Alþýðublaðið - 15.10.1950, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐIÖ
Sunnudagur 15. október 1950
Ingólfs (afé.
Eldri dansarnir
í kvöld klukkan 9.
sejdir frá klukkan 8.
Sími 2826.
Leifur
Leirs:
OG DAGARNIE-----------
Og dagarnir hrynja
eins og perlur
af brostnu bandi
sogast í eilífðar hít
eins og dauðinn
úr bokku frá Brandi
þetta líf
er þokkalegur
fjandi
Leifur Leirs
(poet hydr. atom.)
Dr: Áifur
Orðhengils:
ABAKVIÐSJALFANSIG.
Þegar fjöllin bergmála hinn
hljóða söng fánýtisins á undir
bragandi -norðurljósum eða jafn
vel alskýjuðum himni og í rign
ingu, þá fer varla hjá því, að
einhvert kitlandi nervösitet fram
leiðslufýsnarinnar grípi sál
sjenísins, ef hann þá ekki sef-
ur eða er fullur.
Þetta bergmál er nefnilega
fyrir margra hluta stakir hið
merkilegasta og enn órannsak-
að mál því að vísindamennirnir
virðast enn ekki hafa skilið að
það geti haft nokkra praktíska
þýðingu. Hljómbylgjur þess
nemast ekki með eyrum, heldur
er þar um hljómgeislun að ræða,
líkt og radar eða baran, og verk
ar á litninganna í heilafrumun-
um. Geta þær á þann hátt vald-
íð hugrænum stökkbreytingum
é la Lýsekó, þannig, að séníalsk
ur neisti getur skyndilega orðið
að helvítans miklu báli fyrir á-
hrif þeirra, og brotizt ,út í ís-
miskri fjöldaframleiðslu, "sam-
kvæmt lögmáli keðju verkanna.
Enn er það, að menn eru mis
móttækilegir fyrir þessar hljóm
bylgjur eða hljómgeislun og fer
það eftir tvennu, andlegri ant-
emustefnu og sálrænni bylgju-
lengd. Hentug antennustefna
er sér í lagi fólgin í neikvæðri
smekkvísi varðandi klæðaburð,
hinum ólíkustu tegundum
skeggs, og jáfnan í abstrakt-
samræmi við sviphöfnina; fútúr
ískum höfuðbúnaði og náðarsam
Iegu. yfirlæti í framkomu og
vingjarnlegu niðuráliti. Bylgju
lengdareinkennin birtast helzt
í flogakenndum víxlgangstilþrif
um og reflexívum kippum með
upphrópunarmerkjum og þánka
strikum og óhóflegri sparsemi á
endapunkta, — en þess á milli
í stóiskri leti eða hugrænu
þjáningarforderii sjálfspíslings-
ins, sem'þá á það til að stinga
sjálfan sig ímynduðum títu
prjónum og líða fyrir heiminn.
Það getur verið dásamlegt að
móttaka þessa hljómgeislun; dá
samlegt að vi tasig ganga með
hinn séníalska neista í rassvas-
anum og eiga í vændum að hann
þá og þegar verði að því báli,
sem brennir brækurnar utan af
lærunum. En því fylgja þján-
ingar . . . það er ekki andskota
laust fyrir séníið að vera alla
sína ævi að strsitast á móti því,
að hið fullkomna listasköpunar
verk skreppi einhvers staðar út
úr honum og geri öll verk venju
legra snillinga að fúski og. fá
nýti. . . . En flestum þeirra tekzt
það nú samt. . . .
Dr. Álfur Orðhengils.
GENGIÐ TJNDIR LEKA.
Eitt tlagblaðanna flytur þá
fregn, að í ráði sé að. fljúga
hundi til Bandaríkjanna . . .
E.kki fylgdi það fregninni
hvort hundurinn tæki farþega
eða ekki.
Það er nú komið á daginn, að
vart muni menn vera valdir að
rr\etþjófnaðinum á Raufarhöfn
Að minnsta kosti segir í einu
dagblaði bæjarins, að þar sé nú
hofð sérstölr gát á „húsum, sem
grunsemdir eru tegndar við“.
Það er þá víst ekki í ■ fyrsta
skiptið, sem hús reynast pen
ingaþjófar.
Ms. Ðronni
fer að öllu forfallalausu
mánudaginn 16. þ. m. til
Færeyja og Kaupmannahafn-
ar.
Tilkynningar um vörur
sem fyrst.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen.
Erlentlur Pjetursson.
Auglýsið í
býðjblaðina!
Frank Yerby
HEITAR ASTRIDUR
nein börn. Og hvdð sjálfUm hon
úmJ viðkomp'dii jgtti hártn að;
hæíta a fjáð; —'*að . . . Að sjí’.f
sögðu gat géðsjúkdómur ■ !Sab-:
b'finú '• aðeins’ 'át t*' i'é'ttír* 'sírt'áf* áð
rekja til óttans og skelfingar-
innar, sem greip hana, þegar
faðir hennar var skotinn til
bana, en hver gat úr því skor-
ið, hvort sá sjúkleiki kæmi fram
í börnum hennar eða ekki? Gat
það og ekki átt sér stað, að hún
hefði orðið brjáluninni að her-
fangi, einmitt vegna andlegrar
veiklunar; víst var um það, að
frænku hennar, frú Dunsau,
virtist ekkert hafa orðið meint
við hina válegu atburði. Þær
voru af sama blóði í föðurætt,
— en hvað vissi hann um móð-
urætt Sabrínu? Ó, guð rninn
góður, hugsaði hann, hvers
vegna hlýddi ég ekki raust eðl-
isins og tók Denísu mér fyrir
konu? Hvers vegna valdi ég
hana ekki sem móður sona
minna? Augu hans tóku að
blika undir dökkum brúnun-
um. „Móður sona minna, móð-
ur sona minna, tautaði hann
lágt. Ef til vill var Denisa þeg-
ar með barni hans. Fátt var
meira að segja sennilegra! Ham
ingjan hjálpi mér, og ég sem
virti hana varla kveðju.-------
Hann varð þess var að Sa-
brína starði á hann stórum
myrkum augum, eins og hún
vildi spyrja hann einhvers.
„Um hvað ertu að hugsa,
Laird?“ spurði hún loks.
„Ekkert!“ svaraði hann harka
lega. Vagninn nam staðar í
þessu og Laird leit út um glugg
ann. „Þá erum við á leiðar-
enda“, mælti hann.
Hann steig út úr vagninum,
stirður og þrekaður eftir kyrr-
setuna í vagninum. ísak
gnæfði í ekilssætinu eins og
höggmynd úr svörtum marm-
ara; starði fx*am undan sér og
hreyfði hvorki legg né lið.
Laird virti hann fyrir sér og
vissi ekki hvað gera skyldi, en
opnaði síðan vagndyrnar upp
á gátt og hjálpaði konu sinni
út. Síðan gengu þau heim að
húsinu; þegar þau komu nær,
sáu þau að köngullær höfðu
sett upp vef sinn í öllum horn-
um og skotum, al.lt var ryk-
fallið, gluggaklerarnir brotnir
og þök víða tekin að leka. AUt
var þögullt og kyi-rt eins og
í dauðs manns gröf. Laii'd sá að
Sambrína titraði við.
„Laird!“ hvíslaði hún niður-
lút og fitlaði við ermi hans eins
og ákaft barn. „Gerðu það fyr-
ír mig að taka ekki neitt fólk
til starfs innan hí/,s!“
Laird leit forviða á hana.
■ „Ekki strax að minnsta kosti.
Ekki fyrr en ég er farin að!
hressast. Ég get annazt innan- i
hússtörfin sjálf. Ég . . . “ Hún j
þagnaði. Virtist ekki koma orð j
um að því, sem hún viidi segja. ;
Laird horfði á hana góða
hríð, cg svipur hans var al-
voru þrungin.
„Er það þessi negrahræðsla?“
npurði hann rólega.
"Iiún laut höfði.
„Allt í lagi!“ svaraði Laird.
„Ég’ skal ráða til okkar hvítt
starfsfólk frá Colfax, en ég er
hrfeddur um að þú komizt fljótt
;f|ð rauji um, að þa’ð sþ.tilí lítils
!', ■ ■ ■■,. i ■ ', ■■... ■ 'í. i *
nýtt“. Rödd hans var þi'eytu-
Íeg. x' ííi' : f fíoL
„Mér stendur það á sama“,
svaraði hún, og það var ekki
laust við að nokkui-rar þrá-
kelkni gætti í rc|.mum. „Ég
læt mig það engu skipta, ef
ég aðeins þarf ekki að vita af
svertingjum í nálægð minni.
Ég get ekki liðið þá. Ég er
hrædd við þá. Þeir
„Svona, svona“, mælti Laird
sefandi og tók hana í fang sér.
Hann bar hana upp þrepin, inn
undir svalirnar. Dyrnar stóðu
opnar í hálfa gátt, og inn á
ganginum var allt þakið gráu
ryki. Laird bar bi'úði sína inn
fyrir þröskuldinn, síðan stóðu
þau um hi’íð í anddyrinu, hlið
við hlið, og virtu fyrir sér
hina háu veggi; innan þeirra
var svalt, jafnvel í ágústhitun-
um.
„Það er ekki svo mikið, sem
hér þarf lagfæringar við“, varð
Sabrínu að orði.
„Svo mai'gt og mikið, að það
verður þér ofraun“, svaraði
Laird, hálfkuldalega. Nú skul-
um við koma upp á loft; þú
þarft að hvíla þig og ég þarf
að verða okkur úti um ein-
hverja hressingu“.
„Ekki hef ég á raóti því“,
hvíslaði hún“, vertu bara ekki
lengi í burtu, og gættu þess, að
engir
„Það er engin hætta á því“,
cvaraði Laird, stuttur í spuna.
„Þetta er leiðin, gerðu svo vel“.
Sabrína nam staðar í dyrum
svefnherbergisins, en Laird tók
að þurrka rykið úr lokrekkj-
unni, opnaði síðan línskápinn
og náði þar í sængurföt, sem
voru köld og þvöl og það var af
þeim mygluþefur. Síðan bjó
íiann þeim rekkju, án þess að
biðja hana aðstoðar. Að því
búnu rétti hann úr sér, leit til
hennar og glettnisglampa brá
fyrir í gráum augum hans.
„Nú Skalt þú leggjast fýrir“,
mælti hann. „Ég kem aftur eftiv
Gtundar fjórðung”.
Sabrina hreyfði sig ekki úr
rporum. Hún starði á hann stór-
um augum.
„Hvað gengur nú að þér’ ‘
spurði Laird, og fremur stygg-
lega.
,,Heima!“ hvíslaði hún. „Við
erum komin heim, Laird. Síð-
ustu þrjá sólarhringana. heíur
þú ekki snert varir mínar kossi.
Ég hef kennt hitanum og
þreytunni um það, en nú hvgg
ég, að ég viti orsökina. Hvers-
vegna kvæntist þú mér Laird?
Af meðaumkun?“
Hann gekk til hennar, svip-
ur hans var blandinn grimmd
og meðaumkun, svo að ekki
mátti í milli sjá hvort mátti
sín meira. Og hann laut að
henni, greip höndum um bak
henni rétt fyrir neðan íierða-
blöðin og læsti hold hénnar
stei’kum fingrum. Um leið
brýsti hann vörum sínum svo
fast að munni hennar, að höf-
uð hennar sveigðist aftur og til
hliðar, unz hana þraut andann
og allt varð heitri móðu hiúpað
fyi'ir augum liennar.
Hann sleppti takinu og hörf
aði skrefi fjær henni. Það hafði
verið önnur, sem hann sá fyr-
ir hug'skotssjónum sínum á
meðan kossinn stóð.
Og hann sá ekki Denisu í
CÖmu stöðu og hann sá Sab-
rínu nú. Hann sá Hana, þar sem
hún lá í í’jóðrinu, þegar hann
rkildi við hana, sá dimmfjólu-
blá augu hennar tárum döggv-
uð, girt dökkum baug niagn-
leysisdvalans; varir hennar enn
fölar eftir kvöldina og sárauk-
ann; — þar sem hún lá hakin
og forsmáð eftir að hún hafði
gefið allt, sem henni var unnt
að gefa.
Hann stóð þarna í rökkrinu
og augnaráð hans var þrungið
reiði og harmi. Þegar hann sá
gleðina þoka fyrir sorginni í
íjvip konu sinnar, flaug honum
fú spurning í hug, hvernig á því
mætti standa að örlög hans
væru bundin bi'jálaðri konu og
kyndblendingi. Og það var eins
og einhver djöfulleg, flissandi
i'ödd endurtæki spurninguna í
sífellu í eyru hans.
Hann snerist á hæli og snar-
aðist út úr svefnherbei'ginu; síð
nn reikaði hann fram ganginn
eins og maður í svefni, og
Getum útvegað leyfishöfum hinar viðurkenndu
B.T.H. rafmagnsperur með sérstaklega stuttum.
fyrirvara og mjög hagkvæmu verði.
Einkaumboð á íslandi fyrir
THE BRITISH TIiOMSON-HOUSTON EXPORT
CO. LTD.
Vesturgötu 17.
Sírni 4526.