Alþýðublaðið - 25.05.1951, Page 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 25. maí 1951.
Leifttr
Leirs:
MOLL OG DUR
Út um grésjunet
hátalarans
flæðir symfónían
út í stofuna
mettar andrúmsloftið
mollhljómum
frá fiðlum og
fagotttum
kontrabössum
knéfriðlum
flautum
pákum trommum
og trompetum
hellir glitrandi sam
hljómum
eins og garðyrkjumaður
skvettir úr könnu
yfir blómkálsbeð
helldir glatrandi sam
hljómum yfir
dönsku húsgögnin
og mjúkfáguð
mahognýborð
laugar abstraktmynd
irnar á veggjunum
úr titrándi
tríólum
strýkur léttum
píanissimólófum
um gljáandi skalla
húsbóndans
sem liggur á legu
bekknum og
hrýtur
í dúr.
Leifur Leirs.
Dr: Álfur
Orðhengils:
SAMNORRiEN SIUíDKEPPNI
Að synda . . . það er að stíga
af plani hinnar tvífættu ifiann-
skepnu með ódauðlegu sálina ein
hversstaðar í líkamanum, haíi
hún þá ekki selt hana eða pant-
sett púkahöfðingja lífsþægind-
anna fyrir þvottavél, keypta á
svörtum, og niður á hið blauta
pian þorskins og skötuselsins,
hverra sál er álíka áberandi og
mannsins, svona hversdaglega;
að minnsta kosti hefur hvorug
þessi skepna verið kennd við
sepnuskap mannsins hingað til.
Slík skipti á plönum eru hausa
víxl í tilverunni og geta skap-
að þar annarlegan rugling með-
fæddra og ónuminna eiginleika;
’Dorothy MacArdls......... 90. dagur
Ó B OÐ 1S I R GE ST I R
hefur.,mannskepnan því af ein-
skærri umhyggju fyrir siðgæði
matfiskjarins haslað sér sund-
plan í afgirtum laugum, svo að
hún mætti ekkert illt hafa fyr-
ir þorskskepnunni. Enn liöfum
vér að vísu ekki heyrt þessi
vísindalegu sönnuð dæmi, að
þessi planskipti hefðu valdið sjá
anlegum ytri stökkbreytingum á
útlit mannskepnunnar, hvað af
sannar kenningar Lysenkós;
hins vegar sannar það kenning-
ar hans, að enda þótt þess séu
ekki talin dæmi, að sundgörp-
um hafi vaxi uggi og sporður,
hafa þó gerst með þeim innri
tillíkingar, svo sem eðlistilling
heilans við kvarnirnar sem að
vísu verður að teljast jákvæð
breyting. með tilliti til saman-
burðar á því, til hvers þorsk-
kindin notar sínar kvarnir og
mannskepnan sinn heila.
Hin norræna sundkeppni, sú
er nú stendur yfir. er í raun
réttri merkileg viðurkenning
mestu menningarþjóða heimsins
á gildi slíkrar tillíkingar fyrir
framtíðarhamingju mannkyns-
eða sumsé, að það sé ein leið, ef
ekki eina leiðin út úr ógöng-
um atómmenningarinnar, að
heiminum verði framvegis
stjórnað með kvörnum. Gerir
slík hlutlæg afstaða nefndra
þjóða slíka keppni ekki aðeins
fyljilega réttmæta, heldur að
virðulegu björgunarstarfi til
handa mannskeppnunni úr
vargaklóm þeirrar ómenningar,
sem vér köllum menningu. Er
það vel og samkvæmt spádóm-
unum, að þessar þjóðir skuli
hafa þar forgöngu, og enn sam
kvæmara sjádómunum, að vér
sigrttm- í þeirri keppni.
Af framanrituðu má sjá, að
það er skylda vor við tillíkingar
hugsjónína að taka þátt í þess
ari lteppni, svo að niðjum vor-
um megi vaxa kvarnir í kolli og
bjarga gervöllu mannkyninu úr
klóm heilamenningarinnar. Með
þeim þeim virðulega ásetningi.
munum vér steypa oss í laugina
einhvern daginn í fullu trausti
á kenningar Lysenkós, (hverjar
vér vonuifi að sannist óumdeil-
anlega á sendinefnd MÍR)-, og
synda vora tvö hundruð, stíga
niður af voru plani, — niður á
plan þorskins og skötuselsing . .
Virðingarfyllst
Dr. Átfur Orðhengils.
færðu fljótt og vel við
gerðar hjá
BIRNI,
Stórholti 27.
myndaða sýn að ræða; nú hygg
ég, að svo hafi ekki verið, þvi
að svipur andlitsins var þrung-
inn þeirri sorg, er samsvaraði
þeim harmi, er ég hafði heyrt í
grátekkanum og andvörpun-
um.“
Ég hugleiddi þennan eftir-
mála hennar nokkra stund.
Síðan reit ég- svohljóðandi at-
hugasemd í dagbókina:
„Ég hef heyrt tvennskonar
grát; trylltan og æðiskenndan
grátekka og örvæntingarþrung-
in, þreytuleg ekka og með þung
um andvörpum, sem helzt vir-t
ist mega af ráða, að lengi hefði
verið grátið, og virðist mér sá
gráturinn öllu raunverulegri".
Og þegar ég fór að hugsa málið
nánar, þóttist ég mega fullyrða,
að tryllingslega grátinn hefði
ég aldrei heyrt nema í svefn-
rofunum, eða í hálfgerðri mar-
tröð milli svefns og vöku.
Ég skrifaði enn fremur:
„Samfara kuldakenndinni
er ótti. ýmist lamandi eða þrung
inn felmtri og skelfingu. Hið síð
arnefnda virðist hins vegar eink
um samfara því, er þokan nær
að taka á sig líkamsform
frammi á stigapallinum og reik
ar niður stigann eins og stund-
um hendir“.
Spurning: „Er það Carmel,
sem þarna er á reiki, þeirra er
inda að fá hefndaþrá sinni
svalað? Var það missýning
Lizzie, að það væri Mary, sem
birtist henni í anddyrinu forð-
um, og var það þá í raun réttri
þessi svipúr Carmel, sem hún
sá beygja sig að stigahandriðinu
og horfa niður í anddyrið?“
Athugasemd: Hvorki Ijósið
né ilmfyrirbærið vekja með
inanni kuldakennd, og ekki er
heldur neinn ótti samfara þess-
um tveim fyrirbærum. En þau
hafa þau áhrif á Stellu, að hún
hyggur móður sína, Mary, ná-
læga sér, þegar hún verður
þeirra vör
Spurning: Er Mary hér á
reiki þeirra erinda að vernda
dóttur síná fyrir hefndarfyrir-
ætlunum Carmel? Hver var til-
gangur Mary, þegar hún beitti
ilmfyrirbærinu til þess að leið-
beina olikur þangað, sem dýr-
gripi Carmel var að finna? Og
hvaða þýðingu hefur ilmvatns-
flaskan, sem við fundum í öskj-
unum, fyrir lausn þessa máls?“
Athugasemd: Þunglvndisti]-
finningin, sem nær tökum á
þeirri, er dveljast í vinnustof-
unni, virðist einkum bundin
ótta við hrörnun, dauðakvíða
og tilgangsleysiskennd.
Spurning: Er sú tilfinning eins
konar bergmáLaf því vonbrigða
losti, sem Carmel varð fyrir í
því herbergi?
Athugasemd: Andlit það, sem
Pamela sá í skugganum í her-
bergishorninu síðast liðna nótt,
var ekki andlit Carmel. eins og
það leit út, þegar hún andaðist i
I í þessu húsi, heldur eins og það j
, var mörgum árum áður, þegar
hún var enn ung og hraust.
j Spurning: Var þessi sýn Pa-
I melu þá aðeins hugarburður,
, sprottinn af endurminningunni
um andlit Carmel, eins oq Pa- '
me’a sá það á myndinni „Dög- /
un“? “ ______
, Athugasemd: Ekki virðist
nein kuldaliennd samfara grát-,
ekkanum; ekki heldur neinn
ótti. I
Spurning: Er gráturinn, bæði
sá tryllti og sá, sem þrunginn
er harmi og örvæntingu. berg-
mál eða eftireimur liðins harms
og þjáninga, eða er þar um að
ræða ævarandi harm og þján-
! ingar veru, sem ekki getur, ein-
hverra hluta vegna, notið frið-
ar og gleymsku dauðans? Hver
er það, sem grætur? Þeir, sem
Mary eru nákomnastir, telja,
að henni hafi að minnsta kosti
ekki verið sérlega grátgjarnt.
I :
i Þegar ég renndi augunum
yfir það, sem ég hafði skrifað,
gat ég ekki varizt því, að síð-
. asta spurningin vekti með mér
I talsverða undrun. í raun réttri
þótti mér sú spurning, ásamt;
Iráðgátunni varðandi öskjuna|
með gripum Carmel, -þunga I
miðja þessarar erfiðu þrautar.
j Ingram var bæði þrautþjálf- |
aður í viðureigninni við slíkar
ráðgátur og auk þess fjölgáfað-
ur maður; það var því elcki fyr-
ir það að synja, að hann eygði
leið, þar sem við sáum ekkert
fram undan ncma lokuð sund.
Ekki var heldur fyrir það að
synja, að hinir reikandi andár
gætu bent okkur á leiðina, tæk-
ist svo vel til, að við næðum
sambandi við þá. Við vorum
undir það búin að veita þeim
óhindraðan aðgang að allri
hugsun okkar og hugarkynn-
■um, enda þótt áhrif þau, sem
við fram að þessu höfðum orð-
ig fyrir af þeirra hálfu, væru
ekki með þeim hætti, að slíkt
gæti talizt með öllu áhættu-
laus. Við vorum þess að minnsta
kosti fullviss, að annar andinn
væri okkur óvinveittur og
sækist eftir grimmilegum
hefndum. Hvernig skyldi því
þessum tvísýnu tilraunum okk-
ar ljúka?
Að síðustu heyrði ég bifreiða
gný nálgast.
Sjaldan mun nokkrum gest-
um hafa verið jafn vel og inni-
lega fagnað. Og þeir voru sjálf-
ir kátir og ákafir eins og skóla-
drengir, sem komnir eru upp í
sveit til að njóta sumarleyfis.
Max var hinn hróðugasti yfir
því afreksverki, er hann taldi
sig hafa unnið með því að fá
Ingram til að taka málið í sín-
ar hendur, og Ingram iðaði í
skinninu af eftirvæntingu og
áhuga, sem hann gerði enga til-
raun til að dylja.
Þegar við settumst að kvöld-
verði vorum við öll í bezta
skapi og hin sigurreifustu;
jafnvel Pamela, sem verið hafði
áhygjufull og utan við sig vik-
um saman, var nú hin kátásta,
og svipur hennar leiftraði af
starfsfjöri og athafnaþrá. Hún
bar dimmrauðan kjól, sem fór
einkar vel við litaraft hennar;
um hálsinn háfði hún festi með
litlu nisti úr rafi; það var mynd
af fiski, og hafði Judith gefið
henni þennan skartgrip. Max
brosti í kampinn, þegar han sá
hann; þetta er kínverskur grip-
ur, sagði hann, og fiskmyndin
á að vera til varnar ásókn illra
anda ....
Þeir félagar kváðust hafa
etið kvöldverð á leiðinni, en
engu að síður gerðu þeir matn-
um hin beztu skil.
Max vissi ekkert um það, að
Stella var vcik, og hvorugt okk-
ar systkinanna sá nokkra á-
stæðú til þess að geta um það.
Hánn vissi það eitt, að við
höfðum orðið fyrir leiðum og
þungum búsyfjum af hálfu
dulrænna afla, og hann hafði
heitið okkur liðsinni síunu, svo
að við mættum sigrast á þeim.
Það var allt og sumt, og hann
hafði alla þá eiginleika til að
bera, sem gerðu hann að traust-
um liðsmanni, hvort heldur
sem við jarðnesk öfl eða yfir-
náttúrleg var að etja; traust’og
hressileg framkoma hans, radd-
styrkur og viljaþrek, varð þess
valdandi, að hverjum þeim,
sem staddur var í nálægð hans,
þótfi það einhvern veginn sjálf-
sagð,ur hlutur, að lífíð h’yti að
vera sterkara en dauðinn.
Ingram leit bersýnilega dá-
lítið öðruvísi á málin. Frá hans
sjónarmiði var það harla veiga-
mikið atriði, að hér var um það
að ræða, að dularfull fyrirbæri
urðu til þess að fella fasteignir
í verði. Hann virtist-einna helzt
álíta, að aðalorsökin fyrir ■ á-
huga okkar á málinu og löngun
okkar til . þess að . það mætti
leysast á æskilegan hátt væri
sprottin af því fyrst og fremst,
að við vorum eigendur þeirrar
fasteignar.
Hann var maður á aldur við
mig, vel vaxinn og spengilegur,
léttur og snar í hreyfigum.
Augu hans voru dökk og leiftr-
andi, hárið dökkjarpt og liðað;
svipurinn bar vitni hugsana-
skerpu og vil-jafestu, og allur
vs.r maðurinn slíkur, að deyfð
og dapurleiki virtist honum
fjarri skapi.
„Þið hafið komið mér í lag-
lega klípu,“ sagði Max og hló
við, þegar við vorum farin að
drekka kaffið og máltíðinni var
lokið. „Hvernig haldið þið að
fári um mannorð mitt, þegar
það fer að vitnast, að ég hafi
að undanförnu hringt til allra
minna beztu kunningja og