Alþýðublaðið - 26.11.1950, Side 5
Sunnudagur 26. nóvember 1950
ALÞÝÐUBLAÐtö
5
Samþykkfir Álþýðusambandsþings um afvinnu- og kauþgjaldpál:
RÉTTURINN TIL VÍNNUNNAR er helgasti rétt-
lir h'ins vinnandi manns
íslenzka þjóðin á hægilega‘! niiíii'ó' af' fvánVléiSs'uíækjum
©g, au&lindum til þess, að hægt ^p„að t.ryggja öllum. vinnufær-
lim íslendingum arðhæra atyinnu og mannsæmandi lífskjör.
En hér er illa á haldið.
Þess vegna er svo komið, að skuggar atvinnuleysis og
skorts legjast nú óðfluga yfir íslenzk alþýðuheimilí víða um
tand.
Miki’l hluti vélbátaflotans liggur bundinn í höfn. hrað-
ffrystihús og fiskiðjuver eru stöðvuð, niðursuðuverksmiðjur og
ffiskþurrkunarhús illa hagnýtt og flestar verksmiðjur tæpast
Ibálfnýttar sökum efnisskorts.
Vegna þeirra geigvænlegu afleiðinga, sem þetta ástand
Jhefur fyrir hinar vinnandi stéttir og þjóðfélagið í heild, skorar
22. þing Alþýðusambands íslands á ríkisstjórnina:
Að gera nú þegar öflugar ráðstafanir til að örva
framleiðsluna og tryggja fulla nýtingu allra
framleiðslutækja landsmanna árið um kring.
Þingið íeggur þunga áherzlu á eflingu atvinnulífs-
ins í landinu og leggur fyrir væntanlega sambands-
stjórn aö beiía öllum mætti samtakanna til að knýja
ríkisvaldið til aðgerða á því sviði.
Aðalkrafa þingsins er: Vinna handa öllum vinnu-
færuffl íslendingum.
f»á gerir þingið eftirfarandi tillögur um einstök atriði at-
vinnumáíanna:
1) Hafinn sé rekstur þeirra 10 togara, sem nú eru í smíðum í
Brctlandi, jafnskjótt og þeir eru tilbúnir til veiða. Te’ur
þingið sjálfsagt, að ríki eða bæjarfélög geri nokkur skip-
anna út,' 'eínda verði bæjarfél’ögunum gert fjárhagslega.
kleift að eignast skipin og reka þau.
Ríkið Iáti þau skip, er það gerir út, einkum hera
þar afla að landi, sem atvinnuleysi gerir vart við
sig og atvinnuþörfin er mest á hverjum tíma.
Þingið vill ekki leggja trúnað á þrálátan orðróm, sem gosið
hefur upp hvað eftir annað á seinustu vikum og mánuðum,
þess efnis, að ríkisstjórnin hafi í hyggju að selja þessi full-
komnustu atvinnutæki, er þjóðin hefur nokkru sinni eignazt.
Kæmi g'íkt fyrir, mundi það óhappaverk sæta fullri for-
dæmingu verkalýðssamtakanna.
2) Þingið skorar á ríkisstjórn íslands að taka nú þegar til gaum-
gæfilegrar yfirvegunar í samráði við samtök útvegsmanna
og sjómanna, með liverju móti hægt sé að skapa vélbáta-
útgerðinni betri starfsgrundvöll, en nú er fyrir hendi. Vill
þingið í þessu sambandi einkum benda á eftirfarandi at-
riði, sem komið geti til greina hvert fyrir sig, eða öll að
einhverju Ieyti:
a. Hækkað fiskverð að mun frá því, sem nú er.
b. Lækkaður tilkostnáður við útgerðina, svo sem sparnaður
á beitu og veiðarfærum og minnkaður viðgerðarkostnaður
og stjórnarkostnaður.
c. Niðurgreiðslur á úfgerðarkostnaði, eins og a’títt er hjá
þeim fiskveiðiþjóðum, er íslendingar verða að keppa við
á heimsmarkaðinum.
d. Verðjöfnun á rekstursvörum útgerðarinnar, sem mundi,
ef framkvæmd yrði, einkum koma að gagni þeim lands-
hlutum, þar sem útgerðin á nú við mesta örðugleika að
stríða.
e. Samin verði þegar regluger'ð fyrir fiskveiðideild hluta-
tryggingasjóðs.
f. Síldveiðideild hlutatryggingarsjóðs verði séð fyrir nægi-
Iegu fé til þess, að sjóðurinn geti borgað síldveiðisjó-
mönnum að fuBLu inneignir sínar frá seinustu síldar-
verti'ð, eigi síðar en 1. desember næst komandi, sam-
kvæmt þeirri reglugerð, er síldveiðideildinni hefur nú
verið sett.
3) Þingið beinir þeim tilmælum til verkalýðsfélaganna, að þau
sendi A.S.Í. tillögur sínar um, hvað helzt megi verða til
varanlegra atvinnubóta á hverju félagssvæði, svo sem hafn-
arbætur, samgöngubætur, bættur skipastóill, stofnun iðn-
fyrirtækja, virkjun vatnsafls, ræktunarframkvæmdir eða
aörar þvíííkar lífrænar atvinnuumbætur.
Jafnframt skorar þingið á sambandsfélögin, hvar sem at-
vimnileysi gerir vart við sig, að senda A.&.í. mánaðarlega
stuííoiðar slcýrslur um atvinnuástnd á íélgssvæðinu, enda
láti sambandið vinna úr skýrslunum og beiti sér fyrir aðstoð
til aukinnar atvinnu.
;4) Þingið mó.tmaélir innflutningi erlends vérkafóíks á' atvinnu-
leysistímum ög telur, að ávallt beri að leita samþykkis
verkalýðssanitakanna, áður en slíkur innflutningur eigi sér
stað. Þó getur þingið samþykkt, að nokkuð sé gert að gagn-
kvæmum skiptum á íslenzku og erlendu verkafólki, þar eð
slík skipti gætu verið þeim, er nytu, gagnlegur skóli í hag-
nýtri verkkunnáttu.
5) Þingið krefst þess, að ís'endingar sitji fyrir öllum störfum
á Keflavíkurflugvelli.
6) Þingið telur, að samningsbundin lágniarkstrygging sjó-
manna, og sérstaklega sjóveðsréttur þeirra, hafi verið gcrð-
ur lítils virði með þeim nýju IagaákvæÖum, er tryggja
ýmsum öðrum aðilum en sjómönnum sjóveðsrétt, vegna
skulda útvegsmanna við þá, og mótmælir þingið harðlega
þessari lagabreytingu.
Fáist ekki lagfæring á sjóveðsrétti Iiáseta, svo að hann
verði jafn vel tryggður og áður var, krefst þingið þess, að
ríkisvaldið tryggi sjómönnum bá Iágmarkshlutatryggingu,
sem þeim er heitin í ráðningarsamningi hverju sinni, og
verði sett bankatrygging fyrir skilvísri greiðslu tryggingar-
innar um ’eið og sjómenn eru skráðir í skiprúm.
7) Þingið mótmælir harðlega þeirri fáránlegu sparnaðarráð-
stöfun ríkisstjórnarinnar áð ætla nú að liætta að styrkja
vinnumiðlunarskrifstofur í kaupstöðum landsins, er atvinnu-
Ieysi fer sífellt vaxandi, og þess er þannig meiri þörf en
nokkru sinni fyrr, að miðlað sé vinnu í landinu og greitt
fyrir ráðningu atvinnulausra manna.
8) Þingi'ð telur brýna nauðsyn til bera, að góðum verbúða-
byggingum og viðleguplássum sé upp komið, þar sem að-
komufólki er ætlað að stunda atvinnu fjarri heimilum sín-
um lengri eða skemmri tíma ársins. Jafnframt bendir þingið
á, að rétt sé að ríkið greiði fyrir ferðunr verkafólks milli
vinnustaða og jafnvel landshluta og greiði þannig fyrir því,
a'ð fólk geti dvalizt utan síns heimahéraðs, þegar þar skortir
atvinnu, en hins vegar komið til hjálpar við framleiðslu-
störf þjóðarinnar, þar sem vinnuafl skortir.
9) Þá vítir þingið harðlega hinar daufu undirtektir ríkisstjórn-
arinnar undi(r kröfur alþýðusamtakanna, fram bornar í
september síðast liðnurn, um rannsókn á atvinnuástandinu
í landinu, og telur stórvítavert. að ekkert skuli hafa verið
gert á þessu hausti til að draga úr atvinnuleysinu, þar sem
það hefur veri'ð tilfiiinanlegast.
10) Þá lýsir þingið yfir því, að það telur, að vandamál at-
vinnuvegantia verði eins og nú er komið málum, aðeins
Ieyst með öflun nýrra markaða, fjölbreyttari vörufram-
Ieiðslu, lækkun reksturskostnaðar, afnámi hins mikla gróða
verzlunarstéttarinnar, lækkun vaxta, aukinni tækni, bætt-
um vinnuaðferðum og me'ð algerum niðurskurði á skrif-
finnsku og óþarfa nefndarbákni ríkisvaldsins.
11) Þingið telur, að rikisvaldinu beri skylda til að tryggja öll-
um vinnufærum landsmönnum stöðuga atvinnu. Meðan rík-
isvaldið framkvæmir þetía ekki í verki, telur þingið, að því
beri skylda til að bæta verkafólki það tjón, sem það verður
fyrir af völdum atvinnuleysis.
Fyrir því skorar þingi'ð á alþingi að samþykkja nú þegar
frumvarp það, um atvinnuleysistryggingar, sem fyrir því
liggur.
ALGER STÖÐVUN EÐA LÆKKUN DÝR-
TÍÐARINNAR var meginkrafa seinasta Al-
þýðusambandsþings til ríkisvaldsins.
Yrði sú krafa að vettugi virt, fól þingið sambandsstjórn
að vernda hagsmuni verka’ýðsins með því að beita sér fyrir
almennum grunnkaupshækkunum, þannig, að raunverulegur
kaupmáttur Iaunanna rýrnaði ekki.
Þessi stefna Alþýðusambands íslands er hin
sama í dag.
Á þessu ári greip meirihluti alþingis til þess óheillaráðs
Framhald á 7. síðu.
Minningarspiöld
Barnaspítalasjóðs
Hringsins
eru afgreidd í
Verzlun
Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12. og í
Bókabúð Austurbæjar.
Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna fást í skrifstofu
Sjómannadagsráðs, Eddu-
húsinu, sími 80788, kl.
11—12 og 16—17, Bóka-
búð Helgafells í Aðalstr.
og Laugavegi 100 — og
í Hafnarfirði hjá Valdi-
mar Long.
Köld borð og heíi-
ur veizlumaiur
Síld & Fiskur.
Ný bók eftir Eggert
Stefánsson söngvara
„LÍFIÐ OG ÉG“, nefnist ný-
útkomin bók eftir Eggert Stef-
ánsson söngvara. Er þetta
fyrsta bindið af minningur.a
höfundarins.
í fyrsta kafla bókarinnar seg
ir frá æskuárum höfundarins
og Reykjavík, eins og hún var
þá, og er sú frásögn þrungin
hlýhug og ást hans til bernsku
stöðvanna. Mun mörgura
þykja, að sá kafli hefði gjarna
mátt vera dálítið lengri og ýt-
arlegri. I öðrum köflum bókar
innar lýsir höfundur því, er
hann hlýðir köllun listar sinn-
ar, hverfur til Kaupmanna-
hafnar og tekur að leggja stund
á söngnám, en í þá daga þurfti
meiri kjark og dirfsku til þess,
en menn geta nú gert sér 1 hug
arlund. Þá segir frá dvöl höf-
undar í Stokkhólmi, London,
Milanó og víðar, söngnámi,
söngskemmtunum, baráttu og
sigrum. Er þó síður en svo, að
höfundur rígskorði frásögnin'a
við list sína, því að hann hefur
ur opið auga fyrir dllu, sem
fyrir ber; hugur hans reikar
víða, en þó oftast heim.
Eggert Stefánsson söngvari
er landsmönnum þegar kunn-
ur sem rithöfundur, bæði fyrir
útvarpserindi 'sín, „Óðinn“ til
lýðveldisársins og allmargar
blaðagi'einar, en þetta er fyrsta
bókin, sem hann lætur frá sér.
fara. Hún er gefin út af ísa-
foldarprentsmiðju, mynaum
skreytt og frágangur ‘allur
einkar smekklegur,