Alþýðublaðið - 14.12.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.12.1950, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. des. 1950 ALÞÝÐUBLAÐI0 Pálmi Hannesson O" Jón Eyþórsson: Hrakningar og gir , .• Fyrsta .bipdi þessarar bókar \j^r forktirihárvel tekið, og fengu það færri en vildu. í .þess^H, bindi ,er. haldiþ fram þéim þræði, sem svo-vel vaa? •- til stofnað af.þeim .P.ábna .H£nnessyni og Jóni Eyþórssyni í fyrra. Hér segir frá svaðilförum harðskeyttra og þrautgóðra ferðamanna á heiðum uppi, en einnig frá yfirreiðum höfð- ingja, er fóru fáfarna fjallvegi með fríðu föruneyti. Má óhætt að fullyrða, að efnisval þessa bindis hafi eigi tekizt síður en hins fyrra. Safn til landfræðisögu íslands: ýslu-ogsóknalýsinga Hins íslenzka Bókmenntaféiags 1839—1873. Jónas Hallgrímsson átti frumkvæði að því að Bók- menntafélagið hóf að safna sýslu- og sóknalýsingum af íslandi. Prestar og sýslumenn brugðust fljótt og vel við tilmælum féiagsins. Á árunum 1839—1843 bárust um 160 héraðs- og sóknarlýsingar, 33 komu síðar. Síðan hafa þær legið sem hálfgleymdur og fólginn f jársjóour i hand- ritasafni Bókmenntafélagsíns. Allir þeir, sem unna þjóðlegum fræð- um, ættu að gæta þess að eignast þetta merkilega heimildarrit frá upp- hafi. Upplag þess verður af skiljan- legum ástæ'ðum mjög takmarkað. Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson sá um útgáfuna. Fyrsta bindið Húnavatnssýsla hefur Jón Eyþórsson búið undir prentun. I næsta bindi verða sóknalýsingar úr Skagafjarðarsýslu, og mun Pálmi Hannesson búa þær undir prentun. Bœkur o& höfundar ________o_________ If samfíi. Magnús Ásfmarsson: vmnumiolunin RÁÐAMENN ÞJÓÐARINN- AR láta á stundum svo um mælt, að þeir vilji eiga vin- samleg samskipti við félags- samtök vekalýðsins í landínu. Er þess ekki að dyljast, að fyrir flestra hluta sakir væri ákjósanlegt, að svo mætti jafn- an vera. Leikur ekki á tveim tungum, að saman hljóta að fara hagsmunir alþjóðar og verkalýðsins, ef rétt er skoð- að. En til þess að ekki hlaupi snurða á þennan þráð hlýtur það að vera krafa verkalýðs- samtakanna, að jafnan sé litið á mál þeirra með skilningi og sanngirni, en réttur og þarfir Jiins vinnandi manns ekki fyr- ír borg borið af óbilgirni eðd íullum fjandskap. Þetta síðasta hefur þó oft komið fyrir, og er skammt að minnast þess, sem hér verður gert að umtalsefni, að núver- andi ríkisstjórn hefur lagt það til við alþingi, að niður verði felldur lítilfjörlegur styrkur, sem úr ríkissjóði hefur verið greiddur til vinnumiðlunar í kaupstöðum landsins. Til þess að þetta megi takast er lagt til, að lög þau, sem um vinnu- miðlun hafa gilt, verði nú úr gildi felld. Því hefur verið haldið fram, að þetta sé í sparnaðarskyni gert, en er raunar hrein fjar- slæða, þegar til þess er litið, að sú fjárhæð, sem ríkið hef- ur lagt til þessara mála, er Hægilega lítil miðað við út- gjöld ríkisins til ýmissa miður þarfra hluta, eða rösklega 1Q0 þúsund krónur . árlega. Hefði áreiðanlega mátt spara þessa Jitlu fjárhæð á öðrum sviðujn; en hér hefur hæstvirtri ríkis- stjórn þótt stórmannlegast að bera niður, þegar átti að bjarga fjárhag ættjarðarinnar. Verður ekki sagt, að ráðizt sé á garðinn þar, sem hann er einna hæstur. Tímarnir, sem landsstjórnin velur til þess að senda verka: lýðnum þessa vinarkveðju, eru h'ka þeir, að um fjölda ára hefur aldrei verið nándar nærri eins brýn þörf 4. þess- ari starfsemi og einmitt nú. En það er líka önnur hlið á þessu máli. Með þessu tiltæki sínu er núverandi ríkisstjórn að gera ísland að nokkurs kon- ar viðundri í samtökum frjálsra þjóða, er vinna vilja sameig- inlega og hver fyrir sig að bættum þjóðfélagsháttum. Eins og kunnugt er, þá er ísland aðili að alþjóðavinnu- málastofnuninrii og hefur ver- ið nokkur ár. Sú stofnun hef- ur mikið látið vinnumiðlun til sín taka um langt skeið. Á 30. þingi stofnunarinnar 1948, voru síðast gerðar ályktanir í þessu máli. Þar var samþykkt- ur sáttmáli (Convention) og á- litsgerð (Recommendation) um vinnumiðlun. Eitt af því, sem í álitsgerðinni er talið nauðsyn leg undirstaða undir slíkri starfsemi, er nægilegt fjárfram lag hins opinbera til hennar (adequate financing of the service by the government). Nú. eru þessar samþykktir að vísu ekki bindandi fyrir þátt- tökuríkin, en ríkisstjórnum þeirra ber skylda til þess að gera löggjafarþingum kunnugt innihald þeirra, og þá auðvjt- að í því skyni, að þoka málun- um áleiðis. Ríkisstjórn íslands mun hafa gegnt þeirri skyldu sinni að leggja álitsgerðina frá 1948 fyrir alþingi og það einmitt fyrir hið sama þing og hún leggur tillögur sínar um að fella með öllu niður styrk ís lenzka ríkisins til vinnumiðl- unar. Þetta er þá svarið, sem frá íslandi á að berast við mála- leitun hinnar merku alþjóða- stofnunar um að endurbæta og fullkomna vinnumiðlunarstarf- semina í landinu. Oft hefur verið um það kvartað, að þátttökuríkin væru nokkuð sein til að fraríikvæma ýmsar samþvkktir alþjóða- vinnumálaþingsins; en ætli annað eins fyrirbæri og hér var lýst, hafi nokkru sinni komið fyrir í rösklega 30 ára sögu alþjóðavinnumálastofn- unarinnar?. Ekki þykir mér það senni- legt. Yfirleitt mun það vera reglan, að ríki séu þátttakend ur í alþjóðlegum samtökum af áhuga á þeim málum, sem þar Stefán Ejriarssqn: Skálda- þiríg. Ritgérðir, Rókaút- gáfq Guðjóns Ó. Guðjóns- sonár. .Reykj'avík 1948. Prentsmiðjarí Evrún li.f. f STE-FÁN EINARSSON pró- fessor í Baltimore er tvímæla- laust mikilvirkastur rithöfund- ur um íslenzkar bókmenntir meðál samtíðarmanna. Hann hefur ritað á ensku sögu ís- lenzks sagnaskáldskapar frá 1800 til 1840, en einnig skrifað tvo . undanfarna áratugi f jölda greina um bókmenntir og rit- höfunda íslendinga í blöð og tímarit hér heima og vestan hafs. Nú hefur harín safnað úr- vali þessara greina í bókina ,,Skáldaþing“, sem kom út í haust og er mikil að vöxtum og kostum. Hefur Stefán með riti þessu unnið sannnefnt nytja- verk og fengið þjóð sinni í hendur lykil að samtíðarbók- menntum hennar. Greinarnar í ,.Skáldaþingi“ eru raunar ærið misjafnar, en áreiðanlega verður engin þeirra ómerk talin. Stefán mun fróðastur núlifandi ís- lendinga um allan þann skáld- skap, sem birzt hefur í blöðum og tímaritum, svo og um bók- menntagreinar og ritdóma á þeim mikla víðavangi. Hann dregur því á fjörur bókar sinn- ar ýmis kefli, sem ástæða er til að ætla, að ella hefðu týnzt í stórasjó blaðanna og tímarit- anna. Þetta er björgunarstarf, sem hefur mikið gildi strax fyrir samtíðina, en mun reyn- ast ómetanlégt í framtíðinni. Beztar eru yfirleitt þær greinar bókarinnar, sem fjalla um látna höfunda. Lökust virð- ist greinin um Einar Hjörleifs- son Kvaran. Höfundurinn bendir réttilega á, að smásög- urnar séu kjarninn í skáldskap Kvarans, en gerir þeim allt of lítil skil. Hann minnist á Fyrir- gefningu til þess eins að benda á, að þar hafi Kvaran komizt lengst . í kristilegri mildi, en sannarlega væri ástæða til þess að fjalla nánar um þessa pedu smásagna lians. Reykur er ekki einu sinni með í upptaln- ingunni, en hana ber að telja næsta Fyrirgefningu að list- er unnið að, en ekki til þess að sýna samtökunum beina lítils- virðingu með því að breyta al- veg gagnstætt stefnu þeirra og því,. sem þau leggja til mál- anna. Er nú fróðlegt að sjá, hvort meiri hluta alþingis sýnist sama og ríkisstjórninni í þessu máli. Magnús Astmarsson. Ikynning Fjárhagsráð hefur ákveðið að tilkynning verðlags- stjóra frá 7. apríl 1949 um hámarksverð á föstu fæði skuli úr gildi fallin. Reykjavík, 13. des. 1950. V er ðlagsskr if stof an. JsH-á Stefán Einarsson. rænni fullkomnun, og þessar tvær smásögur Ivvarans eru ó- umdeilanlega í sérflokki. Stef- án er sennilega ekki saklaus af fylgi við Sigurð Nordal í deilu hans við Kvaran. Það er auo- vitað fyrirgefanlegt, þar eð Stefá.n ann Kvaran sannmælis í ríkum mæli. En mat N.ordals á skáldskap Kvarans hefur haft óheillavænleg áhrif, enda illa til þess stofnað, og Steíán virðist hafa mótazt af því, þrátt fyrír íófsemina og góð- girnina. Sumar greinarnar um núíif- andi höfunda eru orðnar helzt til úrelt&r, enda hefur Stefán gert nokkrurrí þeirra ýtarlegri skil síðar. Svo er um þátt Guð- mundar Gíslasonar Hagalíns, þó að greinin um hann sé góð, svo langt sem hún nær. En rit- gerð Stefáns um ævi og skáld- skap Hagalíns, sem prentuð er framan við annað bindi rit- safns hans, er svo miklu veiga- meiri, að Iðunnargreinin frá 1934 geldur kynningarinnar við hana. Af ritgerðunum um nulifandi höfundana ber ann- ars greinin um Kristmann Guð mundsson af. „Gyðjan og ux- inn“, ,,Góugróður“ og „Helga- fell“ eru tindarnir í skáldskap Kristmanns, og það er til van- sæmdar, að „Helgafell“ skuii enn ekki hafa verið þýdd á ís- lenzku og aðeins hluti „Gvðj- unnar og uxans“. íslenzkir les- endur eiga þess engan kost aö gera sér heildargrein fyrir skáldskap Kristmanns, þar eð' margar bækur hans eru þeim ókunnar, þar á meðal tvær þeirra, sem stórbrotnastar eru og merkilegastar. Þetta er sér í lagi illa farið vegna þess, að Kristinn E. Andrésson og Bjarni M. Gíslason ræða báðír mjög ómaklega um skaldskap. • Kristmanns í „bókmenntasög- um“ sínum og komast að sömu fráleitu niðurstöðunnx, þótt for- sendurnar fyrir dómum þeirra eigi að heita ólíkar. Er illt til þess að vita, að höfð sé í fi'ammi sú viðleitni að reyna að telja almenningi trú um, að það, sem liggur eftir höfund á borð við Kristmann, sé til- þrifalitlar skemmtisögur. Stef- án Einarsson hefur gert sitt til að hrekja þessa blekkingu, og grein hans er orð í tíma tölu’ö, þó að skáldskapur Kristmanns verðskuldi sannarlega ýtaríegri könnun. Greinarnar um Jón Thorodd- sen og Þorgils gjallanda eru prýðilegar ut af fyrir sig, en • Steingrímur J. Þorsteinsson og 1a rnór Sigurjónsson hafa gert 1 (Frh. á 7. síðu.J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.