Alþýðublaðið - 31.08.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1950, Blaðsíða 1
Forustugrem Ríkisstjórnin lætur undan kröíu Alþýðusambandsins og opinberra starfsmanna: r r r r r / " Pappírsákvæði húsaleigulaganna nú höíð að engu við úfreikninginn og vísitalan reyndisí vera 115 stig Kaupyppbéfin verSur 15 présent í égúsf 8| 15,75 fjóra síðuslu mánuði ársins --------------------_------- RÍKISSTJÓRiNIN gaf í gærraörgun út ný bráða- birgðalög þess efnis, að hin umdeilda júlívísitala skyldi reiknuð út af kauplagsnefnd á ný og nú án nakkur's tillits til hinna nýju húsaleigulaga, sem látin voru válda 5 istiga læk'kun á vísitölunni við útr'eikning hennar í iúlí; og skvldi húsaleig'ulíður hinnar endur- skoðuðu i úlívísitölu byggður á rannsókn kauplags- nefndar einni á raunverulegri leiigu í húsum, sem fullgerð hafa verið eftir ársl:ok 1945. Hin endurskoð- Norrænu utanríkismálaráSherrarnir, sem byrja fundahöld sín í Reykjavík í dag. Talið frá vinstri: Gustav Rasmussen (Danmörk); Östen LJndén (Svíþjóð), Halvard Lange (Noregur) og Bjarni Benediktsson (ísland). — Ljósm.: Guðmundur Hannesson. aða júlivísitáffi skuli síðan gilda um kaupgreiðslur frá 1. ágúst til árisloka; en reyndist hún hærri en 112 stig, sem í júlí var ákveöið með bráðabirgðalögum að miða kaupgjaldið við, sfcyldi uppbót á kaup hækkað svo fjóra síðustu mánuði ársins, að m’ismunurinn í júlí yrði að fullu bættur. CLEMENT R. ATTLEE, forsætisráðherra brezku jafnað- armannastjórnarinnar flutti útvarpsrséðu í gærkvöldi og boð- aði, að herþjónustutíminn þar í landi yrði lengdur úr 18 mán- uðum upp í tvö ár, en samtímis verður kaup brezkra hermanna hækkað að miltlum mun. Er hér um áð ræða fyrsta þáttinn í framkvæmd hinnar nýju þriggja ára áætlunar um aukningu Samkvæmt þessum bráðabirgSalögum reikn- aði kauplagsnefnd júlívísitöluna út á ný strax síðdegis í gær og reyndist bún vera 115 stig. Verður kaupuppbótin í ágúst því 15 prósent, en fjóra síðustu mánuði ársins, samkvæmt fyrir- mælum bráðabirgðalaganna, 15,75 prósent. Með þessu hefur ríkisstjórnin séð sér þann kost vænstan, að verða við kröfu Alþýðusamhandsins og Bandalsgs starfs- manna ríkis og bæja um endurskoðun julívísitölunnar og nýj- an útreikning hennar á þann hátt, sem krafizt var; og munu verkalýðsfélögin og launastéttirnar væntanlega fagna þeim sigri, sem þannig hefur unnizt fyrir skjót viðhrögð þeirra og samtaka þeirra. r Aslæðan lil samningsupp- sagna brotl fallin að sinn'b -.....» ..... Viðtal við Helga Hannesson, forseta AI- þýðusambandsins, um bráðabirgðalögin áusiin ¥i, að | nelnd rannsaki ummerki í Anfung WARREN AUSTIN, fuil- trúi Bandaríkjanna í örygg- isráðinu, hefur tiíkynnt, að stjórn Bandaríkjanna sé fyr- ir’sitt leyti fús til að fallast á, að sérstök nefnd, skipuð af öryggisráðinu, rannsaki, livort flughér Bandaríkj- anna hafi gert loftárás á borgina Antung í Mansjúríu, rétt vestan við Yalufljót, eins og kommúnistastjórnin í Peking heldur fram. En rannsókn þessi yrði að fara fram þar á staðnum og nefndin að njóta fulls frelsis við starf sitt, svo að stjórn Bandaríkjann^geti fallizt á þessa lausn deilumálsins, Lie nú á förum vesfur um hai TEYGVE LIE leggur af stáð í dag frá Osló flugleiðis vestur um liaf. Fer hann rakleiðis til New York, en allsherjarþing bandalags hinna - sameinuðu þjóða kémur þár saman til funda um miðjan september. landvarnanna á Bretíandi. Attlee sagði, að ákvörðun þessi væri tekin með tilliti til hins ríkjandi hættuástands í alþjóðamálum, þar eð Bretar væru staðráðnir í að gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til þess £-8 tryggja heimsfriðinn og komá í veg fyrir upplausn bandalags hinna sameinuðu þjóða. En þetta hlutverk taldi Attlee, að Bretar gætu aðeins rækt með því að efla her sinn og landvarnir. Skráning sjálfboðaliða í brezka herinn undanfarið hef- ur gengið treglega, en Attlee kvaðst vongóður um, að þau viðhorf breyttust um leið og máli brezkra. hermanna yrði hækkaður, en launauppbót þeirra kemur til framkvæmda í októberbyrjun. Attlee taldi ískyggilega bliku á lofti alþjóðamálanna, en lét þó þá von í Ijós, að hættu -nýrrar heimsstyrjaldar yrði afstýrt, ef lýðræðisþjóðirnar befðu augun opin fyrir henni og gerðu nauðsynlegar ráðstaf anir í tíma. Óvíst, að bardögum í Kóreu Ijúki við 38. breiddarbaug DEAN ACHESON, utanrík- ismálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamaimafundi í Washington í gær, að bandalag hinna sameinuðu þjóða eitt hlyti á sínum tíma að ákveða, hvort bardögum í Kóreu yrði hætt, þegar árásarherinn hefði verið hrakinn bak við 38. breiddarbaug. Þó sagði Acheson, að þetta vandamál kvnni að leysast af sjálfu sér, ef kommúnistaher- inn semdi vopnahlé og sam- komulag næðist um, að stofnað yrði eitt sjálfstætt og fulvalda ríki í Kóreu. Framhald á 7. aðu. Alþýðulbaðið sneri sér strax í gær, eftir að hin nýju bráða- birgðalög höfðu verið birt, til Helga Hannessonar, forseta Al- þýðusambands íslands og spurði hann, hvað hann vildi segja um þau. Helgi svaraði þeirri spurn- ingu á svofelldan hátt: „Svo sem kunnugt er reyndi stjórn Alþýðusambandsins í lengstu lög að koma í veg fyr- ir það, að útreikningi júiívísi- tölunnar yrði breytt þannig til hins verra fyrir hið vinn- andi fólk, eins og gert var; enda taldi hún það með öllu ólöglegt. Og þegar það var gert þrátt fyrir aðvaranir hennar, taldi hún óhjákvæmi- legt að mæta slíku gerræði Framhald á 8. síðu. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.