Alþýðublaðið - 20.03.1951, Side 6

Alþýðublaðið - 20.03.1951, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐiÐ Þriðjudagur 20. niarz 195J : 44. dagur Ðorothy MacArdle.. ÓBmÐNIR GESTIR 2. haft!, mm Flytur bráðskemmtilegar sögur, skrítlur og kvæSi, frásögn af nýjum kvikmyndum, Bridgeþátt, krossgátu o. m. fl. — Prýtt fjölda mynda. Efni þessa heftis er meðal annars: Viðtöl víð Guð- runfi Ár'nadóttur verzluhafiii. og Egi) Guttormsson stórkaupun., Lögmannssonur í bónorðsför, eftir Pétur Sigurðsson háskólariíara. FÆST HJÁ BÓKA- OG BLAÐASÖLUM Framhald af 1. síðu. inni, er þeir félagar komu, og ákvað strax með sjálfum sér að kæra framferði þeirra, en hafði engjn vitni á þeirri stundu, og talaðist svo til, að þeir kæmu aftur kl. 5—6 að vitja þagnarfjárins. Hafði Hjálmtýr á orði, að hann gæti samþykkt víxil fyrir upphæð- inni, en hefði ekkert víxileyðu- blað, en lögregluþjónninn gat bætt úr því, og dróg víxiieyðu blöð upp úr vasa sínúm og lét Hjálmtýr fá tvö. Þegar þetta samtal fór fram talaðist svo til að Hjálmtýr greiddi 1200 eða 1500 krónur. Eítir að mennirnir voru farn- ir hringdi Hjálmtýr strax til rannsóknarlögreglunnar og skýrði frá máiavöxtum. Var honum ráðlagt dð afla sér vitna, áður en mennirnir kæmu aftur. og skyldu vitnin leynast í verzl uninni og hlusta á samtaf hans við mennina, er þeir kæmu. Fékk Hjálmýr síðan 3 menn sem vitni, og lögregluþjónn var látinn vera á vakki í nágrenni verzlunarinnar á liinum tilsetta tíma. Á umræddum tíma kom Sig- urbjörn lögregluþjónn og Sig- urjón strætisvagnsstjóri á ný, og byrjaði þá þref á ný um greiðsluna, og hlustuðu vitnin á samtalið, en lögregluþjónn- inn, sem settur hafði verið á varðstöðu við búðina kom og handtók mennina báða. Framburður Sigurbjörns G. Björnssonar lögregluþjóns er á þá leið, að svo hafi talazt til milli sín og Sigurjóns, að Sig- urjón keypti íyrir sig áfengi, er hann ætlaði að nota í tilefni af 30 ára afmæli sinu. í fyrstu hefði hann ætlað að kaupa á- fengið í Áfengisverzlun ríkis- ins, en er þeir voru á leið þang- að stakk Sigurjón upp á því að hann útvegaði honum spíritus eða blandaðan spíritus hjá Hjálmtýri Guðvarðarsyni, en þar kvaðst Sigurjón áður hafa fengið spíritus keyptan. Hafi þeir þá farið að fornverzlun- inní og falað spíritus hjá Hjálm tý, en hann kvaðst engan eiga, en bað þá koma seinna um dag- inn. Kvaðst Sigurjón hafa gart það og hafi hann fengið 4Vi lítra af spíritus og afhent hann Sigurbirni, sem þótti spíritus- in grunsamlega daufur. Lét lög regluþjónninn því rannsaka alkoholmagnið. Efíir þennan úrskurð ræddust þeir félagar við og ákáðu að fara fram á 300 krónur í skaðabætur, en jafn- framt hefði lögregluþjónninn haft við orð að kæra Hjálmtý. Að svo búnu fóru þeir á fund Hjáímtýs. Bæði Sigurbjörn og Hjálm- týr segja, að stungið hafi ver- ið upp á 2000 krónum í skaða- bætur, en Sigurjón telur að Hjálmtýr hafi fyrstur nefnt þessa upþhæð, en þjarkað var fram og aftur og fleiri upphæð- ir nefndar. Þeir félagar játa að þeir hafi afhent Hjálmtý 2 víxileyðublöð, og að svo hafi talast til að þeir kaemu aftur kl. 6 á föstiidagskvöldið. Þá hafi þeir aftur farið að þjarka um upphæðina, er Hjálmtýr skyldi greiða þeim, og voru ým ist nefndar 2000, 1500 og 1200 krónur. Enn fremur játa þeir að þéir hafi hótað að kæra Hjálmtý ef hann greiddi þeim ekki bætur fyrir vörusvikin. Hjálmtýr heídur því hins veg ar fram að lögregluþjónninn hafi heimtað 1000 krónur í sinn hlut, en lögregluþjónninn kveðst hafa tekið svo til orða, að 1000 krónur væru ekki of mikið í skaðabætur. Rannsókn málsins er ekki að fullu lokið. Hjálmtýr hefur 1 ekki játað að hafa selt mönn- ] um þessum áfengi og skuli þeir ; sjálfir sanna það, ef slík sala ’ hafi farið fram. | Varðandi víxileyðublöðin gef j ur lögregluþjónninn þá skýr- j ingu, að hariri hafi staðið í hús- byggingu og átt í því sambandi víxlaviðskipti við banka og því verið með víxileyðublöðin á sér. Það skal að lokum tekið fram, að lögresluþjóninum, S'gur- birni G. Björnssyni hefur yerið vikið frá störfum og var það gert strax fyrir helgi. stíar þú okkur í. sundur aftur.'‘ „Stella, — þetta er hræði- legt.“ ,,Og samt er annað hræði- j Iegra,“ hélt hún áfram. j „Mamma getur ekki hvílt í , ; friði. Það er eitthvað, sem ræn- j j ir hana ró í gröfinni; ef til vill j eitthvað, sem ég gét ráðið bót j á, og ég verð að komast að raun um hvort, svo er og hvað það er. Ég verð .... hvað sem það kostar mig, verð ég að sjá , svo um, að hún öðlist frið.“ j Ég varð orðlaus. Gagnvart ' slíkri barnslegri tryggð og trú , við .... draug varð mér ráða- fátt. j „Taktu nú eftir,“ mælti ég enn. „Þetta varðar mig allt eins mikið og þig, enda þótt þú get- ir ekki gert þér það ljóst nú og ég geti ekki skýrt það fyrir þér nánar, á meðan þú ert enn á valdi geðshræringar þeirrar, sfem þetta hefur vakið með þér. Ég ætla því ekki eð ræða mál- i ið frá því sjónarmiði að svo stöddu, en ég vil búa svo um hnútana, að þér geti orðið j Drangsvík örugur samastaður. Stella, ski’ur þú það? Ég vil ganga svo frá öllu, að þér sé óhætt eð koma þangað þegar þér býður svo við að horfa. Sé það andi móður þinnar sálugu, sem þar er á ferli, andi sámúð- ár, ástar og einlægni .... ef svo er, að allur ótti sé ástæðu- laus og öll hætta útilokuð, þá er þér velkornið að vera þar dáglegur gesturi. En við verð- um fyrst að vita það með ó- ýggjandi vissu. Þú verður því að taka á þolinlnæði þinni óg , véita mér nokkurn frest . . . . “ j ,,Ég er hrædd um að ég geti fekki afborið biðina“, svaraði l hún. „Nei, ég get víst ekki beð- ið . . .“ Við vorum komin inn í þorpið og ég beindi bifreiðinni inn á Stiginn, sem lá upp að húsi liðsforingjans. „Ég mun gera allt, sem í mínu valdi stendur“, sagði ég. „Og þangað til er þér velkom- ið að koma og baða þig í vík- inni með Pamelu. Ég vona meira að segja að þú gerir það“. Hún hristi höfuðið. „Ég heimsæki ykkur ekki fyrr en mér er leyfilegt að ganga um húsið“, svaraði hún. Orð hennar særðu mig. ,,Er það vegna ástar þinnar á húsinu eða vináttu okkar vegna, að þig fýsir að mega heimsækja okkur?“ spurði ég. Varir hennar tóku að titra. „Láttu mig ekki fara að skælab, mælti hún um leið og hún steig út úr bifreiðinni og liraðaði sér upp að húsiriu. Liðsforingin opnaði dyrnar. Hann leit athugandi á hana og mælti' eitthvað við hana í hálf Um hljóðum, beið síðan eftir mér og bauð mér að koma irin. Mér fannst ho'nUm hafa til muna hrörnað. Það var ör- þreyttur öldungur, sem hall- aði sér að arinnnhillunrii og virti mig fyrir sér. Ég sagði honum þegar, að Stella væri alveg búinn að jafna sig, að hún hefði sofið vel alla nótt- ina, og sagði honum síðan satt ög rétt frá öllu, sem við hafði borið; . að við liefðum fundið hana meðvitundarlausa á stiga pallinum ... ,,Á þeim sama stað og vinnu kona yðar þóttist hafa séð þessa sýn?“ spurði hann, og það var helkuldi í rómnum. „Kún er hjátrúarfull, kerl- ingargreyið“, svaraði ég, og revndi síðan að skýra það fyrir honum, að Lizzie rnundi hafa orðið einhverra óþægilegra á- hrifa vör, og það hefði síðan orðið til þess, að hún ímynd- aði sér, að hún hefði séð vof- una. Hann hlustaði á mig með ákefð og athygli. Ég fékk hug- boð um, að hann kysi helzt af öllu að viðurkenna þessa skýr ingu mína, en gæti samt ekki tekið hana góða og gilda. „Hvað eigið þér eiginlega við, þegar þér talið um óþægi- leg áhrif“, maldaði hann í mótinn. „Ég á við það“, svaraði ég, og reyndi af fremsta rnegni að haga orðum mínum þannig, að þau yrðu ekki misskilin, ,,að þau áhrif séu eins konar eftir-. ómur af löngu liðnum atburð- um, sem á síriurn tíma hafi valdið íbúum hússins ákafri geðshræringu eða ótta, og það eimi það mikið eftir af þeim, að það nægi til þess að skapa óþægileg áhrif þeim, sem þar búa nú, og vekja með þeim á- þekka óttakennd“. Það kom hörkusvipur á and- lit hans við þessi orð. Og hann lét dragast úr hömlu að.bjóða mér sæti. „Þér minnist þess eflaust11, mælti hann ka’.dranalega, „að ég varaði yður eindregið við þessu?“ „Ég minnist þess“. „Mér þykir mjög fyrir því, að þið skuluð háfa orðið fyrir þessu ónægði“. „Það er álit okkar, systur minnar og mín“, tók ég til máls, ,,að þessu ónæði mundi af létta, svo fremi sem okkur tækist að finria hina raunveru- legu orsök þess. Eða að minnsta kosti hyggúr systir mín það“. Augu hans sku.tu gneist-um. „Ég hygg að systur þinni væri bezt að láta sig þetta engu skipta“, svaraði hann hryssingslega, en gætti síðan að sér, og brð mig kurteislega afsökunar. „Ég hygg“, bætti gariengis isianas og Sovétlistamannanna, verða endurteknir í Austurbæjarbíó kl. 7 í dag. Pantanir, sem verða .iósóttar. yéJ-ða seldar í Bókabúð Máls og Menningar frá kl. 1 í dag. hann við, „að ekki sé um ann- að fyrir ykkur að velja, en að þið reynið að venjast þessu ónæði, í því trausti að það sé meinlaust ykkur og vinum ykkar“. Mér gramdist við hann, syst ur minnar vegna, og sagði því með nokkrum þunga“. „Ég fæ ekki betur séð, en við eigum, siðferðislega skoð^ að, heimtingu á því, að þér veitið okkur alla þá aðstoð í þessu sambandi, sem þér meg^ ið“. „Ég get enga aðstoð veitt j'kkur“. „Það greip mig ákefð. „Eitt herbergið í húsinu er alls ekki íbúðarhæft. Kunningjakona okkar, sem hugðist sofa þar, varð þar fyrir slíkum áhrif- um, að hún hé’zt þar ekki við, Vinnukona okkar hefur orðio miður sín af hræðslu. og sjálf- ur hef ég orðið fyrir leiðum óþægindum í stiganum, og það svo um munaði“. Ég þagnaði við. Vissi þegar hvert svar hans hlyti að verða, ög fann, að ég háfði til þess unnið. „Og þrátt fyrir það, hafið þér og systir yðar haft vilja minn að engu og beitt áhrifum ykksr til þess að Stella léti sig engu skipta boð mitt og bann og dveldizt hjá ykkur í Drangs vík“. Ég gat ekki fundið athæfi mínu neinar málsbætur. „Við ímynduðum okkur að þessu væri öllu lokið“, maldaði ég í mótinn af veikum mætti. „En nú höi'um við sagt henni. að við álítum heppilegast, að hún heimtæki okkur ekki oft- ar fyrr en staðurinn er laus við slíka ás ókn“. „T1 þess kemur hvorki fyi'r né síðar/ að hún heimsæki ykkur í Drangsvík", svaraði hann. „Hún leggur af stað til útlanda til langrar dvalar, áð- ur en langt um líður“. Rödd hans var að sínu leyti eins og svipur hans; lífvana, ströng og köld. Ég farin, að hann áleit heimsókn minni lokið. Við kvöddumst með fyllstu kurteisi. Stella lét ekki sjá sig þegar ég fór, svo að ég gat ekki kvatt hana. Þegar ég kom heirii, skildi ég bifreiðina eftir fyrir utan skýlið og hélt upp á klettahöfð ann, í þeirri von, að hin víða friðsæla útsýn til hafs og heiða mætti lægja fárviðrið í minní eigin sál, en sú von rættist ekki. Ég unni Stellu hugást- um, og samt hafði ég sært hana því sári, sem ef til vill reyndist ógræðandi. Ég elskaði hana, og lilfinningar mínar gagnvart henni voru sterkár, hreinat og einlægar; fjarskild- ar öllu því ástardaðri, sem ein- kenndi samtíð okkar. Þær votu ekki framkvæmi þeirrar gerfi- menningar, sem við vorum al- in upp í, heldur þeirra óum- breytanlega kennda, sem búa innst í hugarfylgsnum hvers rnanns og torigja hann eilífð- inni. Og nú hcfði ég orðið tii þess að svipta hana gleði og ró. Hvað átti ég til biagðs að taka. í gær hafði ég verið kom in.n á fremsta hlunn með að játa henni ást míria, hafði gert riiér í hugarlund, að sú játn- ing myndi opna okkur undra- heima þeirrar hamingju og sælu, sem’ hvorugt okkar hafði urá dteymt. í dag hugSáði hún

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.