Alþýðublaðið - 23.09.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 23.09.1950, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 23. sept. 1959 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þfr.gfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Áuglýsingar: Emilía Mölíer. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Lýðræðlð í verka- lýðssamtökunum. ÞAÐ var heldur en ekki völl- ur á Þjóðviljanum í gær, eftir fulltrúakjörið í Dagsbrún á Al- þýðusambandsþing. ,,Ðags- brúnarmenn í fylkingarbrjósti eins og jafnan áður“, gat að lesa í risabókstöfum þvert yfir fyrstu síðu blaðsins; „kusu 33 sameiningarmenn á Alþýðu- sambandsþing með yfirgnæf- andi meirihluta." En í frásögn- inni, sem fyigdi þessari digur- barkalegu fyrirsögn, var ómögu legt að finna neinar upplýsing- ar um það, þótt leitað væri með logandi ljósi, hver þessi „yfir- gnæfandi meirihluti“ hefði verið, — með hve miklu at- kvæðamagni hinir 33 fulltrúar félagsins á Alþýðusambands- þing hefðu yfirieitt verið kosnir. Til þess að fá vitneskju um það varð að fara í önnur blöð; en þar var upplýst, að þeir hefðu verið kosnir með 405 atkvæðum af hér um bil 3300, sem fram hefðu komið, ef allir félagsmenn hefðu mátt kjósa! En það hindraði komm- únistastjóm félagsins með því að láta fulltrúakjörið fara fram á félagsfundi, þar sem aðeins lítill hluti félagsmanna gat komizt inn til að greiða at- kvæði, í stað þess að hafa um það allsherjaratkvæðagreiðslu, eins og sjálfsagt var í svo fjöl- mennu félagi, og Alþýðusam- bandsstjóm mæltist eindregið txl. Af þessum ástæðum, svo og vegna hins, að „sameiningar- mennirnir" i Dagsbrún voru nú kosnir á Alþýðusambandsþing með um það bil 200 færri at- kvæðum en fyrir tveimur ár- um, þótti Þjóðviljanum það ráðlegast í gær, að þegja alveg um meirihluta þeirra. Þannig er sigurgleðin og samvizkan inni við beinið, þó að manna- lega sé látið í fyrirsögnum Þjóðviljans. * En hvað segir hinn mikli meirihluti Dagsbrúnarmanna sjálfra, sem ekki fékk fyrir bolabrögðum kommúnista- stjóraarinnar í félaginu að kjósa, og hvað segir verkalýðs- hreyfingin um land allt um slík vinnubrögð í kosningunum til Aiþýðusambandsþings? Það er augljóst og ómótmælanlegt, að við fulltrúakjörið í Dags- brún var allt lýðræði og rétt- læti fótum troðið af kommún- istum. Þeir neituðu beinlínis, með því að hundsa tilmæli Al- þýðusambandsins um allsherj- aratkvæðagreiðslu, yfirgnæf- andi meirihluta félagsmanná um möguleika til þess, að gera atkvæðisrétt sinn gildandi, og sölsuðu þannig ákvörðunarrétt- ínn um það, hverjir vera skyldu fulltrúar félagsins á Alþýðu- sdmbandsþingi, undir rúma 400 fylgismenn sína í hópi 3300 fé- lagsmanna, sem allir áttu jafn- atí rétt til þess að velja fulltrú- ana. . Sennilega koma þessi dæma- lausu bolabrögð kommúnista við fulltrúakjörið í Dagsbrún ekki til með að hafa nein úr- slitaáhrif á það, hver meirihluta fær á . Alþýðusambandsþingi, lýðræðissinnar eða kommúnist- ar, af því, að kommúnistar geta, sem betur fer, óvíða kom- ið víð sömu klækjabrögðum, og meirihluti lýðræðissinna virð- Lst svo mikill og öruggur. En fvrir þyí getur enginn lokað augunum, að vel mætti svo fara undir öðrum kringumstæðum, að vilji verkdýðsins yrði alger- lega falsaður með slíkum vinnu brögðum og lítill minnihluti í verkalýðssamtökunum gerður að meirihluta á Alþýðusam- bandsþingi. Sjá allir, að slíkt er með öllu óþolandi og má ekki framvegis viðgangast. Það værður að búa þannig um kosn- ingafyrirkomulag til Alþýðu- sambandsþings, að lýðræðið í samtökunum sé tryggt gegn slíkum klækjum og yfirtroðsl- um hinnar ofbeldissinnuðu klíku kommúnista. Það er til dæmis meira en lítið athyglisverð staðreynd um það kosningafyrirkomulag, sem nú viðgengst til Alþýðu- sambandsþings, að 585 félags- menn í Hreyfli, sem þátt tóku í fulltrúakjörinu á Alþýðusam- bandsþing þar, fá ekki nema 8 fulltrúa á sambandsþingið, en 464 félagsmenn í Dagsbrún, sem sitja kjörfund þess félags, þ. e. meirihlutinn og minni- hlutinn samanlagður, hvorki tneira né minna en 33 fulltrúa! Þessa fásinnu mætti vitan- lega fyrirbyggja með því að breyta kosningafyrirkomulag- inu, fyrirskipa annað hvort allsherjaratkvæðagreiðslu í öllum hinum stærri félögum, aða ákveða, að fulltrúatalan á Alþýðusambandsþingi skuli bundin við greidd atkvæði. Hvort tveggja myndi vafalaust auka stórkostlega þátttökuna í fulltrúakjöri til sambandsþings lendingarstöðum. og jafnframt gera kommúnist- um það ómögulegt að beita þeim bolabrögðum við fulltrúa- kjörið, sem þeir hafa nú í frammi, hvar sem þeir geta því við komið, meðal annars í Dagsbrún í fyrrakvöld. Sjálfsagt myndu kommúnist- ar verða sííkri breytingu á kosningafyrirkómulagi til Al- þýðusambándsþings fjandsam- legir. En það er lýðræðismeiri- hlutans, sem væntanlega verð- ur á næsta sambandsþingi, þrátt fyrir alla klæki komm- únista, að knýja hana fram samt, og 'tryggja þar með í eitt skipti fyrir öll lýðræðið í alls- herjersamtökum verkavýðsins hér á landi. Gjafir berasf enn lil kaupa á heli- kopterflugvél SLY S AV ARN AFÉL AGINU er stöðugt að berast gjafir til kaupa á Helicoptervél, síðasta gjöfin er frá slysavarnadeild- inni ,,Hafrún“ Eskifirði kr. 1000.00. Geysisslysið, bendir ótvírætt á hina miklu nauðsyn þess, að slík björgunarvél sé til taks i landinu. Er talið víst að flug- vél sú, sem slysavarnafélagið hafði hér til reynslu, myndi hafa getað bjargað áhöfninni af Geysi sírax fyrsta daginn, sem hún fannst, með því að sel flytja þá þessa 30 km. ofan af jöklinum þangað, sem hægt var að lenda öðrum flugvélum eða aka bifreiðum, en vél þessi gat lent hvar sem var, hvort sem það var í hrauni, vatni eða snjó. Þá hefði sú vél verið hin ákjósanlegasta til leitarinnar, hvort sem var að leita að áhöfn inni sjálfri eða heppilegum Kaffi og brennivín. — Þégar tímasprengjan springur í andlitið á okkur. — Eggjaverð og tilkostnaður. KAFFIÐ ER ORÐIÐ það dýrt, að það fer að nálgast brennivínið. Ætli þetta endi ekki með því, að við hættum að drekka kaffi og- tökum brenni- vínið í staðinn? Með því væri vitleysan fullkomnuð. — Tutt- agu dansleikir eru auglýstir um hverja helgi í útvarpinu. — Stöðvun togaraflotans heldur áfram, hvorki sjómenn né út- gerðarmenn vilja sætta sig við lausn sáttanefndarinnar. — Enginn sér sem stendur fyrsr endann á togarastöðvuninni. ÞETTA ERU ákaflega tákn- rænar myndir . fyrir ástanöið í dag. Ég held að við séum á leið- inni í áttina til Ieyndrar tíma- cprengju, seni springur svo allt í einu öllum að óvörum og beint í andlitið á okkur. Við hend- umst áfram vegir^p. að sprengj- unni, hlæjandi og flissandi —- og þykjumst vera á skemmti- reisu. Við erum sprettharðír ís- lendingar, svo að við verðum varla lengi á leiðarenda. ÁÚST JÓHANNESSON for- stöðumaður Landssambands eggjaframleiðenda sendir mér eftirfarandi að gefnu tilefni: ,,í Alþýðublaðinu 19. þ. m. er smágrein um verðhækkun á eggjum og fl. í sambandi við þá búvöru. Þar sem ekki er farið með rétt mál að því ég bezt veit, þá vildi ég biðja þig, Hannes minn, fyrir eftirfarandi: MÉR ER EKKI KUNNUGT Hverjum þykir sinn fugl fagur. UNGIR ÍHALDSMENN hafa til umráða sérstaka síðu í Morgunblaðinu af o| til. Er þar rætt í gær um haftastefn una og opinbert eftirlit og auð vitað á að afnema hvort tveggja að dómi greinarhöf- undar. Á hitt er ekki minnzt einu orði, að Sjálfstæðisflokk urinn hefur verið aðili að fram kvæmd haftastefnunnar og opinbers eftirlits undanfarin ár, án þess að hreyfa hönd eða fót til að afnema það, sem ungir íhaldsmenn telja orsök allra meira þjóðfélagsins. Björn Ólafsson vildi raunar af nema höftín og ýmislegt fleira, meðan hann var ó- breyttur þingmaður, en hann hefur einhvern veginn misst áíhugann fyrir því eftir að hann varð ráðherra. SATT AÐ SEGJA er það furðu legt, að ungir íhaldsmenn skuli vera að heimska sig á því að skrifa um mál eins og þessi, því að það kemur upp um þá, hvað þeir fylgjast illa með þróun tímanna. Opinbert eftirlit er oft og tíðum ekki aðeins æskilegt heldur bráð- nauðsynlegt. Nauðsyn þess snýr raunar ekki að aðstand- endum Morgunblaðsins og þeim aðilum samfélagsins, sem ungir íhaldsmenn dá og þjóna. Hún snýr að þjóðinni, fólk- inu í landinu, en hagsmunir þess liggja ungum íhaldsmönn um í léttu rúmi. Þeir teldu mjög vel farið, að ekkert op- inbert eftirlit hefði orðið til þess að gera rekistefnu út a£ heildsalamálunum frægu og öðrum áþekkum fyrirbær- um. Og áhugi þeirra fyrir af- námi haftanna stafar fyrst og fremst af því, að þeir vilja, að heildsalamir og stórútgerð armennirnir fái að ákveða upp á sitt einsdæmi, hvað sé flutt inn til landsins og við hvaða verði varan sé seld. Það er með öðrum orðum daum- ur hins svokallaða einkafram taks, sem fyrir þeim vakir. ANNARS ER UMRÆDD GREIN á unglingasíðu Morg- unblaðsins athyglisverðust fyrir það, að hún er enn ein sönnun þess, hversu til hefur tekizt um árangu.r gengislækk unarinnar. Morgunblaðið og höfundar gengislækkunar- laganna héldu því fram, að ein blessun gengislækkunar- mnar yrði afnám haftanna. En það.er víst eitthvað ann- að en höftin hafi verið af- numin, þrátt fyrir gengislækk unina.. En það er eins og greinarhöfundurinn haldi, að þetta sé sök vinstri flokk- anna. Hann ætti að kynna sér málið svolítið betur og at- huga, hvort þessi þátturinn í framkvæmd gengislækkunar- innar hafi ekki raunverulega átt að heyra undir Björn Ólafs son. ÍHALDSUNGLINGARNIR eru líka gjarnir á að fjölyrða um fjármálastjórnina og finnst hún ekki þekkileg, sem ekki er heldur við að búast. En svo þagna þeir rétt eins og þeim sé ókunnugt um allt samhengið. Þó ættu þeir að vita, að fjármálaráðherrar ís lendinga í meira en áratug hafa verið íhaldsmenn, þar til nú fyrir nokkrum mánuðum. að íhaldið lét Eysteini embætt ið eftir, enda þá ekki lengur talið sérstaklega eftirsóknar- vert að hafa það á hendi. Þannig er allt á sömu bókina lært hjá ungum íhaldsmönn- um. Þegar þeir ætla að fara að berja á andstæðingunum, reynist það Sjálfstæðisflokk- urínn, sem jafnan á sökina. Þetta kemur engum á óvart, sem þekkir feril Sjálfstæðis- flokksins. En þeir, sem skrifa síðu íhaldsunglinganna í Morgunblaðinu virðast ekki hafa hugmynd um af hverju þetta stafar. Svo mjög þykir þeim'sinn ljóti fugl fagur. um, að fleygt hafi verið eggjum í sjóinn eins og sagt er að hafi verið gert í smálestatali í fyrr- nefndri grein, og sá, sem hefur gefið slíkar upplýsingar, . ætti að sjálfsögðu að gera nánari grein fyrir þessari fullyrðingu sinni. Annað mál er það, að meðferð eggja og geymsla á þeim er mjög mikið vandamál, sem félagssamtök okkar, er þessa búgrein stundum, þ. e. Landssamband eggjaframleið- enda, er nú að reyna að leysa, og mun gera, allt sem hægt er til þess. Á VISSUM TÍMUM ÁRS virðist framboð á þessari bú- vöru fullmikið, en á öðrum tím- um vantar hana tilfinnanlega. En framboð og eftirspurn á hvaða vöru sem er þarf ávallt að haldast í hendur svo jafn- vægið sé eiVilegt. Nú mun vera fundið upp nýtt rotvarnarefni, sem hægt er að geyma egg í sem ný svo mánuðum skiptir. VERÐLAG EGGJA. Egg hafa ekki hækkað í verði í 3 ár eða síðan haustið 1947, þótt mjólk og aðrar landbúnaðarafurðir hafi stórhækkað á sama tíma. Aftur á móti hafa allar fóðurvörur hækkað gífurlega, eða um 50 til 70 prósent. í ÞESSU SAMBANDI er rétt að geta þess, að hagskýrslur sýna, að fyrir síðustu heims- s'tíyrjöld var verð á eggjum og ísl. smjöri mjög svipað yfir ár- ið, og fyrir kom, að suma már.- uði ársins voru egg í hærra verði en ísl smjör, en nú er ísl. smjörið nál. helmingi dýrara en. eggin eða kr. 42,50 í útsölu, auk þess er smjörið greitt niður um kr. 10,00 kg. með fé úr ríkis- sjóði eins og fleiri búvörur, en eggin ekki, og þó niðurgreiðslu leiðin sé farin til að draga úr hinu háa verði vörunnar,. er sá mismunur tekinn af almenningi með öðru móti, þ. e. með hækk- uðum sköttum. HAFI HLUTFÖLLIN milli eggja og smjörverðs verið rétt fyrir stríð, þá hlýtur eitthvað að vera bogið við mismuninn á verðlagi þessara vöruflokka nu. ÞAÐ ER FREISTANDI að geta þess, að á s.l. ári var verð á eggjum á Norðurlöndunum þremur, Danmörk, Noregi og Svíþjóð miðað við vinnulaun töiuvert hærra en á íslandi, vísast til greinar, er kom í tímar. „Alifuglaræktin" í febr. s.l., 2. tbl. 2. árg., ,Egg og mjólk“. SANNLEIKURINN ER SÁ, að þrátt fyrir þessa hækkun á eggjunum, þá hefur framleið- andinn ekki nálægt því almenn verkamannalaun fyrir , vinnu sína við hirðingu dýranna, og hvaða ástæða er til þsss að ein stétt frekar en önnur vinni þegnskyldustcrí ^yrír þjóðfé- lagið?“ Úlbreiðið Alþýðubiaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.