum. Einnig hef ég boðið eigin innflutningsleyfi til áfnota, sem því miður ekki hef ur komið að notum, þar eð yfir færsla ekki hefur fengist vegna gialdeyrisskorts. Væntanlegum íbúa ætti að' vera kunnugt um að framkvæmdir við hitalagn- ir eru fyrir löngu hafnar, en hitt er verra, að allir möguleik ar til efnisútvegunnar hér, virðast nú að heita má tæmdir. og fáist ekki nauðsynleg leyfi og yfirfærsla fljótlega. hlióta allar framkvæmdir við hita- lagnirnar að stöðvast eftir svo 3259 farþegar með flugvélum Loftleiða í júlí í JÚLÍMÁNUÐI voru flutn- ingar Loftleiða h.f. sem hér segir: Milli landa voru fluttir 624 farþegar, 27.894 kg. af vör um og 661 kg. af pósti. Innan- lands vor ufluttir 2633 farþeg- ar, 17.326 kg. af vörum og 2435 kg .af pósti. Samtals hafa því flugvélar Loftleiða h.f. flutt í júlí 45.220 kg. af vörum, 3259 farþega og 3096 kg. af pósti. Vöruflutn- ingar með vélum félagsins hafa aukizt mjög undanfarið og eru enn að aukast. Að sjálfsögðu er stór hluti af vöruflutningunum milli landa vörur þær, sem Geýsir hefur flogið með til Græn- lands. sem tvær til þrjár vikur. Reykjavík, 16./8. 1950. ísleifur Jónsson. Leslð ftlþýðublaðlðl HAPPDRÆTTI Sambands ungra jafnaðarmanna Vinningar í happdrættinu eru þrír: 1. Ný „Austin" bifreið, 5 manna 2. Peningar kr. 500,00 3. Peningar kr. 500,00 Verð miðanna er 5,00 kr.. Dregið verður 1. sept. n.k. — FUJ-félagar og annað Alþýðuflokksfólk um land allt er beðið að taka virkan þátt í sölu miðanna, sem afgreiddir eru hjá formönnum félaganna.'—Alþýðuflokksfólk! Takið þ-átt í happ- drættinu með því að kaupa miða og selja miða. — Aðeins nokkrir dagar þar til dregið verður. — Happdrættinu verður ekki frestað. Happdrættisnefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.