Alþýðublaðið - 24.08.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.08.1950, Blaðsíða 7
' ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Fimmtudagur 24. ágúst 1950 Eining kommúnistaí orði og á borði Framh. a£ 5. síðu. þessara manna er í framkvæmd inni. Sjómannafélag Akureyrar og Verkalýðsfélag Norðfjarðar áttu bæði ásamt öllum hi/um félögunum, sem voru aðilar að gömlu togveiðisamningunum, fulltrúa á sjómannaráðstefnu, er haldin var í Reykjavík í marzmánuði s.l. Meginviðfangs efni hennar var að fjalla um uppsögn þessara samninga. Niðurstöður ráðstefnunnar lof- uðu góðu um einingu og sam- heldni þessara félaga í málinu, því allir fulltrúarnir urðu sam- mála um að segja upp þágild- andi samningi. Einnig urðu þeir sammála um nauðsyn þess að samræma kröfur félaganna um breytingar á samningnum og að félögin hefðu samflot, ef til deilu kæmi, sem líklegt var. Og svo leið að þeim degi, að standa þyrfti við samþykktir ráðstefnunnar. Félögin hér sunnan og vestan lands höguðu störfum sínum' í hvívetna í samræmi við niðurstöður ráð- stefnunnar, en Sjómannafélag Akureyrar með Tryggva Helga son í broddi fylkingar og Verka lýðsfélag Norðfjarðar sc>,ðu að vísu gamla samningnum upp, en í stað þess að samræma kröfur sínar um breytingar við önnur félög, er að uppsögninni stóðu og hafa samflot við þau, eins og ráðstefnan hafði gert ráð fyrir, þá gerðu kommún- istarnir, sem eru forustumenn bessara félaga, sérsamning og skyldi hann gilda til 1. sept. n.k. eða í tvo mánuði eftir að gömlu samningarnir féllu úr gildi, samkvæmt niðurstöðum ráðstefnunnar og sem þessi fé- lög bæði voru sarr/ykkir aðil- ar að. Samningur þessi var gerður algerlega án samí-áðs eða vitundar félaganna hér syðra. Menn gætu haldið að r.érsamningur, sem svo er til- kominn sem þessi, hefði eitt- hvað til síns ágætis, en það fer víðs fjærri að hann sé eftirsóknarverður, því að hásetum fækkað um fjóra. Það voru sem sé að dómi Tryggva of margir hásetar um borð. Þetta ákvæði mun alveg vera einstætt í sögu slílfra samnings gerða, þó sér í lagi vegna þess, að þetta er gert á sama tíma og samkomulag hefur orðið um að fara út í sameiginlega deilu, þar sem m. a. er krafizt tólf stundá hvíldar fyrir háseta, en hún getur varla orðið, ef fækk- að er á skipunum. Svo er Tryggvi látinn segja í Þjóðvilj- anum 17. þ. m. að „eins og nú horfði væri kjarabótakröf- um sunnleuzkra sjómanna tals- verður siðferðilegur styrkur í hinum samningsbundnu kjör- um á karfaveiðum norðan- lands“. Hvílíkur styrkur! Fyrst svik við gert sanúiomulag, síð- an samningur um að fækka mönnum, þegar fjölgunar er krafizt hjá stéttarbræðrunum hér sunnan- og vestanlands. Þessari framkomu til frekari áréttiiigar hervæðist Þjóðvilj- inn til árásar á þau félög, sem virða gerðar samþykktir og samheldni stéttarinnar og standa því í deilu nú til þess að knýja réttmætar kröfur sjó- manna fram. Og ekki er þeim flökurgjarnt. Blaðið segir, að stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur hafi svikið sjómenn, er hún hafnaði karfasamningi, sem fól það í sér að hásetun- um á skipunum væri fækkað, Bamningi, sem svo er frægur að endemum, að stjórn Sjómanna- félags Akureyrar rétt marði hann í gegn með eins atkvæðis meirihluta í annað sinn, er hann var lagður undir dóm sjó- mannanna. Þessi úrslit a*- kvæðagreiðslunnar bera sjó- mönnurh þar nyrðra fagurt vitni. Þeir gerðu virðingar- verða tilraun til þess að hafa vit fyrir fo«ítumönnum fé- iagsins og firra það þeim vansa að rjúfa samheldni sjó- mannaféiaganna í hönd faranái deilu, en fengu ekki að gert tökum ofríkis Tryggva Helga- sonar. Niðurstaðan af þessari athug ufl á raunverulegum einingar- vilja kommúnistanna er vægast sagt fjarri því að vera í sam- ræmi við hina hjartnæmu lýs- ingu Þjóðviljans á einingarhug takinu þann 16. þ. m., enda verður ekki annað með sanni sagt en það, að í verkum sínum séu þeir vargar í véum sannr- ar einingar og samheldni verka lýðssamtakanna, en hjal þeirra allt varðandi hana verður þá að orðagjálfri og skálaræðum, þ. e. a. s. markleysa ein. En þetta er ekki þeirra1 fyrsta ganga í þágu einingarinnar eins og þeir orða bað. Á tuttugasta og fyrsta þingi ASÍ gerðu þeir hugtakið einingu að viðundri frammi fyrir öllum þingfulltrú- um og’ alþjóð, er þeir í nafni einingarinnar kröfðust þess, að milli 50 og 60 fulltrúar, sem ýms verkalýðsfélög höfðu ]ög- lega kosið sem fulltrúa sína á þingið, yrðu sviptir atkvæðis- rétti og rétti til þingsetu! í krafti hinnar stéttarlegu ein- ingar var sama ár gerð sjðför að Alþýðusambandi Vestfjarða. Þáverandi stjórn ASÍ, sem skipuð var kommúnistum, gerði allt, sem í h/inar valdi stóð til að fá félögin til að bregðast fjórðungssambandi sínu og var þeim jafnvel hótað brottvikningu úr Alþýðusam- bandinu, ef þeir ekki hlýddu og væntanlega hefur það verið í krafti hinnar stéttarlegu ein- 'ngar, sem Verkakvennafélagið Framsókn var beinlínis rekið úr Alþýðusambandinu á sínum tíma. Sem sagt, öll hi’/ verstu óhæfuverk hafa þessir herra- menn unnið í nafni einingar og r.amheldni verkalýðssamtak- anna. Það verður að .teljast mikill ávinningur að hafa fengið það r.vart á hvítu í Þjóðviljanum, livað kommúnistar telji að hug takið eining tákni, því þá geta staðreyndirnar ólygnast skorið úr því, hve ólíku er saman að jafna varajátningum þeirra og athöfnum. Vinnubrögð þeirra eiga ekkert skylt við einingu, heldur eru þau beinlínis aðför að henni, en hvað er það þá, rem þeir mc/na með öllum þessum faguryrðum? Það er auðskilið mál. Eining er fagurt hugtak og alþýðan skilur nauð- syn hennar og vonar að hún nái sem fyrst að festa rætur í verkalýðshreyfingunni. Þess vegna hyggja kommúnistar, að einingin sé það flotholt, er nægja muni til að halda hinni hripleku einræðisfleytu þeirra fljótandi enn um sinn, en með- an hún flýtur telja þeir ávallt möguleika á að afla sér valda og virðingar, jafnvel þar sém þeir áður hafa verið útreknir við lítinn orðstír vegna niður- rifsstarfa, eins og 7*1 dæmis í Alþýðusambandi íslands. Móðir oklcar og i;engdamóðir, Þóra Á. Ólafsdóttir, andaðist að heimili sínu, Laufásvegi 3, miðvikudaginn 23. ágúst. Guðlaug Magnúsdóttir. Magnþóra Magnúsdóttir. Guðmundur Guðmundsson. Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og sam- úð, við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður. Sigurðar Jóakimssonar, Hafnarfirði Magdalena Danielsdóttir, synir og tengdadætur. Mjólkurframleiðsla Framhald af 3. síðu. tonn. Mjólkurframleiðsla fer jafnt og þétt vaxandi á félags- svæðinu, en eftirspurn eftir neyzlumjólk eykst þó meira. Mestöll neyzlumjólkin er nú flutt til Reykjavíkur á tank- bílum. Á mjólkurbúið 5 bíla, er flytja 4400 lítra hver og tvo, sem flytja 6500. Fluttir eru til Reykjavíkur um 25 þúsund lítrar á dag. Mjólkurbúið tók fyrst til starfa árið 1929. En véiar þess allar hafa verið end.um.ýjaðar nú á árunum eftir stríðið. Skemmli- og berja ferðir frá ferða- skrifsiofunni um næsiu helgi UM NÆSTU HELGI efnir Ferðaskrifstofa ríkisins til tveggja og hálfs dags ferðar á Þórsmörk. Farið af stað síðari hluta laugardags, ekið inn í Mörk og tjaldað þar. Á sunnu- daginn munu menn skoða sig um þar inn frá og meðal ann- ars ganga á Valahnúk. Á mánu- daginn ekið heim. Á sunnudag- inn verður farið að Gullfossi og Geysi og beðið eftir gosi. Á heimleiðinni ekið um Þingvöli. Sama dag er áætluð Þjórsár- dalsferð. Ekið verður inn að Stöng, farið þaðan í Gjána og i að Hjálparfossum. Enn fremur er ráðgerð berjaferð að Fer- stiklu á Hvalfjarðarströnd á sunnudagsmorguninn. Það skal tekið fram, að fólki er ekki Leyft að nota tínur við berja- tínsluna. GuSfræðingamói að Lundi DAGANA 20.—25. júlí var haldið mót frjálslyndra guð- fræðinga í Lundi í Svíþjóð, og sat þingið af íslands hálfu séra Björn Magnússon prófessor. Auglýsið í Aiþýðublaðinu! I. R. R, Þriðji leikur fer fram kl. 7,30 í kvöld. Dómari: Þráiinn Sigurðsson. Aðgöngumiðar verða seldir á íþróttavelinum frá kl. 4. Látið ekki hjá líða að sjá sniliingana frá Rínarlöndum. MÓTTÖKUNEFNDIN. F. U. 1. F. U. J. Munið eitir skemmtiferð F. U. J.-félaganna í Hafnarfirði og Reykjavík, laugardaginn 26. ágúst, að Logalandi í Reykholtsdal. Dansað verður þar um kvöldið Á sunnudaginn verður ekið um Borgarfjörð og skoðaðir ýmsir fagrir staðir þar. Hafið með ykkur svefnpoka, tjöld og mat. Allar nánari upplýsingar í skrifstofu Alþýðuflokksins í Hafnarfirði mjlli kl. 10—12 f. h. og 4—7 e. h. í skrifstofu F.U.J. í Reykjavík símar 5020 og 6724. F.U.J.-félagar í Reykjavík og Hafnarfirði fjölmennið í ferðina. Ferðanefndirnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.