Alþýðublaðið - 31.08.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.08.1950, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. ágúst 1950 ALÞtÐUBLAÐIÐ 7 FELAGSLIF Borgfirðingar! Tugþrautarkeppni verður háð að Hvanneyri n.k. laug- ardag og sunnudag. Þátttöku tilkynningar skulu sendar Sigurði Guðmunds., Hvann- eyri, fyrir föstudagskvöld. Þátttaka er heimil öllum Borgfirðingum. U.M.F. íslendingur. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ráðgerir að fara tvser skemmtiferðir um næstu helgi. Aðra ferðina 4 daga ferðalag til Vestfjarða og ísafjarðardjúps. Lagt af stað kl. 1 á laugardaginn og ekið vestur fyrir Hvalfjörð og Hvammsfjörð, alla leið að Bjarkarlundi og gist þar. Á sunnudaginn farið vestur að Djúpi og á bát út í eyjar — Æðey og Vigur — og víðar og gist næstu nótt að Arn- gerðareyri. Á mánudaginn farið suður Þorskafjarðar- heiði út að Reykhólum um Barmahlíðina og þá haldið suður Reykhólasveitina fyrir Gilsfjörð út að Saurbæ, Skarðsströnd fyrir framan Klofning um Fellsströnd að Búðardal og gist þar. Fjórða daginn haldið heim og þá farið Uxahryggi um_ Þingvöll til Reykjavíkur. Áskriftar- listi liggur frammi og séu farmiðar teknir fyrir hádegi á föstudag. — Hin ferðin er hringferð um Krýsuvík, Selvog, Strandarkirkju og Þingvöll á sunnudaginn. Lagt af stað kl. 9. Ekið suður með Kleifarvatni til Krýsuvíkur og Selvog að Strandarkirkju og verið þar við guðsþjón- ustu kl. 2 til 3 (sóknarprest- urinn prédikar). Þá haldið um Ölfus suður fyrir Ingólfs- fjall upp með Sogi um Þing- völl til Reykjavíkur. Farmið- ar seldir til hádegis á laug- ardag. Þessi ferð er bæði ódýr og skemmtileg. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Ármann Tekið á móti, flutningi til Hornafjarðar í dag. Úra-viðgerðir. . Fljót og góð afgreiðsla. Guðl. Gíslason, Laugavegi 63, sími 81218. Minningarspjöld Dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást í bókabúð- um Helgafells í Aðalstræti og Laugaveg 100 og í Hafnarfirði hjá Valdimar Long. Norræna söngmsfið Framh. af 3. síðu. en; 5. symfóníu Svíans Gustav Paulson og symfóníu í es-dúr eftir danska tónskáldið S. E. Torp, — auk sögu-symfóníu Jóns Leifs, sem fyrr er frá sagt, og flutt verður af sextíu manna hljómsveit. Meðal þekktra norrænna tónlistarmanna, sem þarna koma fram, má nefna hinri fræga sænska kapelmeistara Sixten Ehrling, finnska hljóm- sveitarstjórann Jussi Jallas, og söngkonuna Aulikki Rauta- waara. Jón Leifs stjórnar flutn- ingi sögu-symfóníunnar. Auk þess koma þarna fram þekktir söngvarar og einleikarar, cg listamenn finnsku óperunnar flytja söngleikinn „Pohjalaias- ia“ eftir finnska tónskáldið Leevi Madelojas. Þá mun og ákveðið að dr. Páll ísólfsson taki þátt í kirkju hlj ómleikunum, og leiki þar einleik á orgel, en frá annarri þátttöku íslendinga í hátíðar- höldunum hefur áður verið sagt hér í blaðiilu. ROFAE TENGLAR SAMROFAR KRÓNUROFAR ýmsar gerðir, inngreypt og utanáliggjandi. Tenglar með jörð. Blýkabaldósir 3 stúta. Véla og raftækjaverzlunin. Sími 81279. Tryggvagötu 23. Kaupum góðu verði. Efnagerðin Yalur Sölvhólsgötu 14. Sími 6916. er símanúmerið okkar. Sækjum. — Sendum. ÞVOTTAHÚSIÐ FRÍÐA. Lækjargötu 20 Hafnarfirði sendibílaslöðin, hefur afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. Formaður fjárhags- Framh. af 5. síðu. En það er enn fleira en sem ent og salerni, sem þarf til húsanna, og skal þá enn einu sinni minnt á hitalagnir og mið stöðvarofna — en þeir hafa nú ekki fengizt í marga mánuði og bíða tugir íbúða, sem ekki er hægt að ljúka við, fyrr en hita lagnir og miðstöðvarofnar eru fáanlegir. Almenningi sýnist þó áreiðanlega vera meiri þörf á innflutningi slíkra vörutegunda heldur en t. d. hinna margum- ræddu leirsmíðamuna, svo sem „postulínsborðbúnaðar, skraut- skála, vasa og þess háttar dóts“. Um samanburð Alþýoubiaðs ins á innflutningi tóbaks c.g sements fyrstu sex mánuð' árs ins er formaður fjárhagsráðs fáorður. Og einu rökin, scm hann færir fyrir því, að tóbaks innflutningurinn skuli vera einni milljón króna hærri en sementsinnflutningurinn, ei'U þau „að tekjur ríkisins eru að verulegu leyti byggðar á inn- flutningi einkasöluvaranna, víns og tóbaks“, og því sé ekki um annað að velja fyrir inn- flutningsyfirvöldin, en að leyfa innflutning á svo miklu magni af þessum vörum, sem eftir- spurninni nemur. Þeir, sem þurfa uglýsa eru vinsamlesa beðnir að skila handriti að auglýsingunum fyrir klukkan 7 á föstudagskvöld í auglýsingaskrifstofu blaðsins, Hverfisg. 8—10. Símar 4900 & 4906 Framh. af 5. síðu. engin hætta búin af sjógangi eða vetrarveðrum. Næsta skrefið yrði svo að búa togurunum og bátaflotan- um athafnasvæði við garðinn, sennilega með því að gera bryggju framan til frá garðinum að innan svo stóra, að til dæm- is tveir nýsköpunartogarar gætu með góðu móti legið við hana samtímis annars vegar og stór flutningaskip hins vegar. Mikil nauðsyn er og á því að breikka garðinn inn í höfnina. Verður það ef til vill gert með því að byggja staurabryggju fram með honum, og yrði báta- flotanum þá fengið athafna- svæði þar.. Garðurinn kemur svo útgerð Hafnfirðinga að notum jafnharðan og þessum framkvæmdum miðar áfram. EINN MESTI ÚTGERÐAR- BÆR Á LANDINU. Hafnarf jörður er, eins og kunnugt er, einhver mesti út- gerðarbær á landinu. Hvergi hér á landi eru gerðir út eins margir togarar og þar, að höf- uðborginni einni undanskil- inni og vélbátaútgerð er þar einnig mikil. Hafnarskilyrði eru líka að því leyti til góð frá náttúrunnar hendi, að var er þar jafnan, þótt veður sé mikið nema það standi inn fjörð- inn, og þótti þar fyrrum einna tryggast lægi við Faxaflóa. Höfnin í Hafnarfirði er þeg- ar orðin mikið mannvirki, og verður sjálfsagt einhver bezta höfn á landinu, þegar gerð hennar er lokið til fulls. Bygg- ing syðri hafnargarðsins hefur gengið mjög greiðlega, og má telja það mikið átak Hafnfirð- inga að koma henni þetta vel áleiðis á ekki lengri tíma, þeg- ar þess er gætt, að nýlokið er gerð nyrðri garðsins, sem einn- ig er hið mesta mannvirki. Fyrsta landsmét ís- lenzkra esperantista EINS OG getið hefur verið í fréttum fyrr í sumar, gengst Samband íslenzkra esperant- ista fyrir fyrsta landsmóti ís- lenzkra erperantista í Reykja- vík laugardag og sunnudag 3. og 4. september n.k. Hefst það á laugardag kl. 16 í Háskólan- um með hátíðlegri setningai'- athöfn, ræðu séra Halldórs Kolbeins, forseta sambandsins, og kórsöng á alþjóðamálinu. Síðan flytja fulltrúar ein- stakra félaga sambandsins, svo og ritari þess, stutt ávörp og skýrslur sínar. Síðar um kvöld ið flytur elzti virki esperant- istinn á íslandi, Þorsteinn nag stofustjóri Þorsteinsson, ræðu, og fluttur verður — á alþjóða- málinu — þáttur úr íslands- klukkunni. Einnig verða um- ræður um málefni sambands- ins og hreyfingarinnav £.1- mennt. Á sunnudag verður að for- fallalausu farið til Þingvalla og staðnum, sögulegum minn- ingum hans, lýst. I þeirri ferð geta einnig tekið þátt aðrir en þeir, sem taka þátt í mótinu. Er heim kemur, verður hald ið áfram fundarstörfum, gerð- ar ályktanir og haldinn loka- fundur. Þar mun heyrast rödd dr. Ivo Lapenna, sem hér var í vor. Margir munu taka þátt í mótinu, bæði esperantistar og aðrir unnendur hreyfingar- innar, en fleiri geta þó enn komizt að. Er ekki að efa, að þetta fyrsta landsmót esper- antistahreyfingarinnar á ís- landi verður ógleymanlegt þeim, er það sækja, og góð kynning á alþjóðamálinu yfir- leitt, þar sem fram fer á því kórsöngur, ræðuhöld, leikþátt- ur og áamtöl. Þeir, sem trúa því illa, að slíkt geti gerzt, ættu að koma og sjá hvað fram fer. Þátttökugjald er áætlað 75 krónur á mann, þar í inniíaUð ferðalagið og sameiginlegt borðhald. Gert er ráð fyrir 59 kr. gjaldi þeirra, sem aðeins taka þátt í ferðinni, en 30 kr. fyrir þá. sem taka þátt í mót- inu nema ferðinni. Nánari upplýsingar hjá Ól- afi S. Magnússyni, Hamrahlíð 9, sími 7901, og Árná Böðvars- syni cand. mag., Mánagötu 23. Acheson Framhald af 1. síðu. Acheson boðaði enn fremur, að stjórn Bandaríkjanna hefði ekki í hyggju að skipt.a sér af innanlandsmálum Kína og myndi framvegis sem hingað til kappkosta að hafa vinsamlega samvinnu við kínversku þjóð- ina. Sagði hann, að sá áróður kommúnista væri gersamlega tilhæfulaus, að Bandaríkin undirbyggju árás á Kína. Hann les Alþýðublaðið vantar Lingling til að bera út blaðið í Vesturbænum. Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.