Alþýðublaðið - 22.10.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.10.1950, Blaðsíða 1
J Stríð í frumskógum Indó-Kína Skæruhernaðurinn í Indo-Kína, sem er nú að verða að meiri háttar styrjöld, er víða háður í frumskógum, þar sem yfir fen og aðrar veg eysur er að fara, eins og þær, sem sjást hér á myndinni. Það eru hermenn úr her Vietnam-iýðveldisins, sem eru að fara yfir eitt fenið. Her kommúnista i Kóreu gefst nú upp i þúsundatali -----4---- Lið sameinuðu þjóðanna norður af Pyongyang hefur sameinazt sveif- um fallhlífarhermannanna Molotov og 6oH- wald á fundi í gær MOLOT'OV, fyrrum ut- anríkismálaráðherra Rússa, gekk í gær á fund forseta kommúnistastjórnarinnar í Tékkóslóvakíu, Klements Gottwalds, og ræddi við hann lengi. Kominformráðstefnan í Prag mun eiga að sætta Tékka við það, að kommún- istastjórnin í Austur-Þýzka- landi fái aukin ítök í alþjó’ða sambandi kommúnista í við- urkenningarskyni fyrir hreinsanirnar þar og „kosn- ingarnar“ á dögunum. Er búizt við, að utanríkis- má'.aráðherrar flestra lepp- ríkja Rússa sitji Kominform ráðstefnu þessa í Prag. KOMMÚNISTAHERINN í NORÐUR-KÓREU virðist nú vera í algerri upplausn á ölium vígstöðvum. Liðssveitir 'hans gefast upp þúsundum saman, en þær, sem eiga undanfcomu auðið, eru á skipulagslausum ög hröðum flótta norður á bóginn, og flugflati sam- einuðu þjóðanna heldur uppi 'linnu'lausri loftsókn gegn þeim. Stjórn Norður-Kóreu, sem flýði 'brott frá Pyongyang skömmu áður en borgin gafst upp, hefur nú setzt að í smábæ gegnt landamærum Mansjúríu. Hver verSur næsfi aðalrii ÖRYGGISRÁÐIÐ samþykkti í gær með 7 atkvæðum gegn 1 að fela fulltrúum stórveidanna að halda sérstakan fund til þess að reyna a'ð ná samkomu'.agi um kjör næsta aðalriíara handalags hinna sameinuðu þjóða, og verður fundur þessi hald- Leópoid fyrrum Belgíufcon- ungur nú setzfur að á Ifalíul -------♦------- Hann fór þangað frá Briissel fyrir skömmu með Seyrsd á næturþeli. -------4------- LEÓPOLD fyrrum Belgíukonungur fór fyrir skömmu burt frá Brússel með leynd á næturþeli, og hefur engin opin- ber tilkynning ver.'j gefin út um ferðalag lians. Þó er vitað, að ferðinni var heitið til Ítalíu, og er fullyrt í Belgíu, að Leó- pold sé setztur þar að fyrir fullt og alit. inn í New York á rnorgun. Fundur öryggisráðsins í gær var haldinn fyrir luktum dyr- um, og mun þar hafa komið fram mikill áhugi á því, að reynt yrði að fá Trygve Lie til að gefa kost á sér til endur- kjörs, en Rússar liafa fyrir skömrnu lýst yfir því, ag þeir muni beita sér gegn kosningu hans. Fulltrúi Indlands tók aftur tillögu sína um að stórveldin legðu fram lista yfir þá menn, sem þau gætu hvert um sig sætt sig við í þe|ta embætti og Framh. á 4. síðu. Liðssveitir sameinuðu þjóð- anna, sem tóku Pyongyang herskildi, hófu þegar sókn frá^ borginni norður á bóginn og hafa sameinazt sveitum fallhlíf arhermannanna, er svifu til jarðar 40 km. norður af Pyong- yang í fyrradag. Hefur her norð anmanna á þessum vígstöðvum lítið sem ekkert viðnám veitt, en gefizt upp í þúsundatali. Her kommúnista, sem hafði bú izt um 60 km. norður af Pyong- vang. er nú á hröðum og skipu lagslausum flótta í áttina til landamæra Mansjúríu. en flug vélar sameinuðu þjóðanna halda uppi linnulausum loftárás um á hann og gera mikinn usla í röðum hans. Stjórn Norður-Kóreu hefur setzt að í bæ nokkrum fast við (Frh. á 7. síðu.) Fimmveldaráðstefna um ágreiningsefni aiþjóðamálanna Tillaga urn þaö sam- þykkt í stjórnmála- nefndinni i gær. STJÓRNMÁLANEFND bandalags hinna sameinuðu þjóða samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær tillöguna um, að fimmveldin, Bretland, Frakk íand, Bandaríkin, Kína og Rúss land, efni til sérstakrar ráð- stefnu til að reyna að ná sam- komulagi um helztu ágreiniugs efni alþjóðamálanna. Á fimm- veldaráðstefna þessi að gefa allsherjarþinginu skýrslu um árangurinn- af tilraun þessari og hafa lokið störfum fyriv miðj an nóvember. Áður höfðu fulltrúar Bret- lands og Bandaríkjanna í stjórn málanefndinni lýst yfir því, að stjórnir þeirra væru reíðubún- ar til að gera þessa tilraun og myndu greiða tillögunni at- kvæði. Gaf John Foster Dulles yfirlýsingu þessa efnis af hálfu Bandaríkjanna og Kenneth Younger af hálfu Bretlands, en báðir vöruðu þeir við of mikilli bjartsýni í sambandi við hina fyrirhuguðu ráðstefnu. Stjórnmálanefndin felldi til lögu frá fulltrúa Rússa um að st.jórn Kommúnistá í Kína skyldi verða aðili að fimm- veldaráðstefnu þessari í stað þ j óðer nissinnast j órnarinnar, ?em er hinn löglegi kínverski aðili að bandalagi hinna sam- einuðu bjóða. ----------4---------- Iffa Tékkar dæmd- ir fyrir landrád ÁTTA TÉKKAR voru dæmd- ir í Bratislava í gær fyrir land- ráð, 3 til dauða og 5 í ævilangt fangelsi. Einn sakborninganna, fyrr- verandi liðsforingi í tékkneska hernum, játaði að hafa stárfað með títóistum og rekið erindi Bandaríkjanna. í fylgd með Leópold var kona hans, De Rethy, sem mjög kom við sögu konungsdeilunnar í Belgíu, en hún á von á barni um áramótin. Leópold hvarf aftur heim til Belgíu 22. júlí í sumar eftir að hafa dvalizt í útlegð í sex ár. Heimkoma hans hafði sem kunnugt er þau áhrif, að Belgía íogaði í verkföllum og óeirðum, og þegar Vallónar hófu þús- undum saman mótmælagöngu í áttina til Brússel, afsalaði hann sér völdum í hendur syni sínum 1. ágúst. Leópold og kona hans hafa aldrei farig út fyrir Laeken- höllina eftir að hann sótti De Rethy til Sviss í byrjun sept- ember fyrr en nú, að þau ferð- uðust brott frá Brússel áleiðis til ítalíu. Tilhæfulaust að Vestur-Þýzkaland verði vígbúið DEAN ACHESON, utanríkis málaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir því- í Washington í gær, að það væri tilhæfulaust með ölluu, að Vesturveldin ætl uðu að leyfa endurvígbúnað Vestur-Þýzkalands og sagði, að tilgangur þeirra væri að- eins sá, að efla lögregluliðið þar svo, að það væri fært um að halda uppi röð og reglu í íandinu. Er þessi yfirlýsing Aehesons tekin sem svar við því, að efnt hefur verið til Kominformráð- stefnu í Prag til þess að ræða eflingu lögreglunnar í Vestur- Þýzkalandi, en Rússar og lepp ríki þeirra halda uppi þeim áróðri, að hún þýði í raun og veru endurvígbúnað Þjóð- verja. Brezka út.varpið skýrið frá því í gær, að lögreglan í Vest- ur-Þýzkalandi yrði eftir sem áð ur margfalt fámennari en hinn dulbúni lögregluher komnuin- ista í Austur-Þýzkalandi, enda myndi erindi Molotovs til Prag meðla annars i/j reyna að fá • Tékka til að sætta sig viö það, að kommúnistastjórnin í Aust- ur-Þýzkalandi hefur^ raunveru iega endurvígbúið þúsundir manna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.