Alþýðublaðið - 11.04.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.04.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. apríl 1951. ALÞÝÐUBLAÖÍÐ 5 Ný skáldsaga! Heitar ástríður er spennandi skáldsaga, sem gerist í Suðurríkjunum í lok þrælastríðsins, og segir þar frá frelsisþrá svert- ingjanna og þeirri kúgun sem þeir sættu af hendi hvítra manna. Auk þess segir þar frá ástum og bar- áttu, — heitum ástríðum, -— vonbrigðum og sigrum, — árekstrum gamalla og nýrra viðhorfa í umhverfi, þar sem djarft er teílt og allt lagt á hættu, hvort sem um völd, fé eða ástir er að ræða.------------ Heiíar ástríður er saga sem enginn fyrr en hann hcfir lesið hana alla! I DESEMBER 1949 fengu gendifulltrúar á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna í Lake Success einstætt tækifæri til að kynnast manni, sem var einn fremsti leiðtogi kommún- ista í sínu landi, en sem átti eftir að verða ofsóttur af flokks foræðrum sínum og loks hverfa af sjónarsviðinu, maður, sem vissi að þetta átti fyrir sér að liggja, og sem af tilviljun var staddur erlendis þegar ofskn- ír á hann hófust og gat því ráð íð því sjálfur hvort hann færi til síns heimalands. Þessi maður var Vlado Cle- Snentis utanríkisráðherra Ték- Jkóslóvakíu. Á sömu stundu og foann leiddi Vishinsky í sölum allsherjarþingsins, var ráðu- neyti hans í Prag undir rann- sókn og nánústu samstarfs- Xnenn hans handteknir hver á fætur öðrum. Þetta var heldur ekkert leyndarmál, því frá þessu var skýrt í dagblöðunum, sem héldu uppi stöðugu tauga- stríði. Greinar blaðanna voru flestar á þessa leið: Fer Clem- entis aftur til Tékkóslóvakíu? Biður Clementis um vernd? Fyrirsögn í blaðinu New York Herald Tribune hljóðaði þann- íg: Clementis hlýtur að vita að ihans bíður tlómur og tortíming. €EKK Á VALD ÖREIG- ANNA. Vladimir Clementis. Clementis vissi þetta allt saman vel, en hann fór til Tékkóslóvakíu. Skömmu áður en hann fór kom konan hans með leyfi tékknesku yfirvald- anna til New York. Kom hún með skilaboð til hans og hvers vegna fór hann heim? Ekkert er vitað fyrir víst, en tilgáturn ar eru ýmsar og þeirrar senni- legustu var oft getið í amerísku blöðunum: Clementis treysti á voldugan verndara. Hann vissi að hann mundi bíða tjón og ef til vill glatast ef hann sneri | ekki aftur til Tékkóslóvakíu. Hann ákvað að hætta lífi sínu , til bjarga verndara sínum. Clementis vissi vel hverju > Sortíð hans spáði honum. Þótt f HREINSUNARELDINUM. iiann væri einn af gáfuðustu j ileiðtogum kommúnista í Sló-' Fram að þeim tíma hafði •vakíu og hefði langan starfs- i Tékkóslóvakía verið eina lepp- feril með flokknum að baki ríkið Þar Eem ekki hafði farið sér, þá var um hann sem aðra fram titóistahreinsun. Búið var menntamenn í kommúnista- 1 að drfpa Þá Laszl° Rajk Á Ung flokknum, að þeir álitnir varasamir voru alltaf verjalandi’ af Kreml-I°g Drodze f Kostov í Búlgaríu Albaníu: Gomulka í Póllandi, Lucretia Patrascanu í Rúmeníu og Markos í Grikk- landi voru horfnir. í réttarhöld unum yfir Rajk höfðu verjend- ur hans að undirlagi þeirra, sem játuðu, gefið í skyn að vel gengi títóistum í Tékkóslóva- kíu svikastarfið. En ekkert Hundruð réttarhalda áttu sér stað og virtist sem blóði fórnardýr- anna væri úthellt til þess eins að friða Moskvu. En fórnardýr- in voru aðeins undirtyllur í flokknum og voru gripin hér og þar og reynt var að láta bera sem minnst á réttarhöldum þessum. Tilgangurinn var eins og áður er sagt að friða Kreml- in án þess að gripið yrði til þess að láta höfuð þeirra stóru fjúka. Það leit \dssulega ekki út sem uppreisn gegn Moskva- valdinu væri í aðsigi, en samt stjórninni þótt þeir annars veg ar nytu hylli almennings. Cle- mentis hafði dválið í Englandi og Frakklandi, en ekki í Mosk- vu á stríðsárunum. Hann hafði einnig hvatt til andstöðu við Þjóðverja á þeim tíma sem leifturstríð þeirra gekk sem , v, . , ^ foezt og vináttusamningur Hit-^ hf^r_ifÁ,i ra,iRrag; lers og Stalins var lofsamaður : af kommúnistum. Clementis | gagnrýndi vináttusamninginn <og árás Rússa á Finnland og á stríðstímunum flutti hann á- róður gegn nazistum fyrir hina lýðræðissinnuðu útlagastjórn ■dr. Benes í London. Þegar Hitler réðst á Sovét- ríkin og hið 1tsvívirðilega heimsveldisstríð" varð skyndi. lega „hin mikla frelsisbarátta“ komu fyrri félagar til fylgis við Clementis í baráttu hans með Benes. Honum var ef til vill leyft að ganga aftur í flokkinn J>á strax, en hann hafði drýgt ■ófyrirgefanlega synd, sem sé, hann hafði kosið að fylgja sann færingu sinni fremur en stefnu Stalins. Auðvitað varð hann að láta af skoðunum sínum og ganga línu Stalins, en iðrandi syndar- ar eiga sjaldan langa vist í her- foúðum Stalins. Urðu ekki þeir Zinoviev og Kamenev að gef- ast upp mörgum sinnum, varð •ekki Radek hirðfifl Stalins? Það hjálpaði þeim ekki að játa á sig villu sína. Þeirra glæpur var aðeins sá að þeir lifðu. Hvernig gat þá syndajátning kommúnistaleiðtoga í leppríki, sem leitaðist við að losna und- an áhrifum Rússa, orðið til þess að honum yrði treyst af Kremlvaldinu? Og það virtist enn minni ástæða fyrir því eft- ir að Tito sagði skilið við Stal- in. kvæmdar með sérstaklega mikl um áhuga. í BIBSAL DÓMSINS. Clementis fór heim og var settur úr embætti. Flokksráð- stefna í Slóvakíu kallaði hann smitbera þjóðernishreyfingar. Yfirlýsingar Clementis um hollustu við Kremllínuna voru að engu hafðar. Hann var á- samt stórum hóp af gömlum kommúnistaleiðtogum frá Sló- vakíu lækkaður í tigninni. Þeir voru: Karol Schmidtke, forseti bjóðfulltrúanefndar Slóvaka; dr. Gustav Husak, forseti full- trúanefndar kommúnistaflokks Slóvaka, Daníel Okali, frændi Clementis og innanríkisráð- herra Slóvakíu; Laco Novome- skv, vel þekkt skáld og mennta málaráðherra; Laco Holdos, sem áður var foringi alþjóða- herdeildarinnar á Spáni og seinna kirkjumálaráðherra Sló vaka. Allir þessir menn höfðu tekið þátt í uppreisn Slóvaka gegn nazistum árið 1944. Þeir höfðu einnig staðið að myndun stiórnar í Slóvakíu eftir stríðið. Stjórn þessi var að nokkru leyti óháð stjórn Tékka. Flestir þessir menn voru úr hópi ungra menntaðra Slóvaka. Þeir höfðu alizt upp í þeirri skoðun, að Slóvakar eigi heimt ingu á sjálfstjórn og fullum að skilnaði við Tékka. Þessa skoð- un höfðu kommúnistar líka pré dikað í tvo áratugi í andstöðu við sameiningarstefnuna, sem var ríkjandi meðal Tékka. Gott wald, sem á yngri árum hafði verið ritstjóri málgagns Slóv- aka, var kennari og vinur þess- ara manna. ÞJÓÐERNISHREYFINGIN KÖLLUÐ GLÆPASTARF- SEMI. Undir stjórn kommúnista varð sjálfsáfvörðunarréttur og sjálfstjórn glæpur sprottinn af þjóðerniskennd bæði hjá Slóv- ökum og eins Tékkum. Mennta menn kommúnistaflokks Slóv- aka voru tíndir úr og maður nokkur að nafni Viliam Sirkoy, sem engar sjálfstæðar skoðan- ir hafði og óháður baráttu Sló- vaka, var gerður að utanríkis- ráðherra og leiðtoga kommún- ista í Slóvakíu í stað Clementis. Enn einu sinni var hlýðinn bu- reaucrat tekinn fram yfir gáf- aðan menntamann. Slóvönsku frávillingarnir voru hvorki reknir úr flokkn- um eða fangelsaðir. Þeir voru settir í lítilfiörlegar stöður og látnir bíða dóms síns. Þessi að- Hraachinhöllin í Prag (í baksýn), þar sem stjórn Tékkósló- vakíu, forsetinn Gottwald, og miðstjórn kommúnistaflokksins hefur aðsetur. Fremst á myndinni sést ein brúin yfir Moldau. bar á því að skipanir leiðtog-' ferð var einnig þekkt í Rúss- anna í Kreml voru ekki fram- landi. Þar var það algeng regla að nota embætti pósts- og ! símamálaráðherra sem eins | konar biðsal dóms og tortíming | ar. En í Prag'dugði þjóðbank- j inn til samskonar hlutverks fyrir Clementis og listaháskól- . inn í Bratisslavia fyrir skáldið , Novomeski. J Leikurinn færðist yfir til | Brno, höfuðborgar Moraviu. í, október var það tilkynnt að j Otto Schling, leiðtogi þjóðernis hreyfingarinnar í Moraviu og ritari kommúnistaflokksins bar hefði verið handtekinn og á- kærður um að hafa misnotað stöðu sína sér til persónulegs hagnaðar og þess utan lifað sið- lausu lífi. Schling var þekktur fyrir að vera harðsvíraður, ó- ráðvandur ævintýramaður. Flóttamenn frá Moraviu minnt ust ávallt þeirrar skelfingar, sem stjórn hans olli í Moraviu. Málaferli Schlings virtust samt ekki standa í neinu sambandi við mál Clementis. IIREINSUNIN BYRJAR. sem í mörg ár var annar æðsti maður flokksins í Tékkóslóva- kíu eða næstur Gottwald. 1944 var Jan Sverma sendur með flugvél frá Moskvu til Slóvak- íu til að stjórna uppreisninni gegn nazistum, sem áður er m:nnzt á. Eitt sinn er uppreisn- Tveimur mánuðum seinna fréttist frá Prag, að Marie Svermova, varaaðsíoðarritari aðalritara kommúnistaflokks- ins þar, hefði verið vikið úr þessu embætti og miðstjórn flokksins. Þetta benti allt á að mikið var í aðsigi. Marie Svermova hafði verið hátt sett í flokkn- um síðan hann var stofnaðu1- og set’ð í miðstjórninni síðan seint á öðr-um tug aldarinnar. Hún var gift Jan Sverma, armennirnir urðu að flýja und an nazistum. hvarf Jan Svenr.a á dularfullan hátt. Hann var gerður að þjóðhetju uppreisn- armanna. Frímerki báru mynd hans og brýr og mannvirki nafn hans. Ekkja hans naut mikillar virðingar og það sem meira var, hún var ein af elztu og nánustu vinum Gottwalds. CLENENTIS IíVERFUR. f lok janúarmánaðar upp- götvuðu erlendir fréttaritarar í Prag. að Clementis var horfinn bæði úr skrifstofu sinni og frá heimili sínu. í nokkra daga var það undrunarefni blaðaies- enda um heim allan hvar han.n gæti verið niður kominn. Á sama tíma bárust fréttir ura handtökur nánustu vina hans i Slóvakíu. Sögur gengu um það að Valerian Zorin, fvrrverandi sendiherra Rússa í Prag, 6em stjórnaði valdatöku kommún- ista þar árið 1948, væri kom- inn til Prag til að leysa úr al- varlegri deilu. Þögn stjórnarinnar var að I lokum rofin þegar dagblað'ið Rude Pravo, málpípa stjórnar- innar, birti fréttir frá mið- stjórnarfundi kommúnista. Gottwald var aðalræðumaður- inn á fundinum. Iiann til- kynnti að stórkostleg og við- feðm svik hefðu verið uppkötv- uð í innsta hring leiðtoga kom- múnista í Tékkóslóvakíu. Cte- mentis, Schling og Svermova voru ákærð sem leiðtogar bev'-- arar sv‘’-amyllu. Þau höfðu rev--J -npð brögðum að ná vóíd- i’— í ílokknum og í ríkinu. Hug s-in beirra var að koma Tékkó- r’ Svalnu á band vestrænna eimsv'elda og endurlífga kan- ítalisma í landinu. Þau höíðu haft samtök um að reyna að ráða Gottwald af dögum. Þau ■ höfðu auðvitáð játað þessum á- sökunum. Schling átti að hafa sagt strax í fyrstu yfirhevrsl- unum-að hann hefði alltaf hat- að Sovétríkin og að hann hefði boðið brezk-amerískum njósn- urum þjónustu sína, því það hefði alltaf verið heitasta ósk sín að vernda kapítalismann. TÖFRAR MUD. Það virðist nú svo að kapí- talisminn eigi enga betri stuðn- ingsmenn en leiðtoga kommún- ista. Þeir virðast allir vilja end urreisa kapítalisma strax og rússneska leynilögreglan hefur náð þeim á vald sitt. En sá, sem vill skilja þessa atburði, verður að sleppa hinum ein- róma vitnisburði rýssnesku leynilögreglunnar og leita lík- legri gagna. Framhald á 7. síðu. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.