Alþýðublaðið - 20.06.1951, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 20.06.1951, Qupperneq 7
MiðV'iluidagur 20. júni 1931. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ! 7 Félagslíf. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS fer Heiðmerkurferð í kvöld kl. 7 frá Austur- velli til að gróðursetja trjá- plöntur 1 mörkinni. Það er þegar búið að gróðursetja þúsund plöntur. Félagsfólk er beðið að fjölmenna og hjálpa til að ljúka við gróð- ursetninguna á þessu sumri. Farið er ókeypis fram og til baka. Komið upp í Heiðmörk og kynnist þessu dæmalaust fagra friðlandi Reykvíkinga. ÁRSÞING Frjálsíþróttasam- bands íslands 1951 fer fram í Reykjavík í sambandi við Meistaramót Íslands í frjáls- íþróttum 17.—22. ágúst n.k. Mál. sem óskast tekin til með ferðar á þinginu, þurfa að berast stjórn sambandsins mánuði fyrir þinghald. Stjórn FRÍ. „Hekia" :r næstu ferð frá Reykjavík l Glasgow annað kvöld, mmtudaginn 21. júní. Nokkr- farmiðar óseldir ennþá. Alexandrine Næsta ferð Dr. Alexandrine til Pæreyia og Kaupmannahafnar verður 29. þ. m. — Pantaðir farseðlar óskast sóttir í dag og á morgun. — Ósóttar pantanir verða seldar á fimmtudaginn 21. þ. m. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Erlendur Pétursson. Esperanlisiar Framh. af 5. síðu. 1000,000. Verður þar í innifalin skemmtiferð, sameiginleg kaffi drykkja og væntanlega ein mál tíð. Mótsgestum verður séð fyrir gistingu á góðu hóteli, þeim sem þess óska. Ef einhverjir vilja hafa með sér svefnpoka, verður þeim látið í té húsnæði ókeypis. Eínnig má gera ráð fyrir, að nokkrir menn geti fengið gistingu hjá esperantist um á staðnum. Esperantistar í Reykjavík hafa ákveðið að fara hópferð með flugvél á mótið. Farið verð ur úr Reykjavík eftir hádegi á laugardag og komið aftur á mánudagsnótt. Nauðsynlegt er, að þeir, sem vilja taka þátt í þeirri. ferð, hafi nú þegar sam- band við Þorvarð Magnússon, bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu. landsmótið fyrir I árum ----------------- ....... ÍR, er vann landsmót UMFÍ 1911, minn- ist þess með íþróttainóti annað kvöld, -------------------------.--------- ANNAÐ KVÖLD verðnr haldið opinbert frjálsíþróttamót hér á íþróttaveilinum, og munu beztu íþróttamenn landsins keppa þar í sex greinum, en þátttakendur verða valdir af mótsstjórn- inni. Er mót þetta haldið af ÍR í tilefni þess, að 40 ár em liðin frá því að fyrsta landsmótið var háð hér, en það fór fram dagana 17-—25. júní árið 1911 og var hafdið af UMFÍ. ÍR sigr- áði á mótinu með einu stigi, og heldur það mótið á fimmtudags- kvöld til að minnast þess atburðar. Allir þátttakendur í lands-*- móti UMFÍ árið 1911 yerða gestir ÍR á mótinu, en nokkr- um beztu frjálsíþróttamönnum iandsinS boðið að talta þátt í keppninni. Er því fyrirfram trygg't, að 'einvörðungu valdir menn reyni með sér á mótinu og má búast við mjög harðri og skemmtilegri keppni. Mótið hefst kl. 8,30 um kvöld ið, en keppt verður í 100 metra hlaupi, 1500 metra hlaupi, stangarstökki, kúluvarpi, spjót kasti og 4X100 metra boð- b1aupi. Ekki var vitað í gærkvöldi, hverjir yrðu þátttakendur í mótinu, nema hvað afráðið var, að landsveitin, sem keppa á fyrir Island í Osló, taki þátt í boðhlaupinu. Landssveitin hef- ur enn ekki verið valin, en þátt takendurnir í landskeppninni munu. ákveðnir fyrir annað kvöld. Framhald af 1. síðu. keisara og ræddi við hann stundarkorn, en um svipað ieyti gekk sendiherra Banda- ríkjanna, Iienry Grady, á fund forsætisráðherrans, dr. Mossa deghs, og átti við hann langar viðræður. Var þegar á eftir lát ið upp, að sendiherrann hefði brýnt það fyrir forsætisráð- herranum að fara varlega í þessu máli og láta ekki hrekj- ast út af braut vinsamlegra samninga; en forsætisráðherr- £nn er sagður hafa svarað því til, að stjórn hans ætti mjög í vök að verjast og sætti þegar ómæii meðal þjóðarinnar fyrir það, að lögin um þjóðnýtingu olíuvinnslunnar skuíi eklti enn þafa verið framkvæmd. Engar frekari fregnir bárust eí mali þessu frá Teheran í gærkveldi, en á miðnætti í nótt var sá frestur útrunninn, sem íranstjórn veiti Anglo Iranian ----------------♦----------- ræddri kennaradeild eru á- kveðin í 14. gr. laga um kenn- aramenntun. Uppeldismála- þingið vill þó leggja áherzlu á, að kennarar, sem þegar eru í starfi, eigi kost á að Ijúka námi í deildinni, enda þótt þeir hafi ekki þreytt tilskilin próf. 6. Þingið vill enn fremur leggja áherzlu á nauðsyn þess, að þeir kennarar gagnfræða- stigsins, sem numið hafa er- iend mál hér á landi, stundi framhaldsnám í sömu grein á heimalandi málsins, hið minnsta 6 mánuði, svo að þeir nái leikni í að tala málið. Telur þingið, að þetta mundi leiða til hag- nýtari tungumálakennslu.“ Samþykktir uppeldismála- þingsins um unglingafræðslu verða birtar síðar í blaðiu. Skemmiifer Framhald af 8. síðu. hinir ákjósanlegustu kennarar. en þess eru mörg dæmi erlend- Ls, að rannsóknar- og kennslu- störf eru þannig sameinuð. Þingið lítur svo á, að með sam- vinnu og góðu skipulagi mætti hrinda hér í framkvæmd, án mikils kostnaðar, einu brýnasta nauðsynjamáli kennarastéttar- innar. 4. UppeldismáMþinglð vill benda á það, að þessi stofnun mundi greiða stúdentum leið að stuttu, hagnýtu námi, en fjöldi stúdenta vex með ári hverju. Starfssvið hennar yrði reskileg rýmkun á starfssviði B.A.-deiIdar háskólans, svo að starfskraftar þeirrar deildar nýttust í þágu kennaramennt- unarinnar. 5 Réttindi til náms í um- Framh. af 4. síðu. tveggja ólíkra tímabila og þó meira. Ef þú ferðamaður hef- ur tíma til, ketur þú signt þig upp úr sama bollanum og munkar miðaldanna, skoðað út burðarstein, þar sem nunnur báru út börn sín forðum, því guðsmennirnir voru stundum ,,klæddir skollabuxum neðan“ og engir hófsmenn. Hér sézt hið meira en 100 ára gamla bókasafn. Hér sjást íbúðarhús íólksins frá 80—110 ára gömul — lítið forngripasafn, sem seg- ir okkur lærdómsríka sögu. Þú munt einnig gista fleiri eyjar. Hinn örskreiði flóabát- ur, Baldur hinn hvíti úr Stykk Lshólmi, mun flytja þig um inn eyjarnar. Þú sérð Syefneyjar, Hvallátur og Skáleyjar. Svo er fyrirhugað að sigla inn og suð- ur flóann, fram hjá Akureyj- um, út með Skarðsströnd, fram hjá Rauðseyjum, Rúffeyjum og Langey og beygja svo loks aft- ur upp sundin blá til höfuð- staðar Breiðafjarðar, þar sem rennireið hins nýja tíma bíður þín og þer þig aftur suður til heimkynnanna. Og svo er þér, síðast en ekki sízt, fyrirhugað að „ganga á Helgafell“ á vit við Snorra goða, þar sem þú r.érð í anda „tignarblæ yfir brúnum“ Guðrúnar Ósvífurs- dóttur. Ef til vill hrekkur til bín lítill neisti af þeim afli. Ef til vill kemurðu aftur — og vafglaust gerirðu það •—• með gullroða á vísifingri góðra og ógleymanlegra minninga frá hinu dýrðlega töfralandi, sem þú af eðlilegri forvitni hins leitandi anda, sem ekkert get- ur látið ósnert af þeim undr- um og furðum, sem þú kemst í snertingu við, en sem fæstar eru hér taldar. Upplýsingar um ferðina fást í síma 5593 og 3837. 13»k^... j. h. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför JÚLÍUSAR RÓSANTS JÓSEFSSONAR, Ásvallagötu 63. Börn og tengdabörn. Ufsvars- og skaffaskrá Hafnarfjarðar 1951 er komin úi, Sölubörn komi í prenismiðjuna. Sfúlka vön vélritun og góð í reikningi og ensku óskast strax. — Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslunni fyrir föstudagskvöld merkt: „Stundvísi.“ Riigerð Aðalsteins Helgasonar: Sfóra-Brefíand oa Lifla- Brefland á Ákureyri fæst nú aftur sérprentuð hjá höfundi þar á sfaðnum, heldur fund í Hafnarhúsinu uppi, miðvikudaginn 20. júní klukkan 18. STJÓRNIN. Orlofsferðir Framhald af 3. síðu. kvöldi þess 26. Fyrsta daginn verður ekið austur að Vík og gist þar um nóttina, en komið við í Múlakoti og Dyrhólaey í leiðinni. Næsta dag verður svo ekið eins og leið liggur yfir Höfðabrekkuheiði að Kirkju- bæjarklaustri. Hinn 25. verður umhverfi Klausturs skoðað, Ðverghamar, Systrastapi, Systravatn, Fljótshverfi o. fl. og aftur gist á Klaustri. Síðasta daginn verður svo haldið til Reykjavíkur og farið hægt yf- ir. Ferðaskrifstofan útvegar gistingu og mat þeim, er þess óska. Hin ferðin verður helgarferð í Þórsmörk, en vegurinn þang- að var athugaður um síðustu helgi og reyndist góður. Lagt verður af stað á laugardaginn kl. 13.30, en komið aftur á sunnudagskvöld. Verður mörlc- in skoðuð eins og tími vinnst til. Nauðsynlegt er að hafa með sér svefnpoka og nesti í þessa ferð, en ferðaskrifstofan útveg- ar tjöld og steinolíu. Þeir, sem taka ætla þátt í þessum ferðum, eru beðnir að gefa sig fram í ferðaskrifstof- unni ekki síðar en á föstudag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.