Alþýðublaðið - 26.11.1950, Side 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÖ
Sunnudagur 2G. nóvember 1950
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing-
fréttaritari: Helgi Sæmundsson; auglýs-
ingastjóri: Emilía Möller. Rilstjórnar-
simar: 4901 og 4902. Auglýsingasími
<506. Afgreiðslusími 4900. Aðsetur: Al-
1 ý'ðubúsið.
AlþýðuprenWiiðjan h.f.
Flokksþingið
ÞING ALÞÝÐUFLOKKS-
INS og Alþýðusambandsins
setja svip rinn á Reykjavík
um þessar mundir. Þingi ungra I
jafnaðarmanna lauk síðast lið
inn sunnudag, og sama dag kom
þing Alþýðusambandsins sam-
an til funda. Það lauk störfum
sínum í fyrradag, en í dag hefst
svo þing Alþýðuflokksins; en
það er jafnan háð samtimis
þingi heildarsamtaka verka-
lýðshreyfingarinnar.
Viðhorfin í íslenzkum stjórn
málum er nú ærið breytt frá
því sem var fyrir tveimur ár-
um, þegar síðasta þing Alþýðu-
flokksins sat á rökstólum. Þá
sat að völdum í landinu ríkis-
stjórn undir forsæti Alþýðu-
flokksins. Hún átti við marga
og mikla erfiðleika að stríða, en
henni tókst að bægja hættu at-
vinnuleysis og skorts frá
dyrum þjóðarinnar. Allir, sem
vildu vinna, áttu kost á at-
vinnu. En nú fer með völdin
samstjórn borgaraflokkanna.
Hennar 'fyrsta verk var að ráð
ast í gengislækkunina, sem átti
að verða allra meina bót sam-
kvæmt boðskap þeirra, er fyrir
henni gengust. Átta mánaða
reynsla hefur hins vegar leitt
í ljós, að afleiðingar gengislækk
unarinnar hafa einmitt orðið
þær, sem Alþýðuflukkurinn
sagði fyrir, — og þó máske enn
þá válegri. Atvinnulíf lands-
manna er í molum. Atvinnu-
Ieysi er víða komið til sögunnar
og hætta þess vex með hverjum
degi, er líður. Dýrtíðin og verð
■ bólgan hefur aldrei verið meiri.
Ýmsir ófyrirsjáanlegir erfíðleih
ar hafa steðjað að þjóðmni und
anfarna mánuði. En það breytir
engu um aðgerðaleysi og for-
sjárskort ríkisstjórnarinnar og
stuðningsflokka hennar. Þjóð-
in átti einnig oft í vök að verj-
ast í valdatíð þeirrar stjórnar,
sem Alþýðuflokkurinn veitti
forstöðu, og þó tókst að halda
í horfinu. Munurinn er sá,
að núverandi stjórn hefur
haldið öðru vísi og verr
á málum en hin. Þessi ó-
heillaþróun er afleiðing af því
spori, sem þjóðin steig til hægri
í síðustu kostningum. Breyting
til batnaðar kemst ekki á fyrt
en þjóðin hefur vikið af þeirri
braut, sem hún Iiefur fetað und
ir forustu borgaraflokkanna frá
og með síðustu kosningum, og
valið sér forystu Alþýðuflokks
ins á ný.
I
Meginverkefni Alþýðuflokks
þingsins, sem hefst í dag, verð-
ur að marka stefnu flokksins
í andstöðunni og baráttunni
við núverandi ríkisstjórn jafn-
framt því, sem það einu sinni
enn boðar þjóðinni úrræði jafn
aðarstefnunnar og vísar íslend
inguin leið htdmar út úr ógöng
unum og öngþveitinu. Alþýðu-
flokkurinn mun á sviði dægur-
baráttunnar nú sem endranær
veita verkalýðshreyfingunni
allt það brautargengi, sem
hann má, og taka upp ó sviði
étjórnmálabaráttunnar þau máL
er mótuð voru S hinu nýlokna
þingi Alþýðusambandsins.
Stefnuyfirlýsing sú, sem AI-
þýðuflokkurinn birtir þjóðinni
að loknu þingi sínu í ár, kemur
áreiðanlega til með að vekja
mikla athygli. Hann er í dag
hinn eini raunverulegu fulltrúi
andstöðunnar við ríkisstjórn
borgaraflokkanna. Iiommúnist
ar hafa .þvgrfaijidí á,huga á inn-
leiidum stjórnmálum, utanrik-
isstefna Rússa er þeim fyrir
öllu, enda hefur þjóðin sann-
færzt um, að flokkur þeirra á
lítið skylt við íslenzkt þjóðh'f
og baráttumál hins vinnandi
fólks í landjnu. Þeir eru erlent
útibú á íslandi. Andstæðingar
ríkisstjórnarinnar, sem virða
lýðræðið og þingræðið, geta
því aðeins átt samleið með Al-
þýðuflokknum. Hann vill sam
eina allt frjálslynt fólk í land-
inu undir merki sínu og heyja
baráttuna með því gegn erfið-
leikunum tíl að firra þjóðina
því versta, sem yfir Ivenni vof-
ir af völdum borgaralegrar
óstjórnar.
Borgaraflokkarnir hafa kast
að grímunni í augsýn fólksins.
Þeir hafa svikið öll þau lot'orð,
er þeir gáfu í síðustu kosning-
um. Þjóðin hefur sannfærzt
um, að atvinnuleysi og skortur
fer í kjölfar samstjórnar þeirra.
Og þó er það, sem nú er komið
á daginn, aðeins byrjunin. Rik
isstjórn, sem jskellir skollaeyr-
um við rökstuddum kröfum
landsmanna um raunhæfar ráð
stafanir til úrlausnar aðsteðj-
andi vanda og lætur sem hún
viti ekki af hættunni, sem víða
er þegar orðinn veruleiki, hún
dæmir sig sjálf. Og hún er sam
félaginu því hættulegri sem
valdatími hennar verður
lengri.
ífc
Alþýðublaðið vill fyrir hönd
Alþýðuflokksins bjóða fulltrú-
ana á flokksþingið velkomna
til starfs. Þúsundir alþýðuheim
ila í landinu vænta þess, að A1
þýðuflokkurinn mó.ti raunhæfa
og rökstudda stefnu í vandamá!
um samtíðarinnar og gangi heill
og sterkur til baráttunnar fyr-
ir því að bjarga fólkinu úr
greipum óttans, atvinnulevsi"-
ins og skortsins. Það er því
mikið fagnaðarefni, að Aiþýðu
flokkurinn hefur aldrei verið
samhentari og einbeittari en j
nú. Alþýðublaðið væntir þess, |
að flokksþingið skeri ú.r um;
það, að Alþýðuflokkurinn sé j
vel vaxinn þeim vanda að
rækja sitt mikla hlutverk.
Sfjórnarkjör í Sjó
Reykjavíkur
ftófsf í gær
STJÓRNARKJÖR í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur
stendur nú yfir. Hófst það í
gær í skrifstofu félagsins í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu og
stendur yfir urn nokkurn tíma.
Skrifstofan er opin alla virka
daga frá klukkan 3—7 eftir há-
degi. ___________
Hugmyndasamkeppni
um fegrun
Tjarnarinnar
HUGMYNDAKEPPNI mun
eiga að fara fram um fegrun
og útlit. Tjarnarinnar og hafa
frumdrög að útboði um sam-
keppnina verið lögð fyrir bæj-
arráð. Var bæjarverkfræðingi
og forstöðumanni skipulags-
deildar falið málið til frekari
athugunar.
Norðmenn gefa jó!a-
tré til Reykjavíkur
N ORSK-Í SLENZKA félagið
hefur ákveðið að gefa til ís-
lands 10—12 metra hátt jóla-
tré á þessu ári, og verður það
væntanlega sett upp á Austur-
velli eins og í fyrra. Er verið
að höggva tréð í Maríudal í
Noregi þessa dagana og er bú-
izt við, að það komi til lands-
ins með Brúarfossi fyrir jól. í
fyrra var Oslóborg í samvinnu
Í £ m s
FÆKKUN PRESTAKALLA er allmikið hitamái í efri
deild alþingis. * * * Sérstaklega hefur því verið mótmælt, að
Hrafnseyrarprestakall, en í því fæddist Jón Sigurðsson, verði
lagt niður. * * Vill a. m. k. einn þingmaður gera það £.ð heið-
ursprestakalli. * Þá þykir illa búið að sjálfum Þingvöllum,
að "þár skuli ekki einu sinni sitja prestur.
. .. S^apijiv.semt sjiiýrslum fæðast að aneðaltali tæplega
þrjú lausaleiksbörn á dag á Islandi, en jafnvel þetta fer
hú minúkaúdi á kréppútímum, þvf að fæðingúm óskil-
getinna fækkaði um 41 í fyrra frá árinu 1948, sem var
að vísu metár.
FRAMSÓKN segir, að Eysteinn hafi minnkað tolla og
skatta með gengislækkunarlögunum. * * * Annað segja Hag-
tíðindin, en samkvæmt þeim var verðtollur til 1. október í ár
2 milljónum hærri en á sama tíma í fyrra, innflutningsgjald
af benzíni 3,5 milljónum hærrá og söluskattur 8 milljónum
hærri.
NOKKRAR KVIKMYNDASTJÖRNUR komu nýlega við í
Keflavík: Dinah Shore, Jack Benny og brezka stjarnan Pat-
ricia Rock.
UKRANÍUMAÐURINN dularfulli er nú í haldi Iijá
útlendingaeftirlitinu, og hefur yfirheyrsluni verið
haldið áfram, án árangurs, að því er næst verður kom-
izt. * * * Maðurinn talar rússnesku, þýzku og ensku.
* * * Kunnugir leikmenn telja, að hann liljóti að hafa
komizt sem laumufarþegi til Keflavíkurvallar, úr því
hann kom fyrst til Hafnarfjarðar.
BÓKAMARKAÐURINN: Ragnar í Smára er nú svo til
hættur að gefa út þýddar bækur. * * * Hann segir, að íslenzk-
ar bækur muni seljast betur, þar sem hagur almennings er
þrengri og menn telji meira verðmæti í innlendum bókum.
* * Annar útgefandi segir, að bóksala hafi minnkað í ár á
Vestur- og Norðurlandi, en aukizt til sveita og á Austurlandi,
en sé svipuð annars staðar.
Þegar karfi er landaður í HÆRING, er hann fyrst settur
á bíl og ekið með hann upp í bæ til að vega hann, en síðan
ekið niður á bryggju og fiskurinn settur í verksmðijuna.
Nokkur forvitni er á að vita, hvor verður forstjóri hinn-
ar sameinuðu áfengis- og tóbakseinkasölu, Guðbrandur Magn-
ússon eða Jóhann Möller, eða hvort það verður einhver þriðji
maður. * * * Einkasölurnar verða vafalaust sameinaðar (þótt
alþingi hafi ekki enn afgreitt lög um það) og kemur sameining
in þá til framkvæmda 1. júlí 1951.
SORGLEG ÖRLÖG: Þegar kanadiska flugvélin fórst í
Alpafjöllum með 51 pílagrím og 7 manna áhöfn, var hún á
leið til Keflavíkur. * * * Flugþernan í vélinni hét frú Johnson
og var kona Melvins A. Johnsons, sem er fulltrúi kanadiska
flugfélagsins í Keflavík. * Var ætlun hennar að verða
eftir í Keflavík í þessari ferð og hætta svo alveg flugi.
ÍBÚAR BÚSTAÐAVEGSHÚSANNA eru að velta því
fyrir sér, hvort þeir muni þurfa að biðja um aðstoð Slysavarna-
félagsins til að fá götuljós sett í hverfið, svo að þeir ekki fari
sér að voða í holræsum og skurðum, er þeir vinna við húsin
á kvöldin.
við félágið um þetta mál, en að kosti í ágúst s. 1. sumar ekki
þessu sinni sér félagið eitt um enn rýrt kaupmátt verka-
l gjöfina. mannslaunanna það, að hann
væri orðin minni en 1948. En
Kaupmáttur launanna
s
t
ÞJÓÐVILJINN var í gær að
reyna að snúa út úr upplýs-
ingum, sem fram komu í aðal
ræðu Helga Iiannessonai’, for.
seta Alþýðusambandsins, á
hinu nýafstaðna sambands-
þingi. Helgi Hannesson sagði,
eins og frá var skýrt hér i
blaðinu, að þrátt fyrir gengis-
lækkunina hefði á kjörtíma-
bili þeirrar Alþýðusambands
stjórnar, sem kosin var á sam
bandsþingi 1948, tekizt að
koma í veg fyrir það, að kaup
máttur verkamanns launa
rýrnaði; en á það hefði sam-
bandsþingið 1948 lagt aðalá-
herzlu.
HELGI HANNESSON byggði
þetta á útreikningi, sem ekki
ótrúverðugri maður en Torfi
Ásgeirsson, hagfræðingur Al-
þýðusambandsins og fulltrúi
þess í kauplagsneínd,' gerði í
ágúst s. 1. suihar. En sá út-
reikningur sýndi. að hækkun
verðlags og kaupgjalds hafði
til þess tíma numið alveg því
lama, miðað við árið 1948,
— hvorttveggja hækkað síð-
an um 25 stig.
ÞJÓÐVILJINN þegir í gær al-
veg um þennan útreikning
Torfa Ásgeirssonar hagfræð-
ings, sem kommúnistar töldu
þó einu sinni fullfæran til
þess, að reikna slíka hluti út;
því að það voru einmitt þeir,
sem á sínum tíma tilnefndu
hann fulltrúa Alþýðusam-
bandsins í kauplagsnefnd. En
nú þykir Þjóðviljanum það
ekki heppilegt fyrir komm-
únista að vera neitt að flíka
því, að það, sem Helgi Hann
esson sagði, hafa verið byggt
á útreikningum þessa ágæta
hagfræðings; því að auðvitað
vakir það eitt fyrir Þjóðvilj-
anum að reyna að ná sér
niðri á Helga.
OG ÞAÐ, sem Þjóðviljinn seg-
ir er þetta: Þarna sjáið þið,
Helgi Hannesson ,,telur verka
menn fullsæmda af kjörum
sínum, og er hinn ánægðasti ;
með þróun undanfarinna ára!
Verkamenn þurfa, að hans
dómi, ekkert að vera að
kvarta. Þeir hafa jafngóð kjör
og 1948. Gengislækkun og at
vinnuleysi er aðeins kommún
istískur áróður, sem enginn
skyldi mark á taka“.
FYRIR ÞESSU RUGLI Þjóð-
viljans er vitanlega ekki
neinn fótur. Ekkert af þessu
sagði Helgi Hannesson í ræðu
sinni. Hann benti aðeins á
það, og hrakti þar með allar
blekkingar kommúnista um
störf Alþýðusambandsstjórn-
ar undanfarin tvö ár, að það
hefði tekizt að varðveita
kaupmátt verkamannalaun-
anna, þrátt fyrir gengislækk-
unina. Með þessu var geng-
islækkunin vissulega í erigu
afsökuð; enda sér hver heil-
vita maður, hvað í þessum
upplýsingum felst: Það er
kauphækkunin, sem verka-
menn, fengu sumarig 1949,
sem veldur því, að verðhækk
unin af völdum gengislækk-
unarinnar hafði að minnsta
þá kauphækkun var gengis-
lækkunin þá búin að gleypa
og gera að engu!
HVORKI Helgi Iiannesson né
sá meirihluti, sem honum
fylgdi á Alþýðusambands-
þinginu, gaf neina átyllu fyr-
ir Þjóðviljann til þess að
halda því fram, að hann sætti
sig við þá kjaraskerðingu,
sem gengislækkunin hefur
valdið. Það er aðeins Þjóð-
viljalygi. Samþykktir sam-
bandsþingsins sýna og að því
fer víðs fjarri. Þar er ein að-
alkrafan, að dýrtíðin og kjara
skerðingin af völdum gengis-
lækkunarinnar verði stöðv-
uð, — eða kaupið hækkað að
öðrum kosti svo að kaup-
máttur verkamannslaunanna
verði ekki rýrður!
BRETAít OG FRAKKAR
háfa efnt til ráðstefnu um öfl-
un hráefna, sér í lagi til hers
lantlanna. Er ráðstefna þessi
halclin í London, og hófst húii í
gær.