Alþýðublaðið - 09.12.1950, Side 5
I>augardagur 9. desember 1950.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Guðmundur I. Guðmundsson:
Bannið við drapófa
veiði í Garðsjó
!• * I..' '\i-í í; J .Q í t x . U* 1
Frá Guðmundi í. Guð-
mundssyni, bæjarfógeta í
Hafnarfirði og; sý.slumanni
í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu heíur blaðinu borizt
eftirfarandi:
ÞANN 1. marz s. 1. gaf at-
vinnumálaráðuneytið út reglu-
gerð um bann við dragnóta-
veiði á svæðinu frá Sandgerð-
isvita að Hraunsnesi. Nokkrir
*útvegsmenn í Keflavík vi.du
ekki una þessari reglugerð, og
töldu, að hún hefði ekki
stoð í lögum. Héldu þeir
áfram dragnótaveiði á bann-
svæðinu og hættu ekki veið-
unum, þó að þeir væru teknir
og dæmdir til refsingar. Leiddi
þetta til þess, að ráðuneytið lét
athuga sérstaklega um lög-
hnæti reglugerðarinnar og feldi
hana síðan úr gildi með aug-
lýsingu 20. október s. 1. Hef
ég orðið þess var, að þvi hefur
verið haldið fram, að ég hafi
beinlínis ráð’agt nokkrum út-
gerðarmönnum í Keflavík að
hafa reglugerðina að engu og
halda áfram veiðum á bann-
svæðinu, hvað sem reglugerð-
ínni og. öllum dómum liði. Með
því að slíkt er með öllu rangt,
þykir mér rétt að skýra frá af-
skíptum mínum af þessu máli.
I haust komu nokkrir útvegs
imenn úr Keflavík tvívegis að
máli við mig um bannið við
dragnótaveiðinni. Tjáðu þeir
mér. að þeir teldu reglugerð-
ina ekki hafa stoð í lögum og
að þeir væru 'að hugsa um að
hafa hana að engu. Jafnframt
skýrðu þeir mér frá, að áfrýj-
að hefði verið til hæstaréttar
dómi yfir skipstjóra, sem tek-
inn hefði verið fyrir brot á
reglugerðinni. Ég vakti athygli
útvegsmannanna á, að mitt
starf sem löggæzlumanns væri
að fylgja reglugerðinni eftir og
siá um að henhi væri hlýtt.
Þess vegna hvatti ég þá til að
íylgja reglugerðinni, en benti
þeim iafnframt á, að ef þeir
íeldu hana ólögmæta, þá væri
réttast fyrir þá að reyna að
hraða máli því, sem áfrýjað
hafði verið til hæstaréttar og
íeggja þar fram þau gögn, sem
þeir byggðu staðhæfingar sín-
HANNES Á HORNINU
Framhald af 3. síðu.
6tjórnarflokkunum, verið líklegt
Bð þeir vilji á þennan hátt
etuðla að aukinni dýrtíð. Ég
Vænti svars.“
: EKKI VEIT ÉG hvort þessi
saga er sönn — og maður hefur
íilhneigingu til að efast um það,
svo ótrúleg er sagan. En ég hef
heyrt hana eins og bréfritarinn
og þess vegna birti ég hana.
Gefst þá réttum aðilum tæki-
færi til að bera hana til baka
eða staðfesta hana.
EIN BÓK á jólamarkaðinum
hefur selst meir síðustu daga
en nær allar aðrar, ef til vill nð
Kjarvalsbókinni undanskilinni.
Þetta er Öldin okkar, hin bráð-
skemmtiliega bók Gils Guð-
mundssonar. Þetta_er líka alveg
sérstæð bók í bókmenntum okk
ar. Eru allar líkur til að þett.a
Tbindi verði uppselt fyrir jólin
>— og mun það vera næstum eins
'dæmi að svo mikið verk seljist
upp á jafn skömmum tíma..
Hannes á horinmi.
ar um ólögmæti reglugerðar-j
innar á, enda hefði hæstirétti
ur vgld. -tí,! ;a2Lfd£§ma í því máli
um lögmæti réglugerðarinnar..
Rétt er að geta þess, að i
síðara viðtalinu, sem útvegs-
mennirnir áttu við mig, höfðu
þeir meðferðis gögn, sem virt-
ust benda til þess, að reglu-
gerðin hefði ekki stoð í lögum,
enda komst atvinnumálaráðu-
r.eytið að þeirri niðurstöðu um
þessar mundir og afnam reglu
gerðina, eins og áður var sagt.
Þetta þyktr rnér rétt að taka
írarn til þess að mín afskipti
af málinu komi fram.
Guðm. í. Gúömundsson.
dý
ravinunnn.
LITLI DÝRAVINURTNN er
góð bók og falleg.
Efnið er kvæði og sögur eftir
Þorstein Erlingsson.
Steingrímur Arason ritar
formála bókarinnar. Kemst
Steingrímur þannig að orði:
,,Oss, sem trúum á tilgang til-
verunnar og þróun lífsins frá
því lægsta til hins hæsta, er
gleðiefni að hverju orði og at-
v:'ki, sem til mannbóta horfir.
En þessa bók tel ég ótvírætt í
þeim flokki. Merkust er hún
vegna þess, að hún rifjar upp
það brautryðjandastarf, sem
tveir snilldarmenn hófu á sviði
dýraverndunar á íslandi seint
á nítjándu öldinni. Þeir voru
Þorsteinn skáld Erlingsson og
Tryggvi Gunnarsson, sem gaf
út Dýravininn fyrir hönd Þjóð-
vinafélagsins. En úr honum
hefur frú Guðrún Erlings,
ekkja skáldsins, valið allt efni
þessarar bókar.--------
Það er gleðilegur vottur um
smekkvísi þjóðarinnar að allar
bækur Þorsteins renna út, svo
að þær verður að margendur-
prenta. Ég veit, að það muni
aðdáendum hans gleðiefni, að
hér í Litla dýravininum birtist
síðasta blaðagreinin, sem hann
ritaði. Hún heitir Boðsgestir.
Er hún ógleymanleg perla og
ber auk þess vott um það, hve
hugstæð dýraverndun var hon-
um allt til æviloka.“
Allur ytri frágangur bókar-
innar ,er prýðilegur, góður
pappír og ágætar teikningár.
Frú Guðrún Erlings er lista-
kona, fjölhæf og víðsýn. Bera
allar bækur skáldsins, þær,
sem hún .hefur séð um útgáfu
á, vott um fegurðarnæmi henn-
ar.
II. J.
Kaup - Sala
umboðssala.
Gólfteppi
Útvarpstæki
Útvarpsfónar ’
Plötuspilarar
Ritvélar
Karlmannafatnaðir
o. m. fl.
VERZL. GRETTIS-
GÖTU 31.
Sími 5807.
sfuriands
sendi fyrir jólin í HITTEÐFYRRA á markaðinn bókina
'^tíúlí'á, Óld a' höfmfí úti
nejÍJioí::‘.bian*.u}lE «.L'i. o>ii ,nur:u.; niuaend. ■ ■'
'* ' ,Bók þessi vai% metsölpbók. Var hún endurpre.ntuð og er síðari útgáfan upp-
.... • , -,|.seld frá forlagínu, en eittþyað.kann að vera eftir
í FYRRA sendi prentsmiðjan á jólamarkaðinn einhverja frægustu bók um
sjóferðir og siglingar með langferðaseglskipum, sem gefin hefur verið út á
enska tungu
Hetjur hafsins
(Rödd ár hásetakleíanum)
og er enn eitthvað óselt af þeirri ágætu bók. — Verð kr. 48.00, ib. kr. 58.00.
í ÁR sendir prentsmiðjan út sjómannabók, sem þó ótrúlegt sé, ber af báðum
þessum bókum. — Er það bók MONTEVANS LÁVARÐAR, FLOTAFOR-
INGJA
Með viadreky
Lesið AlþýSublaðið
Þetta er sjálfsævisaga um ótrúlega viðburðaríka ævi
eftir einn af frægustu flotaforingjum Breta, sem jafn-
íramt hefur mikinn og merkilegan rithöfundarferil að
baki sér.
Bókin hefst á því, að höfundurinn er hýddur í barna-
skólanum í viðurvist 500 drengja og rekinn úr honum
fyrir að svala ævintýraþrá sinni. — Hann er þvínæst.
sendur í skóla vandræðadrengja og náð taumhaldi á
honum þar með því að gera hann að umsjónarmanni í
stað bess að reka hann.
Síðan ræðst hann í flotaþjónustu. Þegar hann er
orðinn undirforingi er hann ráðinn í 2 hjálparleiðangra
til Cooks til Suðurheímskautsins og lendir þar í ails-
konar ævintýrum. Hann hæk'áar nú í tigninni og þegar
Cook fór í 2. leiðangur sinn til Suðurheimskautsins var
Montevans næstæðsti maður hans og var þar kominn í
hina mestu lífshættu. Var hann fluttur nær dauða en
iífi 1500 kílómetra eftir ísauðninni.
Þegar hann hafði náð sér nokkuð, varð hann yfirmaður leiðangurs þéss, er
sótti lík Scotts og félaga hans. -— Eftir þetta var hann að hugsa um að hætta
herþjónustu og setjast að í Ameríku, en rétt fyrir upphaf fyrri heimsstyrj-
aldarinnar kallaði Winston Churclúll hann aftur til flotans og varð hann þá
■ oringi á tundurspillum. Gat hann sér þar mikillar frægðar, er hann sigldi
tundurspilli sínum „Broke“ á þýzkan tundurspilli í orrustu og sökkti honum.
Eftir þetta varð hann yfirforingi beitiskips við strendur Kína og Japan og eru
margar ágætar frásagnir þaðan. Bjargaði hann m. a. eitt sinn yfir 200 Kín-
verjum á strönduðu skipi með því að synda með taug til hins strandaða skips,
þegar engar aðrar björgunaraðferðir dugðu.
Eftir þetta varð hann yfirmaður þeirrar flotadeildar, sem gætti fiskveiðaflota
Breta á Atlantshafi. Kom hann þá hvað eftir annað til Islands og er sérstak-
ur kafli bókarinnar um það. Lýsir hann laxveiðiferð í Borgarfjörð, dansleik á
Seyðisfirði og gerir gaman að landhelgigsæslu Dana á þeim tímum.
Eftir þetta verður hann yfirstjórnandi vígdrekans Repulse og síðan yfirmaður
Ástralíu-flotans og Afríku'flota Breta. Eru frásagnirnar um Ástralíu, Afríku
og eyjjarnar þar í grennd einkar skemmtilegar og fræðandi. — Að þessu
’.oknu er hann gerður að yfirmanni flota þess, er hafði stöð i Nore á Englandi.
Var hann nú orðinn það aldraður að hann vék úr herþjónustu og var þá kos-
inn rektor Aberdeenháskóla, þó að faðir hans væri velskur og móðir írsk.
En svo kom síðari lieimstyrjöldin og var hann þá kvaddur til að vera hægri
hönd Beavenbroks lávarðar til þess að koma upp loftvörnum á Englandi við
flugvélaverksmiðjurnar. — Þegar Noregur var-hernuminn var hann gerður
að millilið milli Churchills og Hákonar Noregskonungs, því að hann var
svo nauðkunnúr í Noregi, meðal annars- giftur norskri konur, sem hann
kveðst hafa verið trúlofaður 7 mínútum eftir að hann sá hana fyrst. Var
Noregsförin allmikil svaðilför á þeim tímum. — Eftir að Hákon Noregskon-
ungur flutti til Englands á stríðsárunum var Montevans lávarður gerður að,
yfirmanni loftvarnanna í London.
Þetta eru aðeins örfá atriði úr atburðaríkri ævi þessa einstaka ævintýra-
manns, en ættu að nægja til að sýna að hér er um alveg sérstæða bók að
ræða.
Bókin er 287 þéttprentaðar blaosíður í stóru broti, prýdd. 32 myndum og
kostar þó aðeins 50 krónur heft og 65 krónur í rexinbandi.