Alþýðublaðið - 11.04.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.04.1951, Blaðsíða 1
jörlíkisvérðið o kjaraskerðingin. SM J ÖRLÍ KISVERÐIÐ hefur stórhækkað e;ns o« annað í tíð núverandi ríkisstjórnar, en það 'ækkaði með- an stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar var við völd. Verð- breytingarnar á því hafa verið, eins og hér segir, síðustu árin: Des. 1947 Des. '49 Marz ’51 1 k?. smjörlíki kr. 4,50 3,90 6,90 Þannig lækkaði það um 90 aura hvert kg. á tveimur síðari stjórnarárum ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns, en hækkaði um 3 krónur eða nálega helming á því rúma ár’, er íhaldsstjórnin hefur setið að völdum. — En hversu miki'li kjaraskerðingu þessi verðhækkun hefur valdiö sýnir eftirfarandi samanburður á því, hve lengi verka- maður með Dagsbrúnarkaupi var að vinna fyrir 1 kg. af smjörlíki á umræddum tímamótum: Des. 1947 Des. ’49 Marz ’51 1 k". smjörlíki mín. 29,5 25,4 36,6 Er ekki sanngjarnt að verkalýðurinn fái nú fulla . dýrtíðaruppbót á kaujjið? Vélstjórinn, sem hvarf í New York: Loftskeytamaðurinn raknaði úr roti Iangt frá höfninni eftir fjórar klukku- stundir og hafði þá verið raendur. ---------------------<»-------- EKKERT HEFUR ENN SPURZT til Ingólfs Björnssonar aðstoðarvélstjóra á' Tröllafossi, en hann livarf í New York eins og kunnugt er skömmu fyrir páska, er skipið lá þar í höfn. Ógreinilegar fréttir hafa hingað til borizt um það, hvern- ig hvarf hans bar að. Nú er hins vegar vitað, að hann var á Itíið til skips ásamt loftskeytamanninum á Tröllafossi og munu þeir hafa orðið fyrir árás, þegar þeir áttu skammt eftir til skips- ins. Vissi loftskeytamaðurinn ekki af sér í fjórar klukku- stundir eftir þetta, en þegar hann komst til sjálfs sín, var hann staddur langt inni í borginni; liafði veri'ð rændur öllum pen- ingum sínum og úri og var með svöðusár á iiöfði. Ingólfs va«ð hann hvergi var, og hefur ekki síðan til hans spurzt, þrátt fyrir mikla leit og efíirgrennslan. Tröllafoss kom að vestan til* Reykjavíkur fyrir helgina, og munu sjópróf fara fram í þess ari viku út af hvarfi mannsins. Alþýðubla.ðið átti í gær stutt tal við loftskeytamanninn, Sig urð Baldvinsson, en hann var sá af skipverjum TrÖllafoss, sem síðastur var með lngó'í'. Sigurður : agði, að }>eir hefðu verið á gangi sarrj-n snémma morguns og heíðu verið að nálgast skipið. Eftir það vissi hann ekki meira af sér fyrr en hann raknaði við fjór- urn klukkustundum :íðar við dyraport inni. i borgi.rjni. Var hánn þá með svc ðt sár á höfði, sem hann haíði e.uösýnilega Framh. á 3. síðu. við ifá SAMNINGAR tókust í gær milli Félags starfsfólks í veitingahúsum og Sam- bands veitinga- og gistihúsa eigcnda um kaup og kjör ó- faglærðs starfsfólks í veit- ingahúsunum. Eru þetta fyrstu samningarnir, sem gerðir hafa verið um kaup og kjör þessarar starfsstétt- ar, og hefur félag starfsfólks ins þar með verið viður- kennt sem samningsaðili fyrir það. Kommúnisfar eru hræddir við lisfa lýðræðissinnaðra samvinnumanna ................ ♦------- STJÓRN KRON ákvað á fundi sínum í gær, að kosning fulltrúa á aðalfund fé’agsins skuli fara fram um næstu helgi Hefur sýnilega slegið óhug á kommúnista við hina öflugu and- stöðu, sem þeir hafa nú mætt í fyrsta sinn, síðan þeir náðu, völdum í félaginu, þar eð þeir ákveða kosninguna með svo litl- um fre°ti, enda þótt mjög lítill undirbúningur hafi verið af halfu felagsins og kjörseðlar til 100 þúsund ntanna óþreyit IIS Kínverja komíð íil Kóreu VÍGSTAÐAN í Kóreu er svipuð og hún var í gær. Her sameinuðu þjóðanna sækir enn fram á 56 km. langri línu á mið vígstöðvunum gegn vaxandi mótspyrnu. Bandaríska landvarnamála- ráðuneýtið hefur skýrt frá því að nýtt - óþreytt lið kínverskra kommúnista hafi verið flutt til Kóreu. í liði þessu eru um 100 þús. manns. Auk þess hefur flugher Kínverja verið styrkt- ur til muna, en talsmaður flug- stjórnarinnar lét svo um mælt að vafasamt væri að ætla tölu flugvéla Kínverja í Mansjúríu um 3000 eins og Lundúnablöð- in hafa nýlega haldið fram. Her sameinuðu þjóðanna sótti fram alls staðar á Kóreu- vígstöðvunum. Mótspyrnan fer stöðugt harðnandi og þá sér- staklega á miðvígstöðvunum. Hafnarborgir norðan 38. breiddarbaugs á austurströnd- inni, þar á meðal Wonsan, hafa verið undir látlausri skothríð frá herskipum í samfleytt 48 daga, en hafnarbærinn Songjin hefur legið undir sprengikúlna regni í 29 daga. dæmis ekki verið prentaðír enn. 1 Fulltrúakosning þessi í KRON cr geysiumfangs- mikil. Eru tæplega 6000 fé- lagsmenn á kjörskrá í félag inu, og er því um að 'ræða stærri kosningu en til dæm- is alþingiskosningu á Akur- eyri. Mun vafalaust verða kosið á fjórum eða fimm stöðum í bænum, og kosning ar standa yfir í tvo daga. Þegar kommúnistar náðu völdum í KRON, gengu þeir þannig frá lögum félagsms, að kjörnefnd þess, sem þeir réðu, skyldi gera uppástungur um fpilltrúa á aðalfundi, en félags mönnum var gert mjög erfitt um að bjóða þannig fram, að von væri til að ná stjórninni úr höndum kommúnista. Eru íulltrúar á aðalfundi hátt á annað hundrað, svo að víðtæk samtök þarf til'að bjóða fram slíkan hóp og ganga til kosn- inga gegn kommúnistum. Nú hafa þessir erfiðleikar verið yfirstignir, og lýðræðissinnað- ir samvinnumenn bjóða fram lista gegn kommúnistum. HVAÐ ÚRSKURÐAR BORG- ARFÓGETI? Framboð þetta varð þó sögu legt. Kommúnistar höfðu til málamynda stillt upp allmörg um lýðræðissinnum á lista sín- um, að þeim fornspurðum, og gáfu þessir menn yfirlýsingu um að þeir vildu vera á lista lýðræðissinna. En kjörstjórn KRON, sem kommúnistar ráða, samþykkti að strika þessa menn út af lista lýðræðissinna Framhald á 4. síðu. Aðalatriði samningsins cru þau, að kaup starfs- stúlkna verður fyrstu 3 mánuðina, sem þær vinna, 1050 krónur á mán- uði, næstu 9 mánuði 1100 kr. og 1200 kr. eftir ár. Við kaup þetta bætist venjuleg vísitöluupphót. Þá var sam- ið um fastákveðinn vinnu- tíma, forgangsrétt félags- manna til vinnu og uppsögn Gert er ráð fyrir, að þcir gistihúsaeigendur, sem ekki eru í sambandi veitingahúsa og gistihúsaeigenda og eklti hafa þegar samið, geri sam- hljóða samninga bráðlega, jafnvel þegar í dag, nema Hótel Borg, sem ckki er í sambandinu og eklti liefur samið enn. Fulltrúaráð verltalýðsfé- laganna hefur haft með höndum samningsgerð fyrir félag starfsfólksins í þessari deilu, en hún hefur, staðið frá síðustu mánaðamótum. ViÓ hvern annan heidur Óiafur, að Gylfi haH átfl ÓLAFUR BJÖRNSSON prófessor sakar Alþýðublað ið í nýrri langiokugiein í Morgunblaðinu í gæv um að það „leggi flokksbróður sín- um í munn orð og fölsun staðreynda,“ af því að Al- þýðublaðið sagði nýlega, að Gylfi Þ. Gíslason prófessor hefði gert „kenningar“ Ól- afs að umtalsefni í ræðu á hinum almenna borgara- fiuidi, sem Alþýðuf'okkur- inn bo'ðaði til í Listamanna skálanum í vikunni, sem leið. En eins og menn muna hirti Aiþýðublaðið þann hluta úr ræðu Gylfa, sem um „kenningar" Ólafs fjall aði, og frábað Gylfi sér þar alveg, að hagfræðivísindin væru gerð ábyrg fyrir slílai vitleysu. Nú er þa'ð að vísu rétt, að Gylfi nefndi nafn Ólafs Björnssonar hvergi í ræðu sinni. En þess gerðist held- u'r engin þörf. Allir skildu við hvern var átt, nema e£ Ólafur sjálfur skyldi vera svo glámskyggn, að hafa ekki kannazt við lýsinguna á sjálfum sér og „kenning- um“ sínum! Fjárlagafriiinvarp Breilands lagt fram í §er GAITSKELL fjármálaráð- herra Bretlands gerði grein fyrir fjárlagafrumvarpi stjórn arinnar í gær. Sagði hann í ræðu, er hann flutti í þinginu, að við samninga frumvarpsins hefði þessa gætt mest: kostnað- ar við landvarnir, verðhækkun á erlendum vörum og hráefna- skortur landsins. Sagði hann að kostur manna yrði þrengri en hann hefði áð- ur verið, en reynt hefði verið að koma í veg fyrir að hagur hinna lægst launuðu versnaði frá því, sem er. Tekjuskattur verður aukinn að mun, einnig verða hækkaðir tollar og skattar á ýmsutn vör- um, svo sem söluskattur á raf- inagnsáhöldum, viðtækjum O. fl. Þá hækkar benzínskattur að mun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.