Alþýðublaðið - 02.09.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.09.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ .EKKI GÆF- UNNAR langt yfir sbammt; kaupið miða í bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna, —- ALÞYÐUFLOKKSFÓLK! Takið höndum saman viS unga jafnaðarmenn eg a&* stoðið við söíu happdrætti® miða í bifreiðahappdrættl Sambands ungra jafnaðat:? manna. j Andlitsmynd af ungri stúlku Þetta er eitt af málverkunum á sýningunni, sem Kristján Davíðsson opnar í listamannasbálanum kl. 3 í dag. oss leigður frönsku skipa- féið|i frá því i nóv. fif 10. maí .----------—-- Skipið verSur í förum milii Frakklands og N.-Afríku, og verðor áhöfnin íslenzk. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS hefur nývérið gert samn- ing við franska skipafélagið Compagnie Generaie Transatlan- tique (French Line) um leigu á m./s. „Gullfossi“, og verður skipið afhent í Kaupmannahöfn um miðjan nóvember, en skil- að aftur úr leigunni eigi síðar en 10. maí í vor. Sendiherra Hollemf inp I ísiandi Fr einnig sencii- herra á frlancli, og hefur a'ðsetur |>a? FYRIR ÞSEM mánuðupi^íð- an var herra Jonkheer J.- $y...fU •S, Hugronje sbipaður senði' herra Hollands á Íslandí irúé? aðsetri í Dublin, en hann er .o? jafnframt sendihérra lijóðar .sinnar á Íríainí’. Sendiherranr á langan starfsferi! aó baki í lijónustu lanðs síns, hefúr- með al annars verið sendiherra ííol Jands í Mexíkó og Montrcal, er 'áúk þess gegnt starfi við ráf sameinuðii Hjóðanná að undaii förnu um þriggja ára skeið. í blaðaviðtali í gær lét send' herrann þess getiS, að sér vær' ■það mikil ánægja og heiður ac vera skipaður fyrsti sendiherrr þjóðdr sinnar hér. I fyrra starf: sínu hefur hann kynnzt tveinr Islendingum, forseta íslands. herra Sveini Björnssyni, en þéir voru samtímis starfandi í Kaupmannahöfn, og Thor Thors sendiherra íslands í . Bandaríkjunum, og kvaðst hann fagna því, að hafa fengið dækifæri til að hitta þá báða hér í þessari ferð. ..Hollendingar eru nú sú þjóðin, sem mest kaupir af ís- lendingum,“ sagði sendiherr- ann, ,,og veit ég ekki til annars en þeim falli viðskiptin vel. Að sjálfsögðu vildum vér gjarna, áð íslendingar gætu keypt meira af okkur en nú er raunin, en við gerum okkur fyllilega grein fyrir þeim örðugleikum, sem þið, eins og fleiri þjóðir, eigið við að etja í viðskiptamál- unum. Hollendingar þekkja töluvert til íslendinga og sögu þeirra; virða þá sem elztu lýð- ræðisþjóð álfunnar og kunna góö skil á því, að þjóðin er vel menntuð og bókhneigð með af- brigðum og menning hennar á báu stigi. Mörgum Hollending- um er og kunnugt hið forna viðskipta- og menningarsam- band þjóðanna, er hollenzkir sjómenn stunduðu fiskiveiðar við íslandsstrendur og verzluðu nokkuð við landsmenn. Senni- 'lega er það enn að mestu órann- sakað mál, hver áhrif sú kynn- ing hefur haft á menningarlíf þessara tveggja þjóða á sínum tíma.“ „Ég hef haft óblandna á- nægju af förinni hingað, enda þótt mér hafi ekki unnizt tími til að gera víðreist um landið. Beykjavík er að mínum dómi skemmtileg og hreinleg borg og nýjustu húsahverfin mjög til fyrirmyndar. Og þið eruð lausir við það, sem er í senn mesta ó- prýði og böl flestra höfuðborga, — fátækrahverfjn.“ „Það er ósk mín,“ segir sendiherrann að lokum, „að aukast megi kynni með þjóð minni og íslendingum og við- skipti þeirra fara vaxandi, og ekki aðeins verzlunarviðskipt- in, heldur og menningarleg viðskiptiy Sem báðar þjóðirnar mættu hafa gagn af.“ Tekur hið franska skipafélag m.s. „Gullfoss“ á leigu yfir vetrarmánuðina frá nóvember til maí, og verður skipið í sigl- ingum milli Bordeaux í Frakk- landi og Casablanca í Norður- Afríku, aðallega með farþega. Skipið verður afhent í Kaup- mannahöfn um miðjan nóvem- ber 1950, og verður því skilað í Bordeaux eigi síðar .en 10. maí 1951, og er þá gert ráð fyrir að m.s. „Gullfoss" hefji á ný sigl- ingar frá Kaupmannahöfn og Leith til Reykjavíkur, á sama hátt og í sumar. Skipið er leigt með íslenzkri skipshöfn. Það skal tekið fram að Com- pagnie Generale Transatlant- ique er stærsta skipafélag í Frakklandi og í röð stærstu skipafélaga í heimi (m. a. átti það línuskipið ,,Normandie“) og er í alla staði fyrsta flokks fyrirtæki. Telja forráðamenn Eimskips það mkiils vert að leigja m.s. „Gullfoss“ slíku fé- lagi, og ætti það ásamt því að íslenzk skipshöfn verður á skip inu, að vera trygging fyrir góðri meðferð þess. Vegna gjaldeyrisörðugleika var fyrirsjáanlegt að Eimskipa- félagið mundi ekki sjálft geta haldið skipinu út héðan í vetur á erlendum farþegaleiðum, og var því horfið að því ráði að av- huga um leigu á skipinu, með þeim árangri, sem að framan greinir. Aðalfundur presta- félagsins Hall- grímsdeildar slendur yfir á Akranesi Frá fréttaritara Alþýðubl. AKRANESI. AÐALFUNDUR Prestafélags Hallgrímsdeildar hófst með guðsþjónustu í Akraneskirkju kl. 6 e. h. í gær, og stendur yfir í dag og á morgun. Aðalmál fundarins eru „Skírnin“ og „Er kirkjunni þörf á breyttum starfsháttum?“ Frummælendur eru síra Þorgrímur Sigurðsson prestur á Staðarstað og Ólafur B. Björnsson. Síra Þorgrímur flutti í gær- kveldi erindi í Akraneskirkju og fjallaði það um skírnina, en í kvöld flytur dr. Árni Árnason Sýnlr 54 olíomályerk og afsteypyr af tréskuröarmyndum frumstæðra þlóða® --------o------- UNGUR LISTMÁLARI, Kristján Davíðsson, opnár í dág málv'erkasýniiigu í listamannaskálanum, en þetta er í fyrsta sinn, sem hann hefur sjálfstæða sýningu hér á landi, og sýniv Kristján 54 olíumálverk, er hann hefur málað sí'ðustu fjögui'' íár, flest mannamyndir. En auk málverka hans getur þarna aíS líta afsteypur af gömlum tréskurðarmyndum frá Afríku o% Nýja-Sjálandi, og er þetta í fyrsta sinn, sem almenningi hér gefst kostur á að kynnast þeirri list. Fréttamaður Alþýðublaðsins hefur átt tal við Kristján Davíðsson í tilefni af málverka sýningu hans, sem sennilega mun vekjá athygli, þar eð Kristján er í tölu hinna ungu málara, sem mikill styrr stend ur um. — Frá hvaða tíma eru mál- verkin, og hver eru viðfangs- efnin? „Málverkin á sýningunni éru til órðin á árunum 1946— 1950, og þetta eru mest and- litsmynair. Mér finnst gaman að-horfa á andlit og oft mun skemmtilegra en heyra, hvað þessi sömu andlit segja“. — Þetta eru abstrakt mál- verk? „Öll myndlist er abstrakt, meðan hún er að verða til, en það er erfitt fyrir mig að gera í stuttu máli grein fyrir þeirri stefnu, sem ég fylgi. Auðveld- ast mun að slá því föstu, að þetta séu „klessumálverk“. — Er þetta fyrsta málverka- sýning þín? „Þetta er fyrsta málverka- sýningin, sem ég held einn hér á landi. Ég bef einu sinni haft sjálfstæða málverkasýningu, en það var í Philadelphiu í Bandaríkjunum, þar sem ég stundaði nám árin 1945—1947. En ég hef einnig tekið þátt í Norðurlandasýningunum í Kaupmannahöfn í fyrrasumar og Helsingfors í vor, svo og í báðum septembersýningunum hér heima og nokkrum sýn- ingum í sýningasal Ásmundar Sveinssonar við Freyjugötu“. — Hvaða málarar hafa haft mest áhrif á þig? „Ég tel mig einkum hafa lært af myndum Miros, Klee, Matisse og Dubuffets. Af þess- um málurum er Dubueffet yngstur eða milli fertugs og fimmtugs. Hann vekur gífur- lega athygli um allan hinn sið menntaða heim og er því lík- ast sem málverk hans séu vax- in út úr náttúrunni eða um- hverfinu. En þegar ég var ung lingur hér í Reykjavík, unni ég mjög mörgum myndum Kjarvals. Erlendis hef ég lagt mikla stund á að skoða list héraðslæknir erindi, er hann nefnir „Tvær stefnur“. Á morg un verða guðsþjónustur í sex kirkjum, í Akraneskirkju, Innra-Hólmskirkju, Hvanneyr- arkirkju, Bæjarkirkju og Lundakirkju. Tveir prestar annast hverja guðsþjónustu. Kristján Davíðsson. svokallaðra frumstæðra þjóða og vinn um þessar mundir fremur úr þeim áhrifum en öðru, sem fyrir mig hefur bor- ið“. — Þú kynnir sýnishorn list- ar frumstæðra blökkuþjóða á sýningunni? „Já, ég eignaðist þessar af- steypur vestur í Bandaríkjun- um og hef lengi hugsað mér að gefa fólki hér heima kost á að kynnast þessari list þar eð hún er hér áður óþekkt".. Kristján Davíðsson íæddisf hér í Reykjavík árið 1917, en ólst upp vestur á PatreksfirðL Hann fór ungur að mála sara- hliða öðrum störfum og hafði vakið eftirtekt áður en hann sigldi vestur um haf til e.ð stunda nám þar, enda þótt hann hefði ekki tekið þá'tt í opinberum málverkasýning- um. Eftir að Kristján komi heim frá Bandaríkjunum hef- ur hann dvalizt sumarlangt f. París, og gefur hann þá stutt- orðu skýringu á erindi sínu, að þangað hafi hann farið til að „skoða“. Raflækjaverzlunin Rafall opnuð aftur R AFTÆK J AVERZLUNIN RAFALL, Vesturgötu 10 hér í bæ, sem verið hefur lokuð undanfarið vegna sumarleyfa, vcrður opnuð aftur í dag. Hefur hún mikið af raftækj- um á boðstólum, vegglampa,, ljósakrónur, fluoscebtlámpa og handmálaða borðlampa meðal annars.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.