Alþýðublaðið - 23.11.1950, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. nóv. 1950.
ALÞÝÐUBLABIÐ
Félagslíf
HANDKNATTLEIKS-
STÚLKUR
ÁRMANNS
Æfing í kvvöld
að Hálogalandi kl. 9— 10. - -
Mætið vel og stundvísie'ga.
Nefndin.
Umræður á sambandsþingi í g
Sýnikennsla
Húsmæðrafélag Reykja-
víkur heldur 3ja daga1
námskeið í bakstri og
smurðu brauði, er hefst
mánudaginn 27. nóv. n.k.
kl. 8 síðdegis. - - Upplýs-
ingar í símum 80597 og
5236.
K. F. U. M. og K. F. U. K.
Samkoma í kvöld kl. 8.3Ö.
Síra Bjarni Jónsson
vígsiubiskup talar um
Pál postula.
Allir velkomnir.
austur um land til Siglufjarðar
hinn 28. þ. m. Tekið á móti
flutningi til áætlunarhafna
milli Djúpavogs og Húsavíkur
á morgun og laugardag. Far-
seðlar seldir á mánudag.
Skjaldbreið
til Skagafjarðar og Eyjafjarð-
arhafna hinn 28. þ. m. Tekið á
móti flutningi til Sauðárkróks,
Hofsóss, Haganesvíkur, Ólafs-
fjarðar, Dalvíkur og Hríseyjar
á morgun og laugardag. Far-
seðlar s'eldir á mánudag.
Barnaspítalasjóðs
Hringsins
eru afgreidd í
Verzlun
Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12, og í
Bókabúð Austurbæjar.
Úra-viðgerðir.
Fljót og góð afgreiðsla.
GUÐL. GÍSLASQN,
Laugavegi 63,
sími 81218.
Framhald af 1. síðu.
STUNGIÐ UPP í KOMMÚN-
ISTA,
Jón Sigurö^on svafáðijþ^inf-
kommúnistum, er reynt höfðu
að-gera lítið úr sigri sambands
stjórnar í vísitöludeilunni.
Hann sagðist hafa hitt.að máli
marga kommúpista, er yiður-
kennt hefðu það, að þessi úr-
slit væru sigur. Stærsti sigur-
inn væri í því fólginn, að rík-
isvaldið hefði verið knúið til
þess að taka aftur bráðabirgða
lög, er það hefði sett, og setja
önnur ný. Efíir það hefði Dags
brún ekki einu sinni trevst sér
íil að fara út í verkfall.
Jón gat þess og, að komm
únistum yrði nú tíðrætt um
það, að lýðræðissinnar hefðu
tekið liöndum saman í verlta
lýðshreyfingunni, og bæru
þeir sig iila út af því. Kom-
múnistum færist raunar sízt
allra um það að taía, því að
þeir liefðu áríð 1944 með
tilstyrk sjálfstæðismanna,
sem bá voru á alþjðusam-
bandsþingi, náð vö’dum í
Alþýðusambandinu.
MAR.GIR RÆÐUMENN.
Margir ræðumenn veittust
þunglega að kommúnistum
fyrir framkomu þeirra í verka
iýðshreyfingunni fyrr og síð-
ar, meðal annarra Guðmund-
'ur Einarsson frá Þórshöfn,
Magnús H. Jónsson, Ingólfur
Jónsson frá Seyðisfirði", Sæ-
mundur Ólafsson, Sigurjón
Jónsson, Jón Guðlaugsson og
Magnús Ástmarsson. Sagði
Guðmundur Einarsson meðal
annars, að kaupsamræmingin
væri vel séð úti á landi, og
það væri ekki að kenna sam-
bandsstjórn, ef einhver félög
væru nú á eftir með kaup,
[íefdur félögunum sjálfum.
Hröktu Jón Sigurðsson, Magn-
ús Ástmarsson og fleiri a’lar
ádeilur kommúnista á fjár-
ntjórn sambandsins.
Margir kommúnistar tóku
til máls í gær, eins og væntá
mátti, og var málflutningur
þeirra m-jög á einn veg, og á
EÖmu bókina lærður og ræður
þeirra kommúnista er fyrst
töluðu.
Aðrir ræðumenn um skýrslu
Eambandsstjórnar í gær, aðrir
en þeir, sem þegar hefur ver-
ið getið, voru: Björgvin Sig-
urðsson, Stokkseyri, Jón Rafns
son, Ásta Ólafsdóttir, Siglu-
firði, Þóroddur Guðmundsson,
Sigurður Guðnason, ■ Gunnar
Jóhannsson, Guðmundur Jóns-
r.on úr Dagsbrún, Sigurður
Stefánsson, Vestmannaeyjum,
Jóhannes Stefánsson, Norð-
firði, Björn Jónsson, Akurevri.
Ólafur Pálsson, Reykjavík, Jó-
hannes Jósefsson, Akureyri,
Ingólfur Gunnlaugsson og
Friðleifur Friðriksson.
HEFUR UNNIÐ MIKLU
MEIRA STARF EN ÞEIR.
Sumir kommúnistar kvört-
uðu yfir því að hafa ekki nógu
oft séð erindreka sambandsins
á kjörtímabilinu. Svaraði Jón
Sigurðsson því, og það höfðu
og aðrir ræðumenn gert. Sagð-
ist Jón þekkja til starfa bæði
Jóns Rafnssonar og Guðmund-
ar Vigfússonar við erindrekst-
ur fyrir sambandið, en þótt
þeir séu báðir eldri og ættu að
vera reyndari en núverandi
erindreki þess, Jón Hjálmars-
son, hefði hann þó unnið mikl-
um mun meira starf en þeir.
Jón Sigurðsson talaði síðast-
ur í umræðunum, og gat þess
bá, að kommúnistar hefðu
kvartað undan því að þir.gstörf
gengju seint, en þeir ættu þó
manna niestan þátt í því hér
aSSi tél|aÍÍífnann. Hann baðst'og
afsökunar á því, að Jóni Rafns
fiýni og Guðmundi Vigfussýni
voru greidd þriggja mánaða
Laun fyrir ekki ;neitt,- cftir‘' að
kommúnistar hrökkiuðust frá
völdum í Alþýðusambandinu.
Þingfundur var í gærkvöldi.
Voru nefndarálit þá rædd.
ur veiziumaiur
...
Síld & Fi
Álykianir S.UJ.
Framh. af 5. síðu.
beita sér fyrir því, að Alþýðu-
skólinn í Reykjavík taki til
,starfa á ný, og heitir S.U.J.
honum öllum þeim stuðningi,
sem það getur látið í té.
13. þing S.U.J. fagnar hverri
tliraun, sem gerð er til þess að
auka mennt þjóðarinnar, þar eð
öll slík starfsemi er veigamikill
þáttur í útbreiðslu jafnaðar-
Btefnunnar og skilningi á henni.
Jafnframt vill þingið lýsa yfir
fullum stuðningi samtaka ungra
jafnaðarmanna vig öll þau mál,
er horfa til vaxandi fræðslu og
þekkingar — aukins þroska ís-
lenzku þjóðarinnar.
1) Allir iðnskólar í landinu
verði reknir af ríkinu,
2) Bóklega námið verði end-
urhætt frá því sem nú er, með
hliðsjón af nýjungum nágranna
iandanna í þessum efnum, og
[oá sérstaklega auka sérmennt-
un iðnnemanna.
3) Iðnskólarnir verði reknir
cem dagskólar.
4) Komið verði á fót verk-
námsdeildum við iðnskólana og
cfnt til framhaldsnámskeiða
fyrir iðnnema, sem lokið hafa
iðnskólanámi.
5) Lög nr. 46 1949 um iðn-
fræðslu verði látin koma til
fullra frarnkvæmda þegar í
stað. Sérstaklega ber brýna
nauðsyn til að koma á fót
hæfniprófun og leiðbeiningar-
starfi um stöðuval.
6) Eftirlitið með verklegu
námi verði rnjög aukið og skip-
aður verði námsstjóri, til þess
að hafa eftirlit með kennslu í
iðnskólum.
7) Byggingu iðnskólans í
Reykjavík verði hraðað og gert
kleift að taka kennslurúm í
hinum nýju húsakynnum þeg-
ar á næsta ári.
Helgi Hjörvar:
Frá Helga Hjörvar hefur
blaðinu borizt eftirfarandi
atbugasemd við ályktun
útvarpsiáðs varðandi skrif
hans um fjárstjórn út-
varpsins og ádeilu á emb-
ættisrekstur útvarpssíjóra:
LEYFIÐ MÉR, herra rit-
stjóri, að gera þessar athuga-
semdir um ályktun útvarps-
ráðs og einstaka liði hennar:
1) ; Um trúnaðinn: Hér um
má síðar tala.
2) Um „aðdróttunina“: Það
er efalaust, að fundur í útvarps
ráði skilji almennt orðalag bet-
ur en ég einn. Ég sé ekki né
skil þessa „aðdr.óttun“, ekki
heldur þó að útvarpsráð sé bú-
ið að samþykkja samhljóða að
hún sé þarna. En þess skal nú
getið, að ég lét allmörgum
mönnum í té uppkast*c.g hinu
umrædda bréfi, þeim sem ég
vildi ráðgast við í trúnaði áður
en ég skrifaði það, en síðan
hirti ég ekki um þetta uppkast,
því að ég breytti engu orði.
Þar að auki gaf ég fáeinum
vinum mínum eftirrit af bréf-
inu. Mér hefur aldrei til hug-
ar komið að neinn gæti orðið
cakaður um það annar en ég,
að bréfið komst út. En ég er
reiðubúinn að ganga til Róm-
ar, ef skilningur útvarpsráðs
er réttur.
3) Um lífvörðinn: Það er í
fyrsta lagi ekki rétt, ef lög
skal mæla, að útvarpsráð hafi
fyrr né síðar samþykkt að
,,ráða“ formann fyrir kvartett-
inn; það samþykkti heimild til
, að leita við hann samninga“
{(einan) um mál sem var í
ráðagerð (og var framkvæmt),
en var aldrei og hefur aldrei
verið samþykkt í útvarpsráði.
Það er algert brot á rótgrón-
um venjum um starfsmenn við
Minningarspjöld
Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna fást í skrifstofu
Sjómannadagsráðs, Eddu-
húsinu, sími 80788, kl.
11—12 og 16—17, Böka-
' búð Helgafells 1 Aðalstr.
og Laugavegi 100 — og
í Hafnarfirðj*. ífejá líaldi-
mar Long.
dagskrárefni, og á móti eðli
málsins, að bera ekki undir
samþykki útvarpsráðs sjálfa
ráðninguna, launakjör og
vinnuskyldu. Það er eins og
ráðherra tæki frumvarp eftir
1. umræðu og framkvæmdi
::em lög. Þess eru engin dæmi
í útvarpsráði, svo langt sem ég
veit, önnur en þetta eitt, og
þetta var að vinna á laun við
útvarpsráð. í þessu lágu sjálf
undanbrögðin og misbrúkunin
á_ vinnukerfi stofnunarinnar.
(Ég sleppi hér vottorði Sig-
urðar Þórðarsonar. Við höfum
báðir ,,vitað“ margt sem við
höfum ekki vitað). En ég spyr:
Hvenær hefur nokkur lausa-
maður í útvarpshljómsveitinni
verið hækkaður í fastan auka-
mann, nema með bókaðri sam-
þykkt útvarpsráðs? Þó skipti
þetta nær engu fjárhagslega.
Hvenær hefur jafnvel þóknun
til lúðrasveitar verið hækkuð
um 100 kr., nema með bókaðri
samþykkt? Hefur þá útvarps-
ráð vitað og samþykkt að
greiddar vær.i einum manni á
4. þús. kr. fyrir erindislengd í
dagskrá, 2 mönnum nær 11
þús. og 4 mönnum nær 18 þús.
kr. á klukkutíma? , Hvernig
hafa slík ódæmi gerzt, nema af
því að þetta var aldrei nefnt
einu or.ði í útvarpsi’áði og
aldrei leitað samþykktar um
neitt?
í ályktuninni segir að ég
hafi átt að fylgjast með greiðsl
um til kvartettsins — og orð
i'étt: „það var vítaverð van
ræksla af hálfu skrifstofu-
stjóra útvarpsráðs að fylgjast
ekki betur með, þessu máli“.
Ég veit að í þessari furðulegu
cetningu (en mjög trúlegu fyr-
ir ókunnuga) felst ekki annað
en það, að þeir sem hana
Bömdu og samþykktu vita
ekki hvað þeir eru að gera, þ.
e. þeir vita ekki rótgróin lög
og starfsvenjur í sinni eigin
skrifstofu né stofnuninni: að
skrifstofustjóra útvarpsráðs
eru óviðkomandi þær greiðsl-
ur af dagskrárfé sem fara fram
í skrifstofu útvarpsstjóra, eða
um leig og þær fara þangað,
auk heldur ef þær ,,koma“
baðan aldrei, eins og í þessu
máli var. Ég ber ábyrgð á
þeim greiðslum einum, sem á-
kveðnar eru af útvarpsráði og
jaínframt greiddar í skrifstofu
þess. En sjálft bókhaldið er
grein frá aðalskrifstofunni. Og
útvarpsráð og þess menn hafa
engan aðgang að reikningum
útvarpsstjóra. Ég hef aldrei
litið á mig sem njósnara út-
varpsráðs. Bróðurpartur af
dagskl'árfé er greiddur í skrif-
stofu útvarpsstjóra sem „laun
fastra hljóðfæramanna11, og
summuna fáum við þegar vill,
cn sundurliðun þess fjár skipt-
ir engu í yfirliti skrifstofu út-
varpsráðs. Ég skal rétt geta
þess, að fyrir mánuði, 20. okt.,
neitaði skriístofustjóri útvarps-
Gtjóra mér í embættisnafni um
alla vitneskm um hinn lofsæla
kvartett, og bar fyrir sig bréf
herra síns. Upplýsingarnar
komu samt. Þá, og þá fyrst sá
cg og skildi að fullu hvernig
málið var. Þá fyrst mátti ég
vita.
4) Um múturnar: Ég leiði
hjá mér sinnaskipti útvarps-
ráðs um þetta atriði.
5) Um friðinn: Mér er harla
Ijóst að ég hef brotið einn
trúnað freklega, hinn þunga,
karga trúnað þagnarinnar.
Sá ljóður er enn á ályktun
útvarpsráðs, að í henni er ekk-
ert um sjálfan kjarna málsins.
20. nóv. 1950.
Helgi Hjörvar.
Aðalfundur LÍÚ héti
áfram í gær
AÐALFUNDUR Landssam-
bands íslenzkra útvegsmarma
hélt áfram í gær. Fyrri hluta
dags störfuðu fastanefndir
fundarins.
Fundarhöld hófust svo aftur
kl. 2 með því að atvinnumála-
ráðherra, Ólafur Thors, ávarp-
aði fundarmenn, én síðan flutti
Pétur Thorsteinsson, fulltrúi í
utanríkismálaráðuneytinu fróð
legt erindi um samninga við
viðskiptalöndin og söluhorfur.
Að erindi Péturs Thorsteins-
sonar loknu var kaffihlé til kl.
5, en að því loknu flutti Ingvar
Vilhjálmsson útgerðarmaður
skýrslu innkaupadeildar L. í.
Ú. Þá lagði framkvæmdastjóri
fram reikninga sambandsins
fyrir síðast liðið ár og gaf
skýrslu um fjárhagsafkomu
sambandsins.
Fundi var síðan frestað til
kl. 9, en þá fluttu skýrslur
Þórður Ólafsson útgerðarmað-
ur og Sveinn Benediktsson út-
gerðarmaður.