Alþýðublaðið - 18.01.1951, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.01.1951, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. janúar 1951. IÞROTTAÞATTUR. Vöðvan Ó. Sigurs: Heilir íslendingar! Gott og metaríkt ár öllum í- þróttagröpum! Fræga sigra á öll um keppnum og á öllum vett- vöngum, erle.ndis og innlendis, •— svo fræga, að höfðatöluregl- urnar þurfi hvergi við, enda er hún, satt að segja, aðeins lífankeri, sem ekki ber að grípa til, nema allt sé í volli og voða. Merkasta og athyglisverðasta íþróttamálið, se.m enn hefur upp komið á þessu ári, er án efa ,,^fengismálið“, sem blöðin hafa heldur en ekki gert að bombu að undanförnu. Hið merkilegasta í málitiu er þó kannski það, að þar hefur ver- ið sett slíkt met í misskilningi og rangtúlkun, að. óefað mæ.tti staðfesta það sem heimsmet, — og það án höfðatölureglunnar. Það er eins og blöðin keppnist við að lauma því inn hjá fáfróð- um almenningi, að íþrótta- menn eigi ekki að bragða á- fengi! Hvílík reginfirra! Drakk elcki Egill Skallagríms- son? Er þess nokkurs staðar get ið í Njálu, að Gunnar á Hlíðar- enda og Skarphéðinn hafi ver- ið stúkubræður Halldórs á Kirkjubóli? Eða er nokkur staf ur í Grettis sögu því. til stuðn- ings, að Grettir hafi ekki telc- íð sopann sinn, þegar því var að skipta? Ég bara spyr! Og eru þessir menn ekki, samt sem áð- ur, heimsfrægustu íþrottagarp ar Norðurlanda, — já, hins vest ræna heims? Ég spyr bara? Og enn eitt, og það sem þyngst ætti að verða á metunum — er ekki kappdrykkja gömul og gild þjóðeríþrótt? Jaínvel eldri í- þrótt en glíman og því sögu- lega göfugri! Og ber oss ekki fyrst og fremst sem heilum ís- lendingum, að leggja mesta rækt við allt, sem þjóðlegt er, og þá ekki hv.að sízt, þær bjóð- legu íþróttir, sem gerðu garð- rækt vora frægasta í dentíð. Eða •eigum vér að auglýsa úrkyn.i- un íslenzku þjóðarinnar. öllum heimi, með því að láta ættlausa, erlenda déla drekka afkomend- ur Egils Skallagrímssonar og konu hans undir borð á alþjóða keppnismótuín Jafnyel þótt tekið væri fyllsta tillit til höfða tölureglunnar! Gætum vér tek- ið á móti fagnaðarþrifningu þjóðarinnar eftir slíkar þrak- farir í þjóðlagustu íþrótta- keppni vorri? Gætum vér horft framan í gjaldeyrisyfirvöldin á eftir, án þess að roðna? Ekki ég . . . Nei, — hið sanna í málinu er það, að hér er um ísmeygilega skemmdaverkasta.rfsemi gegn í- þróttamenningu lands vors að ræða. Hér eru að verki for- stokkaðir og einsýnir ofstækis- menn, blindaðir áróðri, látandi einhver alþjóðasamtök misnota sig til að vinna að því, að vér verðum slegnir út af erlendum þjóðum í vorri þjóðaríþrótt! í- þróttamenn! Látum þeim aldrei takast að vinna slíkt ódæði gegn landkynningunni! Aldrei. Hefjum, bróðir (hvorki bróðir Halldór né exbróðir Helgij, hefjum bróðir, bikar vorn og stígum á stokk og strengjum þess heit, að hefja hina göf- ugustu og elztu þjóðaríþrött vora aftur til vegs og virðingar og setjum þar mörg heimsmet, hérlendis og erlendis, — og lát- um svo ofstækismennina og í- þróttahatarana halda því fram, að Grettir hafi synt úr Drang- ey, til þess að komast á fund í Einingunni! Skál og met! M'eð íþróttákveðjum. Vöðvan Ó. Sigurs. Frank Yerhy ASTRIDUR Smurf brauð. Sniííur. Köld borð. Ódýrast og bezt. Vin- samlegast pantið með fyrirvara. MATBARINN, Lækjarg. 6. Sími 80340. Dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást í skrifstofu Sjómannadagsráðs, Eddu- húsinu, sími 80788, kl. 1:1—12 og 16—17, Bóka- búð Helgafells í Aðalstr. og Laugavegi 100 — og í Hafnarfirði hjá Valdi- mar Long, hefur afgreiðslu á Bæj- arbflastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. Lesið Alþýðublaðlð! rr * eins kvenmaður á í hlut. Og þarna er hún í fylgd með strák geplinum, sem lætur þá skömm viðgangast, að henni sé haldið frillutaki . . Laird gekk að manninum og lagði höndina á öxl honum. „Þér voruð eitthvað að minn ast á ungfrú Lascals“, mælti hann ofboð rólega, og lá við .sjálf.t, að rómur hans væri vin- gjarnlegur. „Ég.er smeykur um að mér hafi misheyrzt. Hvaða nafn var það nú aftur, sem þér völduð henni?“ Maðurinn snerj sér þegar að Laird og virti hann fyrir sér. Og þegar hann sá, að bros lék um varir hans, hugði hann öllu óhætt. „Ég sagði aðeins, að Denísa Lascals væri hóra, og það er ekki meira en hver maður í þessari ’ borg veit og hefur iengi vitað.“ Þetta var meira en Laird gat þolað. Sá, er mælt hafði, sagði ekki fleira að sinni. Um leið og hann sleppti orðinu, lá hann meðvitundarlaus á gólfinu. Og Laird var horfinn út, áður en íélögum hins fallna hafði gefizt ráðrúm til að átta sig. Hann gekk hratt eftir gangstéinni til móts við þau systkinin. Jean-Paul kom brátt auga á hann. Honum varð þegar litið til Denísu og sá þegar, að hún hafði séð hann og þekkt. Hún: var orðin náföl og svo óstyrk i spori að Jean-Paul rétti henni höndina til stuðnings. Denísa greip urn arm honum svo fast, að hann kenndi sársauka, og. nann fann, að hönd hennar var íunheit, Laird nálgaðist þau, Hann gekk hægt og virtist hafa fyllsta vald yfir hreyfingum sínum. Hann staðnæmdist við hlið Denísu. „Denísa ....“ mælti hann, og rödd hans var styrk og ró- teg, þrungin yl og innileik. Jean-Paul varð litið á syst- ur sína. Hann sá.greinilega, að hún varð að taka á öllu því, sem hún átti til, til þess að halda stjórn á tilfinningum sínum. Hún var náföl í vöng- um, og þegar hún loksins tefldi .4 þá hættu ag svara, var rödd hennar ísköld og hörð. „Þú ert heldur seint á ferð, Laird Fournois,“ mælti hún, ihægt og skýrt. „Nú eru ár lið- in, síðan þú hvarfst á brott frá mér; síðan hefur þú ekkert lát- ið til, þín heyra. Það er því ekki nema eðlilegt, að sá hug- ur, sem ég kann að hafa borið til þín, hafi tekið eðlilegum breytingum á þvi tímabili, og ef þú vi’dir gera sv.o vel að leyfa mér að koniast leiðar minnar, þá . .. . “ „Þú lýgur!“ svaraði Laird með hægð. „Sú ást, sem við bárum hvort til annars, getur hvorki dáið neé breytzt. Aldrei að eilífu. Það veizt þú sjálf.“ Denísa yppti öxlum. „Ég veit það eitt,“ mælti hún, ,,ag ég er mjög þreytt, og þú varnar mér að komast leiðar minnar. Ég veit það líka, að ég hef ekki minstu löngun til að ræða við þig frekar eða sjá þig nokkurn tíma aftur.“ Jean-Paul sá, að hendur Lairds héngu máttvana niður með síðum, og þegar hann tók til máls, minnti rödd hans á bergmál þrumunnar, þegar sjálfur gnýrinn er þagnaður. „Hvað s.egirðu?“ mælti hann. „Þú heyrðir það bezt sjálf- ur,“ svaraði hún. Laird þagði við og vék úr vegi. Nokkra stund stóð hann í sömu sporum og horfði á .eftir þeim. Síðan snerist hann á hæli og hélt aftur inn í veit- íngakrána. „Whisky,“ mælti hann við skenkjarann. Rödd hans var of boð róleg, en samt sem áður var einhver sá hljómur í henni, cr gerði manninum hverft við. Hanri skenkti í glasið og ýtti bví til hans. Laird bar það að v.örum sér og einbeitti vilja rfnum enn að því, að ná valdi á ,hugsunum sínum. Á morgun, hugsaði hann, verður barizt hér í borginni. Hvíta hersveitin gerir uppreisn gegn þeirri fylkisstjórn, sem nú fer með v.öld. Nú á ég eftir ;að velja. mér stað í fylking- unni, — velja mér fyíkingu. Það er að segja, — ég þarf ekki að hafa fyrir því. Ég verð hlut- laus. Geng leiðar minnar um götur og stræti. án þess að láta :götuvirki og tálmanir mig nokkru skipta. Denísa Lasals sat inni í her- bergi sínu í húsi Hugh Dun- sns. Hún starði fram undan.sér, þungt hugsi. JeanPayl, bróðir hennar, stóð skammt frá henni- Hann var fölur í andliti og .þungbúinn á svip. „Þú elskar hann enn þá,“ mælti hann, og rödd hans var köld og hrjúf. „Þú elskar hann enn þá.“ „Já,“ svaraði Denísa. „Ég elska hann. Ég elska hann og .hann einan, hvernig sem fer. Ég elska hann meira en heiður minn og öryggi. Ég ann honum heitara en voninni um eilíta sælu og fyrirgefning synda minna,“ Hún þagnaði við skamma hríð. „En nú er ég allri von svipt,“ bætti hún við í hálfum hljóð- um. „Hví þá það?“ spurði hann. Denísa starði út um glugg- ann. „Ást okkar er háð illum ör- lögum“, mælti hún. „Nú er Hugh önnum kafinn við að und irbúa morð, múgdráp og blóðs úthellingar fyrir morgundag- ínn. Og hvað tekur svo við. Ef ég réði það við mig að hverfa á brott með Laird, yrði það aðeins til þess, að þú yrð- ir hengdur Og hvar sem við iærum, mundi þessi slægyitri og illgjarni maður senda morð hunda sína á s’óð okkar. Og morðhundar þeir eru tryggir sínum húsbónda, það. get ég fullvissað þig um. Á cg þá nokkurra kosta völ, ear.?“ „Nei, hún á engra kosta völ, hugsaði Jean-Paul. „Þú átt engra kosta völ, elsku, varn- aiiausa barn. Það má vel vera, að þú hafir alltaf verið breyzk. en engin kona hefur nokkru rinni verið fórnfúsari og drengilegri en þú. Get ég þeg- ið fórn þína lengur, og sarnt talið mig í hópi karlmanna. Mig skortir allan hug og dug til þess að standa í stórræð- um og tef a djarft, — það hef- ur mér alltaf verið ljóst, ;— og þess verður þú nú grimmi- lega að gjalda . . . “ Hann tók hatt sinn og bjóst til. ferðar „Nei, ég geri eKki ráð fyrfr, að þú eigir neinna kosta völ“, mælti hann. „Vertu sæl, systir góð“. Hann hélt á brott. Úti fyrir var tekið að dimma af nótt, og björt s.tjpmuaugun voru tekin að gægjpst upp fyrir myrka skýjafalda. Jean-Paul var þungt hugsi. Enda þótt ég hpfi ekki lifað dáðríku lífi, eða af- rekað neitt það, er sannar hug og karlmennsku, get ég þó kvatt lífið eins og djörfum dreng sæmir. Hann herti spor- ið, unz hann var farinn að hlaupa við fót, og hraðaði för sinni e.ð veitingakránni, þar eem hann hafði séð Laird ganga inn. Guð gefi; að hann sé ekki farinn þaðan, hugsaði hann. Guð gefi, að ég geti náð talí af honum, svo að ég m.egi þó kveðja heiminn, sem dreng- lyndum manni sæmir. Hann tók andköf af mæði, þegar hann hratt opnum dyr- um drykkjukrárfnnar og æddi inn á gólfið. Laird stóð. við drykkjarborð- ið; hann leit upp, er- Jean-Paul xuddist inn. Laird var allsgáð- .ur á þann hátt, sem ölvaðir. menn geta orðið, þegar eitt- ,hvað það hefur komið fyrir ,þá, sem gerir áþrif áfengisins að engu á svipstundu. Hann rétti ósjálfrátt úr, sér, þegar hann sá Jean-Paul ganga inn í salirtn. ,,Laird“, mælti Jean-Paul.og greip andann á lofti. „Ég verð að tala við þig“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.