Alþýðublaðið - 30.08.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. ágúsl 1950
ALÞVÐUBLAÐIÐ
7
ðium
levkia
Föstudáginn 1. sept. komi börnin í skólana sem hér
segir:
Kl. 1.30 börn fædd 1941 (9 ára).
Kl. 2 börn fædd 1942 (8 ára). %
Kl. 3 börn fædd 1943 (7 ára).
Kennarar skólanna mæti sama dag kl. 1.
Innritun: Laugardaginn 2. sept. kl. 10—12 komi öll
7—9 ára börn (f. 1943, 1942 og 1941), sem ekki hafa
þegar verið innrituð í skólana.
Eldri börn, 10—12 ára, óskast tilkynnt í þeim
skóla, er þau eiga að sækja í vetur, fyrir miðjan sept-
ember. ,
Börnin hafi með sér flutningstilkynningar frá þeim
skólum, er þau voru í síðast.
SKÓLAST JÓRARNIR.
Nægar birgðir fyrirliggjandi.
Ný framleiðsla kemur í hvegý viku.
\
Reykhús S.Í.S.
Sími 4241.
Dugleg Télrflunardúika,
sem kann skil á bókhaldi og almennum skrif-
stofustörfum, óskast hið fyrsta. — Hraðritun
æskileg. Umsóknir sendist
Sambandi íslenzkra samvinnufélaga
Framhald af 3. síðu.
Heldur ekki vitum við um
versnandi sölumöguleika og
lækkandi verð á íslenzka fisk-
inum í Bandaríkjunum. Hins-
vegar er nú á leiðinni til New
York yfir 100 smálestir af fisk-
flökum og verðið ey hækkandi.
Okkur hefur nýlega borizt bréf
frá /skrifstofu, okkar í New
York þar sem hún biður um
8000 smálestir af fiskflökum til
1. júlí 1951. F/nir þetta glögg-
lega hve orðrómur Tímans er
gripinn úr lausu lofti.
Það er rétt hjá Tímanum, að
það hefur verið sendur til
Bandaríkjanna fiskur, sem
ekki var sérverkaður fyrir
þann markað eins og tíðkazt
hefur. Þetta var ekki léleg
vara og ekki heldur blandað
saman við neitt. Ekki var hér
heldur um neitt leyndarmál að
ræða. Samband ísl. samvinnu-
félaga seldi fyrst þennan um-
rædda fisk til Bandaríkjanna
og síðar seldi Sölumiðstöðin
samskonar fisk þangað.
í þessu sambandj er rétt að
geta þess að Bretar yóru í sum
ar að selja samskonar íslenzkan
fisk á Banda^íkjamarkaðnum.
Það er heldur ekkert laun-
ungarmál, að okkur hafa bor-
izt ýmsar aðfinnslur um pökk-
un og frágang á fiskinum frá
Bandaríkjunum, sem jafnótt
eru sendar til frystihúsanna og
á þann hátt reynt að koma í veg
fyrir frekari endurtekningu.
Að lokum teljum við þessi
skrif Tímans mjög óheppileg og
ekki vænleg til þess að vinna ís-
lenzkri framleiðslu álits á er-
lendum mörkuðum.
Er Atflee fram-
Framhald aí 4. síðu.
inga. Og þetta er Tíminn nú
að reyna að verja með fá-
heyrðu rugli um vinnumála-
pólitík jafnaðarmanna á Norð
urlöndum og Bretlandi.
Hvort myijdu þeir ekki brosa,
ef þeim væri frá því sagt,
að hér á landi væri verið að
reyna að draga þá í dilk
slíkrar stefnu og stimpla þá
sem jábræður íslenzkra fram
sóknarfásista?
Útför konunnar minnar og móður okkar,
Evu Björnsdóttur,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 31. ágúst og hefst
með húskveðju að heimili hennar, Hverfisgötu 83, ld. IOV2 f. h.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Karl Stefán Daníelsson og börn.
Kommúnisium má
hvergi treysfa
Framh. af 5. síðu. ■
að beita þau ströngum refs-
ingum.
Stéttarfélag, sem starfar
líkt og Verkalýðsfélagið í
Tálknafirði, og haft er þannig
að skálkaskjóli fyrir atvinnu-
rekendur, ■— þótt kommúnistar
sé.u, — á ekki að fá að njóta
neinna réttinda innan heildar-
samtaka alþýðunnar. Þau eiga
ekki samleið með öðrum verka-
lýðsfélögum. Þau hafa svikið
hið vinnandi fólk. og munu æ-
tíð svíkja er á reynir, því þeim
er ætlað það hlutverk að
þjóna klækjabrögðum og htgs-
munum kommúnistaforingj-
anna.
V 1——mmm* M msmnmM
Tilkynning irá skrlf-
stoiu borgar-
læknis.. -
HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ
í Reykjavík hefur að undan-
förnu látið fara fram rann-
sóknir á rúsínum í verzlunum
hér í bænum.
Rannsóknir þessar, sem fram
kvæmdar voru af Atvinnu-
deild Háskólans, hafa leitt í
ljós, að nokkurra skemmda
hefur orðið var í vissum hluta
rúsínubirgðanna, sem komu í
sérstakri sendingu.
Heilbrigðiseftirlitið hefur nú
látið flokka þessa vöru og verð-
ur sá hluti birgðanna, sem
reynist skemvidur, fjarlægður
úr verzlununum.
Eyrirlestur um ísland
vestan hais
DR. HENRY GODDARD
LEACH, fyrrverandi forseti
norræna félagsins í Bandaríkj-
unum, sem hér var á ferð í
sumar, flutti á laugardaginn
var erindi um lýðveldið ísland
á 213 ára afmæli borgarinnar
Shutesbury í Bandaríkjunum.
Enn fremur las dr. Leach upp
kvæðið ,,Þótt þú langförull
legðir“ eftir Stephan G. Step-
hansson, í enskri þýðingu eftir
Lee M. Hollander.
Þýzkir Gyðingar eiga
að fá skaðabætur
SKAÐ ABÓTADÓMSTÓLL,
sem Bandaríkjamenn hafa
stofnað í Núrnberg, kyað í gær
upp þann úrskurð, að þýzk bæj
arfélög og sveitarfélög væru
skyld til þess að bæta þýzkum
Gyðingum, ef krafizt yrði, að
fullu það eignatjón, sem þeir
hefðu orðið fyrir á dögum Hit-
lersstjórnarinnar, er þeir voru
knúðir til þess að láta eignir
sínar af ehndi fyrir lítið eða
ekkert verð.
---------»---------
Graziani sleppt
GRAZIANI h'ershöfðingja,
sem hafður hefur verið í haldi
á Ítalíu síðan í ófriðarlok, var
sleppt úr fangelsi í gær.
Hann var nýlega dæmdur til
19 ára fangelsisvistar fyrir sam
vinnu við Þjóðverja eftir að ít-
alía hafði slitið bandalagi við
þá.
Sambands ungra jafnaðarmánna
Vinningar í happdrættinu eru þrír:
1. Ný „Auslin" bifreið, 5 manna
2. Peningarkr. 500,00
3. Peningar kr. 500,00
Verð miðanna er 5,00 kr. Dregið verður 1. sept. n.k. — FUJ-félagar og annað Alþýðuflokksfólk um land allt er beðið að
taka virkan þátt í sölu miðanna, sem afgreiddir eru hjá formönnum félaganna. — Alþýðuflokksfólk! Takið þátt í happ-
drættinu með því að kaupa miða og selja miða. — Aðeins nokkrir dagar þar til dregið verður. — Happdrættinu verður
t
ekki frestað. Happdrættisnefndin.