Alþýðublaðið - 14.12.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.12.1950, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. des. 1950 Útgefandi; Alþýðuflokkurinn. Bitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing- fréttaritari: Helgi Sæmundsson; auglýs- ingastjóri: Emilía Möller. Ritstjórnar- simar: 4®)4 og 4902. Auglýsingasími •4906. Afgretðslusfmi 4900. Aðsetur: Al- þýðullúsið. AlþýöuprenWiiðjan h.f. og affaleysi ALÞINGI hefur nú afgreitt sem Iög frumvarpiS um aðstoð við bændur á óþurrkasvæðun- um á Austur- og Norðurlaridi síðastliðið sumar. Urðu um þetta mál miklar umræður í báðum deiidum þingsins, og er athyglisvert fyrir þá, sem að- eins hafa heyrt óm af þeim umræðum eða áróður í sam- bandi við þær, að taka eftir þeirri staðreynd, að frumvarp- ið var afgreitt með öllum greiddum atkvæðum — á- greiningslaust. Deilurnar á þingi spunnust ekki urn það, hvort bændur skyldu fá þá aðstoð, sem um ræðir, þar voru allir sammála. Hins vegar kom fram nokkur gagnrýni á því, hvernig ríkis- stjórnin hefði hagað fram- kvæmdum í máli þessu, og hörð gagnrýni fyrir það, að stjórnin hefði ekki verið «eins vakandi fyrir erfiðleikum ann- arra stétta, svo sem sjómanna og útvegsmanna á Vestfjörð- um, eins og hún var fyrir vandræðum bænda. Vildu þingmenn Alþýðuflokksins bæta inn í frumvarpið heimild til ríkisstjórnar um að verja nokkru fé til að styrkja at- vinnulíf á Vestfjörðum, að undangeuginni ítarlégri rann- sókn. Þingmenn Framsóknar- flokksins tóku þessu mjög illa, vildu ekki tengja slíkt mál við frumvarp um aðstoð við bænd- ur, og töldu Alþýðuflokks- menn sýna bændastéttinni fullan fjandskap. Þessari fjar- stæðu var að sjálfsögðu harð- lega mótmælt. * Framsóknarmenn töldu mál þetta sambærilegt við aðstoð- ina til bátaútvegsins vegna síldarleysis undanfarin ár. Al- þýðuflokksmenn töldu hins vegar, að bera mætti saman síldarleysið sumar eftir sumar og sauðfjársjúkdómana, enda hefði ríkið lagt stórfé til hvorstveggja. Hins vegar töldu þeir aðstoðina við bændur vegna óþurrkanna vera að- steðjandi vandræði þessa hausts, og væri hún því vissu- lega sambærileg við þau vand- ræði í atvinnumálum, sem steðjuðu að sjávarsíðunni vest- an lands og norðan. Þess vegna töldu þeir ekki óeðlilegt, að ríkisstjórnin sýndi fullan skiln ing á vandræðum allra stétta og gerði þar engan mun á úr- ræðum og aðgerðum, og því ekki óeðlilegt að alþingi, veitti í sömu mund fé það til bænda, sem þeir voru vel að komnir eftir einmuna óþurrkasumar, og aðstoð til Vestfirðinga, er hefði getað gert herzlumuninn um útgerð á haustvertíð vestra. * Það er óþarfleg viðkvæmni hjá Framsóknarmönnum að ynning um greiðslu bóta úr hluiafrygg- Ákveðið hefur 'vérið að greiða bóta úr síldveiði- deild hlutatryggingasjóðs vegna aflabrestsins á s. I. sum- arsíldarvertíð fari fram frá og með 15. þ. m. Fer greiðsla fram í skrifstofu Fiskifélagsins daglega kl. 10—12 f. h. og 4—5 e. h. Greiðslur úr sjóðnum eru bundnar því skilyrði, áð þeim verði varið til greiðslu kaups skipshafnar frá síld- veiðum við Norðurland á sumrinu 1950 og verða þeir, sem fá greiddar bætur að gera grein fyrir því á fullnægj- andi hátt, að fénu verði varið þannig. Stjórn hlutatryggingasjóðs. Sögur af okkur tólf féíögum á Marfu ;liíK og efiíu aðskotadýri/ 66 ubíi’. túlka þetta, eða jafnvel gagn- rýni á framkvæmd ríkisstjórn- arinnar í þessum efnum sem fjandskap við bændur. Það er auðvelt að hrópa úlfur og bá- súna það um sveitir landsins, að aðrir flokkar fjandskapist við bændur. Þrátt fyrir það verða Framsóknarráðherrar að svara gagnrýni fyrir gerðir sínar og standa ábyrgir gagn- vart þjóðinni allri. Alþýðuflokksmenn voru síð- ur en svo að fjandskapast við bændur með málaflutningi sín- um. Þeir töldu, að aðstoð við atvinnuvegi Yestfirðinga ætti heima í þessu frumvarpi. Um það má að vísu deila, en hitt er enn þyngri gagnrýni á ríkis- stjórnina, sem hún hefur hvergi nærri getað svarað á fullnægjandi hátt, að hún hef- ur snúizt fljótt og vel við vandræðum einnar stéttar landsmanna, en skellt skolla- eyrum við vandræðum annarr- ar. Það er ekki fjandskapur við neinn að berjast fyrir réttlæti í slíku máli. SíktreiðHilraunir SÍLDVEIÐIN í Faxaflóa á þessu bausti hefur vissulega reynzt björg í bú íslendinga og bætt lélegan og versnandi fjárhag einstaklinga, fyrir- tækja og þjóðarinnar allrar. Það er skoðun sjómanna, sem veiðar þessar hafa stund- að, að mikil síld sé og hafi ver- ið umhverfis Reykjanes, þótt ekki hafi náðst til hennar með reknetum. Hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með stórtæk- ari veiðitæki, einkanlega vörp- ur. Enn hafa þessar tilraunir ekki borið fullnægjandi árang- ur. En þeim verður að halda á- fram, unz hægt verður að nýta til fulls hinar miklu síldar- göngur, sem hér hafa verið á ferð, enda þótt hin gömlu veiðitæki okkar nái ekki til þeirra. Sjávarútvegurinn verð- ur ávallt að vera vakandi fyrir nýjungum, ávallt að gangast fyrir tilraunum, er miða að GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN hefur sent frá sér hýjh og sétitæffa bók, ‘^érir liann nefnir „Við Máríuriienn“ og flytur 12 sögúr éðá þætti. Ségir þar frá áhöfn skútunnar ,.Maríu“ og því, er á daga hennar drífur, og hefur böfundurimi valið bókinni undirtitilinn: Sögur af okkur tólf félögum á .,Maríu“ og einu aðskotadýri, en hér er þó fremur um afð ræða söguflokk en sjólfstæðar smásögur. Aðeins tvær af sögum þessuin hafa áður birzt í bók, og hefur höfundurinn breytt þeim lítils háttar til samræmis við hinar og til að fella þær í ramma bókaiinnar. Elzta sagan í bókinni er Á sjó, sem höfundurinn skrifaði árið 1921 og birti í Blindskerj- um og síðar í Barningsmönn- um, en hana nefnir Hagalín nú Sjóprófið. Næst elzta sag- an er Grásleppumóðirin, - sem er skrifuð 1940 og birtist í Barningsmönnum, en hana kaliar höfundurinn eftir um- skriftina Frelsun. Aðrar sögur bókarinnar nefnast: Vomurinn .kemur, Kvenhetjan í Hvíta- bjarnarvík, Seiðurinn, Vega- nestið, Boðun Mörtu, Heiðinn forsöngvari, Ýkjumaðurinn, Lamb fátæka mannsins, Mann- drápsveður og Allrar veraldar vegur. Höfunduriny. tileinkar félög um sínum frá sjómennskuár- unum sagnaflokk þennan, og er líklegt, að bókin veki mikia Ekkja Brantings lá in 95 ára gömul ANNA BRÁNTING, ekkja Hjalmars Brantings, hins fræga forustumanns sænska Alþýðu- C’okksins og fyrrum forsætis- ráðherra Svía, Iézt í Stokk- hólmi síðast liðinn mánudag, 95 óra gömul. HJULER. fullkomnari tækni og þar af leiðandi meiri arði. Þessar veiðarfæratilraunir ber því að styrkja og efla svo sem frekast er unnt. Hundrað ár á eftir tímanum GÍSLI JÓNSSON alþingis- maður má eiga það, að hann er burgeis, sem er ekki að fara neitt í felur með forréttinda- kröfur sínar og yfirstéttar- hugsunarhátt. Hann hefur oft sýnt það með furðulegum til- lögum á alþingi, en þó má- ske aldrei eins greinilega og með breytingartillögu, sem hann hefur nýlega gert við frumvarpskom varðandi skattamál kvenna. En þessi breytingartillaga Gísla Jóns- sonar fer fram á hvorki meira né minna en það, að núverandi skattalöggjöf sp gersamlega umturnað og gild andi lög um tekju- og eigna-. skatt afnumin með öllu! GÍSLI ER EKKERT að setja það fyrir sig, þó að ríkissjóður tapaði við slíka lagabreyt- ingu árlegum tekjum, sem ráðgert er, að nemi til dæmis á næsta ári 38 milljónum króna. „Með afnámi skatta- laganna myndi,“ segir hann „slíkur vöxtur hlaupa í öll atvinnufyrirtæki .... að rík- issjóður gæti sparað sér milljónaútgjöld til atvinnu- aukningar eða atvinnubóta,-1 og „afkoma ríkissjóðs á hverj- um tíma er ekki komin undir, hversu hár tekjuskattur er lagður á þegnana, heldur undir hinu, hversu marga f jársterka þegna þjóð- in á .... Og afkoma lág- tekjumanna fer aldrei neitt eftir því, hve mikinn skatt aðrir en þeir greiða í ríkis- sjóðinn, heldur eftir hinu, hversu mikil eftirspurn er eftir vinnuafli hjá f j á r - sterkum fyrirtækj- u m, sem vilja halda uppi at- vinnu sér og öðrum til blessunar ....“ (Letur- breytingar eru gerðar hér.) HÉR ER, eins og menn sjá, ekki verið að fara neitt í felur með burgeisahugsunarhátt- inn: „Fjársterkir“ menn eiga ekki að greiða skattana. Þeir eiga að fá að safna í sjóði til þess að halda uppi atvinnu „sér og öðrum til blessunar". Tekjur ríkissjóðs á svo að taka úr vösum hins vinnandi fólks og alls almennings í tollum, sölusköttum og nefsköttum! Þetta er hugsunarhátturinn, sem ráðandi var bæði hér og í nólægum löndum fyrir hér um bil heilli öld, meðan eng- inn þorði að efast um að for réttindi burgeisans væru sjálfsögð og Alþýðuhreyfing- in hafði varla enn látið nokk urs staðar á sér bæra. OG ÞENNAN SPÖL aftur í tímann dettur Gísla Jónssyni nú í hug að hægt sé að ganga til baka! Mikill er sk-ilningur hans á þjóðfélagsþróuninni! Guðm. Gíslason Hagalín. athygli, þar eð enginn núlif- andi rithöfundur hér á landi stenzt Hagalín snúning í lýs- ingum og frásögnum af sjó- mennsku og sæförum. „Við Maríumenn" er 352 blaðsíður að stærð og prentuð í Prentverki Odds Björnsson- ar á Akureyri. Útgefandi er Bókaútgáfa Pálma Ii. Jónsson ar. Dr. Karl Renner Framh. af i síðu. Það varð hans hlutskipti að verða fyrsti kanzlari eða for- sætisráðherra Austurríkis eft- ir að Habsborgaraveldið liðað- ist sundur í lok fyrstu heims- styrjaldarinnar, og aftur varð það hans hlutskipti, að taka við stjórn í Austurríki, á gamals aldri, er ríki Hitlers hrundi til grunna í lok annarrar heims styrjaldarinnar. En ári síðar var hann kjörinn forseti aust- urríska lýðveldisins og heíur verið það síðan. Dr. Renner er einn af mikíl- ilvirkústu og frægustu hugsuö- um og rithöfundum jafnaöar- stefnunriar á okkar dögum og liggur eftir hann fjöldi bóka, sem sumar hverjar hafa verio þýddar á mörg tungumál. Víð- iesnastar þeirra munu vera: „Marxismus, Krieg und Inter- nationale“ (1917), „Die Wirt- schaft als Gesamtprozess und die Sozialisierung“ (1924); „Staatswirtschaft, Weltwirt- schaft und Sozialismus11 (1929) og ,.Die neue Welt und der Sozialismus11 (1946). skimutgerð Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar á laugardag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.