Alþýðublaðið - 02.09.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.09.1950, Blaðsíða 1
Veðurhorfurí Vesían og norðvestan kaldi og skúraleiðingar, en bjart me3 köílum. * Forustugrein: Kröfur bænda. XXXI. árg. Laugardagur 2. sept. 1950 190. tbl. Á flótta úíidan innrásarher kommúnista Þetta er dagleg sjón í Suður-Kóreu síoustu vi .urnar: Það er amerískur hermaður í bifreið, sem mætir gömlum flóttamanni á suðurleið. Hann er á flótta undan innrásarher kommún- ista og ber aleig ma á bakinu. ÍSLENZKU frjálsíþrótta- mennirnir taka þátt í móti í Osló, sem hófst í gær og held- nr áfram í dag. Reyndust ís- lenzku keppendurnir mjög sigursælir í gær. Finnbjörn Þorvaldsson vann 100 metra hlaupi'ð, Örn Clausen 110 metra grindalilaupið, Torfi Bryngeirsson langstökkið. Gunnar Huseby kúluvarpið og íslenzka sveitin 4X100 metra boðlilaupið, en Guðmundur Lárusson varð annar í 400 metra lilaupinu. Finnbjörn Þorvaldsson hljóp 100 metrana á 10,9 sek., en Ásmundur Bjarnason varð ann ar á 11,0. Heimsmeistarinn Mac Kenley vann 400 metra hlaup- ið á 46,7 sek., en Guðmundur Lárusson varð annar á 48,2. Bandaríkjamaður varð þriðji á 48,6, og Norðmennirnir Johan- sen og Boysen urðu fjórði og fimmti á 49,2 og 49.5. Örn Clausen hljóp 110 metra grinda hlaupið á 15,0 sek., en Ingi Þorsteinsson varð annar á 15,5. Torfi Bryngeirsson stökk 7,05 í langstökkinu, en Örn Clau- sen. varð annar, stökk 6,89. Huseby kastaði kúlunni 15,95 metra og íslenzka boðhlaups- sveitin rann 4X100 metra skeiðið á 41,9 sek. ammáia um að kjósa Holland í stað Noregs í öryggisráðið FUNDI hinna fjögurra norrænu utanríkismálaráðherra í Reykjavík lauk sí'ðdegis í gær, og gaf utanríkismálaráðuneytið hér skömmu síðar út tilkynningu þess efnis, að samkomulag hefði verið á fundinum, eins og á fyrri fundum þeirra, í veru- legum atriðum um afstöðu Norðurlanda og áframhaldandi nána samvinnu þeirra á næsta allsherjarþingi bandalags hinna sam- einuðu þjóða. Ákveðið var og, að Norðurlönd skyldu beita sér fvrir því. að Holland yrði kosið í öryggisráðið um næstu ára- mót í stað Noregs, sem þá á að víkja úr ráðinu. Tilkynning utanríkismála- ráðuneytisins um utanríkis- málaráðherarfundinn og störf hans fer orðrétt hér á eftir: „Utanríkisráðherrar Dan- merkur, íslands, Noregs og Svíþjóðar komu saman á fund í Reykjavík dagana 31. ágúst og 1. september, en utanríkisráð- herrar Norðurlandanna halda að jafnaði slíka fundi öðru hvoru. Á fundinum voru rædd ýmis þeirra mála, sem tekin hafa verið á dagskrá allsherjar- þings sameinuðu þjóðanna, sem bráðlega verður haldið í New York. Eins og á fyrri fundum kom það í ljós, að í verulegum at- riðum var samkomulag um af- stöðu hinna fjögurra ríkis- stjórna, og varð að ráði að halda áfram á næsta allsherjar- þingi þeirri nánu samvinnu, sem sendinefndir Norðurlanda hafa haft rneð sér á fyrri þing- um. Nf stórsókn insiráiirhers kommúnista í S«Íur»M6reu -------é------- Hann sótti í gær mikið fram á snðor- ströndinni og brauzt víða yfir Naktong. INNRÁSARHER KOMMÚNISTA hóf í gær stórsókn á tveimur vígstöðvum í Suður-Kóreu, við borgina Haman á suð- urströndinni og Naktongfljótið siiðvestur af Taegu. Beittu kommúnistar ógrynni liðs í áhlaupum sínum og sóttu mikið fram, en í gærkvöldi hóf sunnanherinn gagnsókn, bætti áð- stöðu sína veruléga og náði Haman aftur á vald sitt, en hana varð hann að yfirgefa fyrr um daginn. Virðist mikilla tíðinda að vænta úr Kóreu næstu daga, þar eð kommúnistar undirbúa að auki stórsókn á þriðju vígstöðvunum, norðvestur af Taegu, samhliða áhiaupunum vió Haman og á Naktongbökkum. Kommúnistar hófu sóknina við Haman snemma í gær- morgun, tefldu fram miklu liði og sóttu hratt fram, en sunnanherinn lét undan síga. Seinna um daginn barst svo sunnanhernum liðsauki, þar á meðal fyrstu brezku hersveit- irnar, sem teka þátt í orustun- um í Kóreu ,og hóf hann þá harða gagnsókn, sem borið hafði nokkurn árangur í gær- kvöldi. Náði sunnanherinn borginni Haman aftur á vald sitt með áhlaupi og beitti ó- spart flugflota og skriðdrek- um í viðureigninni við hinar margfalt fjölmennari hersveit ir innrásarhersins. Innrásarherinn brauzt yfir Naktongfljóúð á 17 stöðum suðvestur af Taegu, og sótti síðan hratt fram, þrátt fyrir mikið mannfall. Sunnanherinn heldur þó órofinni varnarlínu á þessum vígstöðvum, en hann óttast, að kommúnistar muni enn tefla þarna fram auknu liði og hefja jafnframt stór- sókn norðvestur af Taegu til að dreifa kröftum andstöðu- hersins. Er augljóst, að kom- múnistum hefur borizt mikill liðsauki undanfarna daga, og lítur helzt út fyrir, að þeir hugsi sér að reyna að knýja fram úrslit með það fyrir aug um að ná Pusan s sitt vald. Fulltrúi Suður-Kóreu tekur þátl í um- ræðum öryggis- ráðsins um innrásina ÖRYGGISRÁÐIÐ saniþykkti í gærkveldi með 9 atkvæðum gegn 1, að fulltrúi Suður-Kóreu skuli taka þátt í umræðum þess um innrás kommúnista í land hans og ráðsíafanir bandalags hinna sameinuðu þjóða í tilefni af henni. Jakob Malik, fulltrúi Rússa, var hinn eini, sem greiddi at- kvæði gegn þessari tillögu, og vakti það athygli, að fulltrúi Júgóslavíu greiddi atkvæði með henni. Tillaga Maliks um að fulltrúi Norður-Kóreu skyldi taka þátt í umræðum þessum var felld. Sir Gladwyn Jebb, fulltrúi Breta, tók í gær við forsæti í öryggisráðinu af Jakob Malik, í Kóreumálinu voru ráðherr- arnir sammála um að halda á- fram stuðningi við tilraunir ör- | yggisráðsins til þess að vinna á móti árásinni gegn Kóreu og koma aftur á friði og öryggi þar: Ráðherrarnir voru sammála um að stuðla að kjöri Hollands til öryggisráðsins í stað Noregs, sem víkur sæti um næstu ára- mót, en venjan hefur verið sú, að sæti þetta skipi eitt hinna smærri ríkja í norðvesturhluta Evrópu. Enn fremur lýstu ut- anríkisráðherrar Danmerkur, íslands og Noregs yfir því, að þeir væru reiðubúnir til þess að stuðla að kjöri fulltrúa Sví- þjóðar til fjárhags- og félags- málaráðs sameinuðu þjóðanna, í stað fulltrúa Danmerkur, sem þar hafa setið að undanförnu. Rætt var um alþjóðastjórn fyrir Jerúsalem og verndun helgra staða. Samkomulag var Framh. á 7. síðu. Þrjú blöð um sigur AlþýÖu sambandsins HÉR FARA Á EFTIR ummæli þriggja blaða um sig- ur Alþýðusambandsins í deilunni út af útreikningi júlí- vísitölunnar. Allar atliugasemdir um þau eru óþarfar: VÍSIR: „Ríkisstjórnin . . . hefur a'ð athuguðu máli séð ástæðu til að verða við kröfum Alþýðusambandsins“. TÍMINN: „Um það er vissulega ekki nema gott að segja, að samkomulag hefur náðst . . . Hitt er svo eftir að sjá, hvort atvinnuvegirnir fá risíð undir þeim auknu útgjöldum, er vísitöluákvæði gengislaganna leggja þeim á herðar“. ÞJÓÐVILJINN: „Alþýðusambandsstjórn vegur aftan ,að verkalýðshreyfingunni . . . Hótanir Björns Ólafssonar um að svipta kratabroddana þægilegu ríkisframfæri og arðvænlegum bitlingum, ef þeir sæju ekki að sér, hafa borið tilætlaðan árangur“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.