Alþýðublaðið - 15.12.1950, Síða 5
Föstudagur 15. desember 1950
ALÞYÐUBLAPtÐ
6
FÞJóðská!d mm þeir í raui
ÞEIM fækkar nú óðurn, sem
uppaldir eru vi5 rímnakveð-
skap og sögulestur, og eins er
um hina, sem muna farand-
skáld og sagnaþuli. Seinastur
larandskálda hér á landi, sem
ftokkuð kvað að, var Símon |
Dalaskáld, en af sagnaþulun- *
tsm mætti telja að síðastur hafi
Verið Sigfús Sigfússon frá Ey-
vindará, því að þó að hann
færi fyrst og fremst um Aust-
Urland til þess að safna sögum
jþá sagði hann einnig sögur,
bvar sem hann kom, og með
Inonum Iifði ómengaður andi
Jhinna gömlu sagnaþula.
Símon Dalaskáld mátti muna
tvær ævirnax. Eftir að hann
gaf út fyrstu rímur sínar, 28
ára gamall, voru prentaðar eft-
ír hann á aðeins tveim ára-
lugum 14 ljóðabækur og rímna
flokkar. Hann fór um land allt,
Og víst er það sannmæli, sem
Matthías segir í eftirmælum
fcínum eftir Símon:
f,Fögnuðu skáldi hjón og hjú,
hátíð varð á palli,
tnörg ein snötur baugabrú
hrosti þá við kalli.
Kvað um börn og hal og hrund
thelzt þó ungu fljóðin);
hundrað oft á hálfri stund
í'.rutu tundur-ljóðin.“
En það voru sízt allir, sem
litu svipað á Símon á. efri ár-
um hans og séra Matthías
jgerði. Ég minnist þe^s, að þá
er Bólu-Hjálmarssaga var gef-
in út, var fundið að Brynjólfi
á Minna-Núpi fyrir aQ birta
þar lofkveðlinga um Síinon, og
minnir mig, að talið væri verð-
ugra að birta þessa vísu:
5,Símon Dala-dröllungur,
drottins valinn nautspungur,
einiægt falar eldgríður,
á honum talar hrútskjaftur.“
Einnig man ég‘eftir, að Þor-
Bteinn skáld og ritstjóri Gísla-
son sætti átölum fyrir að birta
mynd af Símoni í Óðni.
Til þessarar breytingar bar
einkum tvennt. Annað var al-
ínenns eðlis: Á síðustu árum
Símonar hafði sú alda, sem
jreis með ritdómi Jónasar um
rímurnar, fært í kaf í vitund
velflestra bókmenntalegar stað
reyndir frá nauðatímum ís-
lenzku þjóðarinnar, nýr skáld-
Bkapur breytt smekk manna
*— og rímnakveðskapur og
rímur var hvort tveggja orðið
fcannfært hjá menningarlegum
snobbum úti um byggðir lands-
ins og í höfuðstaðnum. Hitt
var bundið persónu S;nonar:
Paö var sannast að segja fyrir-
hafnar- og vandameira að finna
gullkorn í skáldskap hans,
heldur en leir og þá málma,
sem eru gulli miklum mun
verðminni. Þá var og Símon ó-
lærður og umkomulaus aiþýðu
maður, sem orðinn var andiega
og líkamlega vanheill af margra
áratuga óreglu, útigangi og ein
stæðingsskap. Og — eins og
Jón skáld Magnússon sagði:
„Hann var brot af eldri öld . . .“
Nú er enn um skipt. Nú eru
það ekki einungis fáir menn,
sem líta með þakklæti og virð-
ingu til rímnaskáldanna
horfnu, menn, sem hafa vit-
andi vits rýnt í fornar skræður
og komið augar á, hvernig það
hefur mátt verða, að sagnfræði
legur og skáldskaparlegur á-
hugi varðveittist með þessari
kvikkvöldu þjóð á nauðöldum
hennar — og íslenzk tunga
geymdist og þróaðist lítt breytt
og svo að segja mállýzkulaus,
svo að hið forna málgull lá of-
anjarðar og snillingshendurnar
þurftu ekki að grafa til þess, þá
er smíða skyldi gersemar nvrr-
ar menni ngarlegrar gullaldar.
Nú viðurkenna allir, sem vilja
menntaðir teljast, þá þakkar-
skuld, sem þjóðin stendur í við
rímnaskáldin, og margir líta
ekki einungis á rímnakveðskap
inn sem á sínum tíma nauðsyn-
lega forðagæzlu og bjargróða-
ráðstöfun, heldur þora þeir að
fullyrða, að rímurnar séu út af
fyrir sig merkileg bókmennta-
grein, sem við getum verið
stoltir af, enda hefur víðkunn-
ur erlendur merkismaður, pró-
fessor Craigie, gerigið í ábyrgð
fyrir því að svo sé —■ og er slík
ábyrgð að minnsta kosti jafn-
gild því, að íslenzkur rithöf-
undur hljóti nokkra lofsamlega
erlenda ritdóma. Þá eru og til
þeir menn, sem telja, að rímna-
kveðskapurinn eigi sér mögu-
leika til endurnýjunar — og að
æskilegt sé, að rímur í að
nokkru nýrri mynd — verði
einn þáttur íslenzkra fram-
tíðar-bókmennta. Loks hefur
verið stofnað rímnafélag til Út-
gáfu á rímum — og var það,
sem kunnugt er, stofnað fyrir
forgöngu prófessors Craigies.
Rímnafélagið hefur nú látið
prenta úrval úr ljóðum Símon-
ar Daluskálds, en réttinn til út-
gáfu þeirra hefur frú Friðgerð-
ur Andersen, dóttir skáldsins,
gefið Rímnafélaginu. Hefur
síra Þorvaldur Jakobsson, áður
prestur í Sauðlauksdal, valið
ljóðin, en Snæbjörn Jónsson
bóksali ritað formála. Bókin er
nærfellt 500 síður, og flytur
hún útdrætti úr rímum Sím-
UM VERÐ A JOLATRJAM OG GRENI
Að gefnu tilefni og til leiðbeiningar fyrir almenning skal það fram tekið, að verð
á jólatrjám 02 greni má hæst vera sem hér segir:
JOLATRE
HEILDSALA
SMASALA
Frá
0,60 m. til 1 mtr. kr.' 18,00 kr. 25,00 pr. stk.
1 — — 1,5 — — 22,00 — 30,00 —
1,5 — — 2 — — 27,75 — 37,00 -— —
2 — . — 2,5 ' — — 37,25 — 50,00 — —
3 — 60,00 — 80,00 . — — .
4 — — 86,25 •— 119,00 — —
5 — — 180,00 — 250,00 — —
7 — — 480,00 — 660,00 — —
8 — — 775,00 —1070,00 — —:
GRENI — 5,00 pr. kg. — 6,75. pr. kgT-.
Verðið á greni má ekki vera hærr, þótt það hafi verið búntað saman, enda á það
að seljast eftir vigt.
VERÐGÆZLUST JÓRIS N
onar, tækifærisvísur og önnur
Ijóð. Framan við úrvalið er
birt erfiljóð Matthíasar Joch-
umssonar um Símon, en aftast
í bókinni kvæði, sem Jón skáid
Magnússon orti við fráfall
hans. I bókinni eru þrjár mynd
ir af Símoni á ýmsum aldri ■—-
og loks er þar á nótum kvæða-
lag hans.
I formála Snæbjarnar Jóns-
sonar er gerð glögg grein fyrír
ýmsu því, er útgáfuna varðar,
og sitthvað er þar sagt, sem ég
minnist ekki að hafa séð áður
um Símon og ritverk hans. En
þá er það sjálft úrvalið iir
kveðskap Símonar. Er þar satt
að segja ekki um auðugan garð
jað gresja með tilliti til anda-
' giftar og öruggrar smekkvísi
’ um orðaval, en hins vegar er
hagmaslskan mikil og margt
sérlegt í kvæðunum. Símon
hefur fyrst og fremst lagt á-
herzlu á rímið og afköstin og
að öðru leyti látið sér nægja
að hugsa sem svo með tilliti t)l
lesandans: Þeim er nóg, sem
skilur. Eru og margar sannar
sögur um það, hve hraðkvæður
Símon var, og er engin ástæða
til að rengja rímaðar frásagnir
hans um afköstin, þó að hann
hafi verið af þeim jafnhreyk-
inn og góður beitingarmaður
er af að beita fleiri lóðir á
klukkutíma en félagar harss.
Annars virðist það augljóst við
samanburð á t. d. Arons- og
Kjartansrímum og ýmsum hin-
um síðari kveðskap Símonar,
að lífskjör hans og sú stefna,
sem líf hans tók, hafi frekar
dregið úr eðlilegum þroska
hans sem skálds heldur en auk-
ið hann. Verður það aldrei sagt
með neinni vi'ssú, hvað úr Sím-
oni hefði getað orðið sem
skáldi með góðri menntun og
hagkvæmum aðstæðum,. svo
hagmæltur sem hann var og
minnisgóður á ■ hvað eina, er
hann heyrði eða las — og svo
miklum áhlaupadugnaði sem
hann var gæddur. En trúlegt
er, að hann hefði orðið afkasta
mikið og alþýðlegt góðskáld,
sem skipað hefði sinn sess með
prýði, þótt ekki teldist hann
til hinna stóru spámanna. í
stað þess varð hann hinn fljót-
kvæði farandsöngvari og
skemmtimaður stórra og
smárra úti um byggðir lands-
ins — þjóðskáld í þeirri .merk-
ingu, að hann orti fjöldamim
til gleði og gamans augnabliks-
vísur og skemmtikviðlinga —-
og fullnægði með rímum sín-
um rímnautn alþýðunnar,
kenningagleði hennar og sagna
þorsta — þjóðskáld eins og
Matthías skilgreinir í vísunni:
„Þjóðskáld voru þeir í raun,
þjóð sem huggun kváðu,
og kappnóg þóttu kvæðalaun,
ef kotungs gisting þáðu.“
Og ■þessi útgáfa á úrvali úr
kveðskap síðasta rímna- og far
ahdskáldsins á íslandi er við-
urkenning á því, sem hið mikla
þjóðskáld tók fram við andlát
Símonar fyrir hálfum fjórða
áratug:
„Nú er mál að þú, vor þjóð,
þeirra drekkir minni,
sem að kauplaust kjark og móð
kváðu móður sinni.“
Guðm. Gíslason Hagalíiv
Félagslíf
Gúðspekinemar.
Stúkan Septíma
heldur fund í kvöld kl. 8.30.
Einleikur á fiðlu, erindi: „Ríki
Tíva“, flutt af Grétari Fells.
Fjölmennið stundvíslega.
Ármenningar! — Skíðamemn!
Skíðaferðir í Jósefsdal um
helgina verða á laugardag
kl. 2 og kl. 6. — Farið frá
íþróttahúsinu við Lindax-
götu. Farmiðar í Hellas. Þeir
sem ætla sér að dvelja uxn
jólin og nýárið í Jósefsdal
láti vita fyrir kl. 6 á mánu-
dag.í síma 2165
Stjórnin.
Stúkan Morgunstjarnan nr. 11
heldur 65 ára afmælisfagnað
sinn n. k. sunnudag kl. 7,30
e. h. í Góðtemplarahúsinu í
Hafnarfirði. Templurum er
'heimil þátttaka með gesti.
Aðgöngumiðar fást hjá Gu6-
jóni Magnússyni, Strand-
göstu 43, föstudag og laug-
ardag til kl. 6 e. h.
Undirbúningsnefndin,
er sönn saga um öndina sem fór með ungana sína áttá frá varpstaðnum
í Skuggahverfi, niður á tjörn. — Skemmtileg saga. — Skemmtilegar myndir
JÓLABÓK BARNANNA í ÁR