Alþýðublaðið - 09.12.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 09.12.1950, Side 6
6 ALfrVF)URLAf>ifí Laugardagur 9. desember 1950. F r ank Yerby r S’ Það er ekki ein báran stök fyrir Ríkisútvarpinu þessa dagana. Fyrst hlaupa hinar og þessar truflanir í þá, sem maöur hefur hingað til talið ábyrga fyrir öllum þeim útvarpstrufun- um, sem meiriháttar gátu talizt. Þegar þeim hefur svo verið stuggað frá þeirri ábyrgð um stundarsakir, tilkynnir verk- fræðingur stofnunarinnar, að' búast megi við enn meiri og varanlegri truflunum á næst- unni en að undanförnu, og tel- ur hann fram ýmis tæknileg rök þessu til sönnunar. Skulu þau ekki yefengd, en því er til að svara, að gjarna hefði verk- fræðingur stofnunarinnar fyrr mátt athuga aðaltruflunarvalda hennar frá tæknilegu sjónar- miði, og má vera, að þá hefði eitthvað mátt úr truflunum draga. — — — Nema aS niðurstaða þeirrar athugunar hefði orðið sú sama og hvað rannsóknina á sendin- um snerti, — að orsökin væri ellí og ofnotkun og ekkert við j þessu að gera. -—:---- Það getur farið svo eftir því sem ,,Tíminn“ segir, að sérvizka tízkukónganna geri hvalveið- ernar hér enn arðvænlegri held ur en þær þó eru þessa stund- ína. Samkvæmt frásögn blaðsins má þetta með þeim hættí verða, að krínólínan verði aftur í tízky tekin í Frakklandi sem sam- kvæmisklaeðnaður kvenna, en Bf því kvað aftur á móti leiða fjölgun lífstykkja, sem síðan, samkvæmt frásögninni, einnig ur aftur eins og tjaldborgir með lSfán'dí toppi! Með öðpum orðum, — þá eigi íslenzkir hvalveiðamenn sinn lofsyerða þátt í því, — ,,að halda út hinum miklu pilsföld- um“ samkvæmismeyjanna. — En hvers vgena allar þessar krókaleiðir? Hví ekki að ráða nokkra hvalveiðimenn til starf- ans, beint og milliliðalaust? Og' yrði eftirspurnin meiri en fram boðið, væri reynandi að fá gamla og reynda lúðuveiði- menn í jobbið. „Hinn lifandi toppur“ tjald- búðarinnar yrði varla í neinni hættu fyrir það. „Okkar menn“ eru ekki neinar toppfígúrur! Félagslíf f. R. Skíðaferðir: að Kolviðarhóli í dag kl. 2 og S farið verður frá Varðarhús- inu. Stansað við Vatnsþró, Jndraland og Langholtsveg. Farmiðar við bílana. Skíðadeild Í.R. SKiPAÚTGeRÐi : RIKISINS J r Armann (il Vestmannaeyja í kvöld. Tek ið á móti flutningi í dag. hlýtur að vera verndardýrling- ur New Orleansbúa!“ ■ „Ykkur Norðurríkjamönn- um ferst illa að gera gys að öðrum rr----—svaraði Denisa. Giles laut að henni og brosti. „Við skulum ekki stofna til annarrar styrjaldar,“ mælti hann. „Það er tími til þess kom- inn, að við leggjum niður slik vandræði og gerumst samherj- ar.“ Denisa leit á hann, og það vottaði fyrir glettni í augum hennar. „Hver veit nema þú sért að leiða mig út í landráð/' mælti hún. „Ekkert veit ég nema þú hafir orðið mörgum löndum mínum að bana í stríðinu.“ „Sé tekið tillit til þeirrar ó- vefengjanlegu staðrieyndar, að ég var þá enn ungur drengur, er ekki sanngjarnt að ætla mér þann garpsskap!“ svaraði hann alvarlegur mjög. „En þú sagðist hafa tekið þátt í styrjöldinni?" „Sem trumbuslagari. Og satt bezt að segja, þá komst ég aidrei svo nálægt Suðurríkja- hernum, að mér gæfist kostur á að berja á öðru en tromm- unni. — Fæ ég þá fyrirgefn- ingu?“ „Já,“ svaraði Denisa. „Vissu- lega fyrirgef ég þér!“ Allt í einu þreif hún fast í handlegg honum. ,,Sjáðu!“ hrópaði hún. „Þarna kemur skrúðgangan! Komdu! Við skul- um standa eins nálægt og unnt er!“ ,Hví þá það?“ spurði hann. „Við sjáum skrúðgönguna prýðilega héðan.“ „Mig langar til að ná í heilla- grip!“ hrópaði hún. „Máttugan heillagrip! Það veit sá, sem allt veit, að ég hef fyllstu þörf fyrir allt, sem eflt getur hamingju mína!“ Þau gengu út á gangstéttina, svo framarlega, að þau gátu strokið hestum lögreglumann- anna, sem fylgdu skrúðgöng- unni. Hugh Duncan kom auga á þau í þessum svifum. Hann sat uppi á svölum gistihússins og virti fyrir sér ærsl og fagnaðar- iæti múgsins, og svipur hans lýsti þreytukenndri fyrirlitn- ingu. Nú hallaði hann sér skyndilega fram á svaíariðið og greip báðum höndum um smíðajárnsslána. Þarna ertu þá, fagra norn! hugsaði hann með sér. Viður- eign okkar verð ég sjálfur að leiða til lykta:; hún er það eina, viðfangsefni, sem ég hef með höndum, er ég get ekki falið leiguþýjum mínum og laun- morðingjum að annast Hann herti takið um handriðsslána. Alla mína æv-i hef ég safnað kjörgripum og listaverkum. Ég veit ekki hvers vegna; en ef til vill hef ég safnað þeim sem steinum í men um háls hennar, sa-m ber sjálf af öllum eðal- stéinum og listaverkum. Ég hef aldrei fundig tíl þess, að ég væri þurfandi fyrir konur; Gálárlausar glysbrúður hafa nægt mér til svölunar fýsnum 1 mínum, þegar svo bar undir. En aðeins um stundarsakir og aðeins lægstu fýsnum mínum. Hamingjan góða, -— Denisa mundi sóma sér vel sem hús- freyja að Bivenué. Og hún. -— Það var einkennandi fyrir Hugh Duncan, að hann tók fé- laga Densiu alls ekki með í reikninginn. Hann hallaði sér aftur á bak í sætinu og brosti dult og kuldalega. Ég ætla ekki að trufla samtal þeirra að sinni, hugsaði hann. Þeim er ekki of gott að skemmta sér. En kom‘a mun sá dagur, og það áður en langt um líður-------. Nú kom hinn glæsilegi f!oti; fagurlega skreyttir bátar á vögnum, dregnir af skraut- tygjuðum hestum, sveigði fyrir götuhornið og inn á strætið. í bátunum stóðu- svertingjar í arabiskum klæðum með vefjar- höttu úr silki á höfði, íjöðruim skreytta og fagurlitar skarlats- skikkjur á herðum. Formenn- irnir báru skartgripi, ódýr glys- men og festar, gerð í Frakk- landi, en til að sjá varð ekki annað séð, en að menin væru úr gulli ger og greypt gimstein- um og festarnar úr ósviknu rafi og perlum. Fyrst fór dreki mikill, a’.skreyttur; miðskips reis gullið öndvegi, tjaldað skarlati og grænum purpura. Á veifum öndvegissúlnanna stóðu letruð orðin „Pro Bono Publico“. í öndveginu sat Rex sjálfur, og var konungsskrúði hans slíkur, að margur raun- verulegur konungur hefði mátt öfunda hainn af, og stráði hann heillagripum út yfir mannf jöld- ann af konunglegu örlæti. Giies rétti út höndina og greip hálsmen eitt lítið og fékk Denisu. Þetta var laglega gerð eftirlíking úr gylltum, ódýrum málmi, og kostaði nokkra skild- inga í búðarho!um úthverf- anna. Engu að síður ljómaði andlit Denisu af gleði, þegar hermaðurinn ungi lagði festina um háls hennar. „Þér hæfðu betur geislandi gimsteinar og glóandi gull:“ mælti hann. „Nei, nei!“ svaraði Denisa. „Segðu þetta ekki. Veiztu ekki, að þetta er heillagripur. Þessi litla festi murr verða okkur báðum til gæfu og gleði.“ „Okkur báðum!“ endurtók hann dapurlega. Hann smeygði hönd sinni undir arm hennar og leiddi hana út á strætið; út í iðandi mannþröngina, þar sem fólkið steig dans eða skemmti sér við Cáránlegustu skrípalæti; báru sumir tröllaukna ófreskju- hausa; glaumurinn og gleðin nálgaðist hámark sitt, og það, sem fyrir augun bar, minnti mest á myndir úr ævin.týrasögn um. Þannig leið dagúrirm að kvöldi. Ungi foringinn og De- nisa gæddu sér á sæigætinu, sem markaðssalarnir höfðu á boðstólum, dönsuðu, Jeiddust um strætin og horfðu á skrúð- göngur og skrautsýningar. Um sjöleytið námu þau stað’ar á gangstétt einnar götunnar og horfðu á, er síðasta flotanum var ekið fram hjá, flota hins dularfulla Comusar, og var hann uppljómaður af blysum, œm negraræðararnir báru í ára stað. Allt var fegurð, gleði og áhyggjulaus glaumur, Denisa opnaði handtösku sína og dró upp úr henni boðs- kort með skrautlegri áletrun. Hún athugaði það við blys- bjarmann og leit síðán spyrj- andi á Gi!es. „vSamkvæmt boðinu verö ég að vera í fylgd með herra, ef ég á að get'a tekiö þátt í dans- Leiknum,“ mælti hún. „Það er leiðinlegt, ao þú skulir ekki hafa önnur klæði“. „Ég hef önnur klæði'“ svar- eði Giles og hló við. „Það er iangt síðan að ég komst að raun um, að einkennisbúningar Norðurríkjahersins eru ekki sem heppilegastur klæðnaður, ef maður ætlar að skemmta cér hérna í borginni. Hinkraðu rið eitt andartak11. Hann sleppti hönd hennar og hvarf inn í mannþröngina, on kom aftur eftir skamma hríð, akandi í leiguvagni. De- nisa steig inn í vagninn, settist þar og beig á meðan Giles skr'app til herbúðanna og hafði fataskipti. Stundarfjórðungi síðar kom hann aftur, klæddur látlausum en vönduðum sparifötum, og var þá með öliu óþekkjanlegur frá ungum mönnum úr betri borgara stétt New Orleans. „Og hvert skal nú halda?“ r.purði hann glaðlega. „Á dansleik Comusar,“ svar- aði hún. Og þau óku af stað. Danssalurinn var skrautlega iýstur; loftið var þrungig seið- mjúkum hljómum og hirð Co- ruusar ÓFAR.NAÐUR.EoaJÓLA<5LEÐI ? Gull- og silfurmunir r .. I dag opna ég vinnusfofu mína £ og fek að mér alls konar lef- urgröff á gull- og silfurmuni. Opið dagl. frá klukkan 2-5. 4 Gísli Loftsson Tjamargöfu 46. Sími 80710. Jóladrykkur. Mjög bragðgóður og hressandi ávaxfadrykkur. Fæsí í flesfum verzlunum. Munið að biðja um jóladrykkinn frá

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.