Alþýðublaðið - 06.12.1950, Blaðsíða 5
MiSvikudagur 6. des. 1950.
ALÞÝÐUBLAÐIP
Sigurjón Sæmundsson bæjarfulltrúi:
rsiiórnarmsirihlufai
r JÓN KJARTANSSON, bæj-
arsfljjflfiá Siglufirði, .sendir okk
Uir AÍþýðuflokksmönnum á
Siglufirði, kvecjju sína í Tíman-
lum 9. nóv. s.l'. Séinast' sícrií'
hans að vissu’-leyM'áðm'érí’Senr
fréttaritara Alþbl., þar sem
Bann segir að ég hafi farið með
„uppspuna og rugl“ í sambandi
við. hina pólitísku atvinnuof-
sóknarherferð bæjarstjórnar-
íneiriblutans, sem getið var um
í Alþbl. 27. okt. s.l. Er mér
ánægja að því að hafa með
jþessu fengið tækifæri til að
ræða þessi mál við J. K. og
fcæj arstj órnarmeirihlutann fyr-
ir opnum tjöldum, því að ég tel
atburði þá, sem hér hafa farið
fram, svo athyglisverða, að
]jess sé full þörf að almenning-
ur fái um þá alla vitneskju.
ATBURÐIRNIR
SÍÐAST LIÐIÐ HAUST.
Það má telja upphaf þessa
snáls, að Sjálfstæðismenn og
kommúnistar tóku saman hönd
tim í fyrrahaust um að reka frá
störfum, fyrirvaralaust, hinn
vinsæla bæjarstjóra Gunnar j
Vagnsson. Var tilefnið frá
þeirra hendi talið vera það, að
foæjarstjóri hafði farið í nokk-
urra daga sumarleyfi, sem
foann átti fyllsta rétt á, en allir
foæjarbúar vissu, að þetta illa
þokkaða herbragð þeirra kump
ána átti að vera pólitísk bomba
til að sundra og hafa lamandi
áhrif á Alþýðuflokkinn fyrir
alþingiskosningarnar. En þetta
ínistókst algerlega hvað Al-
þýðuflokkinn snerti, því hann
foefur aldrei verið sterkari en
eftir alþingiskosningarnar síð-
wstu, en Gunnar Vagnsson
tókst ■ þeim að flæma burt úr
foænum skömmu áður en ráðn-
ingartími hans var á enda.
Eftir að þessir flokkar höfðu
þannig hlaupið saman og fram-
kvæmt óhæfuverkið, tilefnis-
lausan brottrekstur G. V.,
Stóðu þeir frarnjgii. fyrir þeirri
staðreynd, að ráða þyrfti ann-
an bæjarstjóra. Eðlilegt var að
kommúnistar, sem voru sterk-
ari aðilinn af þessum tveimur,
réðu mestu um þetta val. Sáu
þeir strax að nauðsynlegt var
að velja mann, sem gæti orðið
þeim þægt verkfæri og fús til
að framkvæma aðgerðir, sem
kommúnistar einir og fylgi-
fiskar þeirra telja sér sam-
fooðnar. Þeir þurftu ekki lengi
að leita. Fyrir valinu varð Jón
Kjartansson, núverandi bæjar-
Stjóri, og hófst þar með þátt-
taka hans í bæjarmálum Siglu-
fjarðar og sá þáttur, sem útlit
er fyrir að verða muni nafn-
fogaður fyrir margra hluta
sakir. Ekki þarf að kvarta vfir
því, að J. K. hafi brugðizt
trausti kommúnista. Hefur
foann gengið fram fyrir skjöldu
sem áróðursmaður þeirra í
foæjarmálum og það svo trú-
verðuglega, að flokksbundinn
kommúnisti hefði ekki gert
það betur. Virðist viðhorf hans
iinótast aðallega af takmarka-
iausri gremju og ósvífni í garð
Alþýðuflokksmanna, sem hann
foefur litið á eins og fjandsam-
Segt þjóðarbrot, er útiloka bæri
frá störfum og þátttöku í op-
Snberum málum.
Þetta hugarfar bæjarstjóra
til Alþýðuflokksins varð Ijóst
strax er hann tók við störfum
seinast á kjörtímabilinu, enda
fór hann ekki dult með það.
Gerði hánn allt. er í hans valdi
stóð' til áð ófrægja fórústú-'
menn Alþýðuflokksirjs. og taldi,
áig" ávb'1 óHúl't’áh ■ í' skjblí stuðn-J
ingsmanna sinna. i /a'ð hann
:þyrf,ti,, ekki á trausti Alþýðu-
flokksins að halda. Bæjar-
stjórnarkosningar fóru nú í
hönd og mun þetta hafa átt að
vera einn liðurinn í áformum
þeirra félaga til að hnekkja
fylgi Alþýðuflokksins.
BÆJARSTJÓRAKJÖRIÐ OG
MÁLEFNASAMNINGURINN
Eftir bæjarstjórnarkosningar
kom svo til að ráða bæjar-
stjóra. Fulltrúar stjórnmála-
flokkanna komu saman til að
ræða væntanlegan samstarfs-
grundvöll og ráðningu bæjar-
stjóra. Fulltrúar Alþýðuflokks
ins lýstu yfir því strax í upp-
hafi, að þeir mundu ekki geta
fallizt á J. K. sem bæjarstjóra,
og voru ástæðurnar fyrir því
aðallega tvær:
1. Fulltrúar Alþýðuflokksins
gátu ekki treyst manni,
sem svo opinskátt hafði
látið í ljós fjandskap í garð
Alþýðuflckksins,- a. m. k.
ekki fyrr en hann hefði
bætt ráð sitt.
2. Alþýðuflokkurinn gat ekki
treyst manni, sem komm-
únistar höfðu tekið upp á
arma sína, og sem hafði
sýnt, að kommúnistar gátu
notað til hvers sem vera
vildi,
Þegar þetta hafði komið
fram, fóru línurnar að skýrast.
Alþýðuflokkurinn bauð lýð-
ræðisflokkunum tveimur, Sjálf
stæðis- og Framsóknarflokkn-
um, samvinnu í bæjarmálun-
um, en því var hafnað, og
töldu þeir betur við sitt hæfi
að hlíta forustu og forsjá kom-
múnista, enda mun sú sam-
vinna hafa verið fyrirhuguð
frá öndverðu. Að vísu fóru
fram viðræður um samstarf
fjögurra flokka, sem J. K. kall
ar „ítrekaðar tilraunir“, en
það þýddi í rauninni samstarf
við kommúnista með fram-
kvæmdavaldið í þeirra hönd-
um, þar sem J. K. var fyrir-
hugaður bæjarstjóri fyrir sam-
steypuna. Þetta gat Alþýðu-
flokkurinn ekki gengið inn á,
og er ekki að undra þótt Morg-
unblaðið sé hneykslað í leið-
aragrein frá 12. nóv. s.l. og
kalli það „ljóta leiðarstjörnu“
og „að ganga í berhögg við
heilbrigða skynsemi í meðferð
opinberra mála“, að sam-
þykkja ekki þegjandi og hljóða
laust samstarf við kommúnista
og sálufélaga þeirra. Það verð-
ur hver að tala og rita eins og
hann hefur vit til og er rétt að
láta Morgunblaðsritstjórana
um það að samræma þetta öðr-
um skrifum sínum.
Jón Kjartansson bæjarstjóri
er svo vingjarnlegur að birta
bæjarmálasamning meirihlút-
ans í fyrrnefndu Tímablaði.
Hann feitletrar það og telur
sérstaka háttvísi að meirihlut-
inn skyldi bjóða fulltrúum Al-
þýðuflokksins að undirrita
samning þenna eftir að þeir
höfðu ritað hann niður, og tel-
ur það ,,óþekkt“ að ganga ekki
til samstarfs við kommúnista-
klíkuna, af því samningurinn
var svona fallega orðaður! En
hver skyldi trúa því nú, eftir
að kommúnistar hafa opiuber-
,‘að svo greinilegá sem verðá má
Tyrirætlanir" sínar og stefnu-
mið, iað þeir meini alvarlega
Gaifoninga qg . ^ætlanir, §.e.rri,.
verða mega til uppbyggingarl^
lýðrreðislegú„ þjóðfélagij .jafn-l
vel þótt þeirra eigið byggðar-
lag eigi í hlut? Það væri hin
mesta firra að álíta slíkt, og
ábyrgðarleysi af lýðræðissinn-
uðum mönnum, sem hafa opin
augu fyrir því, sem vel má fara
í umhverfi sínu.
Rétt er að geta þess til sam-
anburðar, að undanfarið hafa
menn átt þess kost að kynnast
öðru plaggi, sem mun öilu
þekktara en bæjarmálasamr,-
ingur meirihlutans á Siglu-
firði, en þó af svipuðum toga
spunnið. Það er hið „fræga ‘
Stokkhólmsávarp, sem komm-
únistar hafa slegið upp sem á-
skorun um frið, á sama tíma
sem þeir ógna gervöllum heimi
gráir fyrir járnum. Sarnræmið
leynir sér ekki. Hvort sem bar-
áttumálið heitir „samræming i
störfum“, ,,sparnaöur“ eða
,,friður“ er tilgangurinn* ætíð
sá sami: að blekkja menn til
fylgis við ofbeldissteínuna. Og
mestan ávinning telja þeir sér
að vonum, er þeir geta tælt til
fylgis við sig skammsýna og í-
stöðulitla menn, ámóta og íull-
trúa Sjálfstæðis- og Framsókn
arflokksins á Siglufirði.
130 ÞÚSUND KRÓNA
„SPARNAÐURINN'
OG BROTTREKSTURiNN
Því hefur verið haldiö fram
af J. K. og bæj arstjórnarmeiri-
hlutanum, að um 130 þúsund
krónur mvndu sparast við hina
pólitísku brottrekstra. Þetta er
mjög glöggt dæmi um það,
hvernig ljúga má með tölum
og þarf alveg sérstaklega „vel“
gerðan ósannindamann til að
geta haldið slíku á lofti.
í tillögum nefndarinnac, er
athuga skyldi „sparnaðinn“,
segir svo':
1. í stað tveggja ársráðinna
hafnarvarða verði ráðinn einn
ársmaður og annar maður yfir
sumarmánuðina. Báðir menn-
irnir þurfa að geta gegnt hafn-
sögumannsstarf >.
Sparnaður við þetta telur.J.
K. að verða muni ca. 17 000,00
kr.
Kaup 2. hafnarvarðar (starf
ið, sem fella skal niður) er nú
kr. 35 400,00. Á móti því kem-
ur kaup manns, sem réttindi
hefur til að gegna hafnsÖgu-
mannsstarfi, og mun hæpið að
sá maður fáist fyrir minna en
kr. 5000,00 á mánuði yfir 4
helztu atvinnumánuðina, mið-
að við vinnu eftir þörfum allan
á Siglu
sólarhringinn alla daga vik-
unnar. Þessu til viðbótar koma'
svó 'éffirláun aoaihaíhárvafð-
ar,’: sem rekirin var;frá störfum,
cg.í ðöÖÓjÖO ki'.'Enn qætíst viS’
þetta áðs’toð ,við hafnsogu-
-mann þá 8 máiiuði, sém hann
hefur starfið einn með höndum
(gæzla hafnsögubáts, er hann
fer um borð í skip), og þarf sú
aðstoð ekki að vera mikil til
þess að mæta þeim kaupmis-
mun, sem eftir er, og verður þá
hagnaður aðeins skömmin af
brottrekstrinum.
Fulltrúi Alþýðuflokksins í
nefndinni lagði fram svohljóð-
andi ályktun:
„Athugað sé, hvort ekki er
hagkvæmara að hafa hafnar-
verði tvo, eins og verið hefur
að undanförnu, en fela þeim
viðbótarstörf.“
En þessu sinnti meirihlutinn
engu.
Til viðbótar er svo rétt að
athuga þetta: Bæjarstjórnar-
meirihlutinn samþykkti að
leggja niður starf 2. hafnar-
varðar. Beinast hefði legið við
að sá maður hefði farið, þegar
staða hans var ekki lengur fyr-
ir hendi, sérstaklega þar sem
hann hafði ekki verið i starf-
inu nema 5 ár og átti ekki til-
kall til eftirlauna. En í þess
stað segja þeir upp 1. hafnar-
verði líka og reka hann frá
starfi eftir prýðilega þjónustu
í 20 ár, eingöngu til þess að
koma fram pólitískum hefnd-
um. Þá var ekki verið að spara
það, þótt greiða þyrfti 1. hafn-
arverði ca. 9000,00 kr. eftir-
laun, þar sem 2. hafnarvörður
hefði engin fengið, hefði hann
verið látinn fara. Og svo segir
Tíminn, að allir hafi verið ráðn
ir í störfin aftur, nema þau
sem lögð hafi verið niður af
sparnaðarástæðum! Hvernig
skyldi hohum ganga að kyngja
þessu?-
2. Sérstakur vélstjóri verði
ekki ráðinn framvegis við
hafnartrilluna. Hafnarvörður
annist það starf.
Þetta samþykktu Alþýðu-
flokksmenn og sparast við
þetta ca. kr. 4000,00.
3. Sameinuð verA störf bæj-
arverkstjóra. verkstjóra hol-
ræsa og heilbrigðisfulltrúa.
Alþýðuflokksfulltrúinn í
nefndinni lagði fram eftirfar-
andi tillögu:
„Ráðinn verði aðeins einn
verkstjóri og hafi hann einnig
á hendi störf vatnsveitustjóra
og eftirlit með vinnu við hol-
ræsi. Umsjónarmaður holræsa
vinni framvegis að þeim störf-
um undir umsjón bæjarverk-
stjóra og hafi jafnframt á
hendi umsjón kartöflu-
geymslu.“
5
Smurf brauð ■
Snitfur-Köld borð
Ódýrast og bezt. Vinsam-
legast pantið með iyrir-
!■ '■■
vara. , j' ■
,M A T B A R I N N J ,
Lækjargötu 6. Sími 80340.1
Alþýðuflokksmenn lögðu m.
ö. o. til, að öll útiverkstjórn hjá
bænum yrði sameinuð í eitt,
og félli þá starf vatnsveitu •
stjóra undir það. Við þetta
hefðu sparazt laun þess manns,
að upphæð kr. 31.000.00,
auk þess sem það samrýmaist
mjög vel starfi bæjarverk-
stjórans. En þetta gat meiri-
hlutinn alls ekki fallizt á, af
því að vatnsveitustjórinn er
kommúnisti. Af þessu varð
Ijóst, að „sparnaðurinn" átti að
ná til Alþýðuflokksmanna
einna, jafnvel þótt ástæður til
sparnaðar væru ríkari annars
staðar.
J. K. telur, að spárnaður við
sameiningu starfa bæjarverk-
stjóra og verkstjóra holræsa
séu ca. 29 000,00 kr. En þetta
er ekki rétt. Það byggist á því,
að jafnhliða því áð hafa verk-
stjórn á hendi, hefur verkstjóri
holræsa unnið af ýtrasta dugn-
aði að starfi sínu og skilað
stærra dagsverki en margur
annar verkamaður í þjónustu
bæjarins, að öðrum ólöstuðum.
Þótt umsjón með þessum störf
um yrði þannig sameinuð störf
um _þæjarverkstjóra, þýddi það
engan veginn það sama og upp
sögn fyrir verkstjóra holræsa,
vegna þess að hann vann störf,
sem ekki er hægt að láta óunn-
in. Meirihluti bæjarstjórnar
notar nú tækifærið til að láta
mann þenna hætta störfum, en
annan mann verður að taka í
staðinn svo sparnaður verður
enginn fyrir bæjarsjóð.
Eitt atriði verður að minnast
á í þessu sambandi, en það er
ráðning bæjarverkstjóra. Þetta
starf var eitt af þeim, sem.
veita átti samkvæmt umsókn.
Töldu allir víst, eftir því sem
á undan var gengið, að komm-
únisti yrði ráðinn til starfans.
En þá skeður það, að vinirnii*
koma sér ekki saman um bit-
ann. Sjálfstæði og Framsókn
hyggjast að fá nokkra upp-
reisn í augum almennings íyr--
ir áðurgenginn undirlægjuhátt
sinn og neita að fallast á
Moskvu-kommúnista til starf-
ans. Kommúnistar afneita á
sama hátt verkstjóraefni
hinna, svo endirinn verður sá,
að sami verkstjóri er ráðinn á-
fram, með þeim skilyrðum þó„
að ráðningin gildi til 1. sepi.
n.k. og skal þá endurskoða.
hlutina á ný.
4. Aukagreiðsla vegna hest-
halds við sorphreinsun falli
niður. Þetta samþykktu full-
trúar Alþýðuflokksins og spar-
ast við það ca. kr. 8000,00.
5. Eldfæraeftirlitið verði fal-
ið byggingafulltrúa, án auka-
greiðslu.
Þessu var slegið á frest sem
vanhugsuðu atriði af hendi
meirihlutans, og féllust þeir
meira að segja á það sjálfir!
6. Ársstarf við röragerð og
vatnsveitu falli hiður.
í sambandi við þenna Hð-
lagði fulltrúi Alþýðuflokksins
í nefndinni fram eftirfarandi:
r Framhald á 6. síðu. i
I fjarveru minni
gegnir læknisstörfu'm fyrir mig hr. læknir Sigmundur
Jónsson, heimilislæknisstörfum, viðtalstími frá kl. 2.30
til 3.30 í Lækjargötu 6 A, sími 1368, og hr. læknir Kjartan
Ólafsson auglæknisstörfum. Viðtalstími frá kl. 1—3 í
Kirkjuhvoli.
Úlfar Þórðarson
læknir.