Alþýðublaðið - 24.08.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.08.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAK langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðaliapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna. — Briisselmótið Finnbjörn og Haukur. Framh. af 1. síðu. 4x100 m. boðhlaup: 1. riðili: 1. Bretland, 2 Rúss- land, 3. ísland. Einnig Belgía og Júgóslavía. 2. riðill: 1. Frakkland. 2. Sví þjóð, 3. Ítalía. Einnig Noregur og Sviss. í 400 m. hiaupi komst Guð- mundur Lárusson í milliriðil með því að'hlaupa á 49,8 sek. á eítir Pugh, Bretlandi, sem hljóp á 49,5. Þeir voru aðeins tveir í öðrum riðli. Bezta tíma höfðu Wolfbrandt, Svíþjóð, á 48,8 sek. og Lumis, Frakklandi á 48,9 sek. í 110 m. grindahlaupi hafði Marie, Frakklandi, beztan tíma í riðlum, 14,6 sek. I kúluvarpi kvejma sigraði Andreyeva með 14,35 m. Önn- ur varð rússnesk stúlka með 13,92 m. og þriðja Ostermeyer, Frakklandi. I spjótkasti kvenna sigraði rússnesk astúlkan Smelnyta á 47,55 m., önnur varð Baum, Austurríki, með 43.87 m. og þriðja Zybina, Rússlandi, með 42,75 m. Berjaför AljiýSu- flokksfélagsins í Hafnarfirði ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Alþýðuflokksfólk í Hafnarfirði fari berjaferð um næstu helgi, en síðar mun auglýst, hvert farið verður. Grindavíkurbátar tnokafla í reknef GRINDAVÍKURBÁTAR öfl uðu meira í fyrrnótt af síld í reknet en 'nokkru sinni áður á þessu sumri. Komst aflinn upp í 8 tunnur í net, og heiidarafli eins bátsins var 300 tunnur. Aflinn var þó misjafn; lægstur var hann aðeins lYz tunna í net. Lægstu bátarnir voru þó með 50 tunnur. Frystihúsin gátu ekki annað þessum mikla afla, og var nokkuð af síldinni saltað. Er það fyrsta Faxaflóasíldin, sem söltuð er á þessu sumri. Goð berjaspretta BERJASPRETTA virðíst munu verða með bezta móti í sumar hér í nágrenni Reykja- víkur, og fjöldi fólks leitar nú til berja um helgar. Frétzt hef- nr, að óvenju góð berjaspretta sé sums staðar á Vestfjörðum. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLKI Takið höndum saman við unga jafnaðarmenn ®g að« stoðið við sö'lu happdrættis' miða í bifreiðaliappdrættl Sambands ungra jafnaðars manna. , Fimmtudagur 24. ágúst 1959 landsleiðangri Egils Knulh Frósögn Kouths af vísiodastörfum leiö- austar dregor á laadið. „ARANGUKINN af rann- sóknum danska leiðangursins á Pearylandi mun reynast hinn j merkilegasti, þegar rannsókn-1 argögnin og annað efni, sem j hann safnaði ^par, hefur verið athugað og rannsakað til „hlít- ar“, segir danski myndhöggv- arinn, greifinn og landkönnuð- urinn Egii Knuth, leiðangurs- stjóri. „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem þetta landflæmi hef ur verið kannað gaumgæfilega. Að vísu hafa ýmsir landkönn uðir ferðast þar um, allt frá því er Peary var þar fyrstur hvítra manna, en þeir gátu lít- ið rannsakað landið, vegna þess að fararbúnaður þeirra leyfði það ekki, og ekki var unnt fyr- ir þá að hafa annað með sér á hundasleðunum en brýnustu nauðsynjar. Um starf danska leiðangursins 1906—8 veit mað- ur lítið, þar eð enginn þátttak- enda komst lífs af og engin gögn hafa fundizt varðandi það. Lauge Koch flaug að vísu yfir landið frá Spitzbergen árið 1931 og gerðþ ýmsar landfræði legar athuganir úr lofti og eft- ir þeim var gert fyrsta viðun- andi kortið af landinu; meðal annars fann Lauge Koch þá ýmsa stóra firði og fjallgarða, sem áður voru ókunnir. Leiðangur okkar hófst sum- arið 1947. Fyrst urðum við að koma okkur upp aðalbirgðastöð, og reistum við hana við Lacken berg á 74 gráðu n. 1. br. Þaðan urðum við síðan að flytja 40 smálestir farangurs til fyrir- hugaðrar dvalarstöðvar okkar við Brönlundsfjörð á Peary- landi, með flugvélum, en sá staður er norður undir 83 gráðu norðl. br. Þrír Catalinaflugbát- ar önnuðust það stgrf og flugu samtals um 50 ferðir milli stöðv anna, undir forustu Overbys flugforingja. Gengu þeir flutn,- Lngar með öllu slysalaust, sem betur fór, því að lítil líkindi væri til þess, að þeir menn kæmust af, sem yrðu að nauð- lenda einhversstaðar á þeirri leið. Brönlundsfjörður er langur og vel varinn fyrir ísreki, þar sem hann gengur inn úr Indep- encefirði. Þar völdum við okk- ur aðsetur og gafst vel, og það an fórum við svo rannsóknar- ferðir víðsvegar um landið og með ströndum þess og notuð- um hundasleða til þeirra ferða. Sleðahundarnir voru fluttir sjó leiðis frá Vestur-Grænlandi til Austur-Grænlands með við- komu í Reykjavík, en síðan flugleiðis norður, og voru þeir 26 talsins. Fyrstu tvö árin vor um við leiðangursmenn átta, sjö Danir og einn Grænlending ur, en 1949 var skipt að nokkru leyti um menn, og eftir það vor um við Danirnir fimm saman og tveir Græplendingar. í hópi okkar voru landfræðingur, plöntu- og dýrafræðingur, veð- urfræðingur, menn, sem önn- uðust jökiamælingar og rann- sóknir og söfnun fornminja og fleira. Á þessu stigi er ekki unnt að segja um árangur rannsóknanna nema að litlu leyti. Jöklarnælingarnar, sem voru framkv'/ndar sem einn ’.iður í alþjóðlegum jöklarann- sóknum, er kenndar eru við Ahlmann prófessor hinn sænka, sýndu, að jöklar fara nú minnk andi norður þar. Gróðurathug anir sýndu, að ýmsar jurtir vaxa þarna á norðlægara svæði en áður var álitið. Meðal ann- ars vaxa þarna bláber á 83 gráðu norðl br. Annars er land Lð mjög hrjóstugt og gróður- laust. Grávíðir vex mikið í dölum, og á honum hljóta hin- ar miklu sauðnautab^arðir, sem barna reika um, að lifa, og verð ur ekki séð annað en þau séu hin feitustu. Engin hreindýr fyrirfinnast ný á þessum slóð- um, en í rústum Eskimóabú- staða fundum við merki þess, að þau hafi hafzt þar við áð- ur fyrr meir. Fornleifafundir leiðangursins voru hinir merkilegustu. Við Brönlundsfjörð fundum við um 80 tjaldhringi, sem sanna, að Eskimóar hafa áður hafzt þar við. Norðan Independence- fjarðar fundum við og rústir 7 Eskimóabústaða. Tjaldbúarnir hafa verið steinaldarmenn að menningu, en þeir, sem bústað- ina byggðu, mun lengra á veg komnir. Austur við Eiler-Ras- mussen-höfða fundum við merkilegustu fornleiíarnar, konubát, sennilega frá því um 1600, furðu vel gerðan og lítt skemmdan, enda þótt hundar hafi á sínum tíma nagað húð- þekjuna af þeirri hliðinni, sem upp sneri. Þennan merka grip fann ég af hendingu, er ég var að leita birgða, sem flugvélar okkar höfðu varpað þarna nið- Grasspreiía sæmileg og nýting heyja ágæí vestanlands í sumar — -...........-—«+■- ■ Tíðin þeim mun óhagstæðari, sem austar dregur á landinu. HEYSKAPARTÍÐ hefur v'erið mjög hagstæð í sumar um> vestanvert landið, á svæðinu fvá Borgarnesi og norður fyrir ísafjarðardjúp. Grasspxetta var sæmileg og nýting virðist ætla að verða með allra bezta móti, að því er Gísli Kristjáns- son ritstjóri skýrði blaðinu frá í gær. Spretta í görðum lítiir yfirleitt vel út. hagstæðari tíð þar en í Austur- Húnavatnssýslu og jafnvel f Skagafirði. Eyfirðingar eiga miklar ný- ræktir og byrja því fyrr slátt en aðrir Norðlendingar. Fengu: þeir góða nýtingu á hey í júrd- mánuði, en síðan mun stirðlega: hafa gengið. í Suður-Þingeyjarsýslu heíur verið slæm tíð, en langverst þú á Austurlandi, þar sem variai hefur verið hirt óhrakin tugga og hey eyðilagzt í flóðum og stríðum hlaupum. vei Allgóð spretta var víða á túnum, en lakari á engjum. Kemur það raunar síður að sök en áður var sökum þess að engjaheyskapur hefur farið mjög minnkandi. Sums staðar á Vesturlandi hefur þó verið fullþurrt um sláttinn til þess að gott gras verði í seinni slætti. Ekki er þó svo í Borgarfirði; þar hefur allt af verið nægilega mikil rekja, en seinni sláttur mun annars varla vera byrjaður þar. Þokusamt hefur verið á Ströndum og í Hrútafirði, og ó- ur í fallhlífum. Þótt margt sé enn á huldu um ferðir og „landnám“ Eski- móa á Grænlandi, er hægt að gera sér grein fyrir þeim í stórum dráttum. Þeir munu hafa komið frá Kanada, annar hópurinn hefur haldið suður vesturströndina, fyrir Hvarf og síðan norður austurströndina, en hinn norðanvert Pearyland og suður austurströndina. Síð- an hafa hópar þessir mætzt á svæðinu norðan við Ellaey. Hvenær þetta hefur gerzt vit- um við ekki. en samkvæmt frá- sögum í íslendingasögum hafa Eskimóar verið á sunnanverðri vesturströndinni um árið 1000. Þá benda fornleifafundir til þess, að íslendingar þeir, sem byggðu Grænland, hafi farið norður vesturströndina, alla leið norður til Thule. Hefur Holdtved fornleifafræðingur fundið ýmsar minjar og . muni, er þykja sanna þetta, í rústum norður þar, meðal annars á Inglefieldlandi. FUJ fara r I Hafnarfirði og Reykjavík skemmtiferð í Borgarfjörð FELÖG UNGRA JAFNAÐ- ARMANNA í Hafnarfirði og Reykjavík efna til sameigin- legrar skemmtiferðar upp í Borgarfjörð um næstu helgi. Lagt verður af stað eftir hádegi á laugardag og komið aftur á sunnudagskvöld. Þátttakendur frá Hafnarfirði leggja af stað kl. 2 þaðan, og mætast hóparnir við Alþýðu- húsið í Reykjavík, en þaðan verður haldið kl. 2,30. Ekið verður kringum Hval- fjörð og upp í Reykholtsdal á laugardagskvöldið, en gist verður að Logalandi í Reyk- holtsdal, og þar verður dansað í samkomuhúsinu um kvöldið. Á sunnudaginn verður ekið urn uppsveitir Borgarfjarðár og héraðið skoðað. Þátttakendur í förinni' bæði ' Reykjavík og Hafnarfirði eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst. I Hafnarfirði getur fólk tilkynnt þátttöku í skrifstofu Alþýðuflokksins milli kl. 10— 12 f. h„ sími 9499, og í Reykja- vík í skrifstofu FUJ, símar 5020 og 6724. Allar nánari upp- lýsingar várðandi ferðalagið eru og gefnar í skrifstofunum. GOÐ UPPSKERA ÚR GÖRÐUM Góð uppskera virðist ætla að' verða allvíða á landinu úr görð- um. Vorið var að vísu nokkuS kalt sums staðar, en nætur- frost þó engin, nema lítils hátt- ar í Skagafirði og Húnavatns- sýslu í júnímánuði. Hætt er þó> við að skemmdir verði á kart- öfluuppskerunni af völdum. kartöflumyglunnar, þar sém votviðrin hafa verið mest. Páll Arasoa æflar a aka Skessubása- veg um helgina PÁLL ARASON bifreiðar- stjóri ætlar að fara Skessubása- veg að Hagavatni um næstw helgi. Fer hann með tvær bif- reiðir, ef þátttaka veröur næg, «g leggur af stað kl. 2 á laugar- daginn, en kemur aftur á sunnudagskvöld. Ekið verður Kaldadalsveg; norður fyrir Brunna, en þar liggur Skessubásavegur austur af Kaldadalsvegi norðan við Skjaldbreið. Tjaldað verður á. Hlöðuvöllum á laugardags- kvöldið, og geta þeir, sem vilja,, gengið á Hlöðufell. Á sunnu- daginn verður ekið að Haga- vatni og svo niður hjá Gull- fossi. Skessubásavegur hefur einu sinni verið farinn á jeppa. Þórunn endurtekur píanóhljómleikana í kvöld kf< 7 ÞÓRUNN JÓHANNSDÓTT- IR hélt píanóhljómleika í Aust- urbæjarbíói í gærkvöldi við mikla hrifningu áheyrenda. Hún endurtekur hljómleik- ana í kvöld M, 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.