Alþýðublaðið - 15.10.1950, Side 7
Simnuclagui' 15. októbev 1950
ALÞYÐUBLAÐIÐ
i
ÖLLUM ÞEIM, sem heiðruðu mig og sýndu mér
vináttu á sextugsafmæli míriu, flyt ég mínar beztu
þakkir. •
; . Jón Gunnlaugsson.
■'J .r»ód ;(>■.<>..\:i 1’•■'■••• -ii - • — —— —i -j-.l+jzLI ;
Auglýslð í Alþýðublaðl^o
Reykvíkingar!
Sækið
TAVELT
Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Verka-
mannaskýlinu við höfnina í dag, 15. október.
Hefst klukkan 2 e. h.
ir nýtir og glæsilegir munir verða
á Msf'élum iyrir 50 aura.
Má þar nefna: Fatnað, ytri sem innri. Kven-
töskur. Skra'utmuni margs konar. Dýrmæta
listmuni úr leir frá Guðmundi frá Miðdal.
Forkunnarfagurt málverk frá Matthíasi Sigfús-
sýni. Ríjög vandáð snyrtiborð o. fl. af því tagi.
Frí skemmtiferðalög með skipum og flugvélum.
Matvara ýmisleg. Kjöt í heilum skrokkum,
kartöflur og mjölvara í heilum pokum, að
ógleyrndu eldsneyti, fat af olíu og 3 tonn áf
kolum.
Þá má benda á Helgafellsbækurnar góðu,
Sturlungu, Brennu-Njálssögu, Bókina um
manninn.
Þarna er allt að fá, er nöfnum tjáir að nefna.
Engin núll. Drátturinn 50 aura aðeins.
Aðgangur 50 aura.
Fjölmennið, freistið hamingjunnar og hjálpið
til með að koma upp langþráðri radiomiðunar-
stöð á Garðsskaga.
Kvennadeíld Slysavarnaiélags íslands.
Reykjavík.
Nýjar sáttatilraunir
í (ogaradeliunn!
STÖÐUGIR fundir um tog-
aradeiluna liafa verið lialdnir
undanftn-na daga. Kallaði sátta
nefndin deiluðila, á fund sinii. á
föstndag og stóðu fui>dirniþá,
fram á nótt, en héJdu áfrám í
gær, , og var þá fullt útlit á.
stöðuguiu fundu,m tuji, helgina.
Auk sáttanefndarinnar, Torfa
Hjartarsonár og Gunnlaúgs
Briem, hafa þeir Emil Jónsson
og Ólafur Thors tekið þa'tt í
þessúm nýjti sáttatilraunum
undanfárna tvo daga.
Ævisaga Houdini
úi hér
ÆVISAGA Houdini, sjon-
hverfinga- og töframahnsins
heimskunna, er komin út hjá
bókaútgáfunni Garðarshólma í
íslenzkri þýðingu Péturs Sig-
urðssonar háskólaritara.
Bókina ritar Harold Kellock
eftir ævisögubrotum og ýms-
um öðrum skjölum og heim-
ildum, er Houdini lét eftir sig,
svo og endurminningum konu
hans, Beatrice Houdini.
Houdini er einhver kunnasti
sjónhverfinga- og töframaður,
sem sögur fara af. Hann gerði
ýmis gamalkunn brögð betur
en áður þekktist og fann auk
þess upp sjálfur margs konar
listir, sem engum mun hafa
tekizt að leika eftir honum
fram að þessu.
Bókin er 262 blaðsíðuru að
stærð, með allmörgum mynd-
um, prentuð í Steindórsprenti.
Norður-Koreu
Framh. af 1. síðu.
inn, sem, sækir fram að austan,
fi'á hafnarborginni Wonson á
austurströndinni, 100, km,
Fyrsta riddaraherfylki Banda-
ríkjamanna tók borgina Kum-
chon, sem tr mikilvæg sam-
göngumiðstög 18. km. norður
af 38. breiddarbaug, hex-skildi
með snöggu áhlaupi í gær. Var
megin her kommúnista hrak-
inn brott úr borginni, en þó
geisuðu harðir götubai'dagar í
Kumchon í gærkvöldi. Mestur
hluti varnarhers kommúnista
í borginni komst undan norður
á bóginn, en nokkrar hersveit
ir þeirra voru í herkví í gær-
kvöldi, og var talið, að þær
myndu bi'átt uppi'ættar, ef
þær gæfust ekki upp skilyrðis
laust.
Lið sameinuðu þjóðanna, sem
sækir fram á miðvígstöðvun-
um norður til Pyongyang,
leggur leig sína eftir þjóðveg-
inum þangað; en hersveitirnar
frá Wonsan sækja fram þvert
vfir Kóreuskagann fi'á austui’-
ströndinni í áttina til höfuð-
borgarinnar. Er bersýnilegt, að
her saineinuðu þjóðanna ætlar
nú að leggja megináherzlu á
sóknina til Pyongyang eftir að
hann hefur búizt um á mið-
vígstöðvunum og á austur-
ströndinni.
Móðir mín,
JÓSAFÍNA JÓSEFSDÓTTIR,
andaðilt að heimili mínu, Meðalholti 6, 14. þ. m.
Bjarni Tómasson.
II. ......................... i
Auglýsið í
Aljiýðublaðinu!
Jarðarför
Jóns Jónssonar frá Ekru,
sem andaðist 7. þessa mánaðar, fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 17. þessa mánaðar og hefst klukkan 1,30 eftir
hádegi.
Athöfninni verður útvarpað.
Aðstandendur.
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför afa okkar,
Torfa Sigurðssonar frá Eyrarbakka.
Kristbjörg Gísladóttir. Torfi Gíslason.
er afgreitt til fastra áskrifenda og í lausasölu hjá
þessum mönnum:
Verzlun Gunnar Jónssonar, Olíustöðinni, Hvalfirði.
Sveinbirni Oddssyni, Akranesi.
Daníel Eyjólfssyni, Borgarnesi.
Jóni Gíslasyni, Hellissandi.
Ottó Árnasyni, Ólafsvík.
Steinari Ragnarssyni, Stykkishólmi.
Sæmundi Bjarnasyni, Fjósum, Dalasýslu.
Ebeneser Ebeneserssyni, Bíldudal.
Kolbeini Guðmundssyni, Flateyri.
Verkalýðsfélaginu Súgandi, Súgandafirði.
Páli Sólmundarsyni, Bolungarvík.
Ólafi Guðjónssyni, Hnífsdal.
Jónasi Tómassyni, ísafirði.
Jóni Gíslasyni, Súðavík, Álftafirði.
Guðm. t*. Sigurgeirssyni, Drangsnesi, Steingrímsf.
Friðjóni Sigurðssyni, Hólmavík.
Jens P. Éiríkssyni, Sauðárkróki.
Jónasi Hálfdánarsyni, Hofsós.
Jóhanni Mollei', Siglufirði.
Lárusi Frímannssyni, Dalvík.
Þorst. Jónssyni, Hafnarstræti 88, Akureyri.
Sigurjóni Ármannssyni, Húsavík.
Guðna Þ. Áryasyni, Raufarhöfn.
Guðm. Einarssyni, Þórshöfn, Langanesi.
Ingólfi Jónssyni, Sevðisfirði.
Ólafi Jónssýni, Norðfirði.
Guðlaugi Sigfússyni, Réyðarfirði.
Jóni Brynjólfssyni, Eskifirði.
Þórði Jónssyni, Fáskrúðsfirði.
Bjarna Guðmundssyni, Hornafirði.
Birni Guðmundssyni, Vestmannaeyjum.
Arnbirni Sigurgeirssyni, Selfossi.
Jósteini Kristjánssyni, Stokkseyri.
Verzl. Reykjafoss, Hveragerði.
Jóni I. Sigurmundssyni, Eyrarbakka.
Árna Helgasyni, Garði, Grindavík.
Ásgeiri Benediktssyni, Garði, Efra-Sandgerði. '
Alþýðuhrauðgerðinni, Keflavík.
Þorláki Benediktssyni, Garði.
Birni Þorleifssyni, Ytri-Njarðvík.
Sigríði Erlendsdóttur, Kirkjuvegi 10, Hafnarfirði.
Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstu mán-
aðamóta. — Snúið yður tii útsölumanna Alþýðu-
blaðsins eða afgreiðslunnar í Alþýðuhúsinu, —
Hverfisgötu 8—10, Eeykjavík, og gerist áskrif-
endur að Alþýðublaðinu.