Alþýðublaðið - 25.11.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 25.11.1950, Side 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 25. nóv. 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing- frétfaritari: Helgi Sæmundsson'; auglýs- ingastjóri: Emilía Möller. Ritstjórnar- símar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4D06j Afgreiðslusími 4900. Aðsétur: Al- þýðuhúsið. ) Alþýðuprent'-miðjan h.f. w | ÍFF Friðarþingið í Varsjá ,,FRIÐARÞINGI“ kommún- ista í Varsjá er lokið, en jafn- vel þar korn í ljós, að margir þeir, sem undirritað hafa Stokkhólmsávarpið svokallaða í góðri trú, gera sér nú glögga grein fyrir þeim skollaleik, sem kommúnistar eru að svið- setja með ,,friðarhreyfingu“ sinni. Hér í blaðinu hefur áður ver ið minnzt á hina einarðlegu af- stöðu Thomasar Mann, þegar hann hafnaði þeim tiimælmn að vera heiðursforseti þingsins í Varsjá og kvað sér það óvið- komandi með öllu, enda teldi hann það frekar skaðlegt en gagnlegt málstað friðarins og hefði þess vegna hafnað boði forseta ,,heimsfriðarnefndar“ kommúnista um að sækja þing ið. Áþekk afstaða kom fram á sjálfu þinginu. Bándaríkjamað urinn John Rogges og danski fulltrúinn Elin Appel gerðu þar hreint fyrir sínum dyrum með því að segja Rússum og handbendum þeirra rækilega til syndanna fyrir friðrof þeirra og spellvirki á vettvangi alþjóðamálanna. En umburð- arlyndið í garg þessara gagn- rýnenda var með þeim hætti á „friðarþinginu“, að minnstu munaði, að þeir væru hrópaðir niður, þegar þeir fluttu ræður sínar! En aðdáunin á Rússum og leppum þeirra fór engan veginn dult. Þingið samþykkti meðal annars að skora á stór- veldin fimm að efna til ráð- stefnu þeirrar, er Rússar hafa verið að tala um og hefði það hlutverk að tryggja friðinn; en jafnframt krafðist . það vopnahlés í Kóreu og brott- flutnings alls erlends herliðs þaðan. Tilgangurinn, sem á bak við liggur, fer svo sem ekki milli mála: Kommúnistar í Norður-Kóreu eiga að fá tæki- færi til þess að endurskipu- leggja her sinn til nýrrar árás- ar! Það má furðulegt heita, ef nokkrir aðrir en andlega hrað- frystir kommúnistar geta hér eftir verið í vafa um, hvert er eðli og hver tilgangur „heims friðarhreyfingarinnar“ svoköll- uðu. Hlutverk hennar er að Veita Rússum og leppríkjum þeirra brautargengi á sviði al- þjóðamálanna, ásaka Vestur- veldin um það, sem valdhaf- arnir í Kreml bera einir á- býrgð á, og telja þjóðunum trú um, að friðrofarnir vilji sátt og samlyndi, en þeir, sem neyðzt hafa til þess að, stöðva árás og ofbeldi, séu stríðsæsingamenn, er eigi sér þá ósk æðsta að kasta heiminum út í vítiseld kj arnorkustyr j aldar! Þetta kemur glögglega í Ijós af þeirri samþykkt „friðar- þingsins" í Varsjá, að yfirmað- ur heráfla sámeihuðu þjóðanna í Kóreu, MacArihur hershöfð- ingi, sé stríðsglæpamaður. Það er með öðrum orðum síður en evo ámælisvert að hleypa styrj öld af stokkunum, hefja árás á grannríki sitt, beita ofbeldi og yfirgangi, eins og raun hefur á orðið um kommúnistastiórn- ina í Norður-Kóreu. .Afbrotin eru hjá hinum aðilanum, sem kom til liðs við ríkið, er á var ráðizt, og hefur brotið árás arsegginn á bak aftur. Sam- einuðu þjóðirnar eiga sök á stýi*joÍdmhi; Kprelú og Mac- Arthur myndi sæta sömu með- ferð og nazistaforingjarnir í Nurnberg, ef. ,,friðarþingi5“ í Varsjá kæmi fram vilja sínum! Ósvífni ,,friðarþingsins“ í Varsjá er hiiðstæða þess, sem nazistar samþykktu og boðuðu á sínum tíma. Einnig þeir báru friðinn fyrir brjósti, þegar þeir iögðu grannríkin undir . kúg- unarhæl sinn og kölluðu böl og skelfingu síðari heimsstyrjald- arinnar yfir mannkynið. Naz- ístarnir fullyrtu einnig, __að bandamenn væru stríðsglæpa- rnenn, en sjálfir væru þeir sak tausir og engilhreinir, þótt blóðferillinn eftir þá væri rak- inn allt að aftökupallinum i ;\ iirnberg. Kommúnistar hafa því ekki aðeins tekið upp vinnubrögð og baráttuaðferðir nazista. Þeir flytja þjóðunum sams■konar áróður í dag og nazistarnir höfðu í frammi á sínum tíma. Verkin tala og dæma kommúnista á sama hátt og nazista fyrrum. Þeir, sem undirritað hafa Stokkhólmsávarp kommúnista, blekktir en í góðri trú, verða að gera sér ljóst, hvað fyrir kommúnistum vakir. Tilgang- ur þeirra er að fá einlæga frið- arsinna til beinnar eða óbeinn- ar aðstoðar við utanríkisstefnu Rússa, sem er eina alvarlega hættan fyrir friðinn og frelsið í heiminum í dag. En sem bet- ur fer verða þeir æ fleiri, sem gera sér það Ijóst, hvert kom- múnistar stefna. Þess vegna hefur Thomas Mann sagt skil- ið við „heimsfriðarhreyfingu“ kommúnista. Andúðin á utan- dkisstefnu Rússa ef-svo sterk, að jafnvel fulltrúarnir á „frið- arþingiý kommúnista í Varsjá' fá ekki orða bundizt. En gat ekki þetta fólk sagt sér þetta fyrirfram? Eru at- burðir síðustu ára, og þó sér í lagi undanfarinna mánaða, ekki nægilega greinilegar heim ildir í þessu efni? Sannarlega ætti svarið við þessum spurn- ingum að liggja í augum uppi. Thomas Mann, John Rogges og .Elin Appel hafa áttað sig á sannleikanum og haft mann- dóm til að játa mistök sín og taka af skarið um, að þau láti ekki ■ kPtnmúnista “leiða ‘sig íengra. Þáú háfa síiúlð Bákf viðr^‘J hirini komttiúnistísk'u1 „friÖáf- hreyfingu“ af bví að .hún er lík leg til að ieiða til stríðs og friðrofa og á ekkert skylt við sannan og einlægan friðar- vilja. Lýðræðissinnai’ og friðar- vinir, sem glæpzt hafa til þess að undirrita Stokkhólmsávarp kommúnista, hljóta að gera slíkt hið- sama, ef þeir vilja iosa sig vað það ámæli, að þeir séu ginningarfífl fjandmanna fiiðarins í heiminum. Vilji þeir leggja friðarhugsjóninni lið, ættu þeir að byrja á því að snúa baki við kommúnistum og skipa sér í sveit þeirra manna, sem af einlægni og á- buga vilja gera raunhæfar ráð- stafanir til að efla friðinn og lryggja frelsið. Og verkefnið, sem fyrst liggur fyrir öllum þeim, er að leggjast á eitt um að bægja hættu kommúnism- ans frá dyrum lýðræðisríkj- anna. ÍAfreksverk í íslenzl^i bókargerS. — Listáverk’ með listaverkum. — IJmræðitr ura tímarit og þjoðleg vísindi Barða Guðmrmdssonar. FLESTIR MUNIJ sammála lendis' hafa keypt þessar bæk Fimm báfar selja afla í Englandi UNDANFARNAR tvær vik- ur hafa fimm bátar selt afia í Englandi. Birkir frá Akur- eyri seldi 692 vættir í Aber- deen fyrir 1655 pund. Njörður frá Akureyri. hefur sennilega selt í Fleetwood fyrir 2590 pund, en fregnir af þeirri sölu eru ekki öruggar enn. Valþór frá Seyðisfirði seldi í Aber- deen 877 vættir fyrir 2268 pund, Hrafnkell frá Neskaup- stað í Fleetwood 943 vættir fyrir 2371 pund og loks Hólma borg frá Seyðisfirði í Aber- deen 1180 vættir fyrir 3135 pund. um það, að útgáfa Helgafells á málverkabókunum sé eift mesta afrek, sem um getur í íslenzkri bókaútgáfu. Þeir munu hafa verið teljancli, sem böfðu trú á bví að þetta fyrirtæki muntli | blessast fyrst þegar farið var j að ræða um það. En fyrir frá- bæran dugnað, alúð, ástundun og smekkvísi, hefur þetta tek- ist svo vel, að maður stendur uæstum því undrandi, þar sem hér var" ákaflega vandasamt að ráða úr. — Og almenningur hef ur þegar sýnt að hann kann að meta þetta starf. TIL AÐ BYRJA MEÖ var engin reynsla fyrir hendi í slíkri útgáfustarfsemi og það er bví eðlilegt að framför sé auðsjá- anleg á þeim þremur bókum, sem komnar eru út. Það er vandaverk að prenta svona bæk ur, að binda þær og búa þær út, en útgáfunni hefur tekist vel að leysa þennan vanda — og eru bækurnar allar út af fyrir sig eitt mesta listaverk í íslenzkri bóksögu. ALLIR ÞRÁ að eignast frum- myndir af listaverkum snilling anna, en fáir hafa tök á því nema þeir sem góð hafa efni. .Með þessari útgáfu . hefur mönnum verið gert kleift að eignast listina við mjög lágu verði og' er þetta í fyrsta sinr., sem gerð er tilraun til að flytja listaverkin inn á þúsundir heim ila, heimili alþýðunnar eiils og annara. Það út af fyrir sig or mikið atriði og verður seint þakkað. FJÖLDA MARGIR MENN, sem eiga vini og kunningja er- Áfengij tóhak og umhoðslaun INNFLUTNINGUR tóbaks og áfengis kom til umræðu á al- þingi í fyrradag í tilefni af frumvarpi um sameiningu á einkasölum þeim, sem þennan innflutning annast. Gerði Gylfi Þ. Gíslason þá athyglis verða fyrirspurn um það, hvort rétt sé, að einkasölur þessar kaupi vörur af umboðs mönnum erlendra fyrirtækja hér á landi, þannig að þeir geri lítið annað en að hirða umboðslaun sín. Lét Gylfi þess getið, að sá orðrómur gengi í landinu og hefði kcm ið fram í blöðum, að jafnvel forstjórar fyrirtækjanha sjálfir væru umboðsmenn og hirtu umboðslaun af því, sem flutt er inn, en á þetta kvaðst Gylfi ekki vilja leggja neinn trunað. BJÖRN ÓLAFSSON brást Ula við þessari fyrirspurn og þótti ráðizt á íslenzka knupsýslu- menn. Þótti. hppum sjálfsagt að erlend fyrirtæki hsfðu ís- lenzka umboðsmenn, sem seldu tóbaks- og áfengiseinka sölunum vörur og hefðu fyrir hæfilega þóknun. Gylfi benti þá á, að slíkur umboðsmaður mundi vart hafa mildu hlut- verki að gegna í þessu tilfelli, þar sem um einkasölu væri að ræða og auglýsingastari’- semi bönnuð á áfengi. Taldi hann eðlilegast að einkasölurn ar hefðu sjálfar umboð fyrir þau fyrirtæki erlend, sem mest væri skipt við. ÞAÐ ER VENJA stórra fyrir- tækja um heim allan að hafa umboðsmenn, sem halda fram vöru þeirra, auglýsa hana, súára fyrirspurnum og greiða fyrir samböndum við hin er- lendu fyrirtæki. Er sjálfsagt, að menn, sem slíka þjónustu annast, fái þóknun íyrir störf sín, en þá þóknun eiga hinir erlendu seljendur að sjálf- sögðu að greiða. Þó virðist áug Ijóst, að íslendingar hljóti að liaga innkaupum sínuip á ýms um vörutegundurn þannig, áo slíkrar umboðflþjónustu sé Mtil þörf, og því'Sjglfságt mái að reyna að losna við þann milliliðakostnað, sem aí þessu hlýtur að verða. Þannig er á- statt um áfengiseinkasöluna og tóbakseinkasöluna, og er furðulegt að menn skuli mæla því bót, að þær ekki fækki milliliðum í viðskiptum sín- um svo sem frekast er unnt. ÞAÐ ER FULLYRT í þessu landi, að áfengiseinkasálan greiði svo og svo margar krón ur af hverjum kassa af inn- fluttu áfengi til heiidsála í Reykjavík, sem ekki komá nærri viðskiptunum ao öðru leyti. Það er fullyrt, að það hafi áhrif á sígarettukaup tóbakseinkasölunnar hverjir umboð hafi fyrir þessa eða hina tegundina. Þessum orð- rómi hefur aldrei verið fylli lega lmekkt og því er, eins og Gylfi Þ.. Gíslason, benti á á alþingi, fúll ástssða til þess að ríkisstjórnin upplýsi. þetta mál að fullu, og frumvarpig um sameintngu þessara tveggja fyrirtækja er ágætt tiiefni til að gefa slíkar uþplýsingar, Vonandi verður þetta mál nú upplýst að fullu. ur og sent þær vinum sínum út um víða veröld. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir þá landkynningu sem mál- verkabækurnar flytja. Ég hugsa til dæmis að mörgum, bæði inn- lendum og erlendum, fari eins og mér, að geta helzt ekki sleppt. úr hendi sér bók Kjarvals — og sjá alltaf eitthvað nýtt og nærandi í hvert skipti sem bók inni er flett. BÓKABÉUS SKRIFAR mér á þessa leið. „Þú varst að gera að umtalsefni bókaútgáfu Menn ingarsjóðs og þjóðvinafélagsins. Ég tek undir það, sem þú sagð- ir að flestu leyti. Aðeins vil ég ekki fallast á það, sem þú segir um „Andvara“. Andvari hefur sínu sérstaka hlutverki að gégna eins og hann er, og ég efast um, að það verði til bóta að fara að færa hann í meira nýtízku form. Ég vil einmitt láta hann birta greinar á borð við hina afburða snjöllu grein Barða þjóðskjala- varðar. Þessi vísindamaður viiin ur nú störf, sem öll íslenzk al- þýða ann og hefur hann í há vegum fyrir, og ég vil eindregið þakka honum fyrir grein hans.“ ÞAÐ ER MISSKILNINGUR hjá bréfritara ef hann hefur haldið að ég væri að amast við grein Barða Guðmundssonar. Þvert á móti fylgist ég af áhuga með skrifum hans og álít ein- mitt að Andvari eigi að birta slíkar greinar og fagna þeim. En það sem ég átti við, var að fleira kæmi í Andvara, að hann stækkaði og' yrði að veigamiklu þjóðlegu tímariti. Ég myndi ein mitt í fyrstu röð velja greinar í slíkt rit eins og greinar Barða þjóðskjalavarðar. ÉG VEIT, að bréfritari hefur rétt fyrir sér, að alrrienningur les greinar Barða af lifandi at- hygli og þakkar honum einmitt fyrir hin miklu vísindastörf hans. ingsáiyktunsrt laga m Jöfnun ÞRIR ÞINGMENN flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um að alþingi feli ríkisstjórninni að hiutast til um, að útsöluverð á olíu verði hið sarna á öllum þeim stöðum á landinu, þar sem ol- íuflutningaskip, sem annast flutninga milli hafna, geta los- að olíu í birgðageyma olíufé- lagánna. Flutningsmenn eru Lúðvík Jósefsson, Finnur Jónsson, Sigurðrir Águstsson og Halldór Ásgrímsson, og benda þeir á í að félagssámtök ,i hafi hvað eftir bá kröfu til ríkis- komið verði á jöfn unarverði á olíu, að minnsta kosti á þeirn -grundveili, sem tillaga þessi leggur til. gremargerc utve£»smr

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.